Þjóðviljinn - 05.08.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.08.1964, Blaðsíða 12
Verzlunarmannahelgin: Vel heppnaðar skemmtanir í Húsafells- og Vaglaskógi ■ Um verzlunarmannahelgina voru samkomur víða^ um landið. Voru margar þeirra með svipuðu sniði og áður en skemmtanirnar í Húsafellsskógi og Vagla- skógi skáru sig úr. Þar var ekkert vín haft um hönd og þangað komu alls milli fjmm og sex þúsund manns og skemmtu sér hið allra bezta. ■ Er lofsvert hversu æskan hópast á slíka staði og lætur vínsamkomurnar fara lönd og leið. Skemmtanir um verzlunar- mannahelgina fóru víðast hvar vel fram a. m. k. miðað við það sem við eigum að venjast í þessum efnum. Þjóðviljinn átti í gær tal við fulltrúa lögreglu- stjóra, Ólaf Jónsson. Sagði hann að mikil umferð hefði verið svo að segja um allt land. Lítið var þó um óhöpp á vegunum, lítils- háttar árekstrar eins og alltaf 'er, þó engin verzlunarmanna- Nýtt fiskiskip til Keflavíkur Um helgina bættist nýtt fiski- skip i flota fslendinga, er Ingi- ber Ólafsson II. kom til Kefla- víkur. Ingiber Ólafsson II. er stálskip, smíðað í Noregi hjá Ulstein Mekaniske Verksted a/s, Ulsteinvik, og stærð þess er 147,8 brúttó lestir. Skipið er knúið Caterpillar aflvél D379, 510 hestöfl miðað við stanz- laust álag, einnig eru tvær 60 ha. Caterpillar ljósavélar í skip- jnp. Skipið er byggt eftir ströng- ustú reglum Norske Veritas og búið öllum nauðsynlegustu hjálpartækjum. Eigendur skips- ins eru bræðurnir Óskar og Jón Ingiberssynir í Keflavík og Njarðvík. Skipið er keypt fyrir milligöngu Heildverzlunarinnar Heklu h.f., og hefur fulltrúi fyr- irtækisins, Kjartan Kjartansson, haft allan veg og vanda vegna kaupanna fyrir hönd fyrirtækis- ins. helgi sé og ein bílvelta að því er fulltrúa var kunnugt um, í Berufirði. Ekki var kunnugt um hvort meiðsli hefðu orðið á far- þegum. í Þórsmörk var fjölmennið mest. hátt á fjórða þúsund manns. Þar var öflug löggæzla alls 12 lögregluþjónar úr Reykja- vík. Ólafur tjáði ókkur að lög- reglan hefði þegar í byrjun tekið strangt á málum er hún flutti 17 unga menn til Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins. Var þetta til þess að gestir Merkur- innar höguðu sér betur og var heildarútkoman betri en í fyrra. Hjálparsveitir skáta úr Hafn- arfirði og Reykjavík voru lög- reglunni til aðstoðar í Þórsmörk og lauk Ólafur miklu lofsorði á framgöngu þeirra í einu og jöllu. 1 Þórsmörk fótbrotnuðu tveir menn og tveir viðbeinsbrotnuðu en ekki var þar um ölvun að ræða. Auðólfur Gunnarsson gegndi læknisstörfum í Mörkinni eins og í fyrra sumar. Mjög gott veður var á laug- ardaginn en á sunnudaginn. var heldur lakara veður og svo rigndi aftur örlítið á mánudag. 1 Vaglaskógi var samkoma á vegum bindindissamtaka og ung- mennafclaga norðanlands. Þar var samankomið fjölmenni cða 2—3 þúsund og fór sú sam- koma í alla staði vel fram. að því er Gísli Ólafsson yfirlög- regluþjónn á Akureyri tjáði okk- ur í gær. Voru allir á einu máli um að samkoman hefði farið hið Framhald á 9. síðu. Undirritar forsetaeiðinn Eins og frá hefur verið skýrt i fréttum vár forseti íslands, herra Ásgeir Asgeirsson, settur inn í embætti í fjórða sinn sl. laúgar- dag. Er myndin hér að ofan tekin er forsetinn undirritaði eiðstaf- inn við embættistökuna í Alþingishúsinu. — Ljósm. Bj. Bj.). Bílvelta á Hellisheiði Um verzlunarmannahelgina urðu engin meiriháttar umferðarslys en þrátt fyrir það uröu nokkur minniháttar óhöpp, t.d. valt þessi bíll á Hellisheiðarveginum á Iaugardaginn en slys varð ekki á mönnum. — (Ljósm. Þ. J.). DIDDVIIIINN Miðvikudagar 4. ágúst 1964 — 29. árgangur — 173. tölublað. Tvöfðld síldveiði en helmingi minni söltun en í fyrra ■ Heildarsíldaraflinn á miðnætti sl. laugardag var orðínn 1463.115 mál og tunnur en var á sama tíma 1 fyrra 673.711 mál og tunnur. Vikuaflinn nam 88.523 málum og tunnum en var í sömu viku í fyrra 116.760 mál og tunnur. Búið er nú að bræða nær fjórum sinnum meira ,en j fyrra á sama tíma en hins vegar hefur verið saltað helmingi minna en þá. í síldveiðiskýrslu Fiskifélags íslands segir m.a. svo: Dauf síldveiði var síðustu viku og veður rysjótt. Fyrri hluta vikunnar var aðalveiðin út af Dalatanga, en er líða tók á vikuna færðist veiðisvæðið norðar og á föstudag og laugar- dag var flotinn að veiðum djúpt út af Langanesi. Aflinn hefur Verið hagnýttur þannig: í salt 134.602 uppmældar tunnur, ‘í fyrra 270.426. í frystingu 20.211 uppmældar tunnur, í fyrra 22.174. í bræðslu lá08.302 mál, í fyrra 381.111 mál. Helztu löndunarstöðvar eru nú þessar (tölumar sýna mál og tunnur): Siglufjörður 212.902 Ólafsfjörður 15.093 Hjalteyri 39.011 Krossanes 76.432 Nýtt fjarsldptakerfi eykur öryggið í flugsamgöngunum Húsavík 24.688 Raufarhöfn 272.161 Borgarfjörðut 15.175 Vopnafjörður 152,513 Bakkafjörður 16.536 SeyðisfjörðuT 204.411 Neskaupstaður 175.783 Eskifjörður 84.758 Reyðorf jörður 7SU61 Fáskrúðsfjörður 54.256 Breiðdalsvík 15.175 Islenzk stúlka deyr af slysförum Sl. laugardag lézt ung íslenzk stúlka, Sigríður Bóthildur Þor- móðsdóttir, af slysförum í Kaupmannahöfn. Sigríður var 22 ára að aldri, dóttir séra Þormóðs Sigurðsson- ar prests á Vatnsenda í Ljósa- vatnsskarði, en hann er látinn fyrir nokkrum árum, og konu hans Nönnu. Sigríður var stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík og var við nám úti. ■ Síðdegis í gær var síðari áfangi fjarskiptakerfis flug- umferðarstjórnarinnar íslenzku formlega tekinn í notkun, en við fyrri áfanga þessa öryggiskerfis var lokið fyrir 5 árum. Fjarskiptakerfi þetta saman stendur af fjórum stöðvum, Nýit samvinnu- félag á Selfossi Selfossi, 1. ágúst 1964. — Fimmtudaginn 2. júlí 1964 var haldinn á Selfossi stofnfundur samvinnufélags, er hlaut nafnið Kaupfélagið Höfn. í stjórn fé- lagsins voru kosnir: Gísli Bjarnason, tryggingaumboðs- maður, Selfossi, formaður; Ein- ar Eiríksson, bóndi, MikUiolts- helli, varaformaður; Sigmundur Sigurðsson, bóndi, Syðra-Lang- holti; Bragi Einarsson, garð- yrkjubóndi, Hveragerði, og Hörður Thorarensen, sjómaður, Eyrarbakka. í varastjórn eru: Gunnar Sigurðsson, bóndi, Seljatungu,_ og Sigurður Möller, vélstjóri, írafossi. Endurskoð- endur félagsins eru: Guðmund- ur Kristinsson, bankafulltrúi, Selfossi, og Steinþór Gestsson, bóndi, Hæli, og varaendurskoð- endur Pétur M. Sigurðsson, bóndi, Austurkoti, og Óskar Magnússon, kennari, Eyrar- bakka. Framkvæmdastjóri fé- lagsins verður Grímur Jósafats- son. — Gert er ráð fyrir, að fé- lagið kaupi verzlunina S. Ó. Ólafsson & Co. h.f. á Selfossi, og hefji verzlunarrekstur hinn 1. sept. n.k. einni i Skálafelli, annarri á Vaðlaheiði, þriðju á Fjarðar- heiði í nágrenni Egilsstaða og þeirri f jórðu í Klifi í Vestmanna- eyjum, en allar eru stöðvar þessar tengdar flugumferðar- stjóminni í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli og gera starfsmönnum þar kleift að tala milliliðalaust við hvaða flugvél sem er yfir Islandi og á höfun- um í grennd við landið. Geta flugstjórnarmenn t.d. haft fjar- skiptasamband við flugstjóra þotu sem flýgur í 30 þúsund feta hæð yfir hafinu 350 km fyrir sunnan Island. Hið nýja fjarskipta- og örygg- iskerfi gerir allt talsamband við flugvélar yfir landinu og við landið miklu tryggari en áður, þegar eingöngu var notazt við stuttbylgjusamband. sem mjög er breytilegt vegna misjafnra skilyrða. Islendingar unnu að uppsetn- ingu hins nýja fjarskiptakerfis, en Bandaríkjamenn hafa að mestu staðið straum af kostnað- inum sem er geisimikill, Alþjóða- flugmálastofnunin, ICAO. greið- ir hluta af reksturskostnaði þess- ara fjarskiptistöðva. Hið nýja öryggiskerfi var sem fyrr segir tekið í notkun í gær að viðstöddum fjölmörgum gest- um. Við það tækifæri talaði Agnar Kofoed-Hansen flug- málastjóri sem flutti bandarísku flugmálastjórninni sérstakar þakkir fyrir veitta aðstoð og verðmætt framlag, General Grant aðstoðarflugmálastjóri Banda- rikjanna og Ingólfur Jónsson, flugmálaráðherra, sem lýsti því yfir að nýja öryggisfjarskipta- kerfið væri tekið í notkun. Mongólar gagn- rýna Kínverja MOSKVU 3/8 — Kommúnista- flokkur Mongólíu hefur ritað kínverska flokknum bréf, og mótmælir þar harðlega klofn- ings&tarfsemi Kínverja, segir TASS í dag,. Það er ekki lengur mögulegt að líta á stefnu Kínverja sem mistök, þvert á móti er hér greinilega um ákveðna stjóm- arstefnu að rasða. sem beinist að því að ná þjóðrembingstak- mörkum Kínverja, ná öllum völdum í alþjóðahreyfingu kommúnista og láta aðra komm- únistaflokka lúta stjórn sinni. Kenning og framkvæmdir kín- versku klofningsmannanna byggjast greinilega á gamalli þjóðemisstefnu, sem liggur allt að kynþáttahatri, stórveldis- draumum, þjóðrembu og hent- uglegri blöndu af kreddum og endurskoðun, segir í bréfinu. Tvö ferðamannaskip með um 1400 farþega i Reykjavík I gær voru stödd hér í Reykja- vík tvö erlend ferðamannaskip með samtals um 1400 farþega. Fyrra skipið kom um kl. 7 á mánudagskvöldið. Heitir það Bevonía og er 12781 lest að stærð, smíðað árið 1939. Var það Kópavogur - blaðburður Tvö útburðarhverfi laus í Vesturbænum. Hríngið í síma 40319. , ' ÞJÓÐVILJINN. með 955 farþega, brezk sk böm á aldrinum 12—18 ára, ahöfn skipsins telur 283 m< Ferðaskrifstofan Saga anní fyrirgreiðslu farþega, m.a. farin hringferð um Þingvelli Hveragerði í gærdag_ Skipið heðan aftur í gærkvöld. Hitt skipið kom hingað í j morgun og fór aftur í gærk\ Það var bandaríska skipið j entína og er þetta í annað : sem þóð kemur hingað í sur Farþegar með skipinu voru 450, flest Bandaríkjamenn einnig nokkrir Brasilfum, Annaðist Ferðaskrifstofa ríki fyrirgreiðslu farbega mc "kipið stóð hér við.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.