Þjóðviljinn - 01.08.1964, Side 12

Þjóðviljinn - 01.08.1964, Side 12
Laugardagur 1. ágúst 1964 — 29. árgangur 171. tölublað. Þeir eru reiðir á eyrinni O Reiðialda g'engur nú um bæinn út af álögðum útsvörum og skött- um frá ríki og bæ og sér nú dagsins ljós þessa dagana. □ Er þetta í raun ein ósvífnasta árás á efnahag fólks og verður lengi í minnum höfð. Þjóðviljinn hefur átt viðtöl við fimm .verkamenn á eyrinni og er fróðlegt að kynnast sjónarmiðum þeirra. EINAR ^ — til helvítis með allt caman til helvítis Þeir eru ekki blíðir á manninn hjá Togaraafgreiðsl- unni þessa dagana út af sköttum og útsvörum og er varla ofsagt. að þeir séu ras- andi og reiðir út í allt og alla. Þetta er langur og erfiður vinnutími hjá þeim og vinnu- launin eru ekki tekin út með sitjandi sældinni. Hafa þeir yfirieitt unnið áttatíu tíma í viku við lestun og losun á togurunum hér höfninni. Þetta þjóðfélag má fara til andskotans fyrir mér, sagði Einar Guðbjartsson úr Klepps- holtinu. Þeir sem vinna að framleiðslustörfunum eru þrautpíndir áfram og bera meginbyrðarnar. Hvað væri sjálfsagðara heldur en sleppa álaginu á næturvinnuna. Ég þarf að borga um átta þúsund krónur á mánuði fram til áramóta í opinber gjöld og bætist þetta ofan á beinharðar greiðslur í allar áttir í dýrtíðinni. Við höfum að vísu einn vinnufélaga hér sem greiðir tuttugu og átta þúsund krónur í opinber gjöld, en hann er tólf barna faðir og verður aldeilis að halda á sínu. Við hinir erum þetta með fjörutíu til fimm- tíu þúsund krónur. Það er hegningin fyrir hinn langa vinnutíma. Ég er búinn að púla þetta í fimmtíu ár og nú ætla ég að hætta. Þetta má fara til andskotans fyrir mér . . . ÓLI — hálf miljón á sjötugsaf- mælinu glæpurinn mesti Það er orðinn glæpur í þjóðfélaginu að vinna of mik- ið, enda er refsingin eftir því. Svona er nú hljóðið í þeim á viðgerðarverkstæðinu hjá Eimskip niður við höfn. Þetta er óhagkvæmur glæp- ur, — verst að geta ekki set- ið hann af sér í tugthúsinu. Það gera fjármálamennimir og er ekki að sökum að spyrja, hvemig þeim er æv- inlfega hossað. Alltaf hafa þeir lag á því að láta okkur borga brúsann, — fá þarna ókeyp- is húsavist og fæði, — þetta kalla ég að verðlauna glæpa- inn. sagði Valtýr Nikulásson, Hann á heima í Söriaskjól- inu. Þeir sem vinna of miþíð fá hörðustu refsinguna. Þeir eiga ekki fyrir mat og húsa- skjóli. Við unnum fjörutíu sunnudaga á síðastliðnu ári, — mig minnir, það séu fimm- tíu og tveir í árinu, — og ekki stendur á refsingunni þessa daga. Þetta er fjörutíu til sjötíu þús-und á hvem einstakling hér á verkstæðinu og erum við ófaglærðir verkamenn. Einn er að vísu nýbyrjaöur með tuttugu þús- und. Hann var líka svo hepp- inn, að skrifstofan hjá fyrri vinnuveitanda brann með öllum skjölunum. Hvílíkur lukkunnar panfíll. Þeir éru að ta-la um að hætta að vinna næturvinnu hér við höfnina, — ég skil ekki það sé hægt, — við erum í vitahring og sleppum ekki þaðan, ef við viljum viðhalda lífinu. Þetta er ekki hægt . . • hirða húseignirnar Hann er hafnarverkamaður og var að' vinna um borð í GullfoSsi. — heitir Magnús Guðmundsson til heimilis að Ásgarði 43 hér í bæ. Fjörutíu og þrjú þúsund, karl minn, — beint í hausinn. Og maður kemst ekki upp með neitt múður. Ég hef með æmu erfiði komist yfir húskofa og á eignarhlut í bifreið. Þetta missir maður allt saman og meira til, ef maður stendur ekki í skilum. Það hlakkar í mörgum fjár- málamanninum um þepsar mundir og eiga þeir áreiðan- lega eftir að vokra yfir mörg- um húskofanum hér í bæ á næstunni og það eru einmitt mennirnir, sem sleppa oft- ast við svona gjöld. Nei, — þetta er alveg makalaust. Og þetta bætist ofan á dýrtíðarölduna á síðastliðnu ári. Ég hitti kunningja minn í morgun, sem þarf að borga þrjú hundruð og tuttugu krónur á mánuði með laun- um sínum til þess að standa í skilum til áramóta. Það er hægt að búa til svo- leiðis efnahagslegan ramma kringum hvem einstakling, að hann gefist hreinlega upp og líti á það sem tilgangs- laust að puða svona allt ár- ið um kring. Þetta kemur einna harðast niður á fólki, s,em vinnur heiðarlegustu störfin eins og að framleiðslunni. Hinsvegar er ömurlegt að horfa upp á fjöldan allan af svokölluð- um fjármálamönnum og bis- nesmönnum, sem sleppa við sjálfsagðar byrðar sínar. Það er óréttlætið í niður- jöfnun opinberra gjalda sem VALTÝR — fjörutíu sunnudagar svíður líka undan. Það er líklega mesta svívirðan . . . á uppleið Hann vinnur á smumings- verkstæði hjá Eimskip niður við höfn og lá hann undir einum vörubílnum og var tæpast í kallfæri þá stund- ina. Hann heitir Óli Matthíasson til heimilis að Miklubraut 42 hér í bæ og er séxtíu og sex ára gamall, — ættaður úr Dalasýslu og sjómaður fram- an af árum, — hefur unnið við höfnina síðastiiðin átta ár. Finnst þér skattamir háir í ár, spurði ég hann, — kall- aði þetta undir bílinn til hans. Hvorki heyrðist stuna né hósti fyrst í stað. Svo byrjaði hann að tala eins og við sjálfan sig. Skattamir háir, — skatt- amir lágir, — hvar stöndum við. Mér finnst ,þeir háir. — þetta eru víst sjötíu og tvö þúsund með öllu saman. Hvað ætlarðu að gera? Ja, — hvað getur mað-ur gert. Þeir heirnta þetta á borðið fyrir áramót. Nú mað- ur verður víst að rölta með tíu þúsund í mánuði handa þeim, — ég er hinsvegar ekki búinn að gera mér grein fyr- ir, hvernig það er hægt, — þarf að athuga málið betur. Ætli maður verði, ekki að stíga í botn næstu mánuði og vinna dag og nótt, — ég er að vísu orðinn gamall mað- ur. — þetta hefði ekki ver'ð neitt á yngri árum. En svo tekur við nýr sprettur vegna hærri gjalda næsta ár og svo koll af kolli, — maður verð- ur kominn þetta í hálfa milj- ón á sjötugsafmælinu . . . hvíldin eina Hún er búin að hanga of lengi við völd þessi borgar- stjóm, — orðin of örugg um sig og er nú farin að fram- kvæma óhæfuverk. Svona er að láta einn flokk stjóma þessu of lengi, — þeir þurfa að fara að fá hvíld na, sagði Konráð Matth- íasson. Hann er lagermaður á við- gerðarverkstæðinu hjá Eim- skip og hefur unnið félaginu' í tuttugu og sex ár. Ég kann ekki annað ráð gegn þessari ósvlnnu en skipta um valdhafa og reyna nýja menn til þess að stjórna þessum málum. Nú þari maður að labba með tíu þúsund á mánuði til þeirra. Ég fékk í hausinn sextíu og þrjú þúsund. Þetta var nógu erfitt í þessari dýr- tíðarholskeflu á síðastliðnu ári, — maður leiddist út i lengri vinnutíma til þess að fæta þeim ósköpum. — svo kemur þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti, — þeir taka af manni þriðju hverja krónu í opinber gjöld. Þetta er orðið vonlaust og þegar voninni sleppir — þá leggur maður upp laupana, — það er kannski ódýr lausn fyrir þá. En helvíti er þetta skitinn endir ... \ konrAð i— of lengi við völd mjög reiðir \ Tímarit Máls og Menningar komið út Þórbergur vegur að Hulldórí Luxness ...Út er komið nýtt hefti af tímariti Máls og menningar og merkilega fullt af góðu efni á þessum tiðindalitlu dögum. Sigfús Daðason skrifar giæin um stöðu -bókmennta og lista á tuttugu ára afrrjæli lýðveldis- ins, Þorgeir Þorgeirsson skrifar um kvikmyndalist og ungur Bandaríkjamaður, Peter Carlet- on, skrifar um ljóðaflokk Steins Steinarrs, Tíminn og vatnið. Birt er grein um Shakespeare eftir ungverska bókmenntafrömuðinn Georg Lukacs. Jóhannes úr Kötlum og Þorsteinn frá Hamri eiga ljóð í heftinu. Steinar Sig- urjónsson, Ingólfur Pálmason og Eyvindur Eiríksson sögur. En þá er ótalin sú grein sem flestum mun líklega mestum tíð- indum sæta af því, sem rúmast í þessu tímaritshefti. Þórbergur Þórðarson skrifar grein sem hann nefnir Rangsnúin mannúð. Þar ræðir hann þann kafla í Skáldatíma Halldórs Laxness sem lýsir Erlendi í Unuhúsi, lífi i Unuhúsi og viðhorfum Erlend- ar til ýmissa mála, ekki sízt stjórnmála Er þar skemmst frá að segja, að Þórbergi þykir Halldóri hafa orðið meira en lítið á í mess- unni orðið „fótaskortur á gljá- bóni frásagnargleöinnar" eins og hann kemst að orði. Of langt yrði að telja upp öll þau atriði sem Þórbergur finnur ýkjur í eða rangfærslur. En einkum er honum uppsigað við tvennt. Annað er að Halldór lýsir m. a. svo umburðarlyndi Erlendar og húmanisma, að hann hafi svo til á hverjum degi gefið drykkju- mönnum fyrir brennivíni, og ennfremur sagt sig reiðubúinn að lána mönnum peninga fyrir eitri til að drepa sig á ef þeir vildu það endilega sjálfir. Þór- bergur tilfærir ýmislegan vitn- isburð gegn þessari lýsingu og segir m.a.: ,,En það virðist falið fyrir Halldóri í ryki áróðursins, að það á ekkert skylt við sann- an húmanisma að lána manni peninga fyrir eitri til að drepa sig á, né að ausa fé í róná til þess að gera þá ennþá meiri róna, þó að einhverjir auðvalds- heimspekingar hafi verið með einhverjar vangaveltur um svip- að „frelsi“. Þetta er ekki húm- anismi: Þetta miðar ekki í átt til frelsis né manngöfgunar. Þetta er afglapaskapur, sem Halldór hefur óvart komið upp á þann vitra mann, son Guð- mundar heitins í apótekinu". Hitt er, að Þórbergi finnst Halldór draga mjög úr ákveð- ínni samstöðu Eriendar með málstað sésíalisma. Hann seg- ir m.a.: „En hvernig má það vera, að Halldór skuli festa á pappír þau ósannindi um látinn vin og velgerðarmann: „Ég veit ekki nákvæmlega hver áritun hans var í stjórnmálum ef af- staða hans hefði verið skilgreind út í æsar?“ Hér er aðeins tvennt til: Annað hvort hefur Halldór ekkert botnað í Erlendi sem pólitísku fyrirbrigði, þrátt fyrir langar samvistir, og þá eru ó- sannindin að nokkru leyti af- sakanleg, eða hann er að leitast við að falsa pólitíska afstöðu hans vísvitandi og þá sennilega í því skyni að draga þennan vin- Framhald á 9. síðu. / 3 skip með söltun- arsíld til Húsav. HÚSAVIK, 31'/7 — Til Húsavík- ur komu í gær Engey með 550 tunnur og ögri með 500 tunnur. Síldin af þessum skipum var fryst og söltuð. I dag kom Helgi Flóventsson með 500 tunnur i salt. — AK. Tveir hitiar frá Kefiavík í landsliðið í knattspyrnu í gær valdi landsliðsnefnd landslið í knattspyrnu sem á að keppa við ,,pressulið” n.k. mið- vikudag. Lið landsliðsnefndar er þannig skipað talið frá mark- manni: Heimir Guðjónsson KR, Hreiðar Ársælsson KR. Jón Stefánsson IBA, Sveinn Teits- son lA, Högni Gunnlaugsson Keflavík, Jón Leóssou ÍA, Ey- leifur Hafsteinsson ÍA, Rík- arður Jónsson IA, Rúnar Júlíus- son Keflavík, Ellert Schram KR og Karl Hermannsson Keflavík. Eins og sjá má af þessari upp- talningu hefur nefndin aðeins gert tvær breytingar á landslið- inu frá því það keppti við Skot- ana um daginn. Gunnar Guð- mannsson KR og Kári Ámason ÍBA hafa verið settir út en í stað þeirra koma bítlarnir tveir fi'á Keflavík, P.únar og Karl. <

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.