Þjóðviljinn - 11.08.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.08.1964, Blaðsíða 10
10 SÍBA ÞIÓÐVILIINN Þriðjudagur 11. ágúst 1984 margir meira að segja. Viltu ekki kaffisopa? — Mig langar til að tala við þig. sagði Jack. Það eru fáein vandamál sem ég ræð ekki við. — Þú er vist ekki einn um það, sagði Delaney. Hann leit upp að húsinu. Er Clara ennþá úti á veröndinni? — Já. — Við skulum ganga dálítið, sagði Delaney. Hlið við hlið og röskum skref- um gengu þeir eftir hörðum sandinum rétt ofanvið vatns- borðið. Þrjátíu metrum utar sveif hópur pelíkana yfir öldu- faldi. fáeina sentímetra yfir vatninu. — Ég er að hugsa um að fleygja spilunum, sagði Jack. Og mig langar til að biðja þig um heilræði. — Hvaða spilum? — Hjónabandið, sagði Jack og horfði á pelíkanana. Leiklistin. öllu heila skíttinu. — Allt í lagi. Delaney kinkaði kolli. Hann laut niður og tók stein og fleygði honum. Þegar hann gerði eithvað þess háttar voru hreyfingar hans furðulega unglegar, liðlegar og hraustlegar. Ég átti von á því, sagði hann án þess að líta á Jack. Carlotta hef- ur gert þér lífið brogað, er ekki svo? — Jú, sagði Jack. í morgun kom hún heim klukkan átta. — Spurðirðu hana hvar hún hefði verið? — Nei, sagði Jack. En hún vi'ldi endilega seg.ia mér það. — Jæja. sagði Delaney, Er nú svo komið. — Já. — Þegar ég kom heim af spít- aranum , sagði Jack, sagði ég við hana að ég hefði heyrt sitt af hverju um hana á stríðsárun- um og ég ásakaði hana ekki né fordæmd hana. Hamingjan góða. ég var áð heiman í meira en fimm ár- Það sem ég vildi var aðeins það, að við gleymdum bæði þessu öllu saman og byrj- uðum upp á nýtt og reyndum að taka upp þráðinn . . . — Hinn tryggi stríðsmaður, sagði Delaney. Hvað sagði hún við því? — Hún sagði. að bað væri á- gætt, það vildi hún 'líka. Og f svo sem tvo mánuði var það HÁRGREIÐSIAN Hárgreiðslu og snvrtistofu STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18. III. h. (lyfta) — SlMI 23 616. P E R M A Garðsenda 21 — SÍMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN. - Tiamar götu 10 — Vonarstrætismegin — SlMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR - (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SlMI- 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. eins og áður var. Að minnsta kosti næstum eins. Svo fór hún að stinga af úr veizlum og hverfa eftir hádegið . . . Þú veizt hvemig kvenfólkið fer að hérna. Og í nótt steig hún skref- ið til fulls og var úti alla nótt- ina . . . — Vill hún skilja?. — Nei, hún segist elska mig énnþá. Jack brosti dapurlega Og á vissan hátt gerir hún það víst líka. Það lítur ekki út fyr- ir að hinir séu henni mikils virði. Minnsta kosti ekki hver einstakur. En masse, jú. — Hefurðu nokkra hugmynd um hvers vegna hún gerir þetta? — Ég hef mínar kenningar, sagði Jack. Að sjálfsögðu. Hann hristi höfuðið í örvæntingu og neyddi sjálfan sig til að tala vegna þess að hann gat ekki leg- ið á þessu lengur. Hún er svo allt öðru visi en þegar ég h-itti hana, þegar ég giftist henni og alveg þangað til ég fór . . Þú veizt að áður en hún hitti mig hafði hún aðeins þekkt einn karlmann — Kutzer. Þegar ég heyrði um hann hélt ég að það væri dæmigerð Hóllywood — metnaðargjama stúlkan sem sef- ur hjá forstjóranum til þess að fá góð hlutverk og fína pressu. En svo komst ég að því að þannig var það alls ekki. Hún var með honum og engum öðr- um í sjö ár. Hún elskaði hann. Hjá henni var hann ekki þessa tvidklædda bulla sem við hinir þekktum. Með henni var hann góður og vingjamlegur og nær- gætinn. segir hún, og heiðarleg- ur og frjálslyndur. Og ég verð að segja að þegar hún sagði honum að hún vildi giftast mér, tók hann því mjög vel. Hann korn ekki með hótanir og reyndi ekki að spilla fyrir mér — og um það leyti hefði ekkert verið auðveldara fyrir hann en eyði- leggja mig — og hann hefur verið góður vinur okkar beggja aJltaf síðan. Og þennan tíma — það er að segja þangað til ég fór til Evrópu — leit hún ekki á nokkum annan. Ekki fremur en ég. Það er ég viss um. — Já, sagði Delaney. Það er satt. Hann brosti hœðnislega. Þið voruð alveg óvenjulegt par. Og hvað svo — hvað heldurðu að komið hafí fyrir? — Fyrst í stað hefur hún sjálfsagt verið einmana .... Hún þolir ekki að vera ein. Svo fór hún að finna að allt fór að ganga verra hjá henni. . . Hún var óheppin með tvær. þrjár kvikmyndir og það var farið að sniðganga hana og velja aðrar leikkonur í hlutverk sem henni fannst hún hefði átt að fá. Ég þarf ekki að seg.ia þér hve metn- aðargjörn hún hefur verið. Og ég skil að það hlýtur að hafa sært hana óskaplega. Og hún fór að hafa áhyggjur af því hvernig allt. yrði þegar hún yrði gömul. Ég geri ráð fyrir að hún hafi revnt að tryggja sér hið rangstæða í rúminu, fyrst hún gat það ekki fyrir framan kvik- myndavélina. En sé leitað að þvi er að minnsta kosti aldrei hægt að finna það í neinu einu rúmi, Og þá er trúlega farið að leita í ný rúm. Delaney kinkaði kolli. Hann neri höfuðið hugsi, svo að þurwit, rauðleitt hárið sem var saltetokkið, stóð beint upp í loft- ið: Já, læknir, sagði hann. Ég held það sé alger óþarfi að taka röntgenmynd. Greiningin er býsna nákvæm. Og hvað um sjálfan þig? Hvað ætlar þú að gera? — Ég vfl losna. Ég get ekki hjálpað henni. Hið eina sem ger- ist ef ég verð kyrr hjá henni,. er að ég fer að hata hana. Þetta er allt að verða búið. sagði Jack. — Ég vissi það þegar árið 1944 að þú kæmir einn góðan veður- dag og segðir mér allt þetta, sagði Delaney. Ég var í veizlu með elsku konunni þinni og hún kom til mín og sagði: Maurice, mér er sagt að enginn maður í borginni sé betri í rúminu en þú. Delaney hló hörkulega. Það var auðvitað ekki satt. sagði hann en tilgangurinn var nógu ljós. — Ég ætla mér ekki að spyrja þig um hvað gerðist, sagði Jack rólegur. — Þeir námu staðar og horfðu á öldumar. Pelíkanamir voru að koma aftur á rólegum, hreyf- ingarlausum vængjum sínum yf- ir faldinum á Jangri, grænni bylgju. Þeir hafa sjálfsagt ein- hverja ástæðu til þess að vera að þessu allan daginn, sagði Delaney og bandaði í átt til peli- kananna, en að mínu áliti eru 41 þeir bara að sýna sig. Þeir segja sem svo: Við erum ekki mikið fyrir augað þegar við sitjum kyrrir, en við erum býsna ásjá- legir þegar við fljúgum svona yfir öldufaldi. Þeir eru senni- lega leynilegir félagar í leikara- samtökunum. Hann vafði hand- klæðinu þéttar að sér. Það var að koma norðangola meðfram ströndinni og dálítil þolca í lofti gerði sólskinið og vatnið fölt. Langar þig til að flytja hingað niður til okkar? sagði Delaney. Hér er ágáett á sumrin og virka daga kemur varla nokkur maður og þú getur jafnað þig í næði. Það er gestaherbergi yfir bíl- skúrnum og þú þarft ekki einu sinni að tala við mig ef þú kær- ir þig ekki um það. — Þakka þér fyrir, sagði Jack. En ég held nú samt ekki. Ég býst við að ég skreppi austur á bóginn um tíma og svo kannski aftur til Evrópu. — Ætlarðu að leika í kvik- mynd í Evrópu? — Nei, ég býst ekki vvð að ég hafi áhuga á að leika í kvik- myndum framar, sagði Jack með hægð. 1 fyrsta lagi næ ég mér aldrei eins og ég var fyrir stríð- ið. Ekki með þetta andlit. Hann strauk kjálkann. — Það er nóg af hlutverkum samt. Eins og til dæmis það sem þú last fyrir mig í fyrra og af- þakkaðir. Kannski færðu ekki aðalhlutverk undir eins, en . . . — Það er ekkert gagn í mér lengur, Maurice. sagði Jack ró- lega. Og þú veizt það. — Jæja, ég . . . — Dú veizt það vel, hélt Jack áfram. — Já, sagði Delaney. — Þú veizt það vel, hélt Jack áfram, að þú bauðst mér þetta hlutverk vegna gamallar vin- áttu. — Að vissi leyti, já, sagði Del- aney. — Ég hef ékki áhuga lengur, sagði Jaek. Það er kannski stríð- inu að kenna. Ég ve'it það ekki. Mér finst þetta einhvem veginn eintómur hégómi nú orðið. Mér finnst leikarastarfið ekki vera verkefni fyrir fullorðinn mann. Ég get ímyndað mér að ástæð- an til þess sé sú, að ég hafi aldrei verið reglulega góður leik- ari. Ég lenti í þessu af tilvilj- un. . . Hann yppti öxlum. Ég get þá eins losnað úr því á sama hátt. — Hvað ætlarðu að gera í Evrópu ? — Jú ég er búinn að tala við sæg af fólki. sagði Jack dálítið vandræðalegur, um það sem kvekaramir — vinirnir eru að gera þar fyrir handan . . . fyr- ir flóttamenn, uppbyggingu og bess háttar. Ég hef hugboð um að það skipti ekki svo miklu máli í Evrópu í ár hvort andlit manns sé dálítið eyðilegt hér og þar. Að minnsta kosti eyddum við svo mikkim tíma í að sprengja Evrópm í loft upp, að það væri kannski ekki svo af- leit hugmynd að verja nokkrum árum til að reyna að lappa svo- lítið upp á hana . . . Delaney hló. Ekkert er eins gott og ótrú eiginkona. sagði hann, til þess að reka karlmann út í góðverk. — Annars get ég tekið á- kvörðun um það þegar ég kem til New York, sagði Jack. — Hvemig ertu staddur fjár- hagslega? sagði Delaney. — Ég hef eftirlaunin mín, sagði Jack. Hundrað og niutíu dollara á mánuði. Og ég fæ líka þóknun fyrir það sem ég geri. Og umboðsmaðurinn minn fékk mig til þess fyrir stríð að kaupa fáein hlutabréf og verðbréf, meðan ég var svo ríkur að ég vissi ekki aura minna tal. Þau hafa næstum þrefaldazt í verði. sagði hann. Ef ég tel þau, ætti ég að hafa milli hundrað og hundrað og tuttugu þúsund — svo ég þarf ekki að svelta. — Æ. þetta er ömurlegt . . . Delaney hristi höfuðið dapur á svip. Við unnum svo vel saman, þú og ég. Við áttum heiminn. Það var eins og heppni okkar ætti sér engin takmörk. En það var nú ekki eintóm heppni. Við áttum saman mikið leyndarmál. Við lugum aldrei hvor að öðrum og við vissum hvernig við áttum að vinna saman. Þetta bölvaða stríð, sagði hann meö rólegri beizkju. ÖIl stríðsárin hafði ég tilbúna áætlun handa okkur. Ég gerði mér í hugarlund að þegar þú kæmir heim aftur, gætum við stpfnað saman sjálfstætt kvikmyndafélag, við tveir, og sýnt þeim hvernig á að gera kvikmyndir. Ef þú hefðir komið heim árið 1945 eins og allir aðrir með óskaddað andlit, hefði þetta legið beint við; þeir hefðu rif- izt um að troða í okkur pening- um . . . — Já, sagði Jack. En ég kom ekki heim með óskaddað andlit árið 1945. — Nú gæti ég ekki einu sinni drifið upp peninga til að kosta þriggja mínútna auglýsingakvik- mynd, sagði Delaney og neri vangann íhugandi. — Þetta er bara millibilsá- stand, Maurice. s.agði Jack, og þú veizt það vel. Það eru marg- ir sem vi'lja fá þig. — Já, þökk fyrir. Þeir vilja fá mig. En þeir setja sín skil- yrði. Ég á að moða úr þeirra eigin óþverra. Hann yppti öxl- um. Jæja, en þetta breytist sjálfsagt, sagði hann léttum rómi. Það gerir það alltaf. Og þegar þar að kemur, þá kem ég og ræni þér frá því sem þú ert að gera, hvað svo sem það er, og þá gerum við fáeinar kvik- myndir sem gera hina hálfvit- ana alveg að rusli. Hann brosti. Þú mátt til að skilja eftir heim- ilisfang, svo að bréfin mín geti náð til þín og ég þurfi ekki að eyða tímanum í að leita þig uppi. , — Það skal ég gera, sagði Jack. Það var erfitt að koma upp orðunum. Guð minn góður, hugsaði hann illur, eftir þessa spítalavist get ég grenjað yfir hverju sem er. — Og ef þig vantar peninga tfl bráðabirgða . . Jack hristi höfuðið og horfði niður í sandinn. — Jæja, en hvað viltu þá að ég geri fyrir þig? sagði Delan- ey. — Það varst þú sem dróst mig hingað vestur, sagði Jack. Ég vil gjaman að þú segir við mig að það sé tími til kominn að ég hypji mig aftur. — Farðu, sagði Délaney hörkulega. Flýttu þér að fara. Ég vildi óska að ég gæti farið með þér. Og dragðu það ekki. Pakkaðu niður og farðu áf stað strax í dag. Reyndu að komast yfir landamærin fyrir miðnætti, Líttu ekki um öxl. Rödd hans var biturleg og skerandi, eins og honum fyndist hann ábyrgur fvrir því sem komið hafði fyrir Jack og hina dásamlegu stúlku sem Carlotta var þegar hann sá hana fyrst; eins og Jack væri kristöllun á öllum þeim hættum og víxlsporum og svikum, sem hann hefði sjálfur oróið að þola, verið vitrri að og valdið sjálfur SKOTTA **/ *— cr „Jonni og ég erum hætt að vera saman . . . Hann skilaði mér aftur öllum gjöfunum mínum“. Flugsýn hJ. sími 18S23 FLUGSKÓLI Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf. Kennsla í NÆTURFLUGI YFIRLANDSFLUGI BLINDFLUGI. Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar í nóvember og er dagskóli. — Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf, vor og haust. FLUGSYN h.f. sími 18823. FERÐIZT MEÐ LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LA N □ S V N t TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVfK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. Auglýsið í Þjóðviljunum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.