Þjóðviljinn - 05.08.1964, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 4. ágúst 1964 — 29. árgangur — 173. tölublað.
Sovézk verklýðsnefnd í boði ASI
¦ Hingað til landsins er komin sendinefnd frá sovézkum verklýðsfélögum í boði
Alþýðusámbands Islands. í nefndinni eru þrír fulltrúar — þar af er ein kona er
starfar í alþjóðanefnd Sovézka verklýðssambandsins, og einn fulltrúanna er frá
verklýðsfélögum í Eistlandi.
¦ Nefndin mun nú á ferðalagi um Norður- og Austurland og mun.að líkindum
koma aftur til Reykjavíkur að viku liðinni.
Bandariskar árásír bœSi af s/ó og loffi:
BANDARÍKIN BERJAST
f NORÐUR-VÍETNAM
Ennþá er
Jón
Kjartansson
aflahœstur
Samkv. síldveiðiskýrslu
Landssambands íslenzkra
útvegsmanna stunda nú
241 skip síldveiðar og var
meðalafli á skip á mið-
nætti s.l. laugardag 7040
mál og tunnur.
5 skip höfðu aflað yfir
20 þúsund mál og tunnur.
9 skip 15.000 — 20.000,
46 skip 10.000 — 15.000, 82
skip 5.000 — 10.000. 49
skip 3.000 — 5.000 og 50
skip undir 3.000 mál og
tunnur.
Þau 14 skip sem aflað
höfðu yfir 15.000 mál og
tunnur eru:
Jón Kjartanss., Eskif. 22.722
Snæfell, Akureyri, 21.801
Sig. Bjarnason, AK 20.920
Jörundwr III., Rvík 20.680
Sigurpáll, Garði, 20.403
Helga. Reykjavik, 19.429
Höfrungur III., Akr. 17.611
Árni Magnússon, Sandgerði
17.234
Helga Guðm.d., Sandgerði.
16.749
Bjarmi II., Dalvík 16.411
Faxi, Hafnarfirði, 15.563
Ól. Friðbwtss., Súg.f. 15.484
Eldborg. Hafnarfirði 15.134
Reynir, VE, 15.108
Síldarskýrslan
í heild er birt á
9. síðu.
WASHINGTON 3/8 — Lyndon Johnson forseti Bandaríkj-
anna tilkynnti á mánudag að hann hefði gefið fyrirskipanir
um að efla flota og flugstyrk, sem Bandaríkin nota til eft-
irlits um Tonkinflóa utan við strönd Norður-Vietnam, og
hafi hann jafnframt skipað hersveitunum að reka ekki að-
eins hugsanlega árásaraðila á flótta, en gjöreyða þeim.
Forsetinn skýrði frá þessu á
blaðamannafundi,* sem hahn
boðaði til á mánudagsmorgun í
Hvíta húsinu, eftir að hafa setið
fund með ráðgjöfum sínum eft-
ir árásina á tundurspillinn
Maddox á sunnudag.
Tundurspillirinn er 2.200 tonn
að stærð og var á eftirlitsferð
um Tonkinflóa 80 sjómílur suð-
austur aí Hanoi, höfuð'borg N-
Vietnam og 30 sjómílúr frá
ströndinni, þegar þrír tundur-
skeytabátar réðust að honum.
Þeir skutu þrem tundurskeytum
að Maddox og einnig úr 327
millimetra , fallbyssu, en hæfðu
ekki og enginn af áhöfninni á
Maddox 380 manns særðizt.
Maddox svaraði í sömu mynt
og kallaði jafnframt á aðstoð og
innan stundar voru fjórar F-8
flugvélar af bandaríska flug-
vélamóðurskipinu Ticoneeroga
komnar á vettvang. Þær réðust
einnig að tundurskeytabátunurs,
skutu að þeim eldflaugum og úr
fallbyssum.
Tundurskeytabátarnir voru
hraktir á flótta allir mjög illa
útleiknir og logaði einn. Þó
þeir hafi ekki haft nein kenni-
merki er talið að þeir hafi ver-
ið frá Norður-Vietnam, þar sem
þeir komu þaðan og flúðu þang-
að aftur.
Forsetinn skýrði frá því að
hann hefði gefið 7. bandaríska
flotanum fleiri nákvæm fyrir-
mæli. 1 fyrsta lagi skal eftir-
litsferðum um Tonkinflóa haldið
áfram og enn fremur verði her-
sveitir þar styrktar til muna,
öðrum tundurspilli bætt við og
njóti þeir stöðugt aðstoðar flug-
hersms.
I maí síðastliðnum var skýrt
frá, að í sjöunda flotanum á
Kyrrahafi væri samtals 125.skip
með 60.(100 manna áhöfn, þeirra
á meðal fjöldi sveita landgöngu-
liða og einnig væru í" flotanum
650 flugvélar og þyrlur. Sjöundi
flotinn sér um eftirlit Banda-
ríkjamanna á höfum úti frá Sí-
beríu til Indónesíu.
Sagt er að andrúmsloft í
Hvíta húsinu hafi verið friðsam-
legt á mánudag og ekki litið
svo á. að atburðurinn geti leitt
til alvarlegs styrjaldarástands,
og ekki beri nauðsyn til ann-
arra gagnráðstafana, en svara
öllum ögrunum gegn Bandaríkj-
unum rækilega
Bandaríkin munu mótmæla
þessum atburði mjög harðlega í
orðsendingu, sem ákveðið er að
senda stjórninni í Norður-Viet
nam.
Samkvæmt frétt frá fréttastof-
unni Nýja Kína, hefur dagblaðið
Nhan Dan í Norður-Vietnam á-
sakað Bandarikin um að hafa
gert loftárásir á bæ 20 km inn-
an við landamærin við Laos og
á tvær eyjar í Tonkinflóa.
Blaðið segir einnig að Laos-
stjórnin beri þunga ábyrgð á
loftárásum þássum, þar sem hún
hafi veitt bandarísku heims-
valdasinnunum aðstöðu í land-
inu til árása á Norður-Vietnam.
Uianríkisráðuneyti Bandaríkj-
anna telur þessar ásakanir
g.iörsamlega tilhæfulausar.
5 bandarísk orustuskip lögðu
úr höfn í Hong Kong 12 tím-
um fyrir áætlaðan tíma í dag.
Talsmaður bandarísku land-
göngusveitanna játaði þessu, en
kvað það ekki hafa neina sér-
staka þýðingu.
Seinnipartinn í dag skýrði út-
varpið í Moskvu frá sovézkum
viðhorfum til atburðarins í Ton-
kinflóa.
Því var haldið fram að sjón-
arspil það. sem Bandaríkin
hefíu sett á svið í Tonkinflóa
Framhald á 3. síðu.
m i #
Þessa mynd tók Ranger 7 í um 730
km fjarlægð frá tunglinu og sýnir
hluta af Skýjahafinu. Minnstu gígarnir sem sjást á myndinni
eru um það bil 2,5 km. í þvennál.
Rangermynd og
fleiri á 3. síðu
Síldin mjög djúpt
síti og veiði treg
Samkvæmt upplýsingum síldar-
leitarinnar á Dalatanga var
síldveiðin um helgina mjög
(iræm. Bezti aflinn var í fyrri-
Vegaþjónusta FIB gafst vel
um verzlunarmannahelgina
Félag íslenzkra bifreiðaeig-
enda hélt uppi þjónustu fyrir
ferðamenn á þjóðvegum um
Ólögleg laxveiii í
Hafnarfjariarhöfn
Fyrir nokkru urðu Hafn-
firðingar þess varir að lax
var farinn að skvetta sér víða
í höfninní, eins og einnig
varð vart í fyrrasumar. Virð-
ist það vera orðið árvisst að
lax leiti þar í höfnina. Trú-
legt er að þetta sé lax, sem
óx upp í eldisstðð við Þórs-
berg ofan við Hafnarfjörð og
slapp út í Hafnarfjarðarlæk
fyrir nokkrum árum. Þessi
lax er 4—6 pund og hefur
verið nokkurn tíma í læknum
en farið út í sjó í fyrravor
sem gönguseiði og leitar nú
til uppeldisstöðvanna aftur
eins og átthagavísum lax
sæmir
Þegar laxinn fór að sýna
sig í höfninni kom veiðigleðin
upp í Hafnfirðingum og
margur setti stöng í sjó, en
aðrir voru stórtækari og
dreifðu netum um alla höfn,
og fá þeir allgóða veiði í net-
in. A kvöldin þegar gott er
veður er jafnan fjölmenni.
sem fylgist með veiðunum af
áhuga.
Nú væri allt gott um þetta
að segja, ef ekki vildi svo til
að í veiðilögunum, sem fyrst
voru sett árið 1932, er þessi
setning: ,,Bannað er að veiða
lax í sjó". Virðist nokkuð
auðskilið að þessi laxaveiði í
höfninni í Hafnarfirði er
bönnuð að lögum og furðulegt
Framhald á 9. siöu.
verzlunarmannahelgina. Einkum
voru hjálparbifreiðar félagsins á
Suður- og Vesturlandi og uppi í
Borgarfirði. Tvær bifreiðar voru
í kringum Akureyri og ein á
Austfjðrðum.
Þjóðviljinn hafði í gær tal af
skrifstofu FlB og var tjáð að
ferðamenn hefðu notað mikið
þjónustu félagsins. Ekki var
ljóst hversu mikil aðstoð var
veitt á vegum félagsins í hefld
en skýrslur voru komnar frá
átta bifreiðum sem aðstoðuðu
alls 83 bíla á vegunum.
Alls voru bílarnir 15, þar af
ein sjúkrabifreið sem flutti tals-
vert af slösuðu fólki einkum úr
Þórsmörk til Reykjavíkur og
Selfoss.
Mikil bót var að þessari þjón-
ustu bifreiðaeigenda. Höfðu þeir
í frammi mikila auglýsingastarf-
semi Qg~ talstöðvar í öllum bíl-
um til þess að vegfarendur gætu
sem bezt vitað hvert leita bæri
um aðstoð.
Vel heppnaðar skemmt-
anir um verzlunar-
mannahelgina. — Sjá
síðu 12.
Eldflaugarskot á
hádegi í dag?
¦ Eldflaugarskoti Frakkanna sem átti að verða á mið-
nætti síðastliðna nótt var frestað vegna veðurs að því
er tíðindamaður blaðsins fregnaði á Eðlisfræðistofnun
Háskólans í gærkvöldi.
¦ Fyrirhugað er að skjóta eldflauginni á loft um hádegið
í dag og var veðurútlit hagstætt í gærkvöldi til þess að
svo gæti orðið.
nótt en þá fengu 39 skip samtals
rösklega 30 þúsund mál og tunn-
ur.
Síldin veiddist nú mjög langt
undan landi og voru skipin á
þrem svæðum í gær, 150, 200 og
250 sjómílur út af Dalatanga,
og eru skipin á annan sólarhring
að sigla til SeyðisfjarSar þau
sem eru lengst undan. Engin
síld hefur veiðzt nær landi en
þetta. Þó var síldarleitinni á
Dalatanga kunnugt um eitt skip
er hafði fengið 1000 tunncir nm
80 sjómílur norðaustur af Rauf-
arhöfn.
Síldin fer langmest í bræðslu
enda er hún bæði misjöfn og
orðin gömul, þegar skipin
koma með hana að landi. í
fyrrakvöld fengu þó 5 eða 6 bát-
ar góða síld af þeim sem voru
grynnst undan.
Kyrrt veður var á miðumim í
gær en þoka og súld.
Níu námumönnum bjargað 1
gær eftir viku innilokun
CHAMPAGNOLE 4/8 — Allir níu frönsku námuverka-
mennirnir, sem hafa verið innilokaðir í kalksteinsnámu
í Champagnole í Austur-Frakklandi síðan á mánudag í
fyrri viku náðust heilir á hpfi upp á yfirborð jarðar í kvöld.
Kl. 16.16 komst fyrsti verkamaðurinn upp og 85 mínútum
síðar var sá síðasti verkstjórinn Martinet kominn hress
í bragði. Flestir verkamannanna voru miklu betur á sig
komnir en við hafði verið búizt eftir svo langa dvöl neð-
an'Jarðar.
Það lá vel á verkamönnunum
niður í námunni, þegar stóri bor-
inn kom niður úr þaktaiu á
gryfju þeirri, sém þeir \ rrðust
í og foringi þeirra Andre Marin-
et gat með jöfnu millibili gefið
skýrslu um að allt gengi vel og
þeir biðu þess þolinmóðir að sjá
björgunarhylkið koma niður.
Þetta gerðist fyrir hádegi
1 morgun, síðah var unnið að
þvl að stýrkja göngin, klæða
þau innan með stálþynnum og
loks var björgunarhylkið. sem
er úr stáli sent niður.
Fyrstur upp á yfirborðið var
Michel Jacques, og var strax
bundið fyrir augu hans, svo
hann skaðaðist ekki á sjón éftír
að hafa setið svo lengi í myrkr-
inu. Hann virtist bara vel hald-
inn, þegar hann var studdur að
sjúkrabílnum, sem ók honum
beint ^ sjúkrahúsið til rann-
sóknar.
Astvinir verkamannanna höfðu
fengið boð um það. að þeir gætu
ekki hitt þá fyrr en að lokinni
rannsókn á sjúkrahúsinu og biðu
því þar. En aðrir íbúar. Champ-
agnole höfðu tekið sér stöðu
meðfram veginum frá námunni
og inn í bæinn. Lögreglan var
og á verði meðfram veginum.
Framhald á 3. síðu.