Þjóðviljinn - 05.08.1964, Blaðsíða 12
Verzlunarmannahelgin:
Vel heppnaðar skemmtanir í
Húsafells- og Vaglaskógi
¦ Um verzlunarmannahelgina voru samkomur víða^
um landið. Voru margar þeirra með svipuðu sniði
og áður en skemmtanirnar í Húsafellsskógi og Vagla-
skógi skáru sig úr. Þar var ekkert vín haft um hönd
og þangað komu alls milli fjmm og sex þúsund manns
og skemmtu sér hið allra bezta.
¦ Er lofsvert hversu æskan hópast á slíka staði og
lætur vínsamkomurnar fara lönd og leið. .
Skemmtanir um verzlunar-
mannahelgina fóru víðast hvar
vel fram a. m. k. miðað við það
sem við eigum að venjast í
þessum efnum. Þjóðviljinn átti
í gær tal við fulltrúa lögreglu-
stjóra, Ólaf Jónsson. Sagði hann
að mikil umferð hefði verið svo
að segja um allt land. Lítið var
þó um óhöpp á vegunum, lítils-
háttar árekstrar eins og alltaf
'er, þó engin verzlunarmanna-
Nýtt fiskiskip
til Keflavíkur
Um helgina bættist nýtt fiski-
skip í flota íslendinga, er Ingi-
ber Ólafsson II. kom til Kefla-
vikur. Ingiber Ólafsson II. er
stálskip, smíðað í Noregi hjá
Ulstein Mekaniske Verksted a/s,
Ulsteinvik, og stærð þess er
147,8 brúttó lestir. Skipið er
knúið Caterpillar aflvél D379,
510 hestöfl miðað við stanz-
laust álag, einnig eru tvær 60
ha. Caterpillar ljósavélar í skip-
inu. Skipið er byggt eftir ströng-
ustu reglum Norske Veritas og
búið öllum nauðsynlegustu
hjáJpartækjum. Eigendur skips-
ins eru bræðurnir Óskar og Jón
Ingiberssynir í Keflavík og
Njarðvík. Skipið er keypt fyrir
milligöngu Heildverzlunarinnar
Heklu h.f., og hefur fulltrúi fyr-
irtækisins, Kjartan Kjartansson,
haft allan veg og vanda vegna
kaupanna fyrir hönd fyrirtækis-
ins.
helgi sé og ein bílvelta - að því
er fulltrúa var kunnugt um, í
Berufirði. Ekki var kunnugt um
hvort meiðsli hefðu orðið á far-
þegum.
I Þórsmörk var fjölmennið
mest, hátt á fjórða þúsund
manns. Þar var öflug löggæzla
alls 12 lögregluþjónar úr Reykja-
vík. Ólafur tjáði ökkur aö lög-
reglan hefði þegar í byrjun tekiS
strangt á málum er hún flutti
17 unga menn til Reykjavíkur
aðfaranótt sunnudagsins. Var
þetta til þess að gestir Merkur-
innar höguðu sér betur og var
heildarútkoman betri en í fyrra.
Hjálparsveitir skáta úr Hafn-
arfirði og Reykjavík voru lög-
reglunni til aðstoðar í Þórsmörk
og lauk Ólafur miklu lofsorði á
framgöngu þeirra í einu og jöllu.
1 Þórsmörk fótbrotnuðu tveir
menn og tveir viðbeinsbrotnuðu
en ekki var þar um ölvun að
ræða.
Auðólfur Gunnarsson gegndi
læknisstörfum í Mörkinni eins
og í fyiTa sumar.
Mjög gott veður var á laug-
ardaginn en á sunnudaginn ^var
heldur lakara veður og svo
rigndi aftur örlítið á mánudag.
1 Vaglaskógi var samkoma á
vegum bindindissamtaka og ung-
mennafélaga norðanlands. Þar
var samankomið fjölmenni
eða 3—3 þúsund og fór sú sam-
koma í alla staði vel fram. að
þvf er Gísli Ólafsson yfirlög-
regluiþjónn á Akureyri tjáði okk-
ur í gær. Voru allir á einu máli
um að samkoman hefði farið hið
Framhald á 9. síðu.
Unáirritar forsetaeiðinn
Eins og frá hefur verið skýrt i fréttum vár forseti Islands, herra
Asgeir Asgeirsson, settur inn í embætti í fjórða sinn sl. Iaiígaa--
dag. Er myndin hér að ofan tekin er forsetinn undirritaði eiðstaf-
inn við embættistökuna í Alþirigishúsinu, — Ljósm. Bj. Bj.).
Bílvelta á Hellisheiði
Um verzlunarmannahelgina urðu engin meiriháttar umferðarslys
en þrátt fyrir það urðu nokkur minniháttar óhöpp, t.d. valt þessi
bíll á Hellisheiðarveginum á laugardaginn en slys varð ekki á
mönnum. — (Ljósm. Þ. J.).
DIDOVIUINN
Miðvikudagur 4. ágúst 1964- — 29. árgangur — 173. tölublað.
Tvöföld síldveiði
en helmingi minni
söltun en í fyrra
¦ Heildarsíldaraflinn á miðnætti sl. laugardag var orðinn
1463.115 mál og tunnur en var á sama tíma í fyrra 673.711
mál og tunnur. Vikuaflinn nam 88.523 málum og tunnum
en var í sömu viku í fyrra 116.760 mál og tunnur. Búið er
nú að bræða nær fjórum sinnum meira „en j fyrra á sama
tíma en hins vegar hefur verið saltað helmingi minna en þá.
í síldveiðiskýrslu Fiskifélags
fslands segir m.a. svo:
Dauf síldveiði var síðustu
viku og veður rysjótt. Fyrri
hluta vikunnar var aðalveiðin
út af Dalatanga, en er líða tók
á vikuna færðist veiðisvæðið
norðar og á föstudag og laugar-
dag var flotinn að veiðum djúpt
út af Langanesi.
Aflinn hefur verið hagnýttur
þannig:
í salt 134.602 uppmældar
tunnur, "í fyrra 270.426.
f frystingu 20.211 uppmældar
tunnur, í fyrra 22.174.
f bræðslu 13*08.302 mál, í fyrra
381.111 mál,
Helztu löndunarstöðvar eru nú
þessar (tölurnar sýna mál og
tunnur):
Siglufjörður 212.902
Ólafsfjörður 15.093
Hjalteyri 39.011
Krossanes 76.432
Nýtt fjarskiptakerfi eykur
öryggii í f lugsamgöngunum
Húsavík 24.688
Raufarhöfn 272.161
Borgarfjörður 15.175
Vopnafjörður 152v513
Bakkafjörður 16.536
Seyðisfjörður 204.411
Neskaupstaður 175.783
Eskifjörður 84.758
Rey ðarf j örður 78U61
Fáskrúðsfjörður 54.256
Breiðdalsvík 15.175
fslenzk stúlka
deyr af slysförum
Sl. laugardag lézt ung íslenzk
stúlka, Sigríður Bóthildur Þor-
móðsdóttir, af slysförum í
Kaupmannahöfn.
Sigríður var 22 ára að aldri,
dóttir sérk Þormóðs Sigurðsson-
ar prests á Vatnsenda í Ljósa-
vatnsskarði, en hann er látinn
fyrir nokkrum árum, og konu
hans Nönnu. Sigríður var stúd-
ent frá Menntaskólanum í
Reykjavík og var við nám úti.
¦ Síðdegis í gær var síðari áfangi fjarskiptakerfis flug-
umferðarstjórnarinnar íslenzku formlega tekinn í notkun,
en við'fyrri áfanga þessa öryggiskerfis var lokið fyrir 5
árum.
Fjarskiptakerfi þetta saman
stendur af fjorum stöðvum.
Nýtt samvinnu-
félag á Selfossi
Selfossi, 1. ágúst 1964. —
Fimmtudaginn 2. júlí 1964 var
haldinn á Selfossi stofnfundur
samvinnufélags, er hlaut nafnið
Kaupfélagið Höfn. í stjórn fé-
lagsins voru kosnir: Gísli
Bjarnason, tryggingaumboðs-
maður, Selfossi, formaður; Ein-
ar Eiríksson, bóndi, Mikiholts-
helli, varaformaður; Sigmundur
Sigurðsson, bóndi, Syðra-Lang-
holti; Bragi Einarsson, garð-
yrkjubóndi, HveragerSi, og
Hörður Thorarensen, sjómaður,
Eyrarbakka. í varastjórn eru:
Gunnar Sigurðsson, bóndi,
Seljatungu, og Sigurður Möller,
vélstjóri, írafossi. Endurskoð-
endur félagsins eru: Guðmund-
ur Kristinsson, bankafulltrúi,
Selfossi, og Steinþór Gestsson,
bóndi, Hæli, og varaendurskoð-
endur Pétur M. Sigurðsson,
bóndi, Austurkoti, og Óskar
Magnússon, kennari, Eyrar-
bakka. Framkvæmdastjóri fé-
lagsins verður Grímur Jósafats-
son. — Gert er ráð fyrir, að fé-
lagið kaupi verzlunina S. Ó.
Ólafsson & Co. h.f. á Selfossi,
og hefji verzlunarrekstur hinn
1. sept. n.k.
einni í Skálafelli, annarri á
Vaðlaheiði, þriðju á Fjarðar-
heiði í nágrenni Egilsstaða og
þeirri f jórðu í Klifi í Vestmanna-
eyjum, en allar eru stöðvar
þessar tengdar flugumferðar-
stjórninni í flugturninum á
Reykjavíkurflugvelli og gera
starfsmönnum þar kleift að tala
milliliðalaust við hvaða flugvél
sem er yfir Islandi og á höfun-
um í grennd við landið. Geta
flugstjórnarmenn t.d. haft fjar-
skiptasamband við flugstjóra
þotu sem flýgur í 30 þúsund feta
hæð yfir hafinu 350 km fyrir
sunnan Island.
Hið nýja fjarskipta- og örygg-
iskerfi gerir allt talsamband við
flugvélar yfir landinu- og við
landið miklu trýggari en áður,
þegar eingöngu var notazt við
stuttbylgjusamband, sem mjög
er breytilegt vegna misjafnra
skilyrða.
fslendingar unnu að uppsetn-
ingu hins nýja fjarskiptaikerfis,
en Bandaríkjamenn hafa að
mestu staðið straum af kostnað-
inum sem er geisimikill, Alþjóða-
flugmálastofnunin, ICAO. greið-
ir hluta af reksturskostnaði þess-
ara fjarskiptistöðva.
Hið nýja öryggiskerfi var sem
fyrr segir tekið í notkun í gær
að viðstöddum fjölmörgum gest-
um. Við það tækifæri talaði
Agnar Kofoed-Hansen flug-
málastjóri sem fhitti bandarísku
flugmálastjórninni sérstakar
þakkir fyrir veitta aðstoð og
verðimætt framlag, General Grant
aðstoðarflugmálastióri Banda-
ríkjanna og Ingólfur Jónsson,
fliugmálaráðherra, sem lýsti því
yfir að nýja öryggisfjarskipta-
kerfið væri tekið í notkun.
Mongólar gagn-
rýna Kínverja
MOSKVU 3/8 — Kommúnista-
flokkur Mongólíu hefur ritað
kínverska flokknum bréf, og
mótmælir þar harðlega klofn-
ingsstarfsemi Kínverja, segir
TASS í dag,.
Það er ekki lengur mögulegt
að líta á stefnu Kínverja sem
mistök, þvert á móti er hér
greinilega nm ákveðna stjórn-
arstefnu að ræða. sem beinist
að því að ná þjóðrembingstak-
mörkum Kínverja, ná öUum
völdum í alþjóðahreyfingiu
kommúnista og láta aðra komm-
únistaflokka lúta stjórn sinni.
Kenning og framkvæmdir kín-
versku klofningsmannanna
byggjast greinilega á gamalli
þjóðernisstefnu, sem liggur allt
að kynþáttahatri, stórveldisi-
draumum, þjódrembu pg hent,-
uglegri blöndu af kreddum og
endurskoðun, segir í bréfinu.
Tvö ferðamannaskip með um
1400 farþega i Reykjavik
I gær voru stödd hér í Reykja-
vík tvö erlend ferðamannaskip
með samtáls um 1400 farþega.
Fyrra skipið kom um kl. 7 á
mánudagskvöldið. Heitir það
Bevonia og er 12781 lest að
stærð, smíðað árið 1939. Var það
Kópavogur - b/aðburður
Tvö útburðarhverfi laus í Vesturbænurri;
Hríngið í síma 40319. , l
ÞJÓÐVILJINN.
með 955 farþega, brezk skóla-
börn á aldrinum 12—18 ára, en
áhöfn skipsins telur 283 menn
Ferðaskrifstofan Saga annaðist
fynrgreiðslu farþega, m.a. var
farm hringferð um Þingvelli og
Hveragerði í gærdag. Skipið hélt
heðan aftur í gærkvöld.
H'tt skipið kom hingað í gær-
morgun og fór aftur í gærkvöld.
Það var bandaríska skipið Arg-
entma og er þetta í annað sinn
sem þfað kemur hingað í surnar
Farþegar með skipinu voru uro'
450, flest Bandarík.iamenn en
emnig nokkrir Brasilíumenn.
Annaðist Ferðaskrifstofa ríkisins
fyrirgreiðslu farbega meðan
-kipið stóð hér við.