Þjóðviljinn - 30.07.1964, Page 12
Holland vann
ísland í Kraká
íslenzka sveitin tapaði fyrir
þeirri hollenzku á stúdentamót-
inu í skák í Kraká í Pállandi
með einum vinningi gegn 3.
Stefán og Bragi töpuðu sínum
skákum, en Guðmundur og
Sverrir gerðu jafntefli.
Aðrar viðureignir f riðlinum
fóru þannig: Svíar unnu Kúbu-
menn 2V2 — 1%, Rúmenar
Belga 3% — V2 og Englending-
ar ítala 3% — V2-
t—-----------—-----------
ir
Arekstur
Klukkan 20,37 i gærkvöld
varð bifreiðaárekstur á gatna-
mótum Fornhaga og Hjarðar-
haga. Lenti þar saman bifreið-
unum R-11391 og R-7452. Báðir
bílamir skemmdust mikið. Eng-
inn meiddist í hinum fyrmefnda
en í hinum síðarnefnda meidd-
ist bilstjórinn á handlegg, ann-
ar farþeginn fékk taugaáfall en
hinn meiddist á höfði. Farþeg-
amir í bílnum voru Guðrún Eg-
ilsson og Ása Finnsdóttir.
Laus hverfi
um mánaðamótin:
Skipholt
Framnesvegur
Kvisthagi
Grunnar
Skjól
Talið við afgreiðsluna
ÞJÓÐyiLJINN
sími 17-500.
Síldarflokkunarvél / Neskaupstað
Söltunarstöðin Máni í Nes-4''
kauppstað fylgist með tímanum.
Þeir settu þar upp síldarflokk-
unarvél í vor. og er þetta eina
stöðin í bænum með slíkan út-
búnað. Síldin kemur á færibandi
frá bátunum og rennur inní
opnar rásir, sem hægt er að
stilla eftir vild. Þykktin á síld-
inni ræður úrslitum. Söltunar-
hæfar síldar komast í gegn yf-
ir á færiband meðfram kössun-
um, en úrkastið fellur niður um
rásirnar og á færibandi út í
þró. Til stúlknanna kemur því
aðeins söltunarhæf síld. — Á
myndinni sjáum við vélina og
Öskar Sigfinnsson. en hann setti
hana upp og stjómar henni í
sumar. — (Ljósm. H.G.)
Neskaupstaðar-
radíó endurbætt
Síðastliðinn föstudag var lokið
við nýsmíði og endurbæitur á
radióstöðinni í Neskaupstað.
Tækjabúnaður stöðvarinnar hef-
ur verið endurnýjaður, sett upp
30 metra hátt sendimastur og
nýtt mótttökuloftnet. Við þetta
stórbatna starfsskilyrði og þjón-
usta stöðvarinnar, og er það ekki
sízt fagnaðarefni fyrir síldar-
flotann og aðra sjómenn, sem
eru aðal viðskiptavinir stöðvar-
innar.
VöruskiptahaUinn á hálfu
ári: 586 miljónir króna
Á fyrri helmingi þessa árs
var vöruskiptajöfnuður óhag-
stæóur um kr. 586.374.000. Á
þeim tíma voru flutt inn skip
fjrrir kr. 342,9 miljónir og flug-
vélar fyrir 238,0 miljónir. þann-
ig að andvirði þeirra liða jafn-
gildir sem næst vöruskiptahall-
anum. Komu skip þessi og flug-
vélar í júnímánuði. og í þeim
mánuði eimrm var vöruskipta-
hallinn kr. 592.649.000; útflutn-
ingur alls kr. 441.902.000 og inn-
flutningur kr. 1.034.551.000.
★ Á fyrra helmingi ársins nam
útflutningur alls kr. 2.159.530.000
en á sama tíma í fyrra kr.
1.812.554.000. Innflutningur, á
fyrra helmíngi ársins í ár nam
kr. 2.745.904.000, en á samn tíma
í fyrra kr. 2.246.370.000.
Viðskiptahallinn á fyrra helm-
ingi ársins í ár er kr. 152.558.-
000 hærri en í fyrra.
Opið skélpræsi
hverfi
*
1
Bústaða-
Fessvogslækinn
Framkvæmdir við Fossvogssvæðið svonefnda hafa nú
staðið alllengi og er ætlunin að það taki við úrgangi frá
stórum hluta Reykjavíkur og.Kópavogi. Brýn nauðsyn er
að ræsið komist í gagn hið fyrsta því að það á að taka
við úrgangi úr Bústaðahverfinu, sem nú fellur til sjávar
í skurði sem er opinn að miklu leyti.
Sú var tíð að fólk bar skólp
í fötum út úr húsum sínum og
skvetti því í hlaðvarpann þar
sem handhægast var. Nú er slíkt
ekki tíðkað en þó finnst það hér
í bæ og er einkum í braéga-
hverfunum. Síðan tóku nokkrir
hugvitssamir menn upp á því að
leggja skolpið í skurði sem
fluttu óþverann til sjávar og
þreifst oft við þá fjölskrúðugt
skordýralíf og jafnvel fugla.
Ekki þykir þessi siður lengur
góður og er nú flestu skolpi
beint frá húsum í steinsteyptum
rörum. Enn finnast þó leifar
frá skurðakerfinu og er ekki
lengra að fara en inn í Fossvog-
inn þar sem ýmsir hlutir og
mannlegur úrgangur rennur til
sjávar í stríðum straumum.
Or Bústaðahverfinu liggur
einn slíkur skurður. Liggur hann
niður hæðina gegnt Kópavogin-
um og síðan eftir lægðinni á
milli hæðanna og niður í sjó
eftir markalæk Reykjavíkur
og Kópavogs, Fossvpgslæknum.
Skolpræsið er lokað á fyrsta
kaflanum þar sem helzt er
hætta á að böm geti dottið ofan
í og mektarmenn aki um en
er neðar dregur renmir
innihaldið í opnum skurðinum.
Er það heldur ófögur sjón og lítt
heilsusamlegt fyrir mannskepn-
una að hrærast þar í kring. Eins
og aðrir þvílíkir þrífst umhverf-
is hann dýralíf og er tíðinda-
maður blaðsins kom þar að í
gær flaug upp allstór fuglahóp-
ur með förgum hljóðum og
virtist hinn sprækasti.
,.Kosningaskurður“
Er skemmst frá því að segja
að af slíku hlýtur að vera mik-
il óþrifnaður og er óforsvaran-
legt að hafa skolpræsið opið þar
sem hver og einn getur gengið';
um. Fyrir utan hvað mikil van-
virða það hlýtur að vera yfir-
völdunum að láta þetta viðgang-
ast svo lengi. Hvað eftir annað
hefur verið minnt á þetta í
kosningum að nú væri brágar-
bótin að koma og hlaut skurð-
urinn nafnið .Kosningaskurður-
inn“ meðal gárunganna.
Fossvogsræsið
Fyrir tæpu ári
hafizt
var
handa um lagningu nýs ræsis
sem áætlað er að taki við öll-
um úrgangi af stóru svæði í
Reykjavík og Kópavogi. Einnig
Framhald á 3. síðu.
Af þessu tilefni var frétta-
mönnum boðið að skoða stöðina
og þar skýrði Haraldur Sigurðs-
son rafmagnsverkfræðingur frá
þessum áfanga. en hann hafði
yfirumjón með verkinu.
Aðal radíóstöðin hér eystra
hefur um langt skeið verið á
Seyðisfirði, en þrátt fyrir öfl-
ugan sendi, hefur sendisvið
hennar reynzt of takmarkað.
Það eru að sjálfsögðu síldveið-
amar úti fyrir Austurlandi, sem'
hafa rekið á eftir úrbótum í
radíóþjónustunni. og var horfið
að því ráði að reisa aðra stöð
í Neskaupstað, sem liggur mun
betur við úthafinu en Seyðis-
fjörður. Hér var tekin upp
regluleg radíóstöðvarþjónusta í
júní 1963, en Seyðisfjarðarradíó
er starfrækt eftir sem áður.
Neskaupstaðarradíó hefur
starfað í eitt ár við ófullkomnar
aðstæður, en nú hefur fengizt
úrlausn. sem ætti að geta nægt
nokkur ár fram í tímann. Sett-
ur hefur verið upp nýr sendir
og móttökutæki úti í Norðfjarð-
arvita spölkom utan við kaup-
staðinn og reist þar 30 metra
hátt sendimastur. Sendirinn hef-
ur 4 bylgjulengdir og 100 watta
styrkleika, og var hann smíðað-
ur hjá radíótæknideild Landsim-
ans. Heiðurinn af því verki á
Guðni Ágústsson símvirkjaverk-
stjóri, en hann sá einnig um
uppsetningu tækjanna. Fyrir ut-
an margfaldaðan styrkleika hef-
ur fengizt sérstök bylgjulengd
fyrir útlendinga og gamli send-
irinn verður notaður sem vara-
stöð. — Einnig var reist nýtt
móttökuloftnet úti á svokölluð-
um Hálsum um 600 metra frá
sendimastrinu, og truflar nú
hvorugt annað. — Sjálf stöðin
er áfram i Landsímahúsinú. og
einnig þar hefur tækjabúnaður
verið endumýjaður. Yfir sumar-
mánuðina er stöðin opin allan
sólarhringinn. Hefur hún tíl um-
Framhald á 3. síðu.
SEX REIÐIR SKÖTTUNUM - EINN KÁTUR
1 allan gærdag var stöðugur straumur af reykvísk-
um skattborgurum niður í gamla Iðnskólahúsið við
Vonarstræti til þess að huga að sköttum sínum í þeirri
skattskrá, sem þar liggur frammi fyrir hvern og einn
í þessari borg.
Þeir hurfu inn um dymar beinir í baki og frjáls-
legir í fasi eins og siður er Reykvíkinga og heilsuðu
kunningjunum á skólaganginum glaðir í bragði og
uggðu ekki að sér á þessum sumardegi.
Það var orðin mikil breyting á mörgu af þessu fólki
á leiðinni út aftur úr þessu aldna húsi með hvassari
sjón á raunveruleikanum eftir að hafa gluggað í þessa
skrá. Kvíðasvipurinn leyndi sér ekki á andlitum
þessa fólks og einhver þung byrði sligaði margan
hraustan dreng og gerði bakið bognara.
Hér eru svipmyndir af nokkrum þessara skattborg-
ara og hent á lofti ummæli þessa fólks á leiðinni út
aftur.
. . . hér er verkamaður frá
höfninni, — Marteinn Lárus-
son heitir hann. Þetta eru
tuttugu og tvö þúsund af
hundrað og tuttugu þúsund
króna tekjum. Margir hafn-
arverkamenn hafa nú þrjátíu
til fjörutíu þúsund í skatta.
Það er beiskur biti ofan á
alla dýrtíðina síðastliðið
ár . . .
. . . kennarar eru rauna-
mæddir á svip og hér stend-
ur Óskar Halldórsson, eand
mag. og lízt ekki á blikuna
Tekjuskattur og tekjuútsvar
reyndust kr. 37.548,00 núna
í ár borið saman við 22.63ft,00
í fyrra. Allar okkar tekjur
sifanda naktar í þessum
sviptibyljum verðbólgunnar.
. . . Biros út í annað munn-
vikið og þó óráðinn svipur.
Þetta er einn heildsalinn í
borginni og kom léttur og
kátur og fór ennþá kátari.
Það er Gotti Bemhöft að
skoða seðilinn sinn. Hér er að
minnsta kosti einn ánægður
skattborgari . . .
. . . hér hefur skáld hnigið
aiður á bekk og heíur orðið
mikið um og hefur harni þó
kveðið kjark í þjóðina í ára-
tugi. — Það er Jakob Thor
arensen, skáld og víkingur
Þetta er tvöfalt hærra en í
fyrra. O, — þeir slumpa f.
þetta . . .
... Mér sortnar fyrir aug-
um, sagði Bjöm R. Einars-
son, hljóðfæraleikari. Þetta
er nú fimmtíu þúsund kall,
— tutugu og níu þúsund
krónur í fyrra. Svona eltir
maður skottið á sér og leng-
ir vinnutímann ár frá ári. . .
. . . hér stendur alvarlegur
skattborgari á svip og athug-
ar seðilinn sinn á leiðinni út.
Það er Bergsteinn Jónsson,
sagnfræðingur, og vinnur
hann nú hjá Seðlabankanum
og Landsbankanum og skipta
þeir þessari lapnabyrði til
helminga á milli sín. Þetta or
nálægt fimmtíu þúsund
krónur. Ég er rasandi .. ,