Þjóðviljinn - 05.08.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.08.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA HðÐVIUINN Miðvikudagur 4. ágúst 1964 Ctgefandi: . Sameimngarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjórl Sunnudags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19, Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kl 90.00 á mánuði Vítahringur IJndanfarin ár hafá verið eitt öðru betra, hvað snertir framleiðslumagn og þjóðartekjur. Sjó- ménn hafa fært á land stöðugt vaxandi afla og vinnufúsar hendur hafa hvarvetna beðið í landi reiðubúnar að leggja nótt við dag til þess að auka verðmæti hans. Þétta góðæri hefur einnig reynzt öðrum atvinnuvegum ærin lyftistöng og hefði að sjálfsögðu átt að skapa hér almenna velmegun og stórbætt lífskjör. Stjórnarvöld landsins hefðu a.m.k. átt að hafa sérstaka ástæðu til þess að fagna þéssu góðæri, en þótt undarlegt megi virðast hafa málgögn ríkisstjórnarinnar stöðugt verið að klifa á þeim miklu hættum, sem efnahagslífi þjóðar- innar stafar af góðærinu. Skýringin á þessu und- arlega fyrirbrigði er sú, að viðreisnarstefnunni var allt frá uþphafi ætlað að rýra kaupmátt laun- anna og draga þannig úr kaupgetu almennings. Þessar fyrirætlanir hafa ekki tekizt nema að nokkru leyti. Með tvennum gengisfellingum, stór- aukinnj 'tollabyrði og stöðugt hækkandi söluskatti hefur ríkisstjórninni tekizt að rýra 'kaupmátt launanna jafnskjótt og samtök launþega hafa knú- íð fram kjarabætur. Én vegna góðærisins og par af leiðandi mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli hefur ríkisstjórninai ekki tekizt að lama kaupget- una nema að nokkru leyti; meíin hafa lagt á sig stöðugt lengri vinnutíma 'til þess að geta haldið í horfinu hvað þetta snertir. A fleiðingarnar af þessu látlausa stríði ríkisstjórn- arinnar gegn bættum kjörum launastéttanna í landinu eru þær, að 'nú er svo komið að íslending- 'ar búa við lengstan vinnudag allra nágrannaþjóða „sinna. Og þrátt fyrir gífurlega yfirvinnu, sem fólk hefur neyðzt til þess að leggja á sig til að mæía verðbólguholskeflum viðreisnarinnar er kaupgeta almennings hér. minni en í nágrannalöndum okk- ar. Raunveruleg lífskjör hér eru því langt fyrir neðan það sem þar tíðkast. Með samkomulagi því sem tókst í júní s.l. milli ríkisstjórnarinnar og verkalýðssamtakanna um stöðvun verðbólgunn- ar, þar sem ríkisstjórnin gaf jafnframt fyrirheit um að kaupmáttur launanna skyldi tryggður vöknuðu vonir margra um, að stigið væri fyrs'ta sporið í þá átt að snúa þessari óheillaþróun við hér á landi. í^n skattheimtuseðlarnir, sem menn hafa fengið að kynnast undanfarna daga, hafa trúlega svipt flesta þeirri von. Við blasir sú staðreynd, að eft- irvinnulaunin hverfa að mestu í skattheimtu stjórnarvaldanna; ennþá aukin yfirvinna til þess að standa straum af henni, kallar aðeins yfir menn auknar skattabyrðar næsta ár. Þennan víta- hring^ sem stjórnarvöldin hafa komið sér upp til þess að halda niðri kaupgetu almennings, verð- ur að rjúfa. Það er með ýmsu móti hægt að knýja stjórnarvöldin til að breyta skattalöggjöfinni, en einfaldasta og jafnframt öruggasta leiðin til þess að tryggja launþegum réttlátan hlut þjóðartekn- anna og bætt lífskjör er að breyta um stjórnar- stefnu í landinu við fyrsta tækifæri sem til þess gefst. — b. Fjórar fyrstu umferiirnar í úrsiitakeppninni í Krakéw Eftír undanrásirnar var frí og keppendum var boðið að sjá Auschwitz eða Oswiecim eins og Pólverjar nefna' borgina. Auschwitz er um það bil 60. km frá Kraków. Lagt var af stað í heiðskíru veðri og brennandi sólarhita. 1 fangabúðunum í Ausch- witz er nú allt umhorfs eins og þegar þær voru leystar und- an ánauð nazista í lok síðari heimsstyrjaldarinnar, og hafa Pólverjar lagt á það áherzlu að varðveita þar allt sem bezt. Þarna myrtu nazistar um -4 miljónir manna af ýmsu þjóð- erni, en langflest voru fórn- ardýrin af Gyðingakyni. Stað- urimv geymir minningar um hræðilegustu hörmungar, sem yfir manninn hafa dunið. Við sáum heil fjöll af illa meðförnum skóm, stóra hauga af gleraugum, tannburstum og öðru slíku. sem voru jarð- neskar eigur þeirra, er þarna létu lífið. Átakanlegt var að sjá stóra hauga af litlum barna- skóm. Börnin gátu ekki unnið og voru drepin strax í gas- klefum. nema þau væru tví- burar. Læknar nazista gerðu tilraunir á tvíburum. í einu herbergi sáum við nokkur tonn af mannshári. Pangarnir voru krúnurakaðir og hárið sent til þýzkra verksmiðja, sem spunnu úr því voðir. Og þarna sáum við voðir úr mannshári. Það var undarleg tilfinning að horfa á þessa stóru hrúgu af mannshári og hugleiða örlög þeirra, sem einu sinni báru það. Á einum stað í hrúgunni voru litlar telpufléttur með laglega hnýttri hvítri slaufu, sem nú var aðeins farin að gu'lna. í gasklefunum gátu nazistar drepið um 30 búsund fanga á sólarhring. Líkin voru brennd í ofnum, sem gátu á 20 mínút- um gert þrjá mannslíkama að duftinu ei'nu. Askan var að mestu grafin, en sumt var sent til Þýzkalands og notað til á- burðar. Markmið nazista virtist ekki aðeins hafa verið að útrýma Gyðingum, heidur beittu þeir og hinum' ótrúlegustu pynting- araðferðum ,,í tilraunaskyni". I gasklefunum notuðu þeir eit- urgasið Cylon B. Fanginn deyr af súrefnisskorti, en þessi eit- urgastegund hefur þann eigin- leika að hún vekur hjá fórn- ardýrinu ógurlega angist með- an á dauðastríðinu stendur. 1 kg. af Cyclon B gat deytt 1000 fanga á 5 mínútum. En nazistar minnkuðu magnið af eiturgasinu, þar til dauðastríð- ið tók 20 minútur til 1 klst., ,,í tilraunaskyni". Þarna eru klefar, þar sem menn voru sveltir í hel, og fangarnir vit- skertir af hungri átt! hver ann- hafði svart á móti Rodriguez og tefldi byrjunina veikt. Kúbumaðurinn fórnaði peði fyrir sterka sókn, en Stefán fórnaði skiptamun á móti til að ná uppskiptum. Eftir það var staðan jafnteflisleg. Ó- viljandi þrálék Kúbumaður- inn, þannig að sama staðan kom upp þrisvar og Stefán krafðist jafnteflis. Guðmundur Lárusson fékk þegar í byrjun Frá iðnaðarborginni Nowa Huta, sem á er minnzt í fréttabréíinu. r Fréttabréf frá heimsmeistara- móti stúdenta í skák an. Einnig eru þarna klefar, þar sem fangarnir urðu að standa vegna þrengsla, ,,Steh- zelle". Þeir eru tæpur fer- metri að flatarmáli, glugga- lausir og án loftræstingar. Þar létu nazistar í hverjum klefa fimm fanga standa um nætur og síðan urðu fangarnir að vinna á daginn. Þegar þeir loks gátu ekki meira blasti dauðinn við. Þannig mætti lengi telja án þess þó að geta til nokkurrar hlítar lýst, hversu hræðilegir atburðir hafa þarna gerzt. I 1. umferð í úrslitum tefld- um við gegn Kúbu. Stefán gott tafl gegn Rabassa og vann örugglega. Bragi' téfldi Pirc- vörn gegn Garcia. Hann fékk þröngt tafl í byrjun, lék ó- nákvæmum leik og fékk ekki við neitt ráðið eftir það. Guð- mundur Þórarinsson fékk snemma gott tafl gegn Fern- andez og vann laglega. Island — Kúba 2V2:1%. Stefán — Rodriguez %:'/2> Guðmundur L. — Rabassa 1:0, Bragi — Garcia 0:1. Guðm. Þ. — Fernandez 1:0, 1 2. umferð fengum við fyrsta óvænta tapið. Við tefld- um gegn Finnum og Stefán lék hvítu mönnunum á móti Westerinen, sem er þekktasti skákmaður Finna af yngri kyn- slóðinni. Stefán tefldi Alapin- byrjun. Þegar hann lék í 2. leik Re2 varð Westerinen hýr á svip. 1 miðtaflinu sótti West- erinen fast fram, en Stefán fórnaði skiptamun á réttu augnabliki og fékk unnið tafl. Staða Westerinens féll saman, og hann varð að gefast upp. Guðmundur Lárusson byggði upp góða stöðu, vanri peð snemma í miðtaflinu og átti unnið tafl, þegar hann' skyndi- lega var sleginn skákblindu og lék af • sér drottningunni. Sverrir náði góðu tafli, en eyddi miklum tíma. 1 tíma- hraki lék hann af sér manni og 'varð að gefast upp. Guð- mundur Þórarinsson. féll í gildru í byrjun og tapaði. Island — Finnland 1 : 3. Stefán — Westerinen 1:0, Guðmundur L — Havansi 0:1, Sverrir — Tuomainen 0:1, Guðmundur — Ketola 0:1. Mest vorum við þó óánasgðir með viðureignina við Svía. Stefán tefldi með svörtu jafna skák gegn Brost'röm. 1 enda- tafli hafði Stefán heldur. bétra, en tókst ekki að vinna. Sverr- ir fékk gjörunnið tafl en téfldi niður stöðunni í tímahraki og tapaði. Bragi hafði peð yfir og vinningslfkur, þegar Svíinn fórnaði manni. I tímahraki fann Bragi ekki réttu leiðina og varð að láta í minni pok- ann. Guðmundur Þórarinsson fékk erfitt tafl í byrjun, en tókst að rétta við, og skákin endaði í jafntefli. Island — Svíþjóð 1:3. Stefán — Broström %:%< Sverrir — Dahlin 0:1, Bragi — Philgren 0:1. Guðm. Þ. — Safholm %:V2. I 4. umferð mættum við Englendingum, sem unnu' B-úr- slitin í a-riðli í fyrra. Stefán tefldi Kóngsbragð gegn Rum- ens, náði betra tafli, en sást yfir vinningsleið og skákin varð jafntefli. Guðmundur Lár- t(sson tefldi Sikileyjaryörn gegn. Leeog vann örugglega. Bragi tefldi við Richardson og sótti fram kóngs-megin. Englending- urinn náði gagnsókn á inið-' borði og Bragi missti smám saman tök á skákinni og tap- aði. I byrjun virtist Guðmund- ur Þórarinsson hafa tapað tafl, en furðu mikið leyndist í stöðunni. Tókst honum að snúa taflinu sér í hag, en skákin endaði í jafntefli. Island — England 2:2. Stefán — Rumeng %'M, Guðmundur L. — Lee 1:0, Bragi — Richardson 0—1, Guðm. Þ. — Schroles %:%. G.G.Þ. (NORDflllEWPE) ^mgfð 1 965 CWORPmg,>OE3 NORDMENDE hefur haft forystu í s.lónvarpstækni í Vestur-Þýzka- landi hin síðari ár og er frægt um allan heim. Nordmende fram- leiddi sjónvarpstæki fyrir íslandsmarkað með báðum kerfunum fyrir einu og hálfu ári. Nú eru sjónvarpstækin með trans- istorum og má búast við að viðhald þessara tækja verði sáralítið. Varahlutir eru fyrir hendi í öll okkar tæki og við höfuní eigið sjónvarps- og útvarpsverkstæði, með reyndum og góðum sjónvarps- og útvarpsvirkjum. Loftnetsefni notum við aðeins af beztu fáanlegum gerðum. &2SS2) Exqulsit de luxe Stereo 'Sambyggingar frá kr. 30.000,00 upp í kr. 60.000,00, 4 gerðir. Ambassadör ..' Verðið er frá kr. 14.000,00 upp í 23.000,00, 18 gerðir. BUÐIN KLAPPARSTÍG 26 SÍMI 19800.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.