Þjóðviljinn - 30.07.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.07.1964, Blaðsíða 5
Fbnmtudagur 30. júlí 1964 ÞI6ÐVILTINN SÍÐA ER KOMINN HEIM EFTIR TVEGGJA ÁRA ,UTLEGÐ Árni Þ. Kristjánsson byrjar æfingar hér heima að nýju ★ Italska kvöldblaðið Corri- ere D’lnformazione skýrir frá því, að hinn heimsfrægi knattspyrnukappi Alíredo di Stefano muni á næsta keppn- istímabili keppa fyrir ítalska líðið A. C. Milan, sem vann Evrópubikarkeppni meistara- Iiða í íyrra. Di Stefano hefur um árabil verið ein helzta stoð spánska liðsins Real Madrid, en samningur hans við það féiag er runninn út. Di Stefano er nú orðinn 36 ára gamall. ★ Knattspyrnusamb. Afriku hefur ákveðiö að Afríkulönd- in skuli draga til baka til- kynningar sínar um þátttöku í næstu Heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. Astæðan er sú að Afríkumenn eru mjög óánægðir með niðurröðun í forkeppnina, cn í henni var fyrst og fremst miðað við styrk hinna ýmsu Iandsliða, en ekki höfð hliðsjón aff Iandafræðinni. utan úr heimi Árni Þ. Kristjánsson sundmaður frá Hafnar- firði er nýkominn heim frá tveggja ára dvöl í Svíþjóð, en þar æfði hann og keppti með „Pol- isen“ í Stokkhólmi. Við náðum tali af Áma og forvitnuðumst um sund og sundmál hjá honum. Ámi er prentari að iðn, og starfar við prentverk í Svíþjóð. Ámi lætur vel af aðstöðunni til sundæfinga hjá Polisen, einkum eftir að hin stóra sundhöll ..Eriksdalsbadet” var tekin í notkun. en þar em 50 m. laugar, bæði úti og undir þaki. Keppt oft Keppni stendur yfir alla mánuði ársins nema janúar- mánuð. Ámi hefur tekið þátt í fjölda móta s.l. tvö ár í Svíþjóð og keppti m.a. með bezta sundfólki Svíþjóðar á al-. þjóðlegu móti í Bremen í vor. Hjá „Polisen” hefur Hörður B. Finnsson einnig æft. og þeir félagar hafa verið meðal beztu bringusundsmanna í Svíþjóð undanfarið, og oft farið með sigur af hólmi. Beztu tímar Árna í 100 m. bringusundi er 1.14.2 mín. og í 200 m. bringu- sundi 2.39,3 mín. Tvisvar hef- ur Árni tekið þátt í sænsku meistaramóti með góðum á- rangri en þau eru haldin tvö á ári, annað í 25 m. langri laug og hitt í 50 m. laug. — Aðspurður segist Ámi vera í lítilli æfingu núna, enda hafi hann nauman tíma haft til æfinga undanfarið vegna vinnu. — En þú tekur auðvitað til við æfingar hér heima? — Já mig langar til þess. ef ég fæ hentuga vinnu hérna. segir Árni. Manni er óhætt að <s> halda áfram, því nú hefur sannazt, að sundmeim hafa hætt keppni óþarflega ungir. Rússneski heimsmethafinm í 100 m. bringusundi, Propkop- enko, er orðinn þrítugur, en setur nú hvert metið á feetur öðru. Sama' er að segja um Ástralíumanninn Murray Rose, sem nú um daginn náði sínum bezta árangri, og svo er um marga fleiri. Nýr þjálfari — Hvernig lízt þér á sund- fólkið hér og aðstæðumar til æfinga? — Mér lizt mjög vel á okk- ar unga sundfólk, það er góð- ur efniviður í því. 1 sambandi við þjáfunina bind ég miklar vonir við Guðmund Gíslason. Ég vona að hann fari að 'starfa sem þjálfari fyrir alvöru. Það væri mikill fengur fyrir sund- íþróttina hjá okkur að fá hann í slíkt starf, því hann hefur ágæta þekkingu á þjál-funar- málum og góða reynslu. . Þessi mynd er tekin af Árna kom heim til íslands. í gær, tvcim dögum eftir að. hann (Ljósm. Bj. Bj.) Fyrsti útileikurinn Þessí mynd er tekin í fyrsta Ieik Islandsmqtsins í handknattleili utanbúss s.l. sunnudag. Það eru Hafnarfjarðarféiögin PH og Haukar, sem eigast við, og Auðunn Óskarsson (FH) eir að kasta knettinum. Mótið heldui áfram í kvöld á Hðrðuvöllum í Hafn- arfirði. Tugþrautarkeppnin UNGUNGAMET - DRENGJAMET í gærkvöld lauk á Melavellinum tug- þrautarkeppninni, sem efnt var til í því skyni að velja þátttakendur íslands í landskeppni þriggja landa í tug- þraut — íslands, Nor- egs'og Svíþjóðar. Tugþrautarlandskeppnin verð- ur háð á Laugardalsvellinum í Reykjavík dagana 8. og 9. ágúst ’ n.k. Þrír keppendur verða frá hverju landi. I tugþrautarkeppninni i gær og í fyrradag voru það tveir ungir piltar, sem einir luku keppninni. Og þeir gerðu meira en að ljúka þessari erfiðu *þraut, þeir settu, báðir met. Kjartan Guðjónsson. ÍR hnekkti unglingameti Amar Clausen og hlaut 5905 stig. Ölafur Guðmundsson, KR yfir- bugaði hinsvegar drengjamet Kjartans Guðjónssonar og náði 5295 stigum. Gömlu metin Voru 5665 stig og 5174 stig. Afrek Kjartans og Ólafs i einstökum greinum í keppn- inni voru þessi: Kjartan Guðjónsson: 100 m hlaup: 11.7 sek 678 st. Kúluvarp: 14,32 m. — 802 st. Langstökk: 6.31 m. — 590 st. 400 m. hl.: 57,7 sek — 404 st. Hástökk: 1.95 m. — 976 st. Kringlukast: 43,96 m.—742 st. Stangarstökk: 3,15 m, — 382 st. llOm. grindahl. 16.0 s.—593 st. Spjótkast: 55,65 m. — 639 st. 1500 m. hl. 5.28,4 mín. — 99 st. ólafur Guðmundsson: 100 m hlaup: 11,2 sek — 834 st. Kúluvarp: 10,63 m. — 470 st. Langstökk: 6,65 m. — 684 st. Hástökk: 165 m. — 605 st- 400 m. hl. 51,3 sek — 751 st. 110 m. grhl.: 18,2 sék — 272 st. Kringlukast: 33,29 m. — 454 st. Stangarstökk: 3,15 m. — 382 st. Spjótkast: 36,78 m. — 304 st. 1500 m. hl: 4,26,3 mín — 542 st. 16,32 í kúluvarpi Nokkrir íþróttamenn tóku þátt í hinum ýmsu greinum tugþrautarinnar, þótt þeir kepptu ekki í henni í heild. Guðmundur Hermannsson varpaði kúlunni 16,32 m. Vai- bjöm Þorláksson hljóp 100 metra hlaup á 11,1 sekúndu. Jón Þ. Ólafsson stökk 2,00 m. í hástökki og í kringlukasti kastaði Þorsteinn Löwe 47,90 metra og Þorsteinn Alfreðsson 46,80 m. Tijálsar íþróttir Drengjameistara- mótið á Akureyri Drengj ameistaramót íslands í frjálsum í- þróttum var háð á Ak- ureyri um síðustu helgi. Mesta athygli vakti sig- ur Reynis Hjartarsonar frá Akureyri í 100 m. hlaupi á 10,9 sek. Reynir sigraði Ólaf Guð- mundsson (KR) örugglega í úr- slitum, en Ólafur hafði hlaup- ið á 10,8 sek. í undanrás. tírslit i einstökum greinum urðu þessi: 100 m. hlaup; Kringlukast: Reynir Hjartarson (ÍBA) 10,9 Erl. Valdemarsson, IR 48,00 m. Ólafur Guðmundsson (KR) 11,1 ólafur Guðmundss., KR 38,65 Haukur Ingibergss. (HSÞ) 11,5 Páll Dagbjartss., HSÞ 37.43 m. Langstökk: Ólafur Guðmundss., KR 6.32 Haukur Ingibergsson. HSÞ 6,28 Guðmundur Jónsson, Self., 5.61 Þrístökk: Guðmundur Jónss., Sfilf. 13.51 Haukur Ingibergss., HSÞ 13,32 Ólafur Guðmundss., KR 12.76 Kúluvarp: \ Erlendur Valdemarss., IR 15,36 Amar Guðmundss., KR 13.63 Páll Dagbjartsson, HSÞ 11.90. Spjótkast: Ólafur Guðmundss., KR 48,32 Erlendur Valdemarss., ÍR 46.12 Arnar Guðmundsson, KR 41,76 300 m. hlaup: Ólafur Guðmundsson (KR) 36,5 fjafnt drengjameti) Reynir Hjartarson (ÍBA) 37,5 ^ Haukur Ingibergss. (HSÞ) 37,7 1500 m. Iilaup: Halldór Guðbjörnss. (KR) 4.12.3 Þorst. Þonsteinsson (KR) 4.44,5 Svavar Bjömss. (UMSE) 5.16.2 110 m. grindahlaup: Reynir Hjartarson (ÍBA) 15,5 Eri. Valdemarsson (tR) 15,6 HaRdór Guðbjömss. (KR) 16,1 200 m. grindahlaup: Ólafur Guðmundss. (KR) 27,0 Reynir Hjartars. (IBA) 27,2 HaBdár. Guðbjömss. (KR) 28.8 4x100 m. boðhiaup: Sveit KR 48,2 sek. Sveit ÍR 50,5 sek. Sveit UMSE 52,2 sek. 800 m. hlaup: Halldór Guðbjömss., KR 2.01,0 Þorst. Þorsteinss., KR 2.04,0 Guðm. Guðjónsson. IR 2.21,3 Hástökk: Erlendur Valdemarsson, IR 1,76 Haukur Xngibergss.,HSÞ 1,71 Reynir Hjartarson, ÍBA 1,60 I Stangarstökk: Erl. Valdemarsson, IR 3,20 m. I. DEILD ÍSLANDSMÓTIÐ: Laugardalsvöllur, í kvöld kl. 20.30 leika: Þróttur — Kefíavík MÓTANEFND. MiBstöi varofnar nýkomnir. Pantana óskast vitjað. VATNSVIRKINN H. F. Skipholti 1. — Sími 19562.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.