Þjóðviljinn - 05.08.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.08.1964, Blaðsíða 3
Sunnudagur 2. ágúst 1964 HöÐvranai SlÐA 3 Myndirnar sem Ranger 7 sendi af yfírborði tang/sins L,EOPOLDVIL,L,E 4/8 — Þegar I tvær flugvélar höfðu flutt á brott samtals 75 Evrópumenn fyrri hluta þriðjudags frá Stan- leyvilli í Kongó, ' héldu upp- rcisnarhermenn inn í bæinn. Á þriðjudagskvöld bárust fregnir um skothríð á götum bæjarins. Bandaríski konsúllinn í Stanleyville hefur skýrt frá því, að barizt hafi verið á göt- unum utan við ræðismannsbú- staðinn. Og margt þykir benda til þess að stjórnarliðar verjist vel. Evrópumennirnir 75, sem voru fluttir á brott flugu til Leopold- ville. 1 fyrri vélinni voru S7 Belgar. en í næstu voru aðal- lega starfsmenn Sameinuðu þjóðanna. Áður höfðu fjórar aðrar flug- vélar verið sendar til Stanley- ville til að sækja þá hvíta menn, sem eftir voru, aðallega starfs- menn SÞ og fjölskyldur þeirra. Síðustu skilaboð frá banda- ríska ræðismannsbústaðnum lýstu orustunni fyrir utan hann og síðasta hljóðaði svo: Það er skothríð á götunni hér beint fyrir framan og ég eK 'farin heim. -A- ^ Talið erað u.þ.b. 600 her- menn séu í hersveitum ríkis- stjórnarinnar í Stanleyvillehér- aði. Josep Mobutu hershöfðingi hefur lýst því yfir, að hermönn- unum hafi verið fyrirskipað að hertaka bæinn aftur. Myndirnar sem Ranger 7 sendi frá tunglinu voru þúsund sinnum greinilegri en nokkrar þær myndir sem áður höfðu verið teknar í sjónaukum frá jöröinni. Það er talið að taka muni mánuði og ár að kanna allar þær rúmlega 4.000 myndir sem Ranger sendi til jarðar, en þær sem þegar hafa verið birtar hafa leitt í Ijós margvíslega nýja vitneskju um þennan nágranna okkar sem menn áður aðeins getið sér -til um. Þess má sérstaklega geta að nú telja menn sig vita í fyrsta sinn fyrir vissu að eldur hefur lifað í tunglinu og lifir jafnvel enn. Stóra myndin hér að ofan var tekin í sömu fiarlægð og sú á fyrstu síðu og sýnir sama svæði, en væntanlega öliu skýrar. — Myndin hér við hliðina er tekin úr 25 km fjarlægð. Ranger hélt áfram að taka myndir og senda til jarðar þangað til hann átti eftir um 600 metra til tunglsins, og það eru einmitt þær myndir sem Iengst mun taka að skilja. Bætt sambúð Stórveldanna MOSKVU 3/8 — Sovézkir og bandarískir rithöfundar, vís- indamenn og kennarar lýstu því yfir í Moskvu á mánudag að Iokinni vikulangri ráðstefnu, að bæði löndin ættu að stíga frek- ari skref til aukinna menning- ar- og vísindasamskipta. Ráðstefnan, sem haldin var í Leníngrad var hin fjórða svo- nefnda Dartmouthráðstefna og er liður í- þeim einka samskipt- um bandarískra og sovézkra menntamanna, sem hófust í há- skólanum í Dartmouth í New Hampshire í Bandaríkjunum 1960. Fulltrúarnir sögðu á blaða- mannafundi á mánudag, að við- ræður þeirra hefðu verið opin- skáar og nytsamar. Þeir hefðu rætt afvopnunarmál og fjölda annarra brýnna heimsmála svo sem og samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Meðal hinna 16 bandarísku þátttakenda voru David Rocke- feller bankastjóri Chase Man- hattan banka, rithöfundurinn James Michener og prófessor John K. Galbraith fyrrum sendi- herra Bandariíikjanna í Indlandi. í sameiginlegri yfirlýsingu segir að fulltrúar hafi skipzt á skoðunum í vinsemd, góðvilja og hreinski’lni, sem hefði gert þeim kleift að skilja viðhorf og áhugamál hverra annarra. Tekur ár að kanna Rangermyndirnar HVERJAR VILJA FARA TIL GLASGOW í 8 mánuði eða lengur. — Tvser koma til greina.. Upplýsingar í síma 109 Hvera- gerði, frá kl. 6—8,30 e.h. PASADENA 3/8 — Það mun taka marga mánuði og senni- lega nokkur ár að Ijúka könn- un á myndunum sem Ranger 7. sendi til jarðar af yfirborði tunglsins, sagði einn banda- rísku vísindamannanna, dr. Gerhard Kuiper, í dag. Snemma á næsta ári er ætl- unin að senda tvö ný Ranger- för til tunglsins, en áður en þær tilraunir verða gerðar verða send frá Bandaríkjun- um tvö geimför af Mariner- gerð til þess að taka myndÍT af Mars. Ætlunin er að Marin- erförin verði send á braut um- hverfis plánetuna. Hagstæðasti tíminn til að senda þau af stað er í lok októbermánaðar. Þau eiga að taka myndir af Mars í u.þ.b. 25.000 km fjar- lægð. Ferðin þangað mun taka um átta mánuði. Sovézka blaðið „Isvestía“ lauk í gær miklu lofsorði á Rangertilraun Bandaríkja- manna og sagði um myndirn- ar sem Ranger sendi af tungl- yfirborðinu væru mikilvægur skerfur til aukinnar þekking- ar á tunglinu. Sovézkir vísinda- menn samfagna bandarískum félögum sínum og senda þeim heillaóskir, sagði blaðið. Það tók þó fram, að bezta leiðintil að kanna yfirborð tunglsins myndi vera að senda geimfar á braut umhverfis það. Þessi tilkynning Iandvarna- ráffuneytisíns var send út strax eftir aff Johnson forseti hafði kallað forystumenn þingsins 1 sinn fund til að gefa þeim skýrslu um hraðfara þróun mála í Suðaustur-Asíu. Bandaríkin berjasf í Norður-Vietnam Framhald af 1 síðu væri greinilega liður í áætlun- um leppstjórnarinnar í Sai- gon, einræðisherrann í Suður- Vietnam krefjist þess nú af bandarískum herrum sínum, að þeir skipuleggi alvarlegar ögran- ir gegn alþýðulýðveldinu Norð- ur-Vietnam. Friður á þessu svæði verður því aðeins tryggður, að Banda- ríkin hætti þegar í stað öllum afskiptum sínum í Suður-Viet- nam, sagði fyrirlesari Moskvu- útvarpsins. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í Hanoi í Norður-Vietnam lýsti því yfir á sunnudag að bandarískar herflugvélar hefðu gert loftárásir á bæi i Norður- Vietnam. Nokkrir hafi særst og eignatjón orðið Fjórar bandarískar orustuþot- ur komu úr átt frá Laos og skutu eldflaugum að landamæra- bænum Noong. ’Einnig var skýrt frá því að Bandaríkin og Suður-Vietnam hafi á föstudag sent herskip til að gera sprengjuárásir á eyj- arnar Hon Me og Hon Ngu inn- an landhelgi Norður-Vietnam. SÍÐTJSTU FRÉTTIR Landvarnaráðuneyti Bandaríkj- anna gerði þaff kunnugt í kvöld, að tundurspillarnir bandarísku Maddox og C. Turner Joy, sem hafði verið sendur honum til að- stoffar við ,.eftirlit“ Bandaríkj- anna fyrir ströndum Norður- Víetnam hefffu orðið fyrir nýrri árás tundurskeytabáta frá Norff- ur-Vietnam á mánudagskvöld Sagt var að margir tundur- skeytabátar hefðu tekið þátt í árásinni í Tonkinflóa, en banda- risku tundurspillarnir hefðu hrakið þá á flótta með aðstoð flugvéla, sökkt tveim þeirra og laskað aðra tvo R>ör?iinin Framhald af 1. síðu. Síðastur í björgunarhylkið, sem er ekki nema 44 cm að þvermáli var foringi námumann- anna Andre Martinet, þéttvax- inn kraftakarl, sem hafði hjálp- að félögum sínum með glaðlyndi sínu til að leggjast ekki í vol og víl ' í þessari löngu innilokun. Áður en hann kom upp hafði hann beðið björgunarsveitimar að reiða fram rauðvín og kampa- vínsflöskur. Meðan verið var að draga þessa níu upp. var haldið áfram að börá í átt til þess staðar. þar sem áður í vikunni hafði heyrzt barsmíð neðan úr námunni. Enn er fimm manna saknað, en síð- astliðna 48 tíma hefur ekkert heyrzt frá þessum stað og eru þeir því taldir af, þó ekki sé alveg útilokað að einhverjir þeirra séu enn á lífi, þótt þeir hafi hvorki fengið vott né þurrt i átta daga. Fyrsta lífsmark úr Champag- nole námunni barst á þriðju-. daginn var. degi síðar en nám- an hrundi saman. Björgunarstarf var þegar hafið. en gekk hægt framan af. Björgunarútbúnaður sá sem nú hefur reynzt svo vel var not- aður í fyrsta skipti við námu- slys í Lengode í Vestur-Þýzka- landi í fyrra,' þar sem 14 námu- mönnum var bjargað með þess- um hætti, en þeir höfðu dvalið 13 daga neðanjarðar. Kynþáttaóeirðir breiðast út í Norðurfylkjum USA JERSEY CITY 4/8 — Á mánu- dag brutust út miklar kynþátta- óeirðir í Jersey city í New Jers- ey skammt frá New York. Lög- reglan barðist við blökkumenn, sem höfðu verið í kröfugöngu og í átökunum var grjóti og flösk- um kastað að lögreglunni og hún skaut aðvörunarskotum. Þá var brotizt inn í fjölda búða og rúð- ur brotnar í óeirðunum. Fjöldi manns særðist i óeirð- unum bæði óbreyttir borgarar og lögregluþjónar. Á þriðjudag var tveim heima- tilbúnum íkveikjusprengjum kast að í bænum, annarri að lög- reglubíl, en i honum voru lög- reglumenn, sem voru að rann- saka óeirðimar frá deginumáður í blökkumannahverfi borgarinn- ' ar. Sprengjan lenti ekki í bíln- um. en í ljósastaur og slapp bill- inn óskemmdur. Þetta er í fyrsta skipti sem sprengjum er varpað í Jersey city um há- bjartan dag. Rúmlega hundrað lögreglu- þjónar með stálhjálma, vopnað- ir kylfum og skotvopnum voru í dag á verði í blökkumanna- hverfinu, þar sem enn logar und- ir niðri. Slökkvilið bæjarins verður fyrir miklu ónæði af íkveikju- tilraunum og fölskum bruna- köllum. Samkvæmt fréttum lögregl- unnar voru 20 manns handteknir í óeirðunum. Tveir blökkumenn voru skotnir og 42 særðust. Fyrr um daginn hafði borgar- stjórinn Thomas Whelam lýst því yfir, að það vereta væri nú afstaðið. En eftir það var se: sagt sprengjunum tveim kastað Samningaviðræður borgarstjó ans og leiðtoga blökkumanna staðnum um ráðstafanir til þe að koma í veg fyrir nýjar óeirð leiddu ekki til neins. Forystumaður Sameinuðu a rísku þjóðemisfylkingarinnar Bandaríkjunum, blökkumaðurir James Lawson skýrði frá þvi fundi { blökkumannahverfir Harlem í New York á laugarda að 100.000 blökkumenn mu' taka þátt í mótmælafundi, se haldinn verður í New York u: næstu helgi. Þetta var á fyrsta fundi. se haldin er í Harlem síðan ky: þáttaóeirðirnar blossuðu þar ui á dögunum. Ekki kom til nein: átaka. Uppreisnarherinn tók Stanleyville

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.