Þjóðviljinn - 30.07.1964, Side 6

Þjóðviljinn - 30.07.1964, Side 6
g SÍÐA ÞJ6ÐVILIINN Fimmtudagur 30. júlí 1964 OTG.: ÆSKULYÐSFYLKINGIN — RITSTJÖRAR: HRAFN MAGNÚSSON, RÖGNVALDUR HANNESSON OG SVAVAR GESTSSON. Fylkingar- fréttir Stjóm Æ. F. H. talið frá vinstri: Þjóðbjörg Þórðardóttir ritari, Páll Árnason varaformaður, Andrés Sigvaldason meðstjórnandi, María Kristjánsdóttir formaður, örlygur Bencdiktsson mcðstjórnandi, Sveinn Frímannsson gjaldkeri, Olga Magnúsdóttir meðstjórnandi. Oflugl starf Æskulýðsfylk- ingarinnar í Hafnarfirði ^ Senn liður að haustinu og þá verður sitt 'af hverju aS gera. í Æskulýðsfylkingunni í Reykjavík. Þegar er hafinn undirbúningur að vetrarstarf- inu og eru félagar hvattir til að hafa samband við skrif- stofuna og leggja fram sínar tillögur um tilhögun vetrar- starfsins. SP Þing sambands ungra sósí- alista verður haldið í haust og xná búast við að þar verði margt spjallað og eru félagar úti á landi hvattir til að fara þegar að hefja undirbúninginn í sintim deildum með inn- heimtu félagsgjalda, fragangi á starfsskýrsJum og fleira sem alltaf er nauðsynlegt að vinna. W Æskulýðssíðan mtm korna út áfram og eru allir félagar hvattir til að senda okkur eitt- hvert efni. Einkum vaerum við fegnir að fá að sjá tilskrif frá deildunum úti á landi. W A þriðjudagirm fóru til Bandaríkjanna á vegum Æsku- lýðssambands íslands sex full- trúar til að sitja WAY þing í Amherst. Gísli B. Bjömsson tefknari situr þingið frá Æsku- lýðsfylkingunni. Eirjs og kunnugt er var nýlega stofnuð ÆF-deild í Grafarnesi. Formaður er Krist- ján Guðmundsson og innan skamms verður hémn á Æsku- lýðssíðunni sagt nánar frá starfi deildarinnar og framtíð- aráformum. Félagsheimili Æ F R -tz Æskufólki skal bent á fé- lagsheimili Æsknlýðsfylk- ingarinnar, Tjaraargötn 20 uppi. 'ÍX Það er opið mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 20,30 til 23,30, iz í félagsheimilinu er hægt að fá keyptar veitingar á vægu verði. Ennfremur er hægt að stytta sér þar stundir við tafl, spil og lestur góðra bóka. Ír Komið og reynið viðskipt- in. Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu var 8. júlí síðastliðinn hald- inn aðalfundur Æskulýðsfylk- ingarinnar í Hafnariirði. Fundurinn hófst á inntöku nýrra félaga og gengu tuttugu piltar og stúlkur í félagið. Því næst fluttí L/Ogi Kristjánsson gjaldkeri skýrslu fráfarandi stjómar. Að þvi loknu var gengið til stjómarkjör9. — Kjörin voru María Kristjánsdóttir formað- ur, Páll Árnason varaformaður, Þjóðbjörg Þórðardóttir ritari, Sveinn Frímannsson gjaldkeri, Andrés Sigvaldason, Olgd Magnúsdóttir og örlygur Bene- diktsson meðstjómendur. Einnig var kosið í fræðslu- og menningamefnd Óg ferða- og skemmtinefnd. I fræðslu- og menningarnefnd voru þessir kosnir: Jón B. Jónasson, Logi Kristjánsson, Rakel Kristjáns- dóttir. Þórir Ingvarsson og ör- lygur Benediktsson. En i ferða- og skemmtinefnd: Anna Guð- mundsdóttir, Hcdmfríður Áma- dóttir, Jóhann Kristjánsson, Sigurður Jóakimsson og Steini Þorvaldsson. Miklar umræður urðu á fundinum og voru fundarmenn einhuga um að stuðla að öfl- ugri starfsemi Æ.F.H. Gerðar hafa verlð mtklar á- ætlanir um vetrarstarfsemina og hefur þegar verið haflzt handa við undirbúning þeirra. Meðal annars er áætlað að koma á í vetur fræðsluerinda- flokki, þar sem ýmsir mætir menn verða fengnir til þess að flytja erindi um stjómmál og verkalýðsmál. Svo og er einn- ig í ráði að koma á laggimar öðrum flokki til þess að kynna bókmenntir og listir. Kvöldvökur munu verða haldar, þar sem kynntar verða ýmsar þjóðlr, sagt frá lífi þeirra og sögu og lesið upp úr bókmenntum þeirra. Vetrarstarfið mun hefjast 1. september, en fram til þess Framhald á 9. síðu. Þessi mynd var tekln af ferðanefnd Æ.F.II. í síðustu helgarferð félagslns út í bláinn. Á myndinni er taUð frá vinstri: Steini Þor- valdsson, Jóhann B. Kristjánsson, Anna Guðmundsdóttlr og Hólm- fríður Árnadóttir. A myndina vantar Sigurð Jóakimsson. VERIL UNA RMA NNA HEL GA RFERÐ ÆE □ Um Verzlunarmannahelgina efna Æskulýðs- 'fylkingardeildirnar í Reykjavík og Ha'fnarfirði til ferðar um V-Skaftafellssýslu. □ Lagt verður af stað laugardaginn 1. ágús't frá Tjarnargötu 20 kl. 2 e.h. stundvíslega og ek- ið sem leið liggur að Klaustri og gist þar. Á sunnudaginn verður litazt um á Klausíri, geng- ið á Systrastapa og að Systravatni og víðar. Ekið því næst austur að Dverghömrum og í Fljóts- fcverfi. Þaðan sést vel austuryfir Skeiðarársand, jöklarnir, Öræfin og sjálfur Öræfa'jökull. Síð- degis verður ekið til Víkur og gist' í nágrenninu. Um kvöídið verður kvöldvalra, og verður þar sitt hvað til skemmtunar. □ Á mánudag verður gengið á Reynisfjall, far- ið í Dyrhólaey og víðar. Komið til bæjarins um kvöldið. □ Æskulýðsfylkingin leggur til stór tjöld, kakó, kaffi og > súpur en öl og gosdrykkir eru seldir. Verð aðeins 425 krónur. — Ókunnum skal bent á að áfengi er að sjálfsögðu aldrei haft um hönd í ferðalögum Æ.F. Öllu æskufólki er heimil þá tt taka svo framarlega sem nóg sætapláss er fyi hendi. Tilkynnið því þátttöku strax í síma Æsku- lýðsfylkingarinnar í Reykjavík 17513, opið ar~ degís frá kl. 10—12.30, og í Ferðaskrifsto’funni Landsýn, sími 22890 opið allan daginn. Ferðaklúbbar Æ.F.R og Æ.F.H. VEIZT ÞÚ? — að í Paraguay, einu af mörgum leppríkjum Bandaríkjanna í rómönsku Ameríku eru lægstu lífskjör þessa heimshluta? * Brýnustu matarnauðsynjar kosta á dag: 143 guaranis Meðaldaglaun verkamanns eru: 82 guaranis * Ungbamadauði: Einn hæsti fcheimi, 80%. Matvælaneyzla: 86% íbúa Paraguay eru van- nærðir. * Fjárlögin: 50% til hernaðarútgjalda. Menntun: 3% nemenda ljúka barnafræðslu, 35% íbúanna eru ólæsir og óskrifandi. * Landbúnaður: 1% landsins er í rækt. 78% bænda eiga ekkert land, 11 erlend fyrir- tæki eiga 4.970.000 hektara lands. íbúar: 30% (700.000) lifa í útlegð. * Olfa: Olíuleyfi hafa vérið veitt bandarísk- um fyrirtækjum á meira en 10.000.000 hekt- urum landssvæðis í el Chaco. Ríkisstjórn Stroessners situr að völdum í skjóli Bandaríkjastjórnar og lýtur stjórn bandarískra auðhringa. (Þýtt úr: World Student News). I Paraguay cru lægstu lífskjör í allrl rómönsku Ameríku. Hér sjást nokkrir bændur þar f landi neyta iátæklegs miðdeglsverðar áður en þelr taka aftur tíl við hina erfiðu vtanu á ökrunum. VEIZT ÞU? ■ Að pólitískir fangar í írak eru nú álitnir vera um 100.000 að tölu. Pyntingar eru daglegir viðburðir í hinum fjölmörgu fangels- um og fkngabúðum víðs vegar um landið. Að vera málstað sínum trúr þýðir að láta lífið íhöndum kval- aranna. Röðlarnir gera eng- an greinarmun á körlum eða konum, ungum eða gömlum. Til dæmis er eig- inkona og bömin tekin föst í stað heimilisföðurins, sem síarfar leynilega til að kom- ast hjá handtöku. Það er algengt að heyra Bagdad- útvarpið tilkynna lista yf- ir aftokui „hinna hengdu og skotnu“. Samkvæmt á- reiðaniegum heimildum hafa föðurlandsvinimir lát- izt af pyntingum en ekki við aftökur. Glæpir þessir eru framkvæmdir af ríkis- stjórn Abdul Salam Aref, sem fremur þá í skjóli Múhameðstrúarinnar. Stjórnendurnir í Bagdad eru samt sem áður að reyna að forðast hið 'óumflýjan- lega með auknum blóðsút- heílingum, hafðstjóm og kúgun. ■ Andstæðingar stjóm- arinnar njcta engra mann- réttinda en eru handteknir hvar sem til þeirra næst. Forystumenn verklýðssam- takanna og stúdentaleiðtog- v,qfa verið myrtir án Framhald á 9. síðu,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.