Þjóðviljinn - 11.08.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.08.1964, Blaðsíða 1
Stríð milli Grikkja og Tyrkja út af Kýpur vofir yfir, ótryggt vopnahlé Stöðugar loftárásir tyrkneskra fíugvéla á bæi og ftorp Grikkja ná um helgina, talið að á sjötta hundrað manns hafí beðið bana; Öryggisráðið kvatt saman NIKOSÍU 10/8 — Ástandið á Kýpur hríðversnaði um helgina eftir að tyrkneskar þotur höfðu gert hverja loftárásina af annarri á þorp og bæi Grikkja í norðvesturhéruðum eyjarinnar. Enda þótt það tækist fyrir milligöngu Öryggisráðsins að koma á vopnahléi um stundarsakir er það ótryggt og hvenær sem er getur ófriðarbálið blossað upp aftur. Er þá ekki annað sýnna en að stríð hefjist milli tveggja aðildarríkja Atlanz- bandalagsins, Grikklands og Tyrklands. Herþotur þær sem réðust á Kýpur og munu hafa orðið á sjötta hundrað manns að bana voru úr þeim sveit- um tyrkneska flughersins sem heyra undir herstjórn Atlanzbandalagsins. Loftárásir Tyrkja á Kýpur hófust á laugardag, voru mest- ar á sunnudaginn þegar 64 flug- vélar tóku þátt í þeim, og var enn haldið áfram á mánudags- morguninn. Fyrstu árásirnar voru gerðar á skip Kýpurstjórn- ar við norðvesturströndirra-, en síðan var ráðizt á þorp og bæi við ströndina með vélbyssuskot- hríð og napálmsprengjum. Það voru einkum fimm bæir sem urðu fyrir árásunum. Apomos, Polis, Limni, Palhyamos og Ay- ios Theodoros. í Nikósíu var sagt á sunnudag að þeir stæðu allir í björtu báli. Talsmenn gæzluliðs SÞ sögðu að tyrkneskar flugvélar hefðu ráðizt á stöðvar > Grikkja við Piyenia í Mansoura-héraði og hefði einnig verið skotið á þær af sjó. Það hefðu einkum verið þorp í fjöllunum við Piyenia sem orðið hefðu fyrir árásum. Öryggisráðið Öryggisráðið var kvatt sam- an vegna þessara atburða og fóru bæði Grikkir og Tyrkir og stjórnin í Nikosíu fram á það. Tyrkneski fulltrúinn hélt því fram að árásirnar hefðu eingöngu verið gerðar á her- stöðvar og hefði óbreyttum borgurum verið hlíft. Tyrkir hefðu verið í fullum rétti til að gera árásirnar til varnar tyrk- neskum Kýpurbúum sem ættu í höggi við ofurefli. Umræðum í ráðinu lauk með því að samþykkt var með 9 at- kvæðum gegn engu tillaga frá Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem skorað var á alla aðila að Skipverji á gríska herskipinu sem Tyrkir réðust á borinn illa saerð- ur í sjúkrabíl, sem flutti hann á spítala. Daginn eftir var gerð árás á sjúkrahúsið. hætta vopnaviðskiptum og koma á vopnahléi. Stjórnir Grikklands og Kýpur féllust á þessi til- mæli, en tyrkneska stjórnin setti það skilyrði að fluttir yrðu burt frá Kýpur þeir grískir her- menn sem hún segir að þangað hafi verið sendir að undanförnu. Úrslitakostir , s Aður hafði Makarios, forseti Kýpur, sett Tyrkjum þá úrslita- kosti að ef .árásum tyrkneskra flugvéla og herskipa hefði ekki verið hætt fyrir kl. 15.30 að staðartíma á sunnudag (síðar var fresturinn lengdur til kl. 18) myndu allir bæir Tyrkja á eynni verða teknir herskildi og engin grið gefin. Tyrkir héldu þó áfram árásum sínum fram til kl. 19, en þá var tilkynnt í Ankara að allar flugvélarnar væru aftur komnar heim. Um svipað leyti komu grískar herþotur til Kýpur og flugu þær yfir höfuðborginni. Kostopoulus, utanríkisráðherra Grikkja sagði að þetta hefði verið gert til að sýna Kýpurbúum að þeir gætu reitt sig á stuðning bræðra sinna í Grikklandi. í gærkvöld leit þannig út fyr- Framhald á bls. 3. iíí Tyrknesk þ«ta yfir griska herskipin u sem ráðizt var á við strönd Kýpur. BANDARÍKIN VIDURKCNNA ,MISTÖK'A TONKINFLÓA Bandarísku herskipin flutt fró strönd N-Vietnams, - jafnframt hótað að þau verði send þangað aftur WASHINGTON 10/8 — Bandaríkjastjórn hefur nú gert sér ljóst að menn trúa ekki þeirri átyllu hennar fyrir leftárásunum á hafnar- bæina í Norður-Vietnam að litlir tundurskeytabátar það- an hafi að fyrra bragði og zö ósekju ráÆzt á tundur- spilla hennar úti á regin- hafi. Talsménn hennar hafa því viðurkennt að viðureign- in á Tonkinflóa hafi orðið fyrir „mistök“, enda þótt þeir skelli skuldinni á Norð- ur-Vietnam. Jafnframt hef- ur Bandaríkjastjóm ákveðið að kalla burt herskip sín af Tonkinflóa, en hefur í hót- unum að senda þau þang- að aftur. Fréttamenn í Washington segja þá sogu að „bandarískir em- bættisinenn séu nú að komast að þeirri niðurstöðu að árásirnar á bandarísk skip undan strönd Norður-Vietnams, sem komu af stað loftárásunum í héfndar- í skyni. kunni að hafa stafað af misskilningi, en ekki neinni vis- vitandi tilraun stjómarinnar í Hanoi til að magna ófriðinn", eins og einn þeirra orðar það. Hann bætir við að ýmislegt hafi komið á daginn sem bendi til þess að Bandaríkjamenn geti ekki skotið sér undan ábyrgð- inni. „Þetta getur orðið mjög Framhakl á 3. síðut 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.