Þjóðviljinn - 05.08.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.08.1964, Blaðsíða 10
10 M* —-------• ............. HÖSVIUIlffl Miðvikudagur 4. ágúst 1964 vaknaði í Napóli. Ég hafði verið í veizlu í Chicago hálfum mán- uði áður og ég vaknaði í Napólí í klefa á fyrsta farrými, fullum af blómum og tómum whiský- flöskum og ég mundi' ekkert eft- ir ferðinni yfir Atlantshafið. Þegar hann var ódrukkinn var hann vingjarnlegur, gamansam- ur og nærgætinn og fágaðri í framkomu en nokkur annar maður sem Jack þekkti. En þeg- ar hann var undir áhrifum. var hann þekktur að því að eyði- leggja veitingahús, veizlur, leik- sýningar, brúðkaup, gamla vin- áttu. stjómmálafundi. Á síðari árum. þegar hann fann löngun- ina koma yfir sig eftir nokkurt bindindi, hafði hann ráðið til 6Ín níðsterkan hjúkrunarmann til að fylgja sér eftir og draga 'úr ósfcöpunum þangað til hann var orðinn of þreyttur og ör- magna til að halda áfram. Stundum þurfti hjúkrunarmað- urinn að vinna látlaust i hálfan mánuð. Carrington var úr þeim gamla flokki leikara, sem var mikið til að hverfa í þá daga og hegðuðu sér eins og leikarar, eyndsamlega. áberandi klæddir, göfugmannlega, glannalega og með nokkru handapati. Fyrsta daginn í stríðinu 1917 gekk hann út úr leikhúsi því í New York, þar sem hann lék aðalhlutverk- ið, setti blóm í hnappagatið á rándýru fötunum sínum. sveifl- aði montprikinu og stikaði niður á næstu skráningarskrifstofu. þar sem hann lét innrita sig sem óbreyttan hermann. Jack var fæddur á öðrum tíma og alinn upp við minni rómantík, en engu að síður dáðist hann geysi- lega að Carrington og þegar hans eigin styrjöld kom (það var í kvikmynd) þurfti Delaney að beita öllum hugsanlegum for- tölum og umboðsmaður Jacks sömuleiðis til þess að koma í veg fyrir að hann færi að dæmi Carringtons. Eitt sinn meðan á kvikmynd stóð. hafði ungur leikari komið til Carringtons og beðið hann að segja i stuttu máli hver væri leyndardómur þess að vera góð- ur leikari. Carrington hafði orð- ið mjög hugsandi á svipinn, síð- an hafði hann nuddað stórt og tígulegt nefið og svarað: Vertu HÁRGREIÐ5LAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugaveei 18. III. h. (lyfta) — SIMI 23 616. P E R M A Garðsenda 21. — SÍMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN. — Tiamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMI: 14 6 62. HÁRGREIÐSLU STOF A AUSTTTRBÆJAR — fMaría Guðmii'mT<dfttir> T.ansavegi 13. — SfMT- 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. fagnandi, ungi vinur. vertu fagn- andi. Þennan brúðkaupsdag talaði Carrington líka um fyrra brúð- kaup sitt og brúðarinnar. Það var enn glæsilegra brúðkaup en þetta, sagði hann við fyrrver- andi eiginkonur sínar, þar sem hann sat milli þeirra og dreypti á kaffinu sinu. — Og ég gekk af tilviljun bak við sófa þar sem nýja konan mín sat hjá enskum jarli, sem ég hafði hitt þegar ég lék í London. og hún sagði: Auðvitað, kæri vinur, það vita allir að Carrington er ó- nýtur. Hann hló góðlátlega og rifjaði upp liðnar gleðistundir. Jack stóð í kappræðum megn- ið af kvöldinu. Það var eins og hann hefði stundað kappræður hvert einasta kvöld síðan hann kom til Hollywood fyrir tveim- ur mánuðum. Það var auðvitað hægt að ræða um margt, en það sem mest var til umræðu í stofunum í . Beverley hæðúm f bá daga voru kvikmyndir, góðar eða slæmar. og spænska borg- arastyrjöldin. Það er ekki annað en einskær, .tilyiljun ,og heppni ef bér verður til góð kvikmynd. sagði Jack af sinni miklu tveggja mánaða reynslu sem kvikmynda- leikari. Ef nokkur segir nokkum tíma ærlegt orð í kvikmynd. þá er það af hreinustu vangá. Það má ekki móðga neinn — ekki þá ríku, ekki fátæklingana. , ekki verkamenn, ekki fjármagnið, ekki gyðinga ekki fína fólkið. ekki mæður. presta, stjórnmála- menn, kaupsýslumenn. Englend- inga, Tyrki, Þjóðverja. hreint engan. Orðið Raernennska stend- ur ^krifað með eldletrí yfir hverju einasta kvikmyndaveYi. Þess vegna er aldrei neinn, sem segir eitt einasta orð um nokk- urt mál. Síðan ég kom hingað, hef ég naumast hitt nokkra manneskju yfir tvítugt sem hef- ur ekki verið gift að minnsta kosti tvisvar, og samt sem áður er hver einasta kvikmynd sem send er héðan lofgjörð um ein- kvænið. Næstum allir milli Kyrrahafsins og ráðhússins í Los Angeles elta dollarann af svo miklu írafári að þeir gefa sér varla tíma til að anda um helg- ar, og þó er það þannig, ef trúa mætti kvikmyndunum. að eina leiðin til hamingju er að búa í kvistherbergi fyrir tólf dollara á viku. Níutíu prósent eru svo logandi hræddir við Hitler að þá dreymir um hann á hverri nóttu allt árið, og samt sem áð- ur hefur ekki verið svo mikið sem minnzt á það í einni einustu mynd sem ég hef séð að hann gæti verið hættulegri en hún Miila frænka mín. Það er talað meira gegn Franco í Luceys bar í einu matarhléi en í skotgröf- unum við Madrid, og í hvert <inn sem einhver tilkynnir að hann ætli að gera kvikmynd um borgarastvrjöldina á Spáni, er hann stöðvaður með bréfi frá "inum af áhangendum föður Coughlins. Hamingjan sanna, imfan hérna er full af fólki sem tofur dundað við bað megnið af ævinni að fara í kringum lög- in og brjóta þau og sofa hjá konum annarra manna og beir eru aRir saman ctríðaldir og á- nægðir með lífið og virtir og metnir f alta enda og kanta og samt sem áður er haldið áfram að gera kvifcmyndir um það að glæpir borgi sig ekki; þar er sýnt hvemig þeir sem gera rangt, hljóta alltaf refsingu; og kvenmaður hlýtur að deyja eða lifa við smán það sem eftir er ævinnar ef hún gerir svo mikið sem sofa hjá þeim manni sem hún er trúlofuð, fyrir hjóna- bandið. Þetta er í fyrsta sinn í sögu nokkurrar listar. að svona margt fólk. svona mikil auðæfi. svona miklir hæfileikar og tækni er samankomið á einn stað til að skapa fullkominn dulbún- ing . . . miljón dollara grímuna, hið sæla bandaríska bros eyrn- anna á milli . . . Hann stóð þama í miðri stof- unni, klæddur nýjum smóking sem klæðskeri Delaneys hafði saumað á hann, umkringdur lag- legu, útiteknu, ilmandi. vel- búnu fólki sem var daglegur blaðamatur, og hélt áfram að tala, örvaður af brúðkaups- kampavíninu og naut þess að dæma, fullyrða, öruggur um sjálfan sig og án þess að hafa á- hyggjtrr af hugsanlegum afleið- ingum. Hann fann til yfirlætis gagnvart hinu fræga fólki sem hlustaði á hann, sumir voru honum sammála í hjarta .sinu, aðrir voru rjóðir í framan og sárgramir. Þetta fólk þyrsti í 36 meiri peninga, fann hann, og vildi gera hvað sem var til að eignast peninga eða halda í þá; en hann sjálfur sem átti engan bankáreikning. engin hlutabréf eða verðbréf, engar jarðeignir eða olíullndir, ekkert nema æsku sína og hæfileika, hélt að honum stæði hjartanlega á sama hvort hann væri ríkur eða fá- tækur. Meðan hann stóð og tal- aði með giasið í hendinni og kunni vei við sig í nýju fötun- um, vissi hann líka af návist Carlottu Lee. sem stóð innanum hitt fóikið og virti hann fyrir sér með dáh'tið bros í augunum. Brosið virtist segja, að hún væri búin. að- vega hann .og meta og loks í kvöld hefði hún kveðið upp dóm sinn og sá dómur myndi gleðja hann. Hann hafði kysst hana þennan dag — en aðeins t kvikmyndinni, fyrir framan húndruð leikara, statista, starfsmenn. og hann hafðí að- eins talað við hana fáein orð auk þeirra sem handritið út- heimti, en honum hafði orðið Ijóst þennan dag að hann var ástfanginn af henni og bros hennar þama í mannhafinu virtist segja: Já, auðvitað. Það var einmitt svona kvöld sem hann hafði dreymt um til þessa og hann ætlaði að njóta þess í fyllsta mæli. Það var hé- gómlegt og röksemdir hans á þessum stað og stund voru al- gerlega út 1 bláinn, og hann vissi að eftir þrjú eða fjögur kvöld af þessu tagi yrði hann búinn að fá meira en nóg, en í kvöld ætlaði hann að njóta þess. — Heyrið mig nú. sagði mað- ur að nafni Bernstein, sem hafði framleitt sæg af kvikmyndum og hafði staðið og hlustað á Jack með fýlusvip á útiteknu andlit- inu. Það eruð þér sem eruð að leika hjá Delaney þessa stund- ina, er ekki svo? — Jú, sagði Jack og kinkaði kolli til Delaneys, sem kom til þeirra rétt í þessu. — Þá er það sjálfsagt hin stóra og heiðarlega undantekn- ing, sagði Bemstein hranalega. Þá er það sjálfsagt hrein og klár list, get ég hugsað mér. — Nei, sagði Jack. Það er blekking eins og allt annað. Það varð andartaks þögn; svo fór Delaney að hlæja, og allir hinir að Bemstein undantekn- um, tóku undir hláturinn. Del- aney klappaði á öxlina á Jack. Þetta ungmenni hefur ekki ver- ið héma nema í tvo mánuði, sagði hann. Hann tekur ennþá dálítið upp í sig. Hann stillist fljótlega. — Hvern fjandann eruð þér að flækjast hér fyrst þetta er yðar álit? spurði Bemstein þrjószulega. Af hverju farið þér ekki aftur til Brodway með hinum kommúnistunum? — Ég er kominii hingað til að græða peninga, herra Bemstein, sagði Jack háðslega og naut reiði mannsins. Og eftir nokkur ár ætla ég að kaupa mó' biígarð pg rækta nautpening eða brönu- grös og dreg mig í hlé frá á- horfendum mínum. — Búgarð. sagði herra Bem- stein. Það er alveg nýtt. Ég ætla að bíða og sjá kvikmynd- ina yðar, ungi maður. Kannski getið þér dregið yður í hlé fyrr en yður grunar. Hann gekk burt, reiður og særður föðurlandsvin- ur í þessu töfralandi dásemd- anna sem varð daglega til á kvikmyndunum sem hann elsk- aði og réð yfir. — Hvað ertu gamall, Jack? spurði Delaney. — Tuttugu og tveggja. — Gott, sagði Delaney. Þá leyfist þér ennþá að tala eins og þú gerir. En reyndu að fá út- rás núna. Því að þegar þú ert orðinn tuttugu og þriggja, verð- ur þetta óþolandi. Hann gekk burt brosandi, lágvaxinn, dug- legur, skynsamur til að sann- prófa orðróm um að enskur rit- höfundur væri orðinn ofurölvi í eldhúsinu og væri með ósæmi- lega áleitni við brytann. Carlotta brosti nú innilegar; dóm hennar mátti nú lesa skýr- ar úr grænum augum hennar. — Mér finnst veizlan búin að ná hámarki og vel það, sagði Carlotta. Mér finnst tími til kominn að ég fái heimfylgd. Sammála? — Sammála, sagði Jack. — Ég hafði undarlega sóma- tilfinningu í þá daga. Annað kvöld. Þau höfðu verið að vinna við útiupptökur og klukkan var meira en ellefu þegar því var lokið og Carlotta hafði afbur beðið Jack að aka sér heim, vegna þess að bíllinn hennar var á verkstæði. Hún ók vel, en of hratt og bíllinn henn- ar var næstum alltaf í viðgerð. Þau óku þegjandi eftir krók- óttum, mjóum veginum að húsi Carlottu. öðru hverju teygði hundur Carlottu. stór, belgískur fjárhundur sem hún skildi næst- um aldrei við sig, sig fram úr aftursætinu og sleikti á henni hálsinn og hún ýtti við honum óþolinmóðlega og sagði: Svona, Svona, svona, Busi. nú verðurðu að stilla þig! Og hundurinn settist aftur niður, daufur í dálkinn og gapandi og með laf- andi tungu, unz hann réð ekki lengur við ást sína og endur- tók þetta. Carlotta sat allan tímann og harfði á Jack meðan hann ók. og það var forvitnislegur og giaðlegur svipur á þríhymdu, fölu andlitinu. Hvað eftir annað síðan i brúðkaupsveizlunni hafði Jack tekið eftir þessum sama svip, stríðnislegum, ögrandi, lokkandi, allt í senn á andliti Carlottu. Sjálfs sín vegna hafði Jack eftir mætti reynt að forð- ast að vera einn með henni eða horfa of mikið á hana, en and- litið sem var svo þrungið lífi og tilfinningum ásóttu hann í draumi sem vöku. — Þú átt ekki eins erfitt með að stilla þig/ eða hvað? sagði Carlotta. Þú ert ekki eins og vesalings gamli slefandi Busi minn með hjartað í hálsinum. — Hvað áttu við? spurði Jack, Þótt hann vissi mætavel, hvað ■hún var að fara. , — Ekki neitt, sagði Carlotta hlæjandi. Hreint ekki neitt. Hvað gerðirðu fyrir austan — sórst þess dýran eið að vera ó- noialegur við kvikmyndastjöm- ur? — Ef ég hef verið ónotalegur. sagði Jack stirðlega, þá þykir mér það leitt. Fyrirgefðu. — Þú hefur verið ónotalegur við alla hér, sagði Carlotta á- hyggjuiaus. Og þú verður vin- sæll á því. Hér vilja allir kvelja sjálfa sig. Því fastar sem þeir eru barðir, því ánægðari verða þeir. Þú mátt ekki þreyt- ast. Það myndi eyðileggja þokka þinn. Hún talaði einkennilega. Hún var alin upp í Texas, ein af sjö bömum olíugrafara, sem hafði flakkað um allt fylkið eins og sígauni með afkvæmi sín, en það vottaði ekki fyrir uppruna- lega hreimnum í rödd hennar. Hún hafði veríð hjá talkennur- um f tvö ár og ]>egar hún tal- aði, minnti hún á stúlku sem SKOTTA Mér hefur verið refsað . . ég má ekki tala í símann nema standandi. FERÐIZT MEÐ LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN L f\ M D SVN nr TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. KRON - búðirnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.