Þjóðviljinn - 11.08.1964, Síða 12

Þjóðviljinn - 11.08.1964, Síða 12
UmhoSsmaBur Jóhannesar Lárussonar bauð 180 þúsund krónur í íbúðina f innsta húsinu við Drápu- hlíð býr Ágúst Sigurðsson verkamaður. Síðustu dagana hefur Ágúst staðið í ströngu gagnvart yfirvöldunum og í gær var hafizt handa við framkvæmd fógetaúrskurðar um uppboð á eign Ágústar að Drápuhlíð 48. Er uppboðið hófst voru komnir á staðinn Kristján borgarfógeti ásamt skrifara sínum, Kristján Eiríksson fulltrúi Jóhannesar Lárusson- ar og fleiri ásamt nokkrum blaðamönnum. Málsvarar einkaframtaksins og frjálsr- ar verzlunar létu ekki sjá sig enda hefur aðförin að Ágústi Sigurðssyni 64 ára gömlum verkamanni líklega verið í anda téðrar frjálsrar Kristján Eiríksson fulltrúi Jóhannesar Lárus sonar, skrifari borgarfógeta og borgarfógeti, Kristján Kristjánsson á nauðungaruppboð inu í gær. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Ágúst Sigurðsson ritar undir réttargjörðina. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.) verzlunar og einkaframtaks. Eftir að fógeti hafði lesið upp úrskurðinn bað hann um boð í eignina og hóf þegar upp raust sína Kristján Ei- ríksson fulltrúi Jóhannesar Lárussonar og bauð 180 þús- und. Kallaði fógeti eftir fleiri boðum en enginn gaf sig fram. Bergur Sigurbjörnsson var þarna staddur sem full- trúi Ágústar og spurði hann hvort þetta væri viðunandi boð. Hváði. fógeti við en Bergur spurði á ný hvort ein- ungis bæri að taka tillit til lúkningar skuldarinnar en ekki einnig hagsmuna eig- anda íbúðarinnar. Kvað fógeti nægjanlegt fram- komið boð. Ágúst óskaði þá eftir að málinu yrði frestað og veitti fógeti heimild til að fresta frekari aðgerðum um 10 daga eða til 20. ágúst n.k. kl. 2,30. Nú fór fógeti að hafa orð á því að mikið væri myndað því að ljósmyndarar blaða tóku myndir í gríð og erg. Varð þá fyrir svörum nefnd- ur Bergur er sagði að full ástæða væri til „að ljós- mynda réttvísina”. Áttu sér nú stað nokkur orðaskipti milli Bergs og fógeta þar sem m.a. kom fram að fógeti vildi segja upp Frjálsri þjóð, en Bergur kvað slíkt eiga að tilkynnast til afgreiðslu blaðsins en ekki við réttar- höld. Að þeim orðaskiptum lokn- um var lesin upp réttargjörð- in og hún undirrituð. Þriðjudagur 11. ágúst 1964 — 29. árgangur 178 tölublað „Skattaumbætumar " / Telja skipulag Hraunbæjarh verfis vera meingaiiað ★ Yfir 80 einstakingar og fyrirsvarsmenn byggingarfélaga og hópa sem fengið hafa byggingarlóðir í fjölbýlishúsahverfinu við Hraunbæ, þ.e. Árbæ, hafa sent borgarráði Reykjavi'kur áskorun um að taka skipulag hverfis þessa til gagngerðrar endurskoðun- ar og breytinga, þar sem þeir telji skipulagið svo gallað að mjög vafasamt sé að reisa nýtt borgarhverfi með slíku fyrir- komulagi sem gert sé ráð. fyrir í skipulaginu. Eru færð ýmis rök fyrir þessari ósk, m.a. að byggingarfyrirkomulagið sé dýrt miðað við notagildi, hæð húsanna sé óheppileg, svæði þau sem ætluð séu börnunum, svo sem sparkvöllur, gæzluvöllur og leik- svæði, séu staðsett við aðalumferðargötuna, Suðurlandsbraut. ★ Áskorendur segja að lokum að þeir sjái sér ekki fært að greiða gatnagerðargjald og holræsagjald fyrr en endurskoðun og breyt- ing hefur verið gerð á skipulagi hverfisins. Síldaraflinn 1.6 miljón mál og t. ■ Samkvæmt síldveiðiskýrslu Fiskifélags íslands var heildaraflinn á miðnætti sl. laugardag orðinn 1.603.299 mál og tunnur en var á sama tíma í fyrra 865.139 mál og tunn- ur eða nálega helmingi minni en núna. Enn er söltunin þó meira en helmingi minni nú en í fyrra en bræðslan nær þrefalt meiri en þá. í skýrslu fiskifélagsins segir Þjóviljinn hefur a3 undanförnu gert nokkurn samanburð á út- svörum nokkurra fyrirtækja og einstaklinga árið 1958 og því sem þessum sömu aðilum er gert að greiða í útsvör á þessu ári eftir síendurteknar og marg- lofaðar „skattaumbætur“ stjórn- arflokkanna á þessu tímabili. Hefur þessi samanburður farið mjög í taugarnar á íhaldinu,— einkum það að eingöngu hafa verið horin saman útsvör við- komandi aðila, en aðstöðugjöld- um sleppt, en eins og Þjóðvilj- inn hefur bent á eru aðstöðu- gjöldin allt annars eðlis en út- svörin. Aðstöðuíriöldin eru tekin sem hundraðshluti af veltu fyr- irtækja, þau eru ekki greidd af gróða fyrirtækjanna, heldur leggja fyrirtækin þau ofan á framleiðslu sína og þjónustu og láta viðskiptavinina þannig borga brúsann. Það er því þýð- ingarlaust fyrir Morgunblaðið að láta hátt um það, að þessar byrðar séu bornar af fyrirtækj- unum á sama hátt og útsvörin. Orsakasamhengið milli skattskrórinnar og baróttu stjórnarflokkanna gegn raunhœfu skattaeftirliti komið í Ijós En með tilliti til skattabreyt- inganna, sem gerðar voru á al- þingi í vetur og stjórnarblöðin gumuðu sem mest af að væru „stórfelldar hagsbætur“ fyrir launastéttirnar, höfum við gert samanburð á gjöldum nokkurra einstaklinga í mismunandi starfs- stéttum nú í ár og í fyrra. Og til þess að ekkert fari nú á rríilli mála tókum við ÖLL opinber gjöld viðkomandi aðila. Þessar „stikkprufur“ voru vald- ar af liandahófi, að öðru leyti en því að teknir eru samnefnd- ir menn úr starfsstéttunum og þeir einungis aðgreindir með starfsheiti sínu. Og svo kemur hér samanburðurinn: Snuðuðu um 8 kr. á kjötkíióinu! Þjóviljinn hefur f -egnað að mikil óánægja sé ríkjandi á síldarflotanum yfir því að verzl- anir á Norður- og Austurlandi hafa selt skipunúm kjöt á of háu verði. Mun alfrengast að skipin hafi orðið að „aupa heila skrokka á kr. 51,20 kílóið sem er verð á súpukjöti í smásölu en verð á heilum skrokkum, niður- söguðum, er kr. 43,20. Hafa verzlaniua, : ' þcr.-ð kr. 8,00 á hverju kjötkílói á þessum sérstæða verzlunarmáta. Þjóðviljinn snéri sér í gær til verðlagsstjóra og fekk það staðfest að lionum hefðu borizt allmargar kærur yfir þessari kjötsölu og sagði hann að nú væri unnið að því að rannsaka þett.a mál iw kinpa bessu í lag. OPINBER GJÖLD 1963 1964 Ámi kaupmaður 35.708,00 17.420,00 lækkun 18.288,00 Ámi forstjóri 18.916,00 5.022,00 lækkun 13.894,00 Ámi útgerðarhaður 3.397,00 6.982,00 hækkun 3.585,00 Ámi bílstjóri 15.138,00 40.Í02,00 hækkun 24.964.00 Ámi verkamaður 13.394,00 18.944,00 hækkun 5.550,00 Ámi trésmiður 16.389,00 30.812,00 hækkun 14.423,00 Árni kennari 29.912,00 62.665,00 hækkun 32.753,00 Bjöm fulltrúi 18.073,00 36.705,00 hækkun 18.632,00 Bjöm verkstjórl 6.359,00 9.678,00 hækkun 3.319,00 Bjöm kaupmaður 15.290,00 13.471,00 lækkun 1.819,00 Bjöm verkamaður 9.513,00 27.534,00 hækkun 18.021,00 Bjöm afgreiðslumaður 13.701,00 30.097,00 hækkun 16.396,00 Björn lögregluþjónn 9.688,00 38.465,00 hækkun 28.777,00 Bjöm skrifari 14.994,00 20.261,00 hækkun 5.267,00 Bjöm sjómaður 48.160,00 42.875,00 lækkun 5.285,00 Bjöm kennari 17.692,00 23.903,00 hækkun 6.211,00 nú orðið, að sumir svíki undan skatti, af • því að þeir geti skammtað sér kaupið sjálfir. Kannski er þannig einhvert or- sakasamhengi a milli baráttu stjórnarflokkanna á alþingi í vetur gegn tillögu Alþýðubanda- lagsins um raunhæft skattaeftir- lit og þess sem nú kemur í ljós á prenti í skattskránni. Þetta eru aðeins örfá dgemi um það hvernig „skattalækk- unarstefna" ríkisstjórnarinnar lítur út í framkvæmd. Og ein- hvern veginn vill svo einkenni- lega til, að það eru helzt kaup- menn og forstjórar, sem hafa orðið svo skrambi illa úti með tekjur, að þeirra opinberu ÆFR - ,Út í blóinn' - ÆFH ÆFR efnir til ferðar út í bláinn annað kvöld kl. 20. Þetta er síðasta ferðin út í bláinn á sumrinu og eru áhuga- rnenn hvattir til að nota þetta gullvæga tækifæri til að kynnast þessum ferðum ÆFR. Á næstu helgi verður farin helgarferð á vegum Fylk- ingardeildanna í Hafnarfirði og Reykjavík í Þórsmörk. Lagt verður af stað frá Tjarnargötu 20 kl. 14 á laugardag. Upplýsingar um fcrðirnar í síma 17513 og 22890. gjöld snarlækka, meðan opin- ber gjöld launþega tvöfaldastog þrefaldast frá því sem var í fyrra. Ef trúa má skattskránni hafa kaupmenn og forstjórar yf- irleitt verið tekjulausir menn síðasta ár; það er helzt að þeir séu með einhvem píring í eignaútsvar og svoleiðis og það er erfitt að gera sér í hugar- lund, hvernig þeir hafa komizt yfir þessar eignir, sem þeir eru látnir greiða gjöld af, ef af- koman hjá þeim hefur alltaf verið svona hörmuleg. — Og þá er það ckki björgulegra hjá út- gerðarmönnum; það getur varla verið gaman fyrir þá að horfa upp á það að sjómennirnir þeirra hafi margíalt meiri lekj- ur og vitanlega gjöld eftir því!! Reyndar segir Alþýðublaðið Búið að sa/ta i50.6201. Raufarhöfn — 10/8 — Margir bátar komu inn í dag. Saltað var í 5—600 tunnur. Klukkan tólf í gærkvöld var heildar- söltunin 50620 tunnur. Af þvi var Hafsilfur_ með 9251 tunnur Birgir 9148, Óðinn 9014 en aðr- ar miklu lægri. Síldarverksmiðjan hefur tekið á móti rúmlega 280 þús., en í fyrra tók hún á móti 234 þús. yfir allt sumarið. Allar þrær eru fullar og bátar k^.na því síður inn. Hið litla pláss, sem lösnar fyllist strax af úrgangi frá söltunarstöðvunum. Sáralítil söltun var í síðustu viku nema hjá þeim, sem hafa flokkunar- vélar. Um veður er það að segja að niðaþoka var hér í gærkvöld og vandræði við að komast inn. Sumir villtust og aðrir lágu fyr- ir utan og þorðu ekki að fara sundið. — H. R. svo um veiði í síðustu viku: Sæmileg síldveiði var s.l. viku og veður fremur hagstætt. Aðal- veiðin hefur verið djúpt út af Langanesi og Dalatanga frá 100 og allt að 240 sjómílum írá landi. Vikuaflinn nam 140.184 mál- um og tunnum og var þá heild- araflinn orðinn sl. laugardag 1.603.299 mál og tunnur. f Vestmannaeyjum hefur frá júníbyrjun verið landað 119.714 málum. Aflinn hefur verið hagnýttur' þannig: f salt 160.864 uppmældar tunh- ur,_ í fyrra ,340.585. í frystingu 23.113 uppmældar tunnur, í fyrra 24.697. f bræðslu 1.419.322 mál, í fyrra 499.857. Helztu löndunarstöðvar eru nú þessar: Siglufjörður 229.276 Ólafsfjörður 19.995 Hjalteyri 30.708 Krossanes 79.904 Húsavík 26.618 Raufarhöfn 321.886 Vopnafjörður. 163.405 Bakkafjörður 16.682 Seyðisfjörður 223.053 Neskaupstaður 209.288 Eskifjörður 98.090 Reyðarfjörður 83.064 Fáskrúðsfjörður 58.290 Breiðdalsvík 15.267 Útför forseta Pól- lands gerð í dag Pólska sendiráðið, Grenimel 7, verður opið i dag frá kl. 11—4 í tilefni af útför forseta Pól- lands, Alexapders Zawadski, og geta gstir skráð nöfn sín i sam- úðarskyni í bök. sem þar liggur frammi. Helgaraflinn 72000 m. og t. Sæmileg síldveiði var um helgina. Frá laugardagsmorgni til sunnudagsmorguns fengu 27 skip samtals um Í9 þúsund mál og tunnur og frá sunnudags- morgni til mánudagsmorguns fengu 64 skip samtals 53 þúsund mál og tunnur. Síldin veiddist aðallega á Reyðarfjarðardýpi og um 130 sjómílur norðaustur af Raufarhöfn. ELDSVOÐI Klukkan 23.30 á föstudags- kvöldið kviknaði í húsinu Fag- urhlíð í Sandgerði. Eldurinn magnaðist fljótt og gjöreyði- lagðist húsið þrátt fyrir þriggja tíma slökkvistarf. 4 i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.