Þjóðviljinn - 30.07.1964, Page 4
4 SIÐA
ÞIÓÐVILNNN
Fimmtudagur SO. júll 1064
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: tvar tí. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófeson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl. 90,00 á mánuði.
Ósvífin
hækkun
að var blygðunarlaus óskammfeilni þegar stjórn-
arblaðið Vísir bauð skattskrána velkomna í for-
ustugrein þar sem því var haldið fram að nú kæmi
til framkvæmda „veruleg skattalækkun'1 sem jafn-
gilti „verulegum kjarabótum11 til almennings.
Væntanlega er þessi forustugrein til marks um
það að ritstjóri blaðsins hefur trúað gumi Gunnars
Thoroddsens og félaga hans um nýju lögin sem
samþykkt voru á alþingi í vor, og ættu þó rit-
stjórar stjórnarblaðanna að vita manna bezt að
ráðherraorðum skyldi enginn trúa. Enda er reynsl-
an ólygnust um það að nú kemur til framkvæmda
stórfelldasta og ósvífnasta skatfahækkun á al-
menning sem dæmi eru um. Það er algengt að
opinber gjöld launafólks tvöfaldist og þrefaldist,
að launafólki sé gert að greiða 30—40 þúsundir
króna í opinber gjöld.
^Jér er að verki'sú ofsalega óðaverðbólga sem við-
■ reisnarstjórnin hefur skipulagt á undanförn-
um árum. Hún hefur orðið til þess að tekjur
manna hafa stöðugt farið hækkandi að krónutölu,
þótt ekki sé um að ræða neina hækkun á raun-
verulegum tekjum. En þar sem skattas'tigarnir
hafa aldrei verið leiðréttir til samræmis við verð-
bólguna, hafa fleiri og smærri krónur gert það að
verkum að menn hafa komizt í hærra skattahlu't-
fall með þurftartekjur sínar. í annan stað hafa
stjómarvöldin lækkað stórlega opinber gjöld á
auðfélögum og hátekjumönnum. Opinber gjöld
fyrirtækja hafa lækkað til muna, frádráttarregl-
ur hafa verið endurskoðaðar stórlega þeim í hag,
og breytingarnar á tekjuskatti hafa sérstaklega orð-
ið hátekjumönnum til hagsbóta, eins og rakið var
ytarlega hér í blaðinu þegar sú breyting kom til
framkvæmda. En það sem hátekjumenn og auð-
fyrirtæki spara á þennan hát'f er lagt á launþega
með hækkun á beinum og óbeinum gjöldum, auk
þess sem ríki eg bæjarfélög verða með hverju ári
stórtækari í gjaldheimtu sinni.
gú stórfellda hækkun á opinberum gjöidum sem
launþegum er nú ætlað að bera er þeim mun
alvarlegri sem nýlega hefur verið gert samkomu-
lag um kjaramálin milli alþýðusamtakanna og
stjórnarvaldanna. Hugmyndin með því samkomu-
lagi var að stöðva óðaverðbólguna,' þannig að
verðhækkanir rýrðu ekki lífskjör manna frá því
sem þau eru nú. En skattheimtan nú jafngildir
nýrri óðaverðbólguskriðu, hún er ódrengilegur
bakreikningur frá ráðamönnum stjómarflokk-
anna. Sú hækkun mun að vísu koma' fram í vísi-
tölunni og knýja stjórnarvöldin til einhverra verð-
lækkana með niðurgreiðslum, en sú endurgreiðsi?
mun engan veginn jafngilda þeim stórauknu byrð
um sem nú hafa verið lagðar á almenning og eri
til marks um það hversu áfjáðir valdhafarnir eru
í að halda verðbólgustefnu sinni áfram. — m.
skatta
Uppskerustörf og meShöndlun
gurðávuxtunnu þurf uð bætu
stendur yfir. Vatnsinnihald
þeirra er mikið og útgufun,
öndun, þá cinnig eftir því.
Ef við eigum að fá á markað
áæmilega útlítandi og góða
sumaruppskeru af kartöflum.
sem ræktaðar eru ef til vill
75 til 200 km. frá Reykjavík
eða aðalmarkaðssvæði kart-
_öfluframleiðandans, þá þarf
m.a. að gæta eftirfarandi:
Eftir E. B. Malmquist,
yfirmatsmann garðávaxta
fyrst um sinn að taka til greina
Nú í byrjun uppskeruársins
1964 á kartöflum og öðrum
garðávöxtum, er ástæða til að
íhuga. hvað sé helzt hægt að
gera til að fá sem bezta vöru
á sölumarkað og almennt t'l
neyzlu.
Það mun láta nærri, að ís-
lenzka þjóðin noti um 130 þús-
und tunnur af kartöflum til
manneldis árlega, sem er að
verðmæti fyrir neytendur uin
eða yfir 130 miljónir króna.
Vegna flutningskostnaðar er
smásöluverð talsvert mismun-
andi eftir hvar er á landinu.
Það er því eðlilegt, þegar
um matvöru er að ræða. sem
er jafn þýðingarmikil og
kartöílur fyrir hvert einasta
heimili landsins til sjávar og
sveita, að það sp viðkvæmt
mál. ef ekki er fyrir hendi
á hverjum tíma naegilegt magn
af þeim á hóflegu verði og
sæmilegt að gæðum.
Það eru ekki mörg ár síðan
íslenzkar i karöflur gátu talizt
almenn markaðsvara hérlendis.
Útflutningur þeirra hefur held-
ur ekki verið teljandi til
þessa. Það litla, sem hefur þó
verið flutt út. hefur staðizt
þarlendar kröfur og líkað á-
gætlega, t.d. á brezkum mark-
aði.
Þetta sýnir. að við getum
bætt og vandað enn meira
ræktun og meðhöndlun þessar-
ar dýrmætu fæðutegundar, —
ef nauðsyn krefúr.
Bændur og aðrir, ;sem rækta
v’lja kartðflur til s’ölu. verða
að gera sér grein fyrir, að
innlendur markaður er þeim
ekki síður ómetanlegt við-
skiptasamband en erlent. Því
ber kð vanda til þessarar fram-
ie-ðslu í einu og öllu, eins og
annarra verzlunaryara. Og
vegna staðhátta landsins, þá er
hér einmitt um að ræða afar
þýðingarmikla fæðutegund.
sem þjóðin má ekki vera án
frekar en soðningar, kjöts eða
mjólkur.
Neytendur verða aftur á móti
að nokkru, hvað ræktunarað-
staða er hér erfið, og aðra
byrjunarörðugleika m.a. tækni-
lega, er komið hsfa fram hin
síðari ár í sambanði við vél-
væðingu, áburðarnotkun, snef-
ilefnaskort og fleiri nnnmarka.
er ætíð vilja steðja að nútíma
ræktun í stórum stíl við marg-
breytilégar aðstæður.
Sumaruppskeran
Kartöflur, sérstaklega í upp-
töku og nýuppteknar, eru af-
ar viðkvæmar, þola hnjask,
flutning og umhleðslu illa.
Uppskerustörf að sumrinu á
hálfþroskuðum kartöfium
þarfnast þó enn meiri varfærni,
verklagni og nákvæmari um-
hirðu en haustuppskerustörfin.
Hýði kartöflunnar. vamar-
veggur hennar gegn utanað-
komandi skemmdum, er svo til
ómyndað. Spretta kartöflunnar
er oftast mjög ör, einmitt um
þetta leyti sem ágústuppskeran
Það vill verða mjög oft á-
berandi, að kartöflurnar
skaddist mikið í vélaupptöku.
þó ýtrustu varúðar sé gætt
Bezt er að tína kartöflurn-
ar beint í lausofna 25 til 30
kg. poka, láta þær síðan ryðja
sig og þoma í þeim 2 til 3
daga, áður en rögun fer fram.
Leitazt skal við að umhlaða
kartöflunum sem minnst fri
því þær eru teknar upp og
þeim komið á markað.
Þegar flokkun sumaruppsker-
unnar fer fram, væri æskúegt
Framhald á 9. síðu.
Sviatoslav kichter fer víBa um heim
Lengi vel kom einhver ágætasti píanósnillingur heimsins, Svjatosiav Richter, aðeins fram i heima-
Iandi sínu, Sovétríkjunum, þótt svo fiestir vildu ó ðir og uppvægir fá hann i heimsókn, Talið er
að þetta megi rekja til þess, að nánir ættingjar Riohters, sem er af þýzkum ættum, hafi ient I
einhverju alvarlegu klandri á striðsárunum. En síðastliðin ár hefur Richter víða komið fram vest-
an tjalds sem austan (fyrst af öllu mun hann ha fa farið til Finnlands) og allsstaðar leikið við beztú
hugsanlegar undirtektir. — Hér sést Svjatoslav Richter leika í Berlín.
■ Sjaldan launar
kálfur ofeldið
Það er oft harla broslegt að lesa
'karp Morgunblaðsips og Tím-
ans um ástandið í atvinnu-
og framfaramálum Austur-
lands. Tímmn segir blóma-
skeið Austíjarða hafa endað,
þegar Eysteinn missti ráðherra-
stólinn. en Morgunblaðið seg-
ir að nú fyrst sé að rætast
úr fyrir Austfirðingum — vit-
aniega fyrir atþeina ,.við-
reisnarinnar". Bjarni Bene-
diktsson forsætisráðherra getur
ekki á sér setið að taka í
árina með Morgunbiaðsritstjór-
unum í Reykjavíkurbréfj sinu
si. sunnudag, En bað skrepp-
ur Þó úr penna Bjarna, að
atvinnuaukningin eystra er
„samfara síldargöngunum fyr-
ir Austurlandi", Þannjg yerð-
ur forsætisráðherranum það á,
að slá vopnin úr höndum
sinna eigin manna, nema þeir
geti fært sönnur á það. að
yiðreisniq og síidargöngur séu
ejtt og hið sama og þaðán
stafi núverandi velgengni Aust-
fjarða, Kann þetta að verða
Morgunblaðsmönnum þeim
mun erfiðara verkefni sem
forsætisráðherra hefur áður
lýst rótgróinni ótrú sinni á því
að unnt sé að byggja afkomu
þjóðarinnar á svo óáreiðanleg-
um hlut, sem fiskinum í sjón-
um. Og þó er það einmitt
fiskurinn i sjónum, sem kom-
ið hefur í veg fyrir þrota-
skipti á viðreisnarheimilinu.
Eq fiskurinn fær aö sanna það,
að forsætisráðherra er sann-
arlega ekki frábrugðinn öðr-
um kálfum í því, að launa
sjaldan ofeldið.
• Fiskurínn í sjónum
og viðreisnar-
velgengnin
En þegar komið er til Norð-
urlands, breytjst skyndilega
myndin af þeirri viðreisnarvel-
gengni, sem alls staðar blas-
ir nú við austanlands að sögn
Morgunblaðsins. Siglufjörður
er nú ..dauður bær“ og i flest-
um bæjum á Norðurlandi
vestra er atvinnuástand mjög
slæmt. Fólkið er tekið að
flýja þessa staði og verðmæt
atvinnutæki eru látin grotna
niður. Engin viðspyma gegn
þessari þróun kemur frá rík-
isvaldinu. „Fiskurinn í sjón-
um“ hefur lagzt frá um stund-
arsakir og samstundis ríkir
neyðarástand. Það er nefnilega
alls ekki viðreisnin, sem skap-
ar velgengina, heldur fiskur-
inn.
* Nyrðra og eystra
En þó er áreiðanlega ekkert
hráefni, sem gæti skapað ör-
uggari afkomumöguleika fyrir
útgerðarbæi en gullið. sem sjó-
menn sækja í greipar Ægis,
En til þess verður að skipu-
leggja atvinnulíf landsmanna
á skynsamlegan hátt. Alþýðu-
bandalagið hefur um árabil
barizt fyrir heildarskipulagningu
á þjóðarþúskapnum og bent á
þau stórfelldu verkefni, sem
okkar bíða í uppbyggingu full-
komins matvælaiðnaðar með
fullvinnslu sjávarafurða og
landbúnaðarafurða, Þannig
mætti margfaldj, verðmæti út-
flutningsframleiðslunnar og
stórauka gjaldeyristekjur þjóð-
arinnar. Stjómleysi viðreisnar-
innar í þessum efnum má
glöggt marka af ástandinu á
Norðurlandi um þessar mund-
3r. Fyrirtæki eins og niður-
lagningarverksmiðjan, sem rík-
ið kom upp á Siglufirði, hafa
verið látin standa aðgerðarlaus
langtímum saman, vegna þess
að ekki var hirt um að reyna
að afla markaða fyrir fram-
leiðsluvörumar. Þetta stjórn-
leysi viðreisnarinnar er orsök
vandræðaástandslns, sem ríkir
á Siglufirði og ýmsum öðrum
bæjum norðanlands. Ef síldin
hefði ekki bjarga'ð Austfjörð-
um væri þar nákvæmlega sama
ástand og á Norðurlaqdi vestra.
■ Byggðaþróun
Með heildarstjóm á þjóðar-
búskapnum er ekki einungig
átt við staðsetnjngu atvinnu-
tækja, heldur að leitazt sé við
að stjóma byggðaþróuninni í
landinu í heild. 1 greir.argorð
fyrfr frumvarpi Alþýðubanda-
lagsing um heildarstjóm á
þjóðarbúskapnum segir m.a.:
,.Það er mikil nauðsyn, eigi
aðeins þjóðarbúskap vorum,
heldur og þjóðerni voru og
þjóðarerfðum, að þreytt verði
um" frá því. sem nú er, að láta
blint lögmál peninganna ráða
byggðaþróun í landinu með
þeim nfleiðingum, að öll aukn-
ing þjóðarinnar safnast á einn
stað: Reykjavík og nágrenni
og Reykjanes, Með viturlegum
áætlunarbúskap getur Þjóðin
sjálf stjórnað þessari þróun-
látið allstóra bæi rísa í hin-
um ýmsu fjórðungum landsins.
þar sem skilyrði eru hagstæð-
ust, með því að beina þangað
fjármagni og framleiðslutaekj-
um. Án þess að þannig sé
gripið í taumana, mun sú
samþjöppun þjóðarinnar á einn
stað, sem einkennt hefur alla
20. öldina hér, halda áfram
skefjalaust. Er það jaínt ibú^
um Reykjayíkur sem öðnma
landsmönnum hagsmunaatriði,
að bftfð sé viturleg Stjórq og
fyrirhyggja á um þessj mál,
en bliqt samþjöppunarlögmál
penmgayalds ekki látið ráða“.
Það er vitanlega hastarlegt
fyrir þá. sem alltaf hafa bar-
izt gegn þessum sjónarmiðum
að burfa að viðurkenna rétt»
mæti þeirra. En þegar ekki
verður *' lengur fram hjá því
komizt er reynt að finna ný
heiti á þessu fyrirbæri sem
hér um ræðir. Og því skal
síður en svo neitað. að „þétt.
býliskjarnar“ eða ..svasða-
íkipulagning" eru orð sem á-
gætlega falla að efninu.
Skaftí.