Þjóðviljinn - 13.08.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.08.1964, Blaðsíða 2
2 SÍÐA . ■ MÚRINN þriggja dra HfiÐVnrara Séð inn í Austur-Berlín rétt innan við mörkin í Friðriksstræti. Fremst á myndinni á tollskoðun sér stað. Fyrir réttum þremur árum, eða 13. ágúst 1961, lokuðu vopnasveitir verkamanna, studdar af sprautubílum hers- ins, landamærunum umhverfis V-Berlín. Þar með lokuðu þeir fyrir rás, sem þýzka alþýðu- lýðveldið hafði verið sogið ó- hemju magn þlóðs um og þar með lokuðu þeir úti hugaróra vissra v-þýzkra hershöfðingja um að hægt væri að nota „borgina í víglínunni", V.- Skjól- stæðingur ritstjórans Alþýðublaðið ræðir í gær í forustugrein um forstjóra emn, sem greiði skatta eins og miðlungs skrifstofumaður og rekur hvernig hann fer að því. Hann hefur komið sér upp glæsiiegri villu. sem fyr- irtækið leigir að hálfu leyti og stendur þannig undir. Hann ekur í nýjum banda- rískum bíi sem fyrirtækið á og greiðir kostnaðinn af. Hann fer til útlapda með fjöl- skyldu sína og kallar það verzlunarerindi á kostnað fyr- irtækisins Hann stundar lax- veiðar í á með því að láta fyrirtækið hafa og greiða veiðiréttindin. Hann heldur glæsilegar veizlur á veitinga- stöðum og heima hjá sér, en þær eru risna á kostnað fyr- irtækisins. Forstjóri bessi kveðst ekki vera skattsvikari. og það má til sanns vegar færa. Hann færir sér aðeins i nyt þau ákvæði skattalaganna sem ætluð eru til hagsbóta for- réttindamönnum. Meðal þeirra sem sambvkktu þau ákvæði á bingi var Benedikt Gröndal, Berlín, fyrir stökkpall til „inn- limunar austurhéraðanna.“ í tilefni af þessu þykir rétt að rifja upp einstök atriði. V- Berlín var njósna- og skemmd- arverkamiðstöð gagnvart sósí- alisku ríkjunum, miðstöð svindlgengis og mannaveiða- kerfisins, átthagafélaga og undirróðurs. Fyrir tilkomu múrsins hefur mikið af þess- ari starfsemi rénað en þó ekki að öllu leyti. Hérnaðarlega séð leiðarahöfundur Alþýðublaðs- ins. Mismun- andi nákvæmni í samningaviðræðunum í vor milli verklýðssamtak- anna og ríkisstjórnarinnar var fjallað um vandamálin af stakri nákvæmni, enda langlærðir og margfróðir hagfræðingar hafðir með í ráðum. Þegar eitthvert atriði bar á góma var reiknað og reiknað hver áhrif þess kynnu að verða, og þess var vandlega gætt að sleppa hvorki broti úr prósentu né brotabroti. M.a. voru fundn- ar upp svo merkilegar reglur um samhengi dagvinnu og eftirvinnu, að jafnvel þeir hálærðustu hafa ekki enn komizt að niðurstöðu um á- hrifin af framkvæmd þeirra. Og þegar allt var komið í kring var reiknað út hvað verkafólk hefði hrepþt í aðra hönd fyrir utan það fyrirheit ríkisstjórnarinnar að binda endi á óðaverðbólguna, og niðurstöðurnar voru ' sagðar jafngilda allt frá broti ú:- prósentu upp í nokkra hundr- er hún t.d. enn sá blettur jarð- ar, sem þéttsetnastur er her. Og svo lengi sem V-Berlín verður hlaðin sprengjuefni kalda stríðsins, mun múr og gaddavír umlykja hana. Stuttu eftir að V-Berlín var umlykt vopnasveitum verka- manna var byrjað að umlykja hana gaddavír og múr og landamæragæzlusveitir komu í stað verkamannanna, sem hurfu aftur að vinnu sinni. Hringurinn um V-Berlín er 164 km langur, þar af eru mörkin í gegnum Berlin sjálfa 45 km (100 m breitt marka- belti fylgir þessari línu). En múrinn sjálfur er tæpir 14.6 km langur. Rúmlega 10 km langur múr hefur verið byggð- ur eftir 1961, en um 4 km af múrnum var áður til (t.d. verksmiðju- eða kirkjugarðs- veggir). „Gamli“ múrinn nær hæst 4,5 m, en „nýi“ múrinn er frá 1,8 til 2,5 m hár og er hann að meðaltali 30 cm þykk- ur. Á einstaka stað, eins og við Brandenborgarhliðið, er hann 170 cm þykkur. En það eru veggir sem halda hvaða skriðdreka sem er og voru þeir byggðir, þegar vestur- veldin (einkum Ameríkanar) höfðu ögranir í frammi . og komu vaðandi á herjeppum ag skriðdrekum yfir mörkin og _landamæraverðirnir neyddust til þess að stöðva þá. Hefur það eflaust ekki verið nein gleðitilfinning, sem fyllti verð- ina, þegar þeir sáu bryn- vagnana koma öslandi á sig — og hopuðu ekki frá. Sovét- aðshluta. Þetta var raunar ekki í fyrsta skipti sem ná- kvæmlega hefur verið reikn- að á íslandi; það er ævinlega gerit þegar samið er um kjaramál, og stundum hafa harðvítug átök verið háð dögum saman út af einum hundraðshluta. En nákvæmni af þessu tagi er ekki ævinlega viðhöfð. Þess heyrist til dæmis ekki getið að neinir menntaðir reikningssnillingar hafi vegið og metið allt niður í brota- brot úr prósentu áhrifin af þeim stórfelldu álögum sem launþegum er nú ætlað að greiða. Samt er gjaldheimtu- seðillinn hjá flestum marg- falt áhrifameira atriði en þær tilfærslur sem um var samið í vor. Ef við tökum til að mynda dæmi af manni sem hafði 150 þúsund króna árstekjur og hefur fengið gjöld sín hækkuð um 15 þús- undir króna, þá jafngilda þær álögur 10% kjaraskerð- ingu frá því um var samið í vor, en slík tilvik og mun alvarlegri skipta hundruðum og þúsundum. Það stoðar lítið cð semja af stakri nákvæmni um kaup og kjör ef samningar eru taf- arlaust sviknir — með óða- verðbólgu eins og áður var gert eða með skattpíningu eins og nú er gert. Og það er vándséð hvernig launþega- samtökin eiga að geta unað þvílíkum ódrengskap án þess að rétta hlut félagsmanna sinna og neyða valdhafana til þess að meta skattana af sömu nákvæmni og sjálf á- kvæðin i kjarasamningunum. — Anstri. herinn þurfti jafnvel stundum að grípa inn í. Á ágúst 1962 tók svo a-þýzkur herstjóri við öllum málum er snertu hermál borgarinnar af sovézka borg- arherstjóranum (Stadtkomm- andant) og síðan er öll landa- |% h 8 ERLIN/ iR- m " n DCC D Ktr .. ,%ýi mæravarzla í höndum austur- þýzfcra. Á liðnum þremur árum haf-a nokkur hundruð ögranir átt sér stað (stein- og flöskukast, bölbænir o. s. frv.) af heim- dallartaginu, nokkrir tugir sprengjukasta, og 400 'fcinnum hefur verið skotið yfir austur yfir. Við Branden- borgarhliðið Við skulum renna augum okkar í hálfhring fyrir aftan Brandenborgarhliðið, þ.e. vest- an megin þess, og horfa vest- ur yfir; í boga liggur hinn 170 cm þykki brynvagnaheldi múr aftan við Brandenborgar- hliðið. Til vinstri austan marka má sjá glitta í hól, þar sem áður var neðanjarðar- byrgi Hitlers, nú grasi vaxinn — liðin tíð. Þá kemur gadda- vír sem liggur í suðurátt. Vest an til má líta eitt af hinum 300 skiltum, sem hafa verið sett upp vestan megin með- fram gaddavírnum og múrnum og snúa frá V-Berlín. Reglu- lega er skipt um texta á skilt- unum, en á þeim stendur t.d. „Þeir hugsa ekki það sem þeir segja og þeir segja ekki það sem þeir hugsa“ og annað gáfulegt. Þá má sjá gaddavírs- rúllu vestan megin (þ.e.a.s. „frjálsa" gaddavírsrúllu) sem hefur eitt merkilegt verk- efni að leysa: hún er til þess að ljósmyndarar geti tekið myndir austur yfir í gegnum gaddavír „til þess að sýna kúgunina í réttu ljósi“. Þá koma nokkrir útsýnispallar fyrir forvitna, sem ekki þora austur yfir og kalla annað- hvort skammarýrði til varð- manna eða hugsa um þetta aumingja kúgaða fólk þarna fyrir austan, sem ekki getur dregið að sér frjálsa loftið, sem þeir hafa svo mikið af vestan megin múrsins. Á götunni má svo sjá nokkra lögregluþjóna (í bláum bún- ingi) og tollverði (í grænum búningi). Undarlegt fyrir- brigði: tollþjónar dag og nótt á stað, sem enginn maður hef- ur fa.ið um í nær þrjú ár. Einnig er eftirtektarvert að þeir ganga með riffla. Iiklega einu tollþjónamir í heimi sem ganga með riffla. En þar er líka skýringin komin á til- veru þeirra þarna. Þeir hafa nefriilega rétt eins og lögregl- an til að skjóta mönnum leið yfir múrinn, eins og þsir kalla það, þ. e. að skjóta a-þýzka varðmenn niður, og telst slíkt „skot í nauðvörn“. Það er at- hyglisvert, hversu oft þeir vita hvenær von er á einum, „sem á að skjóta leið yfir múrinn“. Þá skýtur þeim vopnuðum upp í hópum ásamt ljósmyndurum og sjónvarps- mönnurru Þeir spássera sem sagt þarna ósköp rólega eftir götunni, því að þeir vita að austur-verðirnir mega ekki undir neinum kringumstæðum skjóta vestur yfir — jafnvel þótt félagi þeirra sé felldur og þeir sjái morðingjann á opnu svæði. 4 verðir hafa fallið þannig á s.l. þremur árum og margir særzt, en enginn af lögreglunni eða tollinum vest- an megin fengið svo mikið sem skrámu. Á miðri götunni stendur svo allhár skúr með brezka fán- anum á. Þar uppi situr herra- þjóð og horfir niður á lögreglu og tollþjóna, sem vappa feimn- islega í kringum skúrinn, því að svo frjáls er V-Berlín að hún hefur þerraþjóðir, sem á- kvarða öll hennar helztu mál. Nokkru lengra til hægri má sjá sovézka minnismerkið um fallna sovézka hermenn í bar- dögunum um Berlín. Fyrir framan það munu standa þeir tveir sovézku skriðdrekar, sem fyrst náðu borgarmörkum Ber- línar 1945. Minnismerkið er umlukið mjög frjálsum gadda- víi, en sá ku vera enskur. A þessu svæði við múrinn standa oft nobkrir þílar með þéttu hátalarakerfi og boða fagnað- arerindið aústur yfir. Þá má í hægri hönd sjá Ríkisþinghúsið, sem nazistar kveiktu í 1933. Fyrir aftan það, þ. e. fyrir au-tan það og norðan séð frá okkur, liggur svo hinn 30 cm þykki múr. Austan hans stendur þaC hús, sem Göring bjó í. Þaðun sendi Fimmtudagur l’3- ágúst 19B4 hann í gegnum jarðgöng vaa der Luppe og félaga hans yfir í þinghúsið til þess að kveikja í því. Það var upphaf að valdagangi Hitlers og marsér- ingum herja hans í gegnum Brandenborgarhliðið. En múr- inn kringum Brandenborgar- hliðið er öryggi fyrir því að hersveitir munu ekki masséra í gegnum það á ný, þótt reynt sé að blása í glæðurnar vestan megin. Ýmsar breytingar Hið stranga eftirlit á mörk- um A- og V-Berlínar hefur haft vissar breytingar í för með sér fyrir borgarbúa. Að vísu höfðu vesturveldin stuðl- að að pólitískri óg efnahags- legri skiptingu Berlínar 1948. Þá hurfu vissir borgarfulltrú- ar úr ráðhúsi borgarinnar (sem er austan megin) og settu sig niður í Schöneberg. Sama ár var innleidd ný mynt í V- Þýzkalandi. Stuttu síðar var hún innleiddi í V-Berlín til þess að kljúfa borgina efnahags- lega. Sovétstjórnin mótmælti og lofað var að draga nýju myntina til baka — en ekkert varð úr því loforði. Þegar A-Þjóðverjar tóku svo upp strangt eftirlit á milli þessara þegar skiptu borgarhluta, þá breyttist ýmislegt. M.a. hófu tugþúsundir manna sem bjuggu í A-Berlín vinnu aust- an megin en höfðu áður unnið vestan megin, smyglið hvarf að mestu o. s. frv. Hin mann- lega hlið málsins, þ. e. fjöl- skyldutengsl, snerti líka aðra íbúa en þá er bjuggu í Berlín, en þar eru fjölskyldutengsl á milli fólks sitt ’ hvoru megin markanna töluverð. Fyrstu dagana eftir að hið stranga eftirlit var tekið upp, komu V-Berlínarbúar beint y-fir, en það var mjög misnotað, svo að 23. ágúst 1961 var þeim gert skylt að sækja fyrst um dval- arleyfi í A-Berlín. V-Berlínax lögreglan bannaði a-þýzku ferðaskrifstofunum í V-Berlín að taka á móti umsóknunum um dvalarleyfið og lét loka þeim. Þá opnuðu A-Þjóðverjar skrifstofur á borgarbrautar- stöðvunum Zoo og Westkreuz, sem er þeirra —’ en V-Berlín- ar lögreglan lét líka loka þeim. Þannig stóða málin allt til s.L jóla, þá er V-Berlínar- borgarstjórnin neyddist til þess að semja um jólaheim- Framhald á 9. síðu. Séð frá Brandenborgarhliðinu í vcsturátt. Á miðri myndinni sézt hinn 170 cm þykki brjnvagnaheldi múr. Hvíta örin vísar á hluta af „frjálsri“ gaddavírsrúllu, sem hefur merku hlutverki að gegna. Ef myndin prentast vel, þá má greina tollþjón með riffil um öxl og spásserar hann aldeilis öruggur um líf sitt. / *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.