Þjóðviljinn - 29.07.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA ---------------------------
Otgefandi: • Sameiningarflokktir alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurðnr Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason.
Préttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl- 90,Ö0 á mánuði. /
Pólland
t
pólverjar fögnuðu nýlega tvítug'asta frelsisd^gi
sínum, og hafa íhaldsblöðin sýnt þá einstæðu
smekkvísi að nota frelsun Póllands undan oki
nazismans til fáheyrðra sögufalsana og árása á
ríkisstjórn Póllands, sem þó er viðurkennd af ís-
lenzku ríkisstjórninni sem hin eina löglega stjórn
landsins. Þessari aðför er stjórnað af Davíð Ólafs-
syni fiskimálastjóra og á hún efalaust traustan
sögulegan bakgrunn í pólitískum ferli hans. Sá
ferill skal ekki rifjaður upp hér, en það nægir að
geta þess, að Davíð Ólafsson er enn náinn sálufé-
lagi þeirra stjórnmálaleiðtoga í Vestur-Þýzka-
landi, sem ekki viðurkenna núverandi landamæri
Póllands og telur Þjóðverja eiga kröfu til mikilla
landsvæða í hinu nýja Póllandi. Vafalaust er það
sú „frelsisbárátta", sem Vísir segir í leiðara sín-
um í fyrradag, að „bíði síns tíma“. Má vera, að
Davíð Ólafsson og sálufélagar hans telji sig sjá
hilla undir þá fr^lsun, eftir að repúblikanar í
Bandaríkjunum útnefndu forsetaefni sitt. En slfk
„frelsun“ kynni að leysa bæði hann og aðra und-
an öllum frekari áhyggjum af landamærum yfir-
leitt. Reiði íhaldsblaðanna yfir frelsun Póllands
ekki aðeins undan oki nazismans heldur einnig
undan oki auðvalds og gósseigenda, ségir betur en
allt annað að Pólland er á réttri leið.
Jafnrétti
^töðugar róstur og kynþáttaóeirðir í ýmsum borg-
um Bandaríkjanna undanfarna daga hafa vak-
ið ugg manna víða um heim. Með öll hin geysi-
öflugu áróðurstæki nútímans í höndum sér, hef-
ur bandarísku afturhaldi tekizt að fá þorra hvítra
manna þar í landi til fylgis við beina og óbeina
kynþáttakúgun, og er útmefning Goldwaters sem
forsetaefnis repúblikana gleggsta dæmið um
styrkleika þessara afla. Opinberlega hafa banda-
rísk stjórnarvöld þó reynt að halda uppi heiðri
lands síns og viðleitni núverandi valdhafa Banda-
ríkjanna til að tryggja svertingjum raunverulegt
jafnrétti er mjög lofsverð. Þeim mun undarlegra
er það, að Bandaríkjastjórn hefur ekki á neinn
hátt viljað styðja mannréttindabaráttu blökku-
manna í Suður-Afríku; þrátt fyrir ítrekaðar á-
skoranir hafa Bandaríkin, Bretland og Frakkland
neitað að setja viðskiptabann á vörur frá S-Afríku,
en ekki er vafi á að slíkar ráðstafanir mundu
skjótlega bera árangur. Suður-Afríka er eina rík-
ið í heiminum, þar sem kynþáttakúgun er lög-
fest stefna valdhafamna. Það er því siðferðileg
skylda hverrar ríkisstjórnar og sérhvers borgara,
sem vill halda í heiðri einföldustu mannréttindi,
og leggja fram sinn skerf í baráttunni gegn þeirri
stefnu. Leiðtogar Afríkuríkja hafa nýlega ítrekað
áskorun sína -um viðskipfabann á Suður-Afríku
Það er smá^-’^^ttur á íslenzku þjóðinni, að það
sem af er þess i ri hafa viðskipti okkar við Suður-
Afríku ’eS' -’-’nzf. Hér ber ríkisstjórminni að
grípa í tauma^? begar í stað; afskiptaleysi á þessu
sviði jafngildir því að lýsa y’fír fylgi við o'fbeldi
og kynþáttakúgun vakihafanna í Suður-Afríku
b.
ÞIÓÐVILJINN
Miðvikudagur 29. julí 1964
Norræna bændasambandið
heldur aðalfund í Reykjavík
□ í gær hófst í Bænda-
höllinni í Reykjavík aðal-
fuhdur norræna bænda-
sambandsins, NBC (Nord-
ens Bondeorganisationers
Centralrád). Veröur fundi
þeásum fram haldið í dag,
en hann sækja um 85 full-
trúar frá Danmörku, Finn-
landi, Noregi og Svíþjóð.
Auk þess eru konur nokk-
urra erlendu fulltrúanna
með í förinni, þannig að
hinir erlendu gestir verða
um 100 talsins. íslenzku
fulltrúamir eru um 26
talsins, en þeir eru stjóm-^
ir Búnaðarfél. fslands og
Stéttarsambands bænda,
Framleiðsluráð landbún-
aðarins, forystumenn
hinna ýmsu sölufélaga og
nokkrir fleiri.
gáfp tímaritsins Nordisk Land-
ökonomisk Tidsskrift o.fl.
Fundinum sjálfum lýkur svo
þennan dag. Um hádegisleytið
þiggja fundarmenn hádegis-
verðarboð hjá Mjólkursamsöl-
unni, en um kvöldið býður
Ingólfur Jónsson landbúnaðar-
ráðherra til kvöldverðar að
Hótel Sögu.
Næsta dag verður farið í
ferðalag um Suðurlandsundir-
lendið. Viðkomustaðir verða
Hveragerði. Selfoss, Laugar-
dælir, Hreppshólar, Gullfoss.
Aratunga og Skálholt. í Hvera-
gerði verður ullarþvottarstöð
S.I.S. skoðuð og á Selfossi og
Laugardælum verður skoðað
Flóabúið og tilraunastöðin.
Samband ísl. Samvinnufélaga
býður til hádegisverðar í Sel-
fossbíó. í Aratungu verður
drukkið kaffi og sjá konur í'
Biskupstungum um þær veit-
ingar. 1 Skálholtskirkju flytur
sóknarpresturinn bæn og sálm-
ar verða sungnir.
Verður athöfnin í Skálholti
einskonar lokastund, því flest-
ir hinna erlendu gesta fara ut-
an næsta dag. Þó verða nokkr- 1
ir þeirra eftir og taka þátt
i fundi landbúnaðarráðherra
Norðurlandanna sem halda á
hér laugardaginn 1. ágúst.
Búnaðarfélag Islands og
Stéttarsambandið gekk í sam-
bandið 1950, en Búnaðarfélag-
ð 1959.' Stjóm Islandsdeildar
NBC skipa: Sveinn Tryggva- I
son, formaður, Þorsteinn- Sig- 1
urðsson, form. Búnaðarfélags
Islands, Ölafur E. Stefánsson,
settur búnaðarmálastjóri,
Gunnar Guðbjartsson, forrru
Stéttarsambands bænda og
Sæmundur Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri. Aðalritari deild-
arinnar er Agnar Guðnason,
ráðunautur.
Afmæfísvísa
Fögur snót frá fögrum bæ
fagnar tlegi sinum.
Bóttir Haralds, sonar sæ;
sómi er að Stínum.
Halibjörn.
132 íslenzkir skátar til Osló, tveir
minni hópar til Englands og USA
□ Forseti norræna bænda-
sambandsins. þetta árið er
Sveinn Tryggvason fram-
kvæmdastjóri Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins og
stjómar hann fundinum,
en aðalritari sambandsins
er Agnar Guðnason ráðu-
nautur. >
Fundurinn hófst sem fyrr
segir kl. 9.30 í gærmorgun og
stóð allan þann dag til kl. 5
með matarhléi milli 12 og 2.
Helztu dagskrárliðir í gær
voru:
Setningarræða forseta NBC.
Erindi um íslenzkan land-
búnað, sem Hjalti Gestsson,
ráðunautur flutti.
Skýrsla stjómarinnar um
starfsemma á sl. ári flutt af
Agnari Guðnasyni.
Aðalmál fundarins í gær
voru samt skýrslur sölufélag-
anna um samstarfið á árinu
og urðu um það mál að veniu
miklar umræður. Þessu til
skýringar skal þess getið að
t.d. mjólkuriðnaðurinn á Norð-
urlöndum hefur mjög ná:ð
samband sín á' milli um sölu
mjólfcurafurða til annarra
landa. Það sama er að segja
um sláturhúsin o.s.frv. Það er
um þetta samstarf sem aðal-
lega er rætt undir þessum
dagskrárlið. 1
Annað aðalmál fundarins f
gær var erindi sem finnski
rílcisdagsmaðurinn Lindh flutti
um fjárhagsástand í landbún-
aði Norðurlanda. Var þetta er-
indi samið af prófessor Niels
Westermarck, sem einnig er
finnskur. Hefur Westermarck
flutt slík yfirlitserindi á öll-
um aðalfundum NBC og eru
þau hin fróðlegustu, enda
verða ávallt um þau miklar
umræður á fundunum.
Um hádegisleytið í gær þáðu
fulltrúarnir og konur þeirra
hádegisverðarboð hjá Sláturfé-
lagi Suðurlands, en um kvöld-
ið bauð íslenzka deildin í NBC
til kyöldverðar að Hótel Sögu
1 dag, miðvikudag, stendur
yfir fundur frá því kl. 9.30
til kl. 17.30. Aðalmál þess
fundar verður yfirlit, sem Dan-
inn Nils Kjærgaard flytur um
stefnur í verzlunarmálum land-
búnaðarins. Þá flytur prófess-
or K. F. Svárdström, frá Sví-
bjóð, erindi um samstarf Norð-
urlandanna á sviði verzlunar
með landbúnaðarvörur. Hafa
bessi mál mikið verið rædd á
undanförnum aðalfundum og
verður nú reynt að samræma
sjónarmiðin, e*tir því sem unnt
er. Þennan dag verða einnig
rædd ýms smærri mál, sem
snerta sjálft sambandið s.s.
ráðstöfun á styrkjum úr hin-
um svokallaða NBC-sjóði, út-
Á mánudag og í gær héldu
132 íslenzkir skátar til Noregs.
Hópurinn fer með flugvéi til
0«ló og dvelst þar í nokkra
daga og skoðar borgina. Mót-
taka verður fyrir þá í ráðhúsi
Oslóborgar og einnig munu þeir
halda lslandskvöld fyrir norska
skáta.
Að lokinni dvöl í Osló skilj-
ast leiðir Piltarnir, sem eru
91 og undir forystu þeirra Guð-
mundar Ástráðssonar og Birg-
is Þórðarsonar munu halda
rakleitt norður til BoVld og
taka þar þátt i landsmóti
norskra drengjaskáta, ásamt
7—8000 öðrum piltum. Þetta
mót er hið fyrsta. sem haldið
er norðan heimskautsbaugs og
er dagskrá þess hin fjölbreytt-
asta.
Stúlkurnar, sem eru 37 og
undir stjórn frú Hrefnu Tyn-
es og Sigrúnar Sigurgestsdótt-
ur munu hins vegar ferðast
þvert yfir Noreg og síðan víða
um vesturströndina.
Tilgangur ferðar þessarar
er tvíþættur, annars vegar að
kynnast landi forfeðranna og
hins vegar að endurgjalda
heimSókn norskra skáta hing-
að til lands árið 1962, en þá
héldu íslenzkir skátar 50 ára
afmæli sitt hátfðlegt með
landsmóti á Þingvöllum.
Þátttakendur eru frá 13 ára
upp, undir 60 ára aldur og
mjög víða af landinu. Þetta er
stærsti b skátahópurina
sem halr’ o . út fyrir land-
steinana.
Hópurmn mún fljúga heim
frá Þi’ándheimi hinn 17. ágúst.
Auk Noregsfaranna eru fleiri
íslenzkir skátar á útleið eða
þegar farnir. 10 manna hópur
undir stjórn Grétars Marínós-
sonar er á förum til Englands
til að taka þátt í skátamóti í
Devon, 7 manna hópur er í
Bandaríkjunum í boði þar-
lendra drengjaskáta. Forystu-
maður þeirra er Arnfinnur
Jónsson. Og í alþjóðaskála
kvenskáta í Sviss eru staddár
tvær íslenzkar skótastúlkur í
boði erlendra kvenskáta.
A garðbrotí Þrándar í Götu
I dag, 29. júlí, er Ölafs-
vökudagur, þjóðhátíð Fær-
eyinga. Af því tilefni flytur
Rfkisútvarpið í kvöld sér-
staka 50 mínútna dagskrá,
sem byggð er á færeyskum
sðgnum, kvæðum og þjóðsög-
um.
☆ ☆ ☆
Stefán Jónsson fréttamað-
ur tók þessa Ölafsvökudag-
skrá saman og naut við það
starf aðstoðar Pouls Kar-
bech-Mouritzens ritstjóra frá
Thórshavu. Stefán var í hópi
nokkurra íslenzkra blaða-
manna sem Flugfélag Islands
bauð til Færeyja í lok maí-
mánaðar síðastliðinn og við-
aði þá að sér efni í kvöld-
dagskrá, ráeddi við allmarga
Færeyinga og fékk að Iáni
hjá færeyska útvarpinu upp-
tökur á þjóðkvæðum og dans-
Iögum. Sncmma í þessum
mánuði kom Karbech-Mour-
itzen híngað til Reykjavíkur
og aðstoðaði Stefán við frá-
iang á útvarpsþættinum. Potd
Karbech er ritstjóri blaðsin'
síosialurinn í Thórshavr
málgagns sósíaldemókrata *
Færeyjum, og hefur látið að
sér kveða á sviði féiagsmála
og þjóðmála þar á eyjunum.
— Myndin hér fyrir ofan
var tekin í Færeyjum í maí
sl. Stefán Jónsson fréttamað-
ur hefur haft hljóðnemann
með sér til Austurcyjar. Þeir
sitja þarna saman á garðbroti
í Norður-Götu, einmitt á
beim stað sem sá frægi
Þrándur í Götu á að hafa
búið, og spjalla saman Stef-
án lengst til vinstri, Lías í
Rættará, einn af cldri kyn-
slóðinni í Götu,' og Poul Kar-
bech-Mouritzen ritstjóri. —
(Ljósm. Sveinn Sæmundsson).