Þjóðviljinn - 07.08.1964, Page 10
10 SIÐA
— Þrisvar sinnum. .
— Hamingjan góða.
— Já, það er réift hjá þér:
Hamingjan góða!
— Er það aigengt í Banda-
ríkjunum?
— Eiginlega ekki.
— 'Þú ert harðbrjósta, sagði
Jtilía. Hún stóð í miðri dag-
stofunni, gleiðstíg eins og leik-
nemi og andlitið afmjmdað af
hatri. íbúð þeirra var í Tólfta
stræti Vestur. Það var gamalt
hús með flögnuðum veggjum og
hátt til lofts og Júlía hafði
hengt upp rauðgular strigagard-
inur síðan hann hafði komið
þama síðast og keypt Ijót stál-
húsgögn. 1 næsta herbergi var
bamið að gráta en hvonugt
þeirra tók eftir því. Þú segir
alltaf að þú viljir lifa heiðar-
legu lííi. sagði hún hárri röddu.
Gættu þess að þú blekkir ekki
sjálfan þig. Þetta er ekki heiðar-
ieiki. Þú treður á hverjum sem
er til að komast' yfir það sem
þú vilt fá. Konunni þinni. Bam-
inu þínu. Af hverju gaztu ekki
farið til Hollywood og sofið. hjá
þessari gömlu hóru og haldið
kjafti um það og komið svo aft-
ur til konunnar þinnar eins og
hver annar? Nei, ekki þú. Þú
verður meira að segja að til-
kynna mér það fyrirfram. Guð
minn góður. hvers konar maður
ertu eiginiega? Hinn göfugi
riddari svefnherbergisins. Rödd
hennar var hörð og hæðnisleg.
Én jafnvel hér í sinni eigin stofu
þar sem hún barðist fyrir þrí
sem hún áleit rétt sinn sem eig-
inkonu, var hún eins og léleg
leikkona sem kom fram í ó-
merkilegu leikriti og átti að
vera hörð og kaldhæðin. Þessa
etundina var honum ómögulegt
að minnast þess að hann hefði
nokkum tíma haldið að hann
hefði elskóð hana, að honum
hefði nokkum tíma fundizt hún
falleg, að þau hefðu nokkum
tíma legið saman í hiýju rúmi
og teygt armana hvort eftir
öðru í ást og ástríðu.
— Það er tilgangslaust að tala
um þetta. Júlía, sagði hann og,
reyndi að gera rödd sína rólega
og huggandi. Ég get ekki gert
þetta á neinn annan hátt. Ég
skal sjá fyrir þér og barninu.
— Þú þarft ekki að sjá fyrir
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðsiu og
snyrtistofu STETNU og DÖDÓ
Laugavegi 18. III. h. (lyfta) —
SlMI 23 616.
P E R M A Garðsenda 21. —
SÍMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D ö M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOPAN. — Tiamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SlMI: 14 6 62.
HÁRGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR — (María
Guðmundsdóttir) Laugavegi 13
— SÍMI: 14 6 56. — Nuddstoía á
sama stað.
neinum, sagði hún. Nú var hún
farin að gráta og hann undrað-
ist að hann skyldi ekki finna til
neinnar meðaumkunar, aðeins
gremju við að heyra þessa ó-
eðlilegu, kjökrandi rödd og sjá
harmatárin sem voru næstum
ósvikin. Ég fellst ekki á skiln-
að, kjökraði hún. Ég verð hér
og annast bamið og þegar þú
verður aftur með réttu ráði.
vonast ég eftir þér. Og mér
gengur líka betur þegar þú ert
hvergi nærri. Þú ert þá ekki
hér til að rífa niður sjálfstraust
mitt og hvæsa að mér og segja
að það sé ekkert gagn í mér og
ég verði aldrei góð. Þegar þú
kemur til baka er ég á grænni
grein; þá keppast þeir um að
bjóða mér beztu hlutverkinn á
Broadway . . . Þegar þú kemur
til baka, verð það kannski ég
sem sé fyrir þér!
Jack stundi. Hann kærði sig
ekki um að lifa þetta upp aftur.
Hún var jafnþrjózk og seig
og Garlotta, en Carlotta hafði
hæfileikana og það gerði hana
aðdáunarverða. Metnaður Júlíu,
ákafi hennar og seigla og trú á
sjálfa sig, gerði hana aðeins
hlægilega.
— Júlía. sagði hann og gat
stillt sig um að koma með að-
vörun. Ef þú hefðir til að bera
minnstu ögn af heilbrigðri skyn-
semi, þá myndirðu segja skilið
við leikhúsið. Þú myndir kveðja
áður en það yrði um seinan og
svo ættirðu að finna þér góð-
an mann og giftast honum og
helga þig starfinu sem eiginkona
og móðir.
— Farðu, æpti hún. Farðu
burt úr mínum húsum.
Hann fór inn í svefnherbergið
og horfði á drenginn sem lá
grátandi í vöggu sinni. Ég bið
þig kannski fyrirgefningar þegar
þú eldist, hugsaði hann. I svip-
inn fann hann ekki til annars
en leiða yfir því að bamið
skyldi hafa fæðzt. Hann kyssti
ekki litla, rauða andlitið á kodd-
anum með öllum pífunum og
honum létti þegar hann var
kominn út úr íbúðinni. Tveim
timum seinna var hann á leið-
inni til Galifomiu í flugvélinni.
Voiare. oh, oh . . . cantare,
oh, oh, oh. . . .
Sumarmorgunn • í garðinum
við hvíta húsið fyrir ofan mjóa,
bugðótta veginn. Lagt á morgun-
verðarborð undir röndóttri sól-
hlíf. Póstinum snyrtilega raðað
i tvo hlaða hjá stóru glösunum
með appelsínusafanum — rullu-
hefti, handrit. umslög frá úr-
klippufyrirtækjum, bréf fil
herra James Royal og ungfrú
Carlottu Lee — nákvæmlega
eins og fyrsti þáttur í leikriti
eftir að tjaldið hefur verið
dregið frá og leikaramir bíða
þess að koma inn, bíða. hæfilega
lengi til að klappið fyrir hinum
smekkiega leiksviðsbúnaði geti
dáið út. Blár himinninn í Cali-
fomíu, sem þá var enn reyklaus.
fullkominn bakgrunnur fyrir av-
ocado-trén með stinnum, gljá-
andi biöðunum og þungum,
hnöttóttum ávöxtunum sem allt
minnti á bamateikningu af á-
vaxtagarði. Ilmurinn af appel-
sínum og sitrónum klukkan1 tíu
að morgni í sólskini.
Og nú sátu þau hvort and-
HÓÐVILIINN
«m og Márri karfmaimsskyrta
spænis öðru, Carlotta í síðbux-
með ermamar brettar upp að
olnboga og Jack í ilskóm. létt-
um buxum og mjúkri ullarpeysu
og horfðu hvort á annað yfir
blómin á miðju borðinu, jrfir
hlaðann af pósti frá heiminum
úti fyrir sem þau höfðu ekki
sérlega mikinn áhuga á.
Jack horfði á Carlottu opna
umslag með röskum handahreyf-
ingum og hörund hennar glóði
í rósrauðri birtunni undir rönd-
óttu sólhlífinni. Hún leit á hann
Um hvað ertu að hugsa?
— Ég er að hugsa um nótt-
ina í nótt, sagði hann, og um
aðrar nætur og hvað þú ert dá-
saprúeg og hvað ég er fjötraður
og lamaður og uppþrunginn og
fagnandi gegnsósa af syndsam-
legri ást og hve það var sniðugt
af þér að forða þér burt frá
olíureitunum hans pabba þíns og
bráðsnjallt af mér að losna frá
svesk juþurrkhúsunum hans
pabba míns. ,
Cariotta hló. Þú ætlar þó ekki
að reyna að telja mér trú um
•að þú hafir verið að uppgötva
þetta núna.
— Nei, auðvitað ekki. sagði
Jack. Ég orti þetta meðan ég var
að raka mig. sem eins konar
sálm á fastandi maga. Líkar
þér þetta ekki?
— Haltu áfram, svaraði hún.
— I fyrramálið, sagði hann.
Hinn skáldlegi innblástur er
rokinn burt í bili. Æ. eldur og
brennisteinn, þama er fjandans
hundurinn.
38
Busi kom þjótandi inn eftir
morgungöngu sína. Hann dans-
aði umhverfis borðið og gelti
fagnandi.
— Æ, þegiðu Busi, sagði
Carlotta og gaf honum brauð-
sneið með hunangi til að þagga
niður í honum.
Buster hafði verið umræðuefni
begar Jack var nýfluttur inn.
Hann verður að rhinnsta kosti
ekki inni í herberginu þegar við
sofum saman. hafði Jack sagt.
— Hann er ósköp stiiltur.
sagði Cariotta.
— Mér stendur alveg á sama
hve stilltur hann ér, sagði Jack.
Hann liggur þama og stynur og
horfir á okkur. Ég get ekki var-
izt þeirri hugsun, að hann muni
annaðhvort bíta mig í bakhlut-
ann eða selja blöðunum söguna.
— Þetta er mjög háttvís hund-
ur, sagði Cariotta. Honum finnst
það ótuktariegt af okkur að loka
hann úti.
— Ég verð ónýtur, sagði Jack.
— Þá verður hann að fara. en
hann geltir, sagði Cariotta.
— Látum hann gelta.
Busi hafði gelt i tvær nætur
en loks hafði hann gefizt upp.
Nú lá hann fyrir utan og stundi
eins og Jack sagði.
— Veðrið er svo yndislegt,
sagði Carlottá og horfði upp í
heiðan himininn. Veiztu hvað
við gætum gert? Tekið bílinn
og ekið út að ströndinni og farið
í sjóinn og borðað þar hádegis-
mat, bara við tvö og . . .
Síminn sem var í langri taug
innanúr húsinu, hringdi í þessu.
Þú átt að anza núna. sagði Carl-
otta og gretti sig.
Jack svaraði. Halló, sagði
hann.
— Ertu búinn að lesa það
nýja? Það var Delaney sem só-
aði ekki tímanum f málaleng-
ingar fremur venju.
— Ég er búinn að lesa það
nýja, sagði Jack.
— Jæja?
— Það er hræðilega frumlegt,
kæri vinur, sagði Jack drafandi.
— Þrjóturinn þinn. sagði Del-
aney án þess að reiðast. Hvem
fjandann veizt þú eiginlega um
svona lagað? Þú hefur aldrei
lesið neitt nema menntaskóla-
lesningu. Þú hefur bókmennta-
bekkingu á borð við slátrara.
Þú ert hrjúfur og óheflaður
íþróttamaður sem þekkir ekki
muninn í Henry James og Nótt
í tyrknesku baði. Að þínu áliti
er Rebekka frá Sunnuhlíð bezta
kvikmynd sem gerð hefur verið.
Ef faðir þinn hefði ekki verið
svona nfzkur. hefði hann sent
þig í tilraunaskóla fyrir van-
gefna. Jack hagræddi sér f
stólnum og brostL Ertu ekki ’
orðinn að duftó og ösku ennþá,
sveskjubóndinn þinn? , spurði
Delaney.
— Ég sit í makindum og
drekk appelsínusafa f návist feg-
urstu konu heims, sagði Jack.
— Hóflaus kynmök hafa rænt
þig hverjum skynsemisvotti,
sagði Delaney. Segða kven-
manninum það.
— Það skal ég fúslega gera.
sagði Jack hlæjandi.
— Segðu mér, sagði Delaney,
ekki af því að það skipti hinu
minnsta máli hvað ólæs leikara-
blók álítur, en er það hræðilega
frumlegt, eða hræðilega. hræði-
lega frumlegt?
— Það er misjafnt, sagði Jack
vingjarnlega. Stundum er það
annað og stundum er það hitt.
— Ég sendi móður þinni Ijót-
ar hugsanir. sagði Delaney. Svo
andvarpaði hann. Þetta er víst
þvi miður rétt hjá þér, Jack.
Komdu klukkan tólf og við
skulum aka’ niður að ströndinni
og athuga hvort við getum feng-
ið einhverjar snjallar hugmynd-
ir handa Myers vesalingnum að
moða úr.
— Ég skal koma. sagði Jack
og lagði tólið á. Carlotta horfði
spyrjandi á hann.
— Engin strönd í dag, sagði
hún. v
— Ekki með þér, sagði hann.
Ég fer bangað með Delaney.
— Ef ég væri almennileg
kona. sagði Cariotta, þá yrði ég
afbrýðisSöm.
— Ef þú værir þess háttar al-
mennileg kona. sagði Jack, þá
sæti ég ekki hér.
— Veiztu hvað, sagði Carlotta.
Ég held þú sért fyrsti maðurinn
sem Maurice Delaney hefur
nokkum tíma hlustað á.
— Það er ég sem hlusta á
hann.
— Því er hann vanur.
— Við förum á ströndina á
morgun, sagði Jack, ef veðrið
verður gott.
— Það er gott veður í dag og
Delaney hefur ekkert við þig að
gera. 1
— Hefur Delaney ekkert við
mig að gera?
— Jæja, jú. sagði Cariotta og
beit f brauðsneiðina sína. Það
er heppilegt að ég skuli hafa
góðgerðastarfsemi mína og ópi-
umpípumar þessa löngu ein-
manalegu daga.
Jack hló og fór að blaða f
póstinum sfnum. Þar var bréf
frá Júlíu. Það var fyrsta bréfið,
sem hann hafði fengið síðan
hann fór frá henni fyrir fjórum
mánuðum. Hann var að því
kominn að leggja það tfl hliðar
til þess að lesa það í einrúmi, en
svo fannst homrm það hugleysi.
Þess vegna reif hann það strax
upp.
— Kæri Jack, stóð skrifað
með glæsilegri, áferðarfallegri
rithendi hennar. Ég hef verið
hjá lögfijæðingi og ég ætla að
fara fram á skilnað. Ég fer ekki
fram á neina peninga. vegna
þess að ég hef hitt mann sem ég
er orðin ástfangin af og ég gift-
ist honum\strax og ég er orðin
frjáls. Ég fæ að sjálfsögðu um-
ráðarétt yfir baminu. Þar sem
ég ætla mér ekki að fara í mál
í New York, en þar yrði ég að
leggja fram hjúskaparbrot sem
skilnaðarsök og það væri leiðin-
legt fyrir drenginn þegar hann
stækkar og fer að spyrja, þá fer
ég til Reno. En auðvitað ætlast
ég til þess, að þú greiðir allan
kostnað í sambandi við þetta.
Júlía.
Af hverju segir hún alltaf
drengurinn? hugsaði Jack gram-
ur. Ég veit þó hvað hann heit-
ir. Svo hvarf honum gremjan.
þegar hann áttaði sig á því hvað
bréfið táknaði.
— Hvar viltu giftast? sagði
hann við Carlottu sem rótaði ó-
þolinmóðiega i bréfum sínum.
— Hvað segirðu? spurði hún.
Hann rétti henni bréfið. Hún
las það og þrá ekki svip. Hvar
hefur hún lært að skrifa bréf?
spurði Cariotta þegar hún var
búin. Á verziunarskóia?
— Persónulega finnst mér
þetta þezta bréf sem ég hef
fengið á ævinni, sagði Jack.
— Það var rétt hjá þér að
fara frá henni, sagði Cariotta.
Hún er hálfviti.
— Hvemig geturðu séð það af
bréfinu? spurði Jack.
— Af því að hún fer ekki
fram á peninga, sagði Carlotta 1
Föstudagur 7. ágúst 1964
SKOTTA
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
9 Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LA N D S VN Tr
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — EEYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
ÆFR - Félagsfundur
ÆFR efnir til félagsfundar næstkomandi sunnu-
dagskvöld kl. 20,30 í Tjamargötu 20. Dagskrárlið-
ir eru sem hér segir:
1. Inntaka nýrra félaga
2. Goldwater, mannréttindalögin og afstaða
íslands.
3. Félagsmál, undirbúningur þingsins o.fl.
4. Veitingar
5. Umræður um Goldwater og félagsmálin.
ÆFR hvetur félaga sína til að koma og ræða þessi
mikilvægu mál. — Nánar auglýst síðar.
Flugsýn hJ. sími 18823
FLUGSKÓLI
Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf.
Kennsla í NÆTURFLUGI
YFIRLANDSFLUGI
BLINDFLUGI.
Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar í nóvember
og er dagskóli. — Bðkleg námskeið fyrir einkaflugpróf,
vor og haust.
FLUGSÝN h.f. símí 18823.