Þjóðviljinn - 11.08.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.08.1964, Blaðsíða 7
Þtáajudagttr 11. ágúst 1964 MðÐVIUINN StÐA J Norræna góitemplaranám skeiðið tókst ágætlega Hvar er nú Skúli fógeti? ■ Dagana 17. — 28. júlí sl. stóð í Reykja- vík og á Akureyri mjög fjölmennt góðtemplara- námskeið eins og skýrt hefur verið frá í frétt- um. Þátttakendur komu frá Norðurlöndunum öllum, langflestir frá Svíþjóð en fæstir frá Færeyjum, alls um hálft annað hundrað. Frumkvæðið að þessu hafði Norræna góð- templararáðið, en fram- kvæmdastjóri þess er Svíínn Karl Wennberg, þaulvanur forústuverk- um á sviði félagsmála og mikill skipuleggjari þeirra. Slík námskeið hafa verið haldin und- anfarið á Norðurlönd- um og nú var röðin komin að íslandi. Námskeiðið var opnað að morgni 18. júlí. í>að' gerði for- maður undirbúningsnefndar- Kviknaði í Borgars júkrahúsinu Slökkviliðið var i gær kall- að á vettvang í Borgarsjúkra- húsið í Fossvogi. Höfðu iðnað- armenn verið að kveikja kop- arrör en eldurinn hljóp í ein- angrun á miHi þil.ia. Talsvert varð að rífa af einangrunar- efninu til þess að komast fyrir eldinn en skemmdir urðu að öðru leyti engar. Um helgina var eldar laus i rusli á bak við húsið númer 76 við Hverfisgötu. Var ruslið allt í kassa og urðu engar skemmdir á mannvirkjum. innar hér, séra Kristinn Stef- ánsson, áfengisvarnarráðunaut- ur, bauð gesti velkomna og flutti ávarp. Einnig flutti Bald- ur Möller, ráðuneytisstjóri á- varp og kveðju frá ríkisstjórn- inni, en Þrúður Pálsdóttir, ó- perusöngkona, söng okkur lög við undirleik Ragnars Björns- sonar. Til húsa var námskeiðið í Hagaskóla. Tilhögun fundarhalda Fundir hófust hvern dag kl. 9 árdegis. Flutti þá valinn maður langan og fróðlegan fyrirlestur, oftast í tvennu lagi, en á eftir var spurninga- tími, og oft spurt um margt. Nokkru eftir hádegi flutti Baldur Jónsson, magister, frseðsluþátt flesta dagana, um íslenzka tungu og bókmenntir. Svo hófust fundir hópanna, en þeir voru 12. Á kvöldin voru samkomur bæði til skemmtun- ar og fróðleiks um bindindis- starfsemi landanna. Fyrirlesarar Þeir voru þessi: Erlendir: Ragnar Lund, fræðslustjóri, ræddi æskulýðsvandamál Norð- urlanda. Öystein Söraa, rit- stjóri, ræddi áfengislöggjöf Norðurlanda. John Forsberg, ræddi samstarf góðtemplara á Norðurlöndum. Þessir voru frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Hinir íslenzku: Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri, ræddi sögu íslands, Baldur Jónsson, magister, ræðuefni hans áður getið. Benjamín Eiriksson, bankastjóri, ræddi efnahag og atvinnulíf þjóðarinar. Björn Th. Björnsson, listfræðingur, ræddi íslenzka list. Guðmund- ur Kjartansson, jarðfræðingur, ræddi jarðfræði íslands. Stein- grímur J. Þorsteinsson, próf- essor, ræðuefni hans var bók- menntirnar og þjóðin. Tilganguy námskeiðsins var ekki eingöngu sá, að ræða bindindi og áfengismál, heldur fyrst og fremst að efla nor- ræna samstarfið á því sviði-og reyndar alla vega, gefa er- lendu gestunum færi á að kynnast landi og lýð og fræð- ast nokkuð um hvort tveggja. Þetta mun hafa lánazt ágæt- . j.. Það gat engan veginn leynzt, að þessi stóri hópur fór fagnandi leiðar sinnar heim. Þótt sól skini ekki alla dagana, fengu ferðamennirnir yndislega sólskinsdaga, bæði syðra og fyrir norðan á Akur- eyri, í för þar austur um sveitir til Mývatns, í Öimmu- borgir og víðar, einnig fór frá Reykjavík austur um sveitir til þess að líta á gróðurhúsin í Hveragerði, svo og Geysi, Gullfoss, Laugarvatn, Skál- holt og fleiri staðk Markvert þótti þeim það, að koma á fallegan stað, vel byggðan, upp til sveita og fjalla, þar sem voru fimm skólar. Þeir skoð- uðu aflstöð Hitaveitu Reykja- víkur, Reykjalund, Hellisgerði, söfn og ýmislegt í Reykjavík og nágrenni. Á norðurleiðinni sáu þeir rækilega svip lands- ins, því að þá var fagur sól- skinsdagur. Borgarstjórn veitti rausnar- legan miðdegisverð, og var frú Auður Auðuns, forseti bæjar- stjórnar, í forsæti og flutti á- varp. Ríkið veitti rausnarleg- an miðdegisverð að Geysi, góða máltíð fengu þeir að Laugarvatni, veizlu hjá templ- urum í Hafnarfirði, einnig hjá Reykíavíkurtemplurum að Jaðri, sumarheimili þeirra. Norræna félagið og góðtempl- arareglan bauð þeim til sam- kvæmis í Sigtúni (Sjálfstæðis- húsinu). Þar var forseti fé- iagsins, Gunnar Thoroddsen, ráðherra og frú hans í for- sæti, og ráðherrann flutti á- varp. Stórstúka íslands og bæjarstjórn Akureyrar bjuggu þeim veizlu, einnig1 Kaupfélag -Eyfirðinga og þá þriðju templ- arar þsr nyrðra. í þessum samkvæmum voru oftast ýms ágæt skemmtiatriði, úrvals einsöngvarar, sýningar á litskuggamyndum frá ýms- um stöðum á landinu, þar á meðal tilkomumiklum eldgös- um, og töluvert var um ræðu- höld bæði erlendra og inn- lendra . í þessum samkvæmum. Sunriudaginn 19. ivxlí hiýddu námskeiðsgestir, á þriðja hundrað manns, messu í Bessa- staðakírkju; biskupinn herra Sigurbjörn Einarsson flutti stól- ræðuna, en sóknarpresturinn, sr. Garðar Þorsteinso^n var Kristinn Stefánsson Iíari Wennberg fyrir altari. Forsetinn herra Ásgeir Ásgci.. on, bauð nokkr- um gestanna í stofu og flutti ávarp. Veitingar komu þar ekki til mála, þvi allur hópur- in átti þá á eftir að drekka kaffi i Hafnarfirði. Flestir erlendu gestanna höfðu aldrei komið til lands- ins áður, varð þetta allt þeim þvi mikil og minnisstæð land- kynnig. Geysimikill undirbúningur hafði farið fram bæði hér og erlendis. Helztu fo-uctumenn námskeiðsins voru: Karl Wennberg, framkvæmdastjóri, sr. Kristinn Stefánsson, og Ólafur Þ. Kristjánsson, skóla- stjóri, stórtemplar. Þeim til aðstoðar og samstarfs voru auðvitað ýmsir nefndarmenn. (Fréttatilkynning lítillega stytt). Það var verið að flytja maðkað mjöl til landsins. Þetta hefur áður skeð. Af þvi er mikil saga. Þá sögu gerði Skúli fógeti, og lét hann gera stórhefndir fyrir athæfið. Mjölið kom þó úr náðarfaðmi Dana og átti að vera gott handa íslendingum, líklega á alþjóðamælikvarða. Skúlr sagði nei upp í opið geðið á þessum ftlþjóðamælikvarða á íslending- um, og eftir það töldust Is- lendingar frekar menn með mönnum. Nú er komið maðkað korn til landsins aftur. og nú er það úr náðarfaðmi Banda- ríkjanna. Aftur er kominn al- þjóðamælikvarði á Islendinga í möðkuðu korni. Segja Islend- ingar ekki nei? Er ekki ein- hver Skúli fógeti í landinu sem segir nei við þessum nýja mælikvarða á þjóðinni? Nei það er enginn Skúli fógeti í landinu. Nú eru það ráðsnjallir menn sem geta gert príma korn úr þessum maðkblandna innflutningi. Eiturgufur eru látnar ganga í gegnum komið. og eftir það hreyfa maðkamir sig ekki, og þá er komið príma! Er verið að skrifa þetta á ofanverðri 20. öld, eða hefur tíminn fa.rið afturábak? Eitt- hvað hefur farið afturábak þegar annað eins getur skeð. Það er þó sagt að ekki eigi að bjóða mönnum kornið. Hvers vegna ekki? Er eitthvað f und- irvitund ..Skúla fógeta“ sem tekur heima í endurminningu gamais tíma? Vill þjóðin virki- lega ekki éta maðkað kom sem er orðið príma eftir blásýru og aðrar heilnæmar eihargufur. sem vegið hafa að möðkunum, svo þeir liggja steindauðir og búnir til brauðgerðar? Ætlar þjóðin virkilega ekki að ganga undir sinn alþjó.ðlega mæli- kvarða nú á 20. öldinni og eta sit.t maðkaða korn? Jú, hún ætlar að gera það. En það á að gefa það mjólkurkúnum.1 reið- hestunum. verðlaunahrútunum o.s.frv. og taka siðferði þjóðar- innar gilt fyrir því. að ekki slæðist svo sem ein padda ofan í svo sem einn mann. Aum- ingja skepnumar eiga að gjalda þess að nú er siðferði þjóðar- innar maðkað mjöl. Þær eiga að gjalda þess, að ríú eru á- byrgðarmenn þeirra slíkir pilt- ar, að þeir geta gefið þeim blásýrueitrað dauðra maðka mjöl án þess að skamm- ast sín. Er til dýravemdunar- félag? Er til nokkur maður í þessu landi? Ætla bændur landsins að sýna hvaða menn þeir eru? Ætla þeir að gefa skepnunum mjölið og maðk- ana, eða ætla þeir að minnast þess sem Skúli fógeti gerði? BenedKst Gfslason frá Hofteigi. E. s. Svo maðkað er mjölið. að þetta komst upp fyrir. að maðkamir höfuð skriðið út um grisjumar í pokunum. — B. G. Malar fyrir 2 miíjónir krónaádag Teigi í Vopnafirði. 8/8 — Bænd- ur hér í Vopnafirði flýta sér nú með heyskapinn til þess að geta komizt í atvinnu. brúargerð, hafnargerð eða í síld. Heyskap- ur hefur gengið sæmilega, þó hefur verið leiðinda tíðarfar og rigning undanfarið en i júlí kom ein vika mjög góð og náðu menn þá upp miklum heyjum. Unnið er nú að brúargerð yfir Hofsós og vegagerð yfir Hellis- heiði milli Vopnafjarðar og Hér- aðs og styttist þá leiðin mikið milli síldarstaðanna hér á Aust- urlandi. Sildarverksmiðjan hér á Vopna- firði hefur malað fyrir um tvær miljónir króna flesta daga í sumar síðan í júní en heldur er daufara hljóðið í mönnum á síld- arplönunum. Afarmikill ferðamannastraum- ur hefur verið hér i sumar og veiði allgóð a.m.k. { HofSós og Selé. Þannig fékk veiðimaður 21 lax á tveim dögum i Hofsá. — G. V. 33. DAGUR Og fór svo nokkrum sinnum milli þeirra. Þá tók Einar að hafa fjölmenni um sig heima, en pó mikrí fleiri, þá er hann fór til býjar, svo að konungur var þar fyrir. Það var eitt sinn, að Einar fór inn’til býjar og hafði lið mikið, langskip ótta eða níu, og nær fimm hundrudum manna. En er hann kom til bæjar, gekk hann upp með lið það. Haraldur kon- ungur var í garði sínum og stóð úti í loftsvölum og sá, er lið Eínars gekk af skipum. Einn dag var átt mót í bænum, og var konungur sjálfur á mótinu. Hafði verið tekinn í býnum þjófur einn, og var hafð- ur ó mótinu. Maðurinn hafði verið fyrr með Einari, og hafði honum vel getizt að manninum. Var Einari sagt. Þá þóttist hann vita, að konungur myndi eigi manninn láta undan ganga fyrir þvi að heldur, þótt Einari þætti það máli skipta. Lfet þá Einar vopnast lið sitt og ganga siðan á mötið. Tek- ur Einar manninn af mótinu með valdi. Eftir þetta gengu að beggja vinir og báru sáttmál milli þeirra. Kom þó svo, að stefnulagi var ó komið; skyldu þeir hittast sjálfir. Mólstofa var í konungsgarði við ána niðri. Gekk konungur í stofuna við fá menn, en annað lið hans stóð úti i garðinum. Konungur lét snúa fjöl yfir Ijórann, og var litið opið ó. Þá kom Einar i garðinn með sitt lið; hann mælti við Irxlriða son sinn: ,,Ver þú með liðinu úti; við engu mun rr.ér þá h*tt“. - 4» * 4 I 1 %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.