Þjóðviljinn - 01.08.1964, Side 10
ferðaklukkuna á náttborðinu og
sá að klukkan var næstum hálf-
fjögur. Hann þreifaði fram-
aní sig. Hann var með blóð-
nasir. Hann bar vasaklút upp
að nefinu. Hann tók símann og
fann til kvíða, hugboðs um vá-
legar fréttir eins og títt er þeg-
ar klukka hringir á þessum
tíma sólarhrings. •
Það var samtal frá París og
andartaki síðar heyrði hann
rödd konu sinnar. skýra, rólega,
vel vakandi. Um leið og hann
sagði Halló, heyrði hann af
raddhreim hennar að hún myndi
ekki færa neinar slæmar frétt-
ir, og hann fór strax að ergja
sig yfir þvi að hún skyldi hafa
vakið hann.
— Ég reyndi að hringja fyrr,
sagði hún, en þeir sögðu að þú
værir ekki heima. Sögðu þeir
ekki að ég væri að reyna að
ná i þig?
— Þú verður að muna að ég
er á Italíu, sagði Jack. Hér koma
þáir aldrei boðum til skila.
Hún hló í þúsund mílna fjar-
lægð. Konum stendur alltaf á
sarna þótt það sé mið nótt, hugs-
aði Jack með beiskju. Þær geta
sofið allan næsta dag. Er nokk-
uð að? spurði hann. Hann tók
vasaklútinn frá nefinu í til-
raunaskyni. Blæðingin var nú
orðin hægir dropar.
— Nei, sagði hún. Ég saknaði
þín bara og langaði til að heyra
í þér röddina. Varstu að koma
heim?
Njósnir. hugsaði Jack gramur.
Nei, sagði hann. Ég er búinn að
sofa í marga klukkutíma.
— Jæja, ég hringdi nefnilega
klukkan eitt og þeir sögðu....
— Ég kom heim klukkan
fimm mínútur yfir eitt. Viltu
fá það skriflegt?
— Heyrðu nú, Jack.... Hún
virtist særð. Þú ert þó ekki
reiður yfir því að mig skuli
langa til að tala við þig?
— Auðyitað ekki. Hann þakk-
aði sínum sæla í hljóði fyrir
það að hótel Veronicu hafði
verið fulit og þrúgað af prest-
um. Ef Helena hefði hringt alia
nóttina án þess að ná í hann.
hefði hann þurft að koma með
óþæglegar útskýringar eftir á.
— Hefur þér' liðið vel,
chéri? spurði Helena.
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STEINU og DÓDÓ
Laugavegi 18. III. h. (lyfta) —
SÍMI 23 6 16.
P E R M A Garðsenda 21. —
SÍMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D ö M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN. — Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SÍMI: 14 6 62.
HÁRGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR — fMaría
Guðmundsdóttir) Laugavegi 13.
— SfMT: 14 6 56. — Nuddstofa á
sama stað.
— Geysilega vel.
— Ertu einn? Rödd hennar
var að verða kuldaleg.
— Af hverju spyrðu að þvi?
sagði hann og fylltist vandlæt-
ingu.
— Þú ert svo skrýtinn. Óeðli-
legur.
— Þú hittir naglann á höf-
uðið, sagði hann önugur. Ég
er ekki einn. Það eru hjá mér
fimm Kúbusöngvarar og við
sitjum allir og reykjum. mariju-
ana sígarettur.
— Ég spurði bara, sagði Hel-
ena virðulega. Þú þarft ekki að
rífa mig í tætlur.
— Fyrirgefðu. sagði Jack.
Þegar maður er vakinn um
34
miðja nótt....
— Allt í lagi, sagði Helena.
Þú getur farið að sofa aftur.
Og ég hringi ekki í þig oftar.
Þú getur hringt til mín....
— Láttu nú ekki eins og kjáni,
elskan, sagði Jack og gerði sér
upp ástúð. sem hann fann alls
ekki til þessa stundina. Þú mátt
auðvitað hringja til min þegar
þér sýnist.
— Hvemig gengur það með
verkefnið?
— Ágætlega, sagði Jack. Ég
geri það hræðilega illa, en ég
býst við að þeir borgi samt.
— Ég er viss um að þú gerir
bað ekki hræðilega illa, sagði
Helena.
— Kona góð. sagði Jack. Það
er ég sem er á staðnum og ég
veit hvað ég er að segja.
— Ertu leiður, cheri?
Ef ég segði nú við hana: Já,
ég er leiður, hugsaði hann. Mig
dreymir um dauðann og það
fossar úr mér blóð og ég gat
ekki fengið hérbergi á hóteli
viðhaldsins míns í nótt. Hvað
myndi hún þá segja? Síður en
svo. sagði hann. Af hverju
spyrðu?
— Af engu sérstöku, sagði
Helena. Raddhreimnum þinum.
Eðlisávisun ....
— Nei, sagði hann. Mér líður
ágætlega. Það er alveg satt.
— Hvemig líður honum vini
þínum? spurði hún. Honum
herra Delaney? Ertu búinn að
leysa öll vandkvæði hans?
— Ekki fullkomlega, sagði
Jack. Hann er ekki enn búinn
að trúa mér fyrir ölium vanda-
málum sínum.
— Eftir hverju er hann að
biða? Helena virtist óþolinmóð.
— Það veit ég ekki. sagði
Jack. Hinu eina rétta andartaki.
Nýju tungli. Fallandi gengi.
Hækkandi áhyggjum. Vertu ó-
hrædd — hann segir mér áreið-
anlega hvað það er sem kvelur
hann.
— Segðu honum að flýta sér,
sagði Helena. Ég vil gjaman að
þú komir heim. Það varð löng
þögn í hinum enda símans eins
og hún vænti þess að hann
segði eitthvað. Svo hélt hún á-
fram. Ég get sagt þér að það
er annar sem líka vill gjaman
að þú komir heim, — það er
Jói Morrison. Anna segir að
hann skammist meira yfir þér
ÞJ0ÐVILJINN
Laugardagur 1. ágúst 1964
með hverjum degi sem líður.
Og þegar ég spurði hann h'vort
hún héldi að nokkur hætta væri
á að við yrðum flutt á annan
stað eftir sumarið, varð hún
mjög leyndardómsfull.
— Af hverju látið þið kven-
fólkið þetta ekki afskiptalaust.
sagði Jack hryssingslega. Þetta
er mál sem varðar Jóa Morri-
son og mig.
— Ef þú verður fluttur eitt-
hvað út á hjara veraldar, sagði
Helena og röddin varð hvassari,
finnst þér það þá ekki koma
mér við líka? Eða hefurðu hugs-
að þér að skilja mig og bömin
eftir í París í þrjú fjögur ár í
einu?
— Fyrirgefðu, sagði Jack
þreytulega. Nafn Morrisons hafði
endurvakið þánn leiða og
gremju sem hann hafði fundið
til yfir starfi sínu undanfama
mánuði og hann hafði reiðzt
Helenu fyrir að minna hann á
það. Þessa stundina gilti það
hann einu þótt hann sæi Jóa
Morrison aldrei framar, og til-
hugsunin um það að hann væri
háður geðbrigðum Morrisons,
fyllti hann ólund og gremju. Ég
er hræddur' um að ég sé dálítið'
taugaspenntur. Gerðu mér greiða.
Þegar þú hringir aftur, gerðu
það þá fyrir mig að minnast
ekki á Jóa Morrison.
— Um hvað viltu eiginlega að
ég tali? spurði hún kuldalega.
— Um okkar hamingjusama
hjónaband. sagði hann umbúða-
laust. Um bömin okkar. Hvem-
ig líður þeim annars?
— Ágætlega, sagði Helena.
Nema hvað Charlie varð býsna
hræddur í dag.
— Hvað er að? spurði Jack
í skyndi, viðbúinn hinu versta.
— Hann hélt að hann væri
bamshafandi í dag, sagði Hel-
ena.
— Hvað þá?
— Hann hélt að hann væri
bamshafandi. Hann kom til mín
um hádegið og ég var ýmislegt
að snúast, — stúlkan á frí í dag
- og spurði hvemig litlu böm-
in fæddust, og ég var of önnum
kafín til að svara honum al-
mennilega og sagðist skyldi
segja segja honum það seinna.
En hann hélt‘áfram að suða og
ég varð óþolinmóð — þú veizt:
allt á réttum stað og stund —
svo að ég sagði: O. þau koma
útum eyrun.....
— Það virðist vera ósköp
gáfuleg skýring handa bami,
sagði Jack og gerði góðiátlegt
gys að henni.
— Jæja, en hvað sem því leið.
þá fór hann í skólann og þeg-
ar hann kom heim, sagðist hann
vera lasinn og lagðist í rúmið.
Ég fór inn til hans eftir dálitla
stund og hann lá og hélt um
eyrað. Það kom á daginn að
honum hafði verið illt í því und-
anfama daga — hann hefur
fengið vatn í það í baðinu —
og svo sagði hann við mig: Nú
veit ég af hverju mér er illt í
eyranu. Ég ætla að fara að éign-
ast bam!
Jack réð ekki við hláturinn.
Eftir andartak var Helena líka
farín að hlæja. Ég vona að þú
hafir getað leitt hann í allan
sannleika, sagði Jack.
— Ég reyndi það, sagði Hel-
ena. Ég gaf honum mjög ná-
kvæmar upplýsingar. En ég held
hann hafi ekki trúað mér. Hann
lá ennþá og hélt um eyrað þegar
hann sofnaði í kvöld!
Jaek fór aftur að hlæja. Segðu
honum að ég skuli útskýra þetta
alTt saman fyrir honum. þegar
ég komi heim.
— Ég vildi óska að þú værir
heima núna, sagði Helena blíð-
lega.
— Ég líka, sagði hann. En það
líður ekki á löngu, elskan
mín ....
— Farðu vel með þig. hvísl-
aði. hún. Sofðu vel. Sois sage.
— Kysstu bömin frá mér,
sagði hann.
Hann lagði símann frá sér
með hægð. Upphringingin sem
minnti hann á gamlar, eilífar
skyldur, ábyrgð. erfiðleika, gerði
hann úrillan. Helena var óiík
flestum öðmm konum; hún
kærði sig ekki um að rífast og
minntist sjaldan á alvörumál.
Hún var greind og skýr í hugs-
un og kaus heldur að minnast
ekki á erfiðleikana, greiða úr
þeim í kyrrþeý, láta tímann
græða. En þetta samtal og und-
irtónninn í því varð til þess
að rifja upp fyrir Jack. þegar
Helena aldrei þessu vant hafði
komið af stað orðasennu milli
þeirra, sem hvorugt þeirra hafði
eiginlega jafnað sig eftir.
Þau höfðu borðað kvöldverð
með Önnu og Jóa Morrison í
bístro bak við Sarah Bernhardt
leikhúsið og Jói Morrison hafði
drukkið fullmikið. Hann drakk
ekki oft, en þegar hann gerði
það, varð hann háværari en
ella og tók upp í sig. Hann var
hár og grannur og úr fjarlægð
sýndist 'hann vera tæplega fer-
tugur en þegar nær var komið
sást hrukkunet á andliti hans
sem enginn maður undir fimm-
tugu gæti. haft.
— Jack. sagði hann og laut
yfir borðið og fitlaði við glasið
sitt. Þú ert ráðgáta. Anna, hef
ég ekki alltaf sagt að Jack væri
ráðgáta?
— Bara þegar þú hefur drukk-
ið of mikið, sagði Anna Morri-
son blíðlega.
— Ráðgátan er sú, hvers vegna
maður eins og þú. með þinn
heila, hjakkar í sama farinu.
Morrison gaut augunum næstum
óvinsamlega á Jack. Alls staðar
í kringum þig sérðu menn á
uppleið, menn sem eru ekki
nærri eins skýrir og þú, en
troða sér áfram, gera það sem
með þarf. skipuleggja aðgerðir
sínar tíu ár fram í tímann, kom-
ast áfram . . . en þú . . Hann
hristi höfuðið. Þú ert eins og
hlaupari sem allir vita 'að get-
ur hlaupið manna hraðast, en
nennir því ekki. Hvað er eig-
inlega að?
— Ég geri það sem gera þarf,
sagði Jaek róandi.
— Ekki í raun og veru, sagði
Morrison. Eða að minnsta kosti
bara á yfirborðinu.
— Finnst þér ég ekki rækja
starf mitt eins og vera ber?
spurði Jack.
— Auðvitað gerirðu það. sagði
Morrison. Eins vel og nokkur
annar. Kannski betur en nokkur
annar. En ekki eins vel og þú
gætir gert það. Þú ert ekki með
af heilum hug. Þú ert viðutan.
Þú leikur svo sem nógu vel, en
samt er eins og þér standi
hjartanlega á sama hvort þetta
gengur vel eða ekki. Morrison
hafði verið fótboltahetja á unga
aldri og þegar hann drakk talaði
hann leikvallarmál. Stundum
veit maður fjandakomið ekki
hvort þú ert með í leiknum eða
situr bara á áhorfendasvæðinu
án þess svo mikið sem nenna
að heppa á liðið. Hver fjandinn
gengur að þér, Jack, hver fjand-
inn gengur eiginlega að þér?
— Ég er kaldur og rólegur,
lagsi, kaldur og rólegur, sagði
Jack og vonaði að hann gæti
þaggað niður í Morrison með
því að snúa útúr. Allir ungir
menn eru svona nú á dögum.
Við erum latir.
— Hamingjan góða, sagði
/iílorrison reiðilega. Hann sneri
sér að Helenu. En hvað um þig?
spurði hann. Þú ert gift mann-
inum. Hvað finnst þér?
Helena hikaði andartak og
horfði rannsakandi á Jack. Svo
hló hún. Ég held að Anna hafi
haft á réttu að standa, Jói. sagði
hún. Þú hefur fengið einum of
mikið.
— Jæja, jæja, jæja. sagði
Morrison þreytulega og hallaði
sér afturábak í stólnum. Þið
viljið ékki tala um það. En það
kemur að því að þið þurfið að
horfast í augu við það. Bæði
tvö.
Þau höfðu farið af veitinga-
húsinu nokkru síðar og Jack og
Helena höfðu farið heim. And-
rúmsloftið í bílnum var hlaðið,
þótt hvorugt þeirra segði nokk-
uð. fyrirboði andúðar og ósam-
lyndis.
Jack lá í rúminu í svefnher-
berginu á bakkanum og horfði
upp í loftið og velti fyrir sér
hvort hann ætti ekki að taka
svefntöflur til öryggis, þegar
Helena kom inn úr baðherberg-
inu í náttfötunum og var að
greiða sér. Jack leit ekki á hana,
ekki einu sinni þegar hún kom
að rúminu og settist á rúm-
stokkinn hjá honum og hélt
afram að draga greiðuna gegn-
um stuttklippt, svart hárið.
tJti á bakkanum heyrðist lágt
suð í bílum sem ó’ku hratt með-
fram fljótinu. suð sem hlerarn-
ir og gluggatjöldin kæfðu.
Skrá yfír umhoBsmenn
Þjóðviljans útí á landi
AKRANES: Ammundur Gíslason Háholti 12. Sími 1467
AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 — 27U
BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson.
BORGARNES: Olgeir Friðfinnsson
DALVÍK: Trvffgvi Jónsson Karls rauða torgi 24.
EYR ARB A KKI: Pétur Gíslason
GRINDAVÍK: Kiartan Kristófersson Tröð
HAFNARFTÖRÐUR: Bófus Bertelsen
Hringbraut 70. Sími 51369.
HNÍFSDALUR: Hel«i Biörnsson
HÓLMAVÍK: Ami E Jónsson, Klukkufelli.
HÚSAVÍK: Arnór Kristiánsson.
HVERAGERÐT: Verzlunin Revkjafoss h/f.
HÖFN. HORNAFIRÐI- Þorsteinn Þorsteinsson.
ÍEAE.TÖRDUR: Bókhlaðan h/f.
KEFLAVÍK: Maenea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34.
KÓPAVOGUR: Heúa .Tóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40319
NESKAUPSTADTJR- Skúli Þórðarson.
YTRT-NT A R DVÍK • .Tóhann Guðmundsson.
ÓLAFSE.TÖRÐUR- Sæmundur Ólafsson.
ÖLAFSVÍK- Gréta Jóhannsdóttir
R attií’ARHÖEN- Guðmundur Lúðvíksson.
REYDARF.TÖRÐUR: Biörn Jónsson, Reyðarfirði.
SANDGERDT- Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16.
SAUÐÁR'E’oOtttt'R- Hulda Sim,rbiöm^éttir,
Skagfirðingabraut 37. Sími 189.
SELFOSS: Mavnús Aðalbiarnarson. Kirk'juvegi 26.
REYÐISF.TÖRDTTR: Sigurður Gíslason.
SIGLUFJÖRDUR- Kolheinn Fríðhiamarson,
Suðurgötu 10 Sími 194.
SILFURTÚN, Garðahr:. Sigurlaug Gísladóttir, Hof-
túni við yífilsstaðaveg.
SKAGASTRÖND' Guðm. Kr. Guðnason. Ægissíðu.
STOKKSEYR.I: Frímann Sigurðsson, Jaðri.
STYKKISHÓLMUR: Erl. Viggósson.
VESTMANNAEYJAR- Jóp Gunuarsson, Helga-
fellsbraut 25. Sími 1567.
VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson.
ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson.
ÞÓRSHÖFN: Iiólmgeir Halldórsson.
Nýir áskrifendur og aðrir kaupéndur geta snúið séi
beint til þessara umboðsmanna blaðsins.
n—i
Sími 17-500.
FERDIZT
MEÐ
LANDSÝN
# Selium farseðla með flugvélum og
skipum
Grelðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
® Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
L/\N □ SVN 1r
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVfK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
Auglýsið i Þjóðviljanum