Þjóðviljinn - 01.08.1964, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 01.08.1964, Qupperneq 3
Laugardagur ágúst 1964 HÖÐVILIINN SÍÐA 3 iRER cewtnq afric, SUD4N. feQUATOREW •Coquiljialville, \ St'anreyville' COIMGO IIIÍeopoirnittJ KASAi A KWU LEOPOIDVIULE j ýjkabqnia ílbertviíle Bakwani Kamina AMGOLA Eíisabeli.* -ípÖ RHOOEStA dal NORO BANDARÍSKT GEIMFAR RANGER 7 TÖK NÆRMYNDIR AF TUNGLINU PASADENA 31/7 — Eftir sex ára tilraunir hefur banda- rískum vísindamönnum nú tekizt að ná nærmyndum af tunglinu. Geimfarið Ranger 7. lenti þar í dag, og höfðu öll tæki þess unnið nákvæmlega eftir áætlun. Mikill fögnuð- ur ríkir með þennan ágæta árangur, enda hafa fjölmargar fyrri tilraunir misheppnast. Reiknað er með að tilraunin hafi kostað sem svarar tæpum 9 miljörðum íslenzkra króna. PASADENA 31/7 — Bandaríska geimfarið Ranger 7. lenti í svo- nefndu ský.jahafi á björtu hlið tunglsins kl. 14.25 í dag (ísl. tími). Allt gekk samkvæmt á- ætlun: Síðustu rúmar 16 mínút- urnar sendi geimfarið óslitinn straum mynda til jarðar, sex myndavélar voru í gangi og sam- tals tóku pær um 4000 myndir, Grikkir o; Tyrkir efla heri sína AÞENU 31/7 — í dag kallaði landvamaráðherra Grikkja ný- liðana 1964 —1965 til herþjón- ustu tveim mánuðum fyrr en vanalegt er. Landvarnaráðherr- ann segir, að það sé eingöngu af tæknilegum ástæðum, en standi ekki í neinu sambandi við Kýpur-deiluna. f Istanbul var tilkynnt í dag, að tyrkneskar flotaeiningar hefðu hafið heræfingar fyrir ströndum Suðaustwr-Tyrklands. Orustuþotur munu einnig taka þátt í heræfingunum og landher- inn býr sig sömuleiðis til æfinga. Heræfingamar eiga að standa til 16. ágúst. þær síðustu úr tæplega 600 m. fjarlægð frá yfirborði tunglsins. Þar með höfðu menn í hönd- um fyrstu nærmyndir þess, sem trúlega verður fyrsti áfanga- staður manna í sigurför þeirra um himingeiminn. Haft er eftir bandarískum vís- indamönnum, að öll tæki hafi unnið eins og til var ætlazt og séu myndgæðin frábær óg verði þær birtar seinnihluta laugar- dags. f Patrick-flugstöðinni við Kennedyhöfða, þaðan sem geim- farinu var skotið á loft á þriðju- dagskvöldið var skýrt frá því. að geimfarið hefði vegið 365 kg.. og farið með 8000 km. hraða á klukkustund, þegar það rakst á tunglið. f 2.100 km fjarlægð frá mark- inu fór geimfarið að senda myndir og hefur Harri Schm- meier yfirmaður rannsóknar- stöðvarinnar í Pasadena skýrt frá því að myndir, sem hafa verið framkallaðar til reynslu sýni að þær hafi heppnast ó- venjuvel. „Ég býst við að hægt verði að greina hluti, sem eru á stærð við bifreið, ef myndimar takast eins og lítur út fyrir”. sagði hann. Fjöldi manns fylgdist með geimfarinu síðasta spölin í stór- um stjörnukíki, og útvarpað var frá rannsóknarstöðinni í Pasa- dena, þar sem tekið var við merkjum frá geimfarinu. Þar sátu 150 vísindamenn og verkfræðingar grafkyrrir er stundin nálgaðist, þegar skyndi- lega gaus upp hvitt ský á tungl- inu og sendistöðin i Ranger 7. þagnaði stukku vísindamennirn- Rúmenar semja við Frakkland PARfS 31/7 — Frakkland og. Rúmenía hafa orðið sammála i um að auka viðskipti sin og ætla að hefja samninga um nýj- an verzlunarsamning. Frá þessu var skýrt í sameig- inlegri yfirlýsingu, sem gefin var út að lokinni opinberri heimsókn rúmenska forsætisráð- herrans Maurers í París í dag. f yfirlýsingunni var einnig skýrt frá því að þessir aðilar hefðu í dag skrifað undir samn- ing um samstarf á sviði tækni og vísinda. enn fremur muni löndin hefja samninga um skipti á ræðismönnum í haust svo og samninga um menningarskipti. Annars telja fréttamenn mik- ilvægasta árangur af heimsókn Maurers vera á stjórnmálasvið- inu. Þeir eru sammála um að þetta beina samband milli al- þýðulýðveldis og vestræns ríkis -sé til fyrirmyndar. ir á fætur, hrópuðu og döns- uðu. Bandarískir vísindamenn hafa í sex ár unnið að tilraunum til að ná nærmyndum af tunglinu. Kostnaður við þessa síðustu og árangursríku tilrauna er u.þ.b. 200 miljónir dollara þ.e. tæplega 9 miljarðar íslenzkra króna. Ranger 7. er fjórði hluturinn frá jörðu, sem kemst til tungls- ins. Fyrsta geimfarið sem lenti þar, var sovézka farið Lunik II., sem lenti á tunglinu 14. des- ember 1959. Johnson forseti lýsti því yfir í dag, að geimskotið væri skín- andi afrek og langt skref í átt til mannaferða til mánans. Svörtu örvamar á kortinu sýna hvar uppreisnarmenn í Kongó sækja mest á. Búizt við nýjum sigrum uppreisnarmanna í Kongo Fullvíst að bjarga megi námumönnunum innilokuðu CHAMPAGNOLE 31/7 — Björgunarmennirnir, sem vinna allt hvað af tekur að því að bjarga námumönnunum, sem eru lokaðir niðri í kalksteinsnámu í Chamagnole í Aust- ur-Frakklandi lýstu því yfir í dag, að þeir væru næStum fullvissir að einn eða fleiri námuverkamenn séu á lífi í 30—40 metra fjarlægð frá hinum níu, sem sambaiid hef- ur verið haft við í marga daga. Jafnframt var sagt frá því, að hinir níu væru hinir hressustu, þó þeim finnist eðlilega þiðtím- inn langur. 1 dag var vínflasica send niður til þeirra með þeim matvælum, sem þeir eru vanir að fá í gegnum rörið, sem er eini tengiliður þeirra við um- heiminn. Það voru 14 námu- verkamenn sem lokuðust niður i námunni er steinhrun varð í henni fyrir nokkrum dögum. Níu verkamenn fundust fljótt og hægt var að bora gat niður til þeirra, koma þar fyrir röri og í gegnum það síðan haft síma- samband við þá og matvæli send þeim. 1 morgun heyrðu björgunar- mennirnir ný högg úr öðrum stað og þá vaknaði von um að fleiri kynnu enn að vera á lífi Franskur sérfræðingur í björg- unarmálum, sem tók þátt í i björgunarstarfinu í Skoplje í Júgóslavíu eftir jarðskjálftana þar f fyrra, sagði að fullvist væri að högg þessi bærust frá lifandi mönnum. Hingað til höfðu menn óttast að þrír hinna fjórtán hefðu farizt í hruninu á mánudag. Námumennirnir níu fengu aft- ur í dag að tala við eiginkonur sínar og systur. Björgunarsveit- írnar höfðu gefið konunum fyr- irmæli um að láta sem þær væru glaðar og bjartsýnar, en niargar þeirra brustu í grút og urðu menn þeirra neðanjarðar að hughreysta þær. Til þess að andleg áreynsla verði ekki allt- of mikil fá þær ekki að tala við mennina nema einu sinni á dag Björgunarsveitimar hafa nú fengið lánaða nýja bandaríska bori frá stóru olíufélagi og eru þessir borar þrisvar til fjórum sinnum fljótvirkari en þeir, sem hingað til hafa verið í notkun. Þar að auki bora þeir strax 80 cm. breiða holu, en það nægir til bess að hægt verði að senda björgunarhylkin niður. Gömlu borarnir boruðu mjórri holu, sem síðan þurfti að víkka. Annar nýju boranna var strax settur upp yfir þeim hluta kalknámunnar, þar sem hinir níu hýrast, en hinn þar yfir sem nýju barsmíðarnar heyrð- ust. Áætlað var að byrja að bora með þeim í kvöld eða að- faranótt laugardags. Námuverkamennirnir níu, sem dúsa 68 metrum undir yfirborði jarðar hafa nú samið sig að sömu matmáls- og hvíldartím- um sem þeir voru vanir í venju- legu lífi sínu. Þeir eru vel haldnir. kvarta aðeins um kulda, enda ekki nema 12 gráðu hiti í námunni þeirra. LEOPOLDVILLE 31/7 — Her- menn ríkisstjórnar Kongó náðu aftur á sitt vald í gær bænum Bolobo, án nokkurra vopnavið- skipta. Þeir eru nú teknir til við leit að hóp brezkra og kana- dískra trúboða, sem er saknað í Bolobo-héraði. Bolobo er u.þ.b. 280 km norð- austur af Leopoldville, nærri landamærum fyrrverandi franska Kongó, og hertóku uppreisnar- menn hann á iaugardag. Þeir héldu bænum áðeins ví nokkra daga, þar til þeir héldu áfram sókn sinni í átt til höfuðstaðar- ins. Þegar hcrsveitir stjórnar- innar komu til bæjarins í gær var þar engan uppreisnarmann að finna. Moise Tsjombe forsætisráð- herra sendi hersveitunum, sem tóku bæinn heillaóskir sínar í dag og þakkaði jafnframt íbúum bæjarins fyrir afstöðu þeirra til framsóknar uppreisnarmanna. Það er brezka sendiráðið í Leöpoldville, sem hefur beðið Kóngóher að leita að hinum horfnu trúboðum. Það eru sex brezkir trúboðar og einn kanad- ískur, sem er með fjögurra manna fjölskyldu, sem er sakn- að. Ekki er búizt við að þeir séu í neinni hættu, þar sem hingað til hafa ekki borizt neinar frétt- ir af árásum á hvíta menn í framsókn uppreisnarmanna í þessu héraði. Adouard Bulundwe fulltr. rík- isstj. Kongó í Katanga skýrði frá því í dag, að hann hefði beðið Tsjombe forsætisráðherra um leyfi til að leggja strax til at- lögu við uppreisnarmenn í Kat- anga án þess að sækja áður um leyfi frá ríkisstjóminni í Leo- poldville. Jafnframt er sagt frá því í El- isabethville að herstöðin við Kamina yrði liklega yfirgefin, en uppreisnarherinn sækir að henni. Á laugardag á flugvéi að fara þangað og sækja u.þ.b. 200 ó- breytta borgara. é>- Reynt að draga úr viðsjám í N-York NEW YORK 31/7 — Prestur- inn Martin Luther King, sem er einn helzti leiðtogi blökkumanna í Bandaríkjunum gagnrýndi Murphy lögreglustjóra í New York harðlega í gær og kvað hann mjög skilningssljóan á kröfur og vonir þeldökkra íbúa borgarinnar. Hann sagði þetta eftir þriðja fund sinn með Wagner borgar- stjóra New York nú á nokkrum dögum. þar sem þeir ræddu um leiðir til þess að draga úr við- sjám milli kynþátta í borginni. Murphy er sagður mótfallinn kröfum blökkumanna um að borgaranefnd verði skipuð til að rannsaka staðhæfingar um, að lögreglan hafi sýnt ruddaskap í viðureign sinni við blökkumenn. Hann hefur einnig vísað frá kröfunni um að hvíta lögreglu- þjóninum, sem skaut blökkupilt- inn í Harlem, verði tafarlaust vikið úr starfi. Það var sá at- burður, sem leiddi til hinna ofsafengnu kynþáttaóeirða í borginni. Dropi í hafið 41 prestur lögðu í gær fram atvinnubótaáætlun fyrir unga atvinnulausa blökkumenn í Har- lem og Bedford-Stuyvesant hverfi í Brooklyn í New York. Samkvæmt áætluninni á að greiða 600 blökkur piltum og stúlkum hálfan annan dollara á tímann í hreingerningavinnu í kirkjum og á leikvöllum. Þar að auki á að senda 100 unga blökkumenn upp í sveit til að þeir komizt úr andrúmslofti eymdar og innilokunar í heim- kynnum sínum. Þegúr hafa 100.000 dollarar verið lagðir fram í þessu skyni og ýmsir söfnuðir ætla að leggja fram 150.000 dollara í viðbót. Hafnarfjörður Dag og nótt er björgunarstarfinu haldið áfram í Champagnole í Frakklandi, þar sem fjórtán verka- menn lcntu í ná mustysj á mánudag. Framhald af 1. síðu. lsegri upphæð en áður. Jafn- framt þessu hefur orðið sú breyting að lítið sem ekkert er um framkvæmdir í bænum. Helztu framkvæmdir sem bæj- arbúar hefðu orðið varir við að undanförnu væru þær að bæjarstjórn lét moka rauðamöl frá hafnarbakkanum vestur við Svendfeorg og víðar, mölimi hefði síðan skolað inn undir bryggjuna og þyrfti nú að fara að moka henni upp aftur. Ekki hefði verið malbikaður einn götuspotti eða ráðizt í aðrar framkvæmdir að talizt gæti. Það væii því eðlilegt að almenningur spyrði: Hvað verð- ur af öllu því fé sem bærinn hrifsar af okkur í sívaxandi mæli? Þar við bættist að bæj- arstjórn Hafnarfjarðar vaeri hin eina í landinu sem ekki gæfi m innihlu tamim kost á að fá kosinn endurskoðanda reikn- áwga, swo að ekfcr, er a6 fusða þótt tortryggni vakni um með- ferð á fénu. Vilhjáhnur Sveinsson, baejar- fulltrúi Framsóknar, sagði að þessi hækkun væri eins og rot- högg framan í almenning, eftir þá stöðvunarstefnu sem tekin var upp fyrir tilstilli verkalýðs- hreyfingarinnar í vor. Væri það af litlum heilindum unnið ef bæjarstjórn ætlaði nú að ganga undan með hækkanir eftir að verkafólk hefði tekið á sig hóta- Iaust þær verðhækkanir sem orðið hafa að undanförnu í von um að verðbólgan yrði stöðv- uð. Nú standa fyrir dyrum við- ræður við Starfmannafélag Hafnarfjarðar, ætlaði bæjar- stjórnin þá að samþykkja þessa hækkun nú og segja svo við starfsmennina á eftir að í sam- ræmi við stöðvunarstefnuna megi alls ekki hækka kaupið. Það er ekki víst að þeir taki gild. íáík vinnubrögð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.