Þjóðviljinn - 30.07.1964, Side 2

Þjóðviljinn - 30.07.1964, Side 2
2 SlÐA H(®VHTINH ---- Fimmtudagur 30. Júlí 1964 Mynd og texti eftir G.M. Svona líta nú aithafnamennirnir út á Austfjörðum í sumar með rjúkandi síldarverksmiðjuna í bak- sýn. Þetta er mynd af Aðalsteini Jónssyni, sem gengur undir nafninu Alli ríki á Eskifirði. — spjallað við Alla ríka á Eskifirði ★ Ég hitti Alla ríka á götu á Eskifirði núna á dögunum og náðum við forsælubletti undir gömlum húskumbalda og spjöliuðum þar um daginn og veginn. Þarna í skugganum var þrjátíu stiga hiti og svona fínt er veðrið á Austfjörðum dag eftir dag. ★ Svona hiti hefur ekki lam- andi áhrif á menn eins og Alla ríka. Hann var snöggur upp á lagið og óþolinn að standa svona kyrr í sömu spor- um, — eitthvað funandi franskt við framkomuna. ★ Þetta er Iika austfirzkur at- hafnamaður með franskt blóð í æðum. ★ Aldrei er þó hægt að full- yrða um slíka hluti þama eýstra. Kirkjubækur rekja ís- Ienzka ættliði ðld fram af öld á þennan rólega og settlega hátt og hefur franskur blóðhiti aldrei fengið að leika um þau gömlu og virðulegu spjöld. Skilvís maður sagði mér einu sinni í vetur, að ættfræði væri vonlausasta fræðigrein á Aust- fjörðum. ★ En hver er Alli ríki? Einn dag fyrir skömmu rofnaði þagnarmúrinn um afla einstakra báta á síld í sumar. Eitt skipið hans kom þá út úr þessarí Austfjarðaþoku sem aflahæsta skipið á síldvelðum. Allir kannast við Jón Kjart- ansson frá Eskifirði. AIli ríki er útgerðarmaðurinn á bak við þetta skip. ★ Það er nú bara brotabrot af athafnasemi Alla ríka á Eski- firði. Hann heitir Aðalsteinn Jóns- son og rekur ásamt bróður sínum Kristni Jónssyni einn umfangsmesta atvinnurekstur á Austfjörðum. Þannig eru þeir aðaleigend- pr að fjórum fallegustu bát- unum í síldveiðflotanum og útbúnaðar þeirra er jafnan eft- ir nýjustu kröfum í ve’ðitækni. þeir heita Jón Kjartansson, Guðrún Þorkelsdóttir, Stein- grímur trölli og Vattamesið. Þeir em aðaleigendur að Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og eiga fimmtíu og fimm prósent í tvö þúsund mála síldarverk- smiðju á staðnum. Þá reka þeir þrjú síldarplön og eru það Auðbjargimar þeirra. Þau eru staðsett á Eskifirð'. Vopnafirði og Ölafsfirði og ev siðastnefnda stöðin svona upp á punt norður í landi, seg- ir Alli ríki. E nu'sinni gerðu þeir út lít- inn kopp og kölluðu hann Björgina. Þá fundu þeir í fyrsta skipti lyktina að auð- sæld og þessi útgerð veitti þeim kjark til me'ri umsvifa. Þeir halda mikið upp á þetta bátkríli í minningunni og er hann uppistaðan í nafngift- inni. Þriðji .bróðurinn heitir Krist- mann Jónsson og rekur síldar- planið öskjuna á Eskifirði og er hann aðaleigandi að Sel- eyjunni. Alli ríki segir þennan bróð- ur sinn sér á báti og séu að- eins fjölskyldutengsl þarna á milli og þó. Hinir tveir bræð- ur spila hinsvegar dúettinn í atvinnulífinu á Eskifirði. Það þótti heldur ómerkileg hag- sýni á sínum tfma, þegar ann- ar bróðirinn seldi undan sér vörubíl úr fullri atvinnu til þess að komast yfir eignar- hlut í Jóni Kjartanssyni eldra og var flokkað undir óvarkára spekúlasjón. En hver syngur með sínu nefi, segir Alli riki, Þeir bræður mega muna tvenna tíma. Foreldrar þeirra bjuggu í Eskifjarðarseli á þriðja ára- tuginum. Það var harðbýlakot fyrir botni fjarðarins. Faðir þeirra féll frá á miðjum aldri og flutti þá ekkjan með bama- hópinn til kauptúnsins. Þá var Aðalsteinn sex ára. Fjölskyldan var skínandi fá- tæk og háði þessa hörðu lífs- baráttu á kreppuáiunum: Aldrei missti móðir mín samt kjarkinn og ól okkur upp í samhentri vinnusemi fyrir heimilinu. Það var mikil kona í fá- tækt sinni. Einn fallegasti bát- urinn okkar heitir í höfuðið á henni. Hún hét Guðrún Þor- kelsdóttir. Bóndinn í Eskifjarðarseli mætti hinsvegar líta vonglöð- um augum á nafna sinn út á síldarmiðunum í sumar. Fað- ir þeirra hét nefnilega Jón Kjartansson. Alli ríki segir Þorstein skipstjóra eiga þriðj- unginn í bátnum. Þorsteinn er kennari að mennt og bróðir Eggerts á Sigurpáli. Þeir sögðu á Eskifirði, að Þorsteinn skipstjóri hefði hætt kennslu í Sjómannaskólanum í vetur af því að báturinn fiskaði ekki nógu mikið. Þegar hann tók við honum, þá brá svo við, að báturinn fór að rótfiska. I vetur var mikið fjör í at- vinnulífinu á Eskifirði og mik- ill fiskur barst bar á land til vinnslu í frystihúsinu. Bátar þeirra bræðra stunduðu útilegu- róðra í vetur og fislmðu sæmi- lega. Hvergi var eins mikið að gera á Austfjörðum í vetur, cnoði Alli ríki Á- litsrýrnun Fyrir nokkru kom hingað til lands mjölmeti frá Banda- ríkjunum, állmjög drýgt með skordýrum og möðkum. Var gengið í að eyða kykvendum þessum með blásýru. en þau reyndust vera býsna lífseig þótt verkamenn væru hætt komnir af völdum eitursins. Er tortímingarstyrjöldinni enn haldið áfram í skemmu vest- ur á Grandagarði og óséð hvorum muni betur veita. Hins vegar stóð ekki á borg- arlækni og fleiri embættis- mönnum að Ivsa yfir því að bandarí'k1’' maðkar í komi væru al'* að því beinabót. þannig a’ -fzt barf að draga í efa að iafnt húsdýr sem mannfólk hérlendis muni dafna vel af skorkvikindum, myrtum með blásýru. En það er auðsjáanlega ekki sama hverjir leggja sér þvílíka fæðu til munns. Morg- unblaðið greinir frá því í gær nú sé verið að þrífa hverja pöddu úr Brúarfossi: ,,Fis,k- mati ríkisins var kunnugt um það rétt fvrir hádegi í gær- morgun, að flytja ætti hrað- frystan fisk til Bandaríkj- anna í lestum skipsins. Full- trúar þess athuguðu, hvort frystilestir væru örugglega lausar við skordýrin sem fundust í lestarrými. og einn- ig hvort dauðar pöddur gætu komizt á fiskpakka og valdið álitsrýmun Bandaríkjamanna (svo!) á eftirliti og vöruvönd- un hérlendis. Bergsteinn Á. Bergsteinsson fskmatsstjóri tiáði blaðinu í gærkvöldi, að Finnbogi Ámason, yfirfisk- matsmaður og 2 stýrimenn á Brúarfossi og fulltrúi borgar- læknis hefðu hitzt um borð í skipinu f gær og ákveðið að eitra skyldi aftur, og að fiskur yrði ekki fluttur um borð fyrr en gengið yrði úr skugga um. að pöddumar kæmust ekki í hann. Fisk- matsstjóri óskaði að taka það fram, að í viðtali hans við forstjóra Eimskips og forráða- menn útflytienda hefðu bessir aðilar verið á einu máli um að ekki bæri að hætta á neitt í hessu sambandi". Þannig eru maðkar þeir sem voru meinlausir og eðli- legir og heilnæmir þegar þeir bárust hingað til lands allt í e'nu orðnir stórhættulegir ef þeir skyldu berast aftur til föðurhúsanna. En auðvitað eru álitsrýmun íslendinga og álitsrýmun Bandaríkjamanna ósambærileg verðmæti. Land- vinningastefna Bjskupinn yfir íslandi er nú tekinn til við að auka veldi sitt og gera íslenzka klerka að útflutningsvöru. Fyrir nokkru stofnaði hann sérstakt prestakall á herstöð- inni á Keflavíkurflugvelli, til þess að leggja áherzlu á að einnig hún væri hluti af guðs- ríki á íslandi, auk þess sem íslenzki klerkurinn þar hefur eflaust átt að kynnast af eig- in raun því fullkomna kristi- lega siðgæði sem þar rfkir að sögn Morgunblaðsins. Og nú hefur verið sett á laggimar íslenzkt prestakall f Kaup- mannahöfn og þar valinn til þjónustu — án umsóknar og atkvæðagreiðslu — séra Jónas Gíslason sem er kunnasti von- biðií! kristinna manna í Reykjavík. Trúlega kemur svo senn að því að biskupinn láti reisa veglegar kirkjur yf- ir þá klerka sfna sem dvelj- ast með eríendum þjóðum, að minnsta kosti þegar engin kirkjustæði eru eftir á fs- landi. hvorki f byggðum né óbyggðum. Engin ástæða er til að ætla að biskupinn láti þar við sitja að færa út veldi sitt til Bandaríkjanna og Danmerk- ur, heldur munu önnur þjóð- ríki á eftir kpma. Páfinn í Róm má sannarlega fara að vara sig. — Austri. TILKYNNING um framlagningu skattskráa Reykjanesum- dæmis og útsvarsskráa eftirtalinna sveitar- Nj arðvíkurhrepps Garðahrepps Seltjarnarneshrepps Mosfellshrepps. félaga: Kópavogskaupstaðar Hafnarfjarðarkaupstaðar Grindavíkurhrepps Miðneshrepps Gerðahrepps Skattskrár allra sveitarfélaga og Keflavíkurflug- vallar í Reykjanesumdasmi, ásamt útsvarsskrám ofangreindra sveitrafélaga liggja frammi frá 30. júlí til 12. ágúst, að báðum dögum meðtöldum. Skrárnar liggja frammi á eftirgreindum stöðum: I Kópavogi: Á skrifstofu Kópavogsbæjar og h'já umboðsmanni að Skjólbraut 1. Skrifstofa umboðsmanns verður opin kl. 1 e.h. til 7 e.h. dagana 30. óg 31. júlí, en síðan alla virka daga nema laugard. kl. 4 til 7 e.h. í Hafnarfirði: Á skrifstofu Hafnarfjarðarbæjar og á skattstofunni. í Keflavík: Hjá umboðsmanni á skrifstofu Keflavíkurbæjar. Á Keflavíkurflugvelli: Hjá umboðsmanni Guðmundi Gunnlaugssyni á skrifstofu Flugmálastjórnarinnar. í hreppum: Hjá umboðsmönnum og á skrifstofum fyrrgreindra sveitarfélaga. í skattskrám alls umdæmisins eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur 2. Eignaskattur 3. Námsbókagjald 4. Almannatryggingagjöld 5. Slysatryggingagjald atvinnurekenda 6. Lífeyristryggingargjald atvinnurekenda 7. Atvinnuleysistryggingargjald 8. Iðnlánasjóðsgjald. í skrá Kópavogs og Hafnarfjarðar eru einnig kirkjugjöld og kirkjugarðsgjöld og í skrá Garða- hrepps kirkjugjöld. Kirkjugjöld og kirkjugarðs- gjöld Keflavíkur verða prentuð á innheimtuseðla en verða eigi í skattskrá. í þeim sveitarfélögum, er talin eru upp fyrst í auglýsingu þessarí, éru eftirtalin gjöld til viðbót- ar áður upptöldum gjöldum: 1. Tekju- og eignaútsvar. 2. Aðstöðugjald. Innifalið í tekju- pg eignaskatti er 1% álag til Byggingarsjóðs ríkisins. Kærufrestur vegna tekju- og eignaskatts, út- svars, aðstöðugjalds og iðnlánasjóðsg'jalds er til loka dagsins 12. ágúst 1964. Kærur vegna útsvars skulu sendar viðkomandi framtalsnefnd, en vegna annarra gjalda til Skatt- stofu Reykjanesumdæmis, Hafnarfirði, eða um- boðsmanns í heimasveit. Kærur skulu vera skriflegar og skulu hafa bor- izt réttum úrskurðaraðila í síðasta lagi að kvöldi 12. ágúst 1964. Álagningarseðlar, er sýna gjöld og gjaldstofna, verða sendir til allra framteljenda. Jafnframt liggja frammi á Skattstofu Reykjanes- umdæmis í Hafnarfirði skrár um álagðan sölu- skatt í Reykjanesumdæmi árið 1963. Hafnarfirði, 29. júlí 1964, * Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. VÖRUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó. KRON - búðirnar. Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.