Þjóðviljinn - 11.08.1964, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.08.1964, Síða 3
Þriðjudagur 11. ágúst 1964 MÖÐVILIINN SlÐA 3 VIETNAM Framhald af 1. síðu. erfitt viðfangs," er haft eftir einum háttsettum embættis- manni Bandaríkjastjómar. Sú skýring sem gefin er í Washington á því að í odda skarst með bandarísku tundur- spillunum og tundurskeytabát- um Norður-Vietnams er að tundurspillirinn „Maddox“ hafi komið í eftirlitsferð með strönd Norður-Vietnams einmitt sama daginn sem skip úr flota Suður- Vietnams höfðu gert árás á eyj- una Hon Me. Og það fylgir með að bandaríska flotastjórnin hafi ekki haft neina hugmynd um þá árás (?), heldur hafi tundurspill- irinn fyrir hreina slysni rekizt á báta úr norðurvietnamska flot- anum sem sendir höfðu verið á vettvang eftir árásina á eyna.. Eðlileg viðbrögð Norður-Vietnamar hafi þá dregið þá ályktun sem ekki verði talin óeðlilég að ,,Maddox“ hefði tekið þátt í árásinni og væri nú aftur kominn á vett- vang í könnunarskyni. Því hafi þeir sent tundurskeytabáta sína gegn honum. En sé þessi síðborna skýring Bandaríkjamanna á atburðun- um á Tonkinflóa tekin gild, er vart hægt að komast hjá því að draga þá ályktun að enginn fót- ur sé fyrir staðhæfingunni um að bandarísk herskip hafi verið úti á reginhafi þegar viðureign- imar áttu sér stað, heldur sé það rétt sem stjórn Norður-Vi- etnams hefur haldið fram frá upphafi, að bandarísku herskip- in hafi siglt inn í lándhelgi N- Vietnams. Herskipin burt Þegar mönnum varð ljóst í Washington að því varð ekki lengur haldið fram að Banda- ríkjamenn hefðu enga sök átt á viðureignunum á Tonkinflóa var það ákveðið að kalla burt herskipin þar. Cyrus Vance aðstoðarland- vamaráðherra tilkynnti þetta á laugardaginn og tók að sjálf- sögðu fram að ekki væri um neitt undanhald að ræða. ,.Eft- irliti'* fiotans á Tonkinflóa myndi hætt um stundarsakir og má ætla að Bandaríkjamenn hafi einnig gefið stjórninni í Saigon fyrirmæli um að hætta í bfii árásum sínum og strand- höggi í Norður-Vietnam, sem gerð hafa verið í skjóli banda- rísku herskipanna á Tonkin- flóa. Viðbúnaður Viðbúnaður er enn mikill bæði í Suður- og Norður-Viet- nam og liðsafnaður við landa- mærin, þótt enn hafi ekki orð- ið neinir árekstrar þar. Yfirhershöfðingi Norður-Viet- nams, Giap hershöfðingi, sigur- vegarinn frá Dien Bien Phu, hefur hvatt landsmenn að vera UM VERÐLÆKKUN Á CONSUL CORTiNA KR. 8000 - ÁRGERÐ 1965 TIL AFGREIÐSLU í SEPTEMBER ÍP Lb CORTINA CONSUL CORTINA hefur unnið yfir 100 alþjóðlegar aksturskeppnir— scm er meira en nokkur önnur bifreiðategund hefur gert. M. a. vann CORTINAN SAFARIKEPPNINA. erviðustu keppnisþolraun sem fram fer 1 heiminum. Vegna hins glæsilega útlits og mörgu góðu eig- inleika, hefur CONSUL CORTINA verið met- sölubíll á Norðurlöndum. Hann er stærsti bíllinn í þessum verðflokki — rúmgóður og þægilegur, með góðu bili milli sæta, sem gefur gott rými fyrir fæturna. Val um gírskiptingu í gólfi eða á stýri. Hann er gæddur dæmafáum styrkleika í bygg- ingu, eins og ótal akstursprófanir hafa sýnt — og því vel valinn fyrir íslenzkar aðstæður. Hann er ótrúlega sparneytinn, hefur rúmgóða farangursgeymslu, og er búinn margs konar þægindum, sem aðeins fæst í dýrari bílum. Ný tegund mælaborðs, fóðrað, stílhreint og þægilegt. SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SÍMI 22470 landið og hrinda öllum árásum. Loftvarnaæfing fór fram í Saigon í gær, sú fyrsta sem þar hefur verið haldin, og eru fleiri boðaðar. Stjórn Norður-Vietnams hafn- aði um helgina boði Öryggis- ráðsins að hún sendi fulltrúa á fund þess til að gera grein fyr- ir málstað sínum. Hún sagði að það væri ekki i verkahring ör- yggisráðsins að fjalla um þetta mál heldur bæri formönnum Genfarráðstefnunnar um Indó- kína (þ.e. stjómum Bretlands og Sovétríkjanna) að rannsaka árás Bandaríkjanna sem væri brot á við því búnir að verja föður- Genfarsamningnum um Indókína. STRÍD UTAFKÝPUR? Framhald af 1. síðu. ir að vopnahlé væri komið á, en strax í morgun kom í ljós að það var næsta ótryggt. Þá tilkynnti Kostopoulus utanríkis- ráðherra í Aþenu að tyrkneskar herþotur hefðu enn ráðizt á bæ- inn Polis í Christifouhéraði á norðvesturströnd Kýpur. Sú á- rás hófst kl. 9.10 í morgun að staðartíma. Árásin var gerð af mikilli grimmd og var í tveimur lot- um. Fyrst var varpað sprengjum á bæinn, einnig napalmsprengj- um. Bæjarbúar reyndu að forða sér en þegar þeir komu úr fylgsnum sínum að lokinni sprengjuárásinni komu tyrk- nesku þoturnar aftur, flugu nú lágt yfir húsþökunum og skutu úr vélbyssum á fólkið. Spítali, kirkja Fullyrðingar tyrknesku stjórn- arinnar um að árásirnar hafi einungis verið gerðar á her- stöðvar og hernaðarmannvirki Fundur til undirbúnings ráðstefnu kommúnistaflokka haldinn í Moskvu Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna býður 25 öðrum flokkum að senda fulltrúa til Moskvu í desember til að undirbúa ráðstefnu næsta ár MOSKVU 10/8 — Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna hef- ur boðið 25 öðrum kommúnistaflokkum víða um heim að senda fulltrúa á fund sem hefjast á í Moskvu 15. desem- ber og ætlunin er að undirbúi aiþjóðaráðstefnu flokkanna sem haldin verði næsta sumar. Málgafjo sovézka flokksins, „Pravda“, skýrir frá þessu í dag. Blaðið segir að flokkar þeir sem boðið hefur verið að senda fulltrúa til Moskvu séu þeir sömu og sömdu ályktanirnar sem samþykktar voru á alþjóða- ráðstefn u kommúnistaflokkanna í Moskvu árið 1960, en það voru flokkarnir í þessum löndum: Ástralíu, Albaníu, Argentínu, Brasilíu, Bretlandi, Ungverja- landi, Norður-Vietnam, Austur- Þýzkalandi, Indlandi, Indónesíu, ítal'íu, Norður-Kóreu, Kína, Kúbu, Mongólíu, Póllandi, Rúm- eníu, Sýrlandi, Bandaríkjunum, Finnlandi, Frakklandi, Tékkósló- vakíu, Búlgaríu og V-Þýzkaland. „Pravda“ segir að vel geti svo farið að einhverjir þeirra flokka sem boðið hefur verið að senda fulltrúa á undirbúningsfundinn muni ekki þiggja boðið og mun þar vafalaust átt við kínverska flokkinn og þá sem honum fylgja að málum. Blað sovézka flokksins tekur fram að erfiðara muni reynast að undirbúa alþjóðaráðstefnuna nú en þá sem haldin var 1960. Þess sé ekki að dyljast að ráð- stefnan sé nú haldin við miklum mun erfiðari aðstæður en þá. Ekki útskúfun — En þótt allir verði ekki á einu máli um öll vandamál, ætt- um við að geta komizt að sam- komulagi á ráðstefnunni á þeim grundvelli að allir flokkar skulbindi sig til að taka tillit til sjónarmiða andstæðinganna og forðast hvers konar athæfi framvegis sem geti skaðað kommúnistaflokkana og torveld- að starf þeirra. Tilgangurinn með ráðstefnunni sé ekki sá að útskúfa einhverjum flokki úr hinni kommúnistísku hreyfingu né einhverju landi úr samfélagi sósíalistísku ríkjanna eða magna deilur og gagnkvæmar ásakanir, segir „Pravda“. eru ekki á neinum rökum reist- ar. Sagt er frá því að í gær hafi verið ráðizt á spítala þar sem verið var að gera að sár- fyrri árásum og í árásinni á um manna sem særzt höfðu í Polis í morgun féll sprengja á kirkju og hrundi hún yfir fólk sem þar var við messu. Beðið um aðstoð Makarios forseti sendi í gær stjórnum Sovétríkjanna og Eg- yptalands beiðni um hernaðar- aðstoð. Sovétstjórnin mun ekki hafa svarað þeirri beiðni, en Krústjoff forsætisráðherra sendi Inönii, forsætisráðherra Tyrk- lands, harðorðan boðskap þar sem hann leggur fast að Tyrkj- um að hætta ofbeldisárásum sín- um sem geti haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar. Jafnframt hvatti Krústjoff Grikki á Kýp- ur til að slíðra sverðin og leit- ast við að finna lausn á hinni erfiðu deilu með friðsamlegum samningum. Nýr fundur ÖR Eftir árásina á Polis í morgun kallaði Kostopoulus utanríkis- ráðherra sendiherra Tyrkja í Aþenu á sinn fund. Sendiherr- anri neitaði í fyrstu að trúa þvií að árásin hefði verið gerð, en síðar var sún skýring gefin í Ankara að „mistök" hefðu átt sér stað. Fyrirmæli til tyrknesku flugvélanna um að hætta við á- rásina hefðu misfarizt, en árás- in hefði verið ákveðin áður en vopnahléið komst á. Gríska stjórnin virtist í fyrstu ætla að sætta sig við þessa skýr- ingu, en síðar í dag fór Rossid- es, fulltrúi Kýpur hjá SÞ, sem á fundi Öryggisráðsins í gær hafði sagt að grimmd og villi- mennska Tyrkja væri helzt sam- bærileg við verstu óhæfuverk nazista á stríðsárunum, fram á að ráðið kæmi aftur saman vegna árásarinnar á Polis. Natoráð á fundi. Fastaráð Atlanzbandalagsins kom saman á fund í París í dag og ályktaði að lýsa stuðningi við samþykkt Öryggisráðsins um vopnahlé á Kýpur. Jafnframt samþykkti ráðið að heimila Tyrkjum að taka flugvélasveit- ir sínar sem notaðar voru til árásanna á Kýpur undan her- stjórn bandalagsins. Bæði Johnson Bandaríkjafor- seti og.Douglas Home, forsætis- ráðherra Breta, skunduðu heim úr orlofi þegar þessar fréttir bárust frá Kýpur, og Harold Wilson, leiðtogi brezka Verka- mannafíokksins ' hefur einnig frestað orlofi sínu. Johnson ræddi í dag við Rusk utanríkisráðherra og McNamara landvarnaráðheri „ um 'pur. Matsveina og veitingaþjónaskólinn verður settur 3. september. — Innritun fer fram í skrifstofu skólans 14. og 15. þm. kl. 3 _ 5 s.d. Skólastjóri. I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.