Þjóðviljinn - 05.08.1964, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 4. ágúst 1964
SlÐA
MðSVHlIHN
■ Guðbjöm Jensson er
borinn og barnfæddur
Reykvíkingur; hann er einn
af yngri skipstjórum tog-
araflotans, maður snöggur
í hreyfingum og bjartsýnn
á möguleika íslenzkrar tog-
araútgerðar. Forfeður Guð-
bjarnar í báðar ættir langt
aftur í aldir voru hörku
sjósóknar- og aflamenn,
bæði á Norður- og Suður-
landi. Þeim sem trúa á
erfðir kemur því ekki á' ó-
vart, þó manninum kippi í
kynið, enda er svo.
Ég frétti, að Hvalfell hefði
fengið góðan afla nú í vor, eða
kringum 1300 tonn í fjórum
veiðiferðum. Ég notaði því
tækifærið þegar ég vissi að
Guðbjöm hafði tekið sér frí
frá störfum og var í landi, og
átti við hann eftirfarandi sam-
tal:
— Guðbjöm. Hvaða orsakir
telur þú veigamestar fyrir
þeirri niðurlægingu, sem hef-
ur orðið hlutskipti íslenzkrar
togaraútgerðar á síðustu árum
og sem varir ennþá án sjáan-
legrar viðreisnar?
Guðbjörn lítur á mig og
segir: — Þessu er nú líklega
nokkuð vandsvarað, en þó er
það mín meining, að þama
hafi valdíð mestu tæknileg
kyrrstaða og vantrú á mögu-
leikana.
Svo bætir hann við: — Þessu
væri líka hægt að svara ó-
beint, með því að varpa fram
essari spumingu: Hvar stæðu
d.. síldveiðar vélbátaflotans
í dag, ef ekki hefði orðið þar
tæknileg breyting við veið-
arnar á siðustu árum, með
tilkomu nýrra og fullkomnari
skipa, stærri nóta, kraftblakk-
arbúnaðar, að ógleymdum
margfalt fullkomnari fiskleit-
artækjum en áður þekktust?
Ég er anzi hræddur um, að
hlutur íslenzka flotans í síld-
veiðunum væri ekki stór í
sniðum ef alls þessa nyti ekki
við í dag. Þetta þurfa menn
að hugleiða.
Við íslenzkir togarasjómenn
verðum hins vegar í dag í
flestum tilfellum, að notast við
gömul skip sem verða sífellt
úreltari með hverju ári, og
þess er krafizt af okkur að
við fiskum meira en erlendir
stéttarbræður, sem fengið hafa
í hendur ný og fullkomnari
skip og betri búnað.
Við, íslenzkir togarasjómenn,
verðum í dag að finna aflann
með fiskileitartækjum sem
þóttu góð og voru góð á ný-
sköpunarárunum, en eru orð-
in úrelt nú. Með þessum tækj-
um sjáum við aðeins hafdýp-
ið niður undan skipinu. Okk-
ur vantar leitartæki sem hægt
er að sjá í út frá skipinu. Þessi
tæki eru til, og eru nú notuð
á okkar bezt búnu síldveiði-
skipum með glæsilegum
árangri. Margir hinna erlendu
togara sem fiska i sömu slóð-
FISKIMÁL — Eftir Jóhann J. E. Kúld
Tcgaraskipstjórí
hefur orðið
um á hafinu og við, eru einn-
ig búnir slíkum tækjum.
Ég héf komizt að því, að
margir af hinum nýju skut-
togurum, t.d. þeir norsku, hafa
fullkomnustu fiskileitartæki
sem framleidd eru í heiminum,
eða samskonar og fiskileitar-
skip nota. Við menn, sem hafa
þennan tæknibúnað í höndum
En því segi ég þetta, að sjá-
anlegt er, að verði togaraflot-
inn ekki bráðlega endurnýjað-
ur þá fellur þessi útgerð nið-
ur af sjálfu sér eftir tiltölulegá
stuttan tíma. Og það er ekki
á þann veg sem fiskveiðiþjóð-
ir í kring um okkur marka
sína þróun í útgerðarmálum
nú í dag, heldur með því að
Spjallað við Guðbjörn Jensson skip-
stjóra á bv. Hvalfelli
um togaraútgerð og togveiðar
verðum við að keppa í dag.
— Já, Guðbjörn, það hlýtur
að vera erfitt og ekki á valdi
nema fárra manna að gera
það, á meðan svo standa mál-
in.
— En þetta þarf ekki svo
að vera, segir Guðbjörn og er
staðinn upp af stólnum og far-
inn að ganga um gólf.
— Ég vil ekki kasta okkar
gömlu togurum, og mér gremst
þegar ég sé skipin grotna nið-
ur fyrir hirðuleysi í stað þess
að vera notuð til að flytja
björg í bú. Ég vil láta búa
okkar gömlu togara fullkomn-
ustu tækjum, svo lengi sem við
verðum að nota þá, og ég. er
viss um að það er leiðin til
að auka aflann og fá hag-
kvæmari rekstur.
— En hvað svo um fram-
tíðina, Guðbjörn?
— Að sjálfsögðu þarf og
verður að endurnýja togara-
flotann samkvæmt nútíma
tækni og kröfum. Á því er
heldur ekki nokkur vafi, að
skuttogarar verða að leysa
gömlu síðutogarana af hólmi,
þvi að þeir hafa marga kosti
fram yfir síðutogarana, og
vinnan um borð í þeim verður
léttari, hagkvæmari og örygg-
ið meira, sérstaklega að vetr-
arlagi í misjöfnum veðrum.
Þessi þróun er sambærileg
við það, þegar gufutogararnir
tóku við af kútterunum, sem
varð undirstaða bætts efna-
hags og aukinnar velmegunar,
ekki hvað sízt hér í Reykja-
vík. Að hætta nú togaraútgerð
á íslandi, það væri að stíga
sporin aftur á bak en ekki
áfram.
taka sífellt fullkomnari skip og
tæki í þjónustu togveiðanna.
Samanber Norðmenn, sem allt
fram á síðustu ár voru á móti
síldveiðiskipin, þótt hún hafi
verið vanrækt á undangengn-
um árum til stórskaða fyrir
togveiðarnar. Það má segja
að fiskileit fyrir togarana hafi
að mestu legið niðri allt frá
því að fiskileitarnefndin var
lögð niður, sem aldrei hefði
átt að gera, því að hún vann
gott verk
Það er fyrst nú í vor sem
örlítill skilningur virðist vera
að vakna hjá stjórnarvöldun-
um með tilkomu Þorsteins
þorskabíts við fiskileit fyrir
togarana, og vonandi sannast
hér máltækið, að „betra er
seint en aldrei“.
En í þessu sambandi vil ég
taka þetta fram, og tala þá að
ég held, fyrir munn okkar tog-
araskipstjóra almennt: Við á-
lítum að því aðeins geti fiski-
leitin skilað fullkomnum ár-
angri. að samráð sé haft við
Guðbjörn Jensson
skaða, séu þeim ekki takmörk
sett, og ég álít að það háfi um
óf verið einblínt á skaðsemi
þá sem togvarpan getur að
sjálfsögðu valdið, en það hafi
hins vegar alveg gleymzt að
marka öðrum veiðarfærum
veiðisvæði innan landhelginn-
ar, sem sannaníega geta vald-
ið þar ekki minni skaða sé
þeim beitt eins og nú hefúr
verið gert að undanförnu, og
það án allra takmarkana, eins
Nokkrir nýsköpunartogarar við bryggju í Reykjavíkurhöfn.
togveiðum, en byggja nú upp
sinn fiskveiðiflota í æ stærri
stíl með fullkomnum skuttog-
urum. Þetta sama verðum við
að gera, ef við eigum ekki að
daga uppi sem fiskveiðiþjóð,
En það má aldrei verða.
— En hvað segirðu mér,
Guðbjöm, um gildi fiskileitar
fyrir íslenzku togarana?
Guðbjörn stanzar gönguna
á þröngu gólfinu þar sem við
höfumst við, kemur að stólnum
til mín og segir:
— Jú, fiskileit er ekki síður
nauðsynieg fyrir togarana en
Fjall-
ið tók jóðsótt
Það er siður á Islandi að
birta miklar fréttir í blöðum
um fyrirætlanir sínar: ,,að nú
færi ógnarlegt afrek í hönd,
sem ætti að vinna þar bráð-
um.” Þannig hefur Eyjólfur
Konráð Jónsson. ritstjóri
Morgunblaðsins, tilkynnt það
árum saman að hann ætlaöi
senn að stofna almennings-
hlutafélög á Islandi og breyta
þannig öllu efnahagskerfi
þjóðarinnar, og honum hefur
meira að segja tekizt að gera
þessi fjáraflaplön sín að hinu
háleitasta stefnuskrármáli hjá
Sjálfstæðisflokknum og til-
efni endalausra forustugreina
í Morgunblaðinu. Eitt siðasta
upphlaupið af þessu tagi var
þegar Eyjólfur tilkynnti að
hann ætlaði að stofna olíu-
hreinsunarstöð á Islandi og
hefja útflutning á benzíni i
stórum stíl, og duldist engum
að ritstjórinn var þegar far-
inn að lita á sig sem einn
af olíukóngum veraldar en
það eru einu kóngar sem nú
rísa undir nafni í heiminum.
En nú um sinn hefur verið
hljótt um þessar fyrirætlanir
eins og raunar margar aðrar
af hliðstæðu tagi sem áður
hafði verið flíkað; og eftir
þessa langdregnu og erfiðu
jóðsótt líktist það einna helzt
músarfæðingu þegar fjallið
tilkynnti fyrir helgi að það
ætlaði að stofna almennings-
hlutafélag um ,,mótel” 1
Hveragerði, en svo nefnast
gistihús þar sem herbergjum
er dreift um jörðina í stað
þess að sameina þau í einni
byggingu.
Og þegar betur var að gáð
kom meira segja í Ijós að hér
var ekki um almenningshluta-
félag að ræða. því Morgun-
blaðið kemst svo að orði:
„Naumast er þó hægt að
segja, að þegar í upphafi
verði hér um að ræða al-
menningshlutafélag, bví að sú
leið hefur ekki verið farin að
bjóða hlutafé út á almenn-
um markaði. Ekki er gert ráð
fyrir því á fyrsta stigi, að
neinn hluthafi eigi minni
hlut en krónur 50.000.” Þann-
ig er almenningshlutafélagið
ekki einu sinni almennings-
hlutafélag, og hin mik'i nú-
tímahugsjón Sjálfstæðis-
flokksins sem átti að ger-
breyta íslenzku þjóðfélagi
reynist vera starfræksla á
láréttri sjoppusamstæðu fyrir
austan fjall. — Austri,
okkur skipstjórana um hvar
leita skuli hverju sinni. Það
er okkar álit, að á þann hátt
náist beztur árangur. Þetta vil
ég að komi skýrt fram fyrst
við erum farnir að ræða þetta
mál.
— Já, Guðbjörn, og í fram-
haldi af þessu, hvað viltu segja
um veiðisvæði togaranna eins
og þau eru í dag?
— Já, ég skal segja þér það,
segir Guðbjörn og vindur sér <í>
að mér. — Ég áfít, að endur-
skoða þurfi núverandi veiði-
svæði togaranna hér við land,
og því fyrr sem það verður
gert því betra.
— Hvað viltu þá láta gera?
— Ég álít t.d. að leyfa beri
togveiðar á ýmsum svæðum
innan fiskveiðilandhelginnar
þar sem þær eru bannaðar nú.
Á svæðum þar sem nær ein-
göngu fullvaxinn fiskur held-
ur sig á ákveðnum árstímum,
þar sé ég enga skynsamlega
ástæðu til að banna allar veið-
ar með togvörpu, og miða ég
þá fyrst og fremst við, að veið-
ar væru leyfðar á slíkum
svæðum á haust- og vetrarver-
tið á meðan sókn á fjarlæg mið
er erfiðust og nær útilokuð á
okkar gömlu togurum nú orð-
ið. Hinsvegar vil ég miða frið-
unina innan fiskveiðilandhelg-
innar fyrst og fremst við það,
að ungviðið sé varið á meðan
það er að vaxa upp.
Þá er það líka mitt álit, að
nauðsyn beri til að friðlýsa
hrygningarsvæði eða hluta af
þeim á meðan hrygning stend-
ur yfir Þetta held ég að ættu
að vera sjónarmiðin þegar tal-
að er um í alvöru að hagnýta
fiskveiðilandhelgina á skyn-
samlegan hátt. Menn ættu að
hafa það hugfast, að það eru
fleiri veiðarfæri heldur en
togvarpan cem geta valdið
og með netin. Hér skortir allt
samræmi hjá þeim sem regl-
umar setja, og þarf í þvi
sambandi að koma að meiri
skynsemi. Þetta er nú mitt
sjónarmið.
— Svo er það eitt ennþá,
Guðbjörn, sem mig langar að
fá fræðslu hjá þér uk Segðu
mér, nota íslenzku togararnir
ennþá aðallega vörpur úr
hampi, eða hefur máski orðið
á því breyting nú á síðustu
tímum?
— Já, fram að þessum tíma
má segja að íslenzku togaram-
ir hafi nær eingöngu notað
vörpur úr hampi. Hinsvegar
má segja að vart verði breyt-
inga á þessu fyrst nú. Það er
byrjað að nota hér vörpur úr
gerfiþræði en það er aðeins i
byrjun og um fá skip að ræða.
— Hefur þú, Guðbjöm, not-
að gerfiþráðsvörpu um borð í
Hvalfellinu?
— Já, ég byrjaði á þvi á
þessu „ ári og mitt álit er, að
hægt sé að fiska meira í slíka
vörpu, heldur en gömlu hamp-
vörpuna. Þessi gerfiþráðsvarpa
sem við höfum notað á Hval-
fellinu, hún er gerð úr plast-
þræði, sem framleiddur er í
Portúgal. Þetta er mjög sterkt
efni og litil eða miklu minni
hætta á að hún rifni í botni
heldur en hampurinn.
Við höfum fengið þetta gerfi-
þráðarnet gegnum fyrirtækið
Mareo h.f. sem hefur umboð-
ið. Það versta er, hve af-
greiðslufrestur er langur, þvi
ég vildi helzt ekki þurfa að
nota togvörpu úr öðru efni
eftir að hafa reynt þetta, svo
mikill þykir mér munurinn
vera.
— Það var nú gaman að
heyra þetta, Guðbjörn. En er
þetta eina nýjúngin sem kom-
ið hefur fram við íslenzkar
togveiðar hin síðari ár?
— Já, ég man ekki eftir
annarri stórbreytingu á tog-
vörpunni á þéim 20 árum sem
ég er búinn að stunda togveið-
ar.
En svo bætir Guðbjörn við,
og leggur áherzlu á orðin:
— En bara á þessu eipa
sviði getur orðið um hreina
byltingú að ræða, verði hér
almennt farið að nota ný og
léttari efni í vörpuna. Á þessu
sviði höfum við ekki fylgzt
nógu vel með fram að þessu.
En vonandi verður þessi nýi-
ung, sem byrjað er á hér nú.
merki þess, að senn fari að
rofa til á sviði íslenzkrar tog-
araútgerðar.
Á næstu árum þurfum við
svo að fá fullkomnari skip og
betri veiðiútbúnað ^ í þjónustu
togveiðanna. íslendingar ^eiga
mikið undir þvi að þessi verði
þróunin hér, eins og hjá keppi-
nautum okkar í næstu löndum.
En til þess að þetta geti orð-
ið að veruleika, þá þurfa og
verða íslenzk stjórnarvöld á
öllum tímum að skilja þau
sannindi, að sem stór fisk-
veiði- og fiskiðnaðarþjóð get-
um við ekki lifað án togara-
flota. Af þessari ástæðu verð-
ur það lika- þjóðarnauðsyn að
starfsgrundvöllur togaraútgerð-
arinnar sé sæmilega vel
tryggður á hverjum tíma.
Samtali okkar Guðbjörns er
lokið og ég þakka honum fyr-
ir góð svör og skemmtilegt
viðtal.
Ritarastörf
Tvær ritarastöður við Borgarspítalann eru lausar
til umsóknar. Önnur staðan veitist frá 1. sept. n.k.,
hin frá 15. sept. n.k. Umsóknarfrestur er til 15.
ágúst. — Frekari upplýsingar gefur yfirlæknirinn.
Reykjavík, 4. ágúst 1964.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
UTSALA
Sumarútsalan stendur sem hæst.
KÁPUR — DRAGTIR — HATTAR og
ULLARBÚTAR.
HAGSTÆTT VERÐ.
BERNHARÐ LAXDÁL
Kjörgarði.