Þjóðviljinn - 13.08.1964, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 13.08.1964, Qupperneq 6
r SlÐA ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 13. ágúst 19B4 ffSKJ 1N 011S OSiAUSI m IN ÚTG.: ÆSKULYÐSFYLKINGIN — RITSTJÓRAR: HRAFN MAGNÚSSON, RÖGNVALDUR HANNESSON OG SVAVAR GESTSSON. Vi&fal Wð Gunnar Guttormsson, forsefa ÆF Sambandsþing ÆskuSýðsfylkingar- innar haldið í Hafnarfirði 25.-27. sept Tíðindamaður Æskulýðssíð- unnar ræddi nýlega við Gunn- ar Guttormsson, forseta ÆF og innti hann frétta af undir- búningi 21. þings ÆF. — Hvað skal segja. Við er- um nýbúnir að ákveða að þingið skuli haldið í Hafnar- firði dagana 25.-27. september og erum einmitt núna að senda út þingboð til sambandsfélag- anna. Regluleg þing eru nú haldin annað hvort ár og sú hefð hef- ur skapazt að velja þingstaði til skiptis úti á landi og hér í nágrenni höfuðborgarinnar eða i henni sjálfri — við höf- um alltaí bak við eyrað þetta með ..jafnvægið í byggð lands- ins“. — Síðasta þing var hald- ið á Húsavík 1962. Það er víst öllum í fersku minni móttökur og viðurgerningur félaganna .................... -.— ■ <S> Frá sjónarhóli æskumannsins SKATTARNIR ■ Síðustu dagana hefur mikið verið rætt um hinar svívirðilegu skattaálögur á þegna Reykjavíkurborgar- Hver einasti launþegi kveinkar sér, en okrarinn og at- vinnurekandinn eru glaðir á svip og hafa aldrei farið í eins íburðarmiklar utanreisur né haldið veglegri veizlur. I ._ \ '• 'ftptRt ■ Annað aðalmálgagn ríkisstjórnarínnar flytur á dégi hverjum fréttir af hinum hneykslanlegu skattaálögum og síðast í gær skrifaði Benedikt Gröndal leikrit í einum þætti, sem ber heitið ,,Fyrirtækið og forstjórinn“ og fjall- aði „listaverk“ Benedikts um skattana. Hannes á Horn'- inu ræðst einnig af hörku á skattpíninguna sem félag- ap hans og Benedikts bera höfuðsökina á. B En Vísir og Morgunblaðið sitja við sinn keip. Á hverjum degi halda þau uppi vörnum fvrir kollega sína í stétt stórkaupmanna og annarra gróðabrallsmanna. B Það er óálitlegt fyrir æskumanninn að leggja út á lífsbrautina í því þjóðfélagi þar sem launþeginn er nið- umíddur í hvert sinn sem skattskráin er útgefin en for- réttindastéttir þjóðfélagsins fá sérlegar ívilnanir. B Skattalöggjöfin þarfnast gagngerar endurskoðunar og það er fleira sem þarf að endurskoða. Gagngerar breyt- ingar á ríkjandi þjóðfélagskerfi eru óhjákvæmilegar. Æskulýðsfylkingin— Samtök ungra sósíalista á íslandi — heitir á æskufólk hvar sem er á landinu og hvar sem er í starfsgreinum þjóðfélagsins að styðja hana í baráttunni gegn því þjóðfélagskerfi sem stefnir að því að gera hvem þegn að skattsvikara. Gunnar Guttormsson þar. Við þurfum ekki að bera kvíðboga fyrir því að þeir í Firðinum verði síðri heim að sækja. — Hvað viltu segja mér Gunnar um verkefni þingsins? **• — Það er af nógu að taka þar um. Tíminn. sem við ætl- um til þinghaldsins er ekki langur og við verðum að sníða dagskránni stakk eftir því. 1 tillögu þeirri að dagskrá þings- ins, sem framkvæmdanefnd sambandsstjórnar sendir aðild- arfélögunum er m. a. gert ráð fyrir umræðum um: stjóm- málaviðhorfið. herstöðvamálið, almenn æskulýðsmál, útgáfu- mál sambandsins og skipulags- mál. Ég geri ráð fyrir, að lengst- ur tími fari í að ræða fyrstu þrjá liðina, sem ég gat um. Síðustu vikur og mánuði hafa ýmsir alvarlegir atburðir gerzt bæði hér heima og erlendis, sem ástæða er til að staldra við. Mér þykir t.d. ekki ó- sennilegt, að bera muni á góma hin nýju viðhorf. sem skapazt hafa i herstöðvamálinu með framboði Goldwaters. — Segðu mér eitthvað um skattana. og hvemig slík mál verða rædd á þinginu. Held- urðu ekki að þessar síðustu á- lögur snerti unga fólkið líka? Þórsmerkurferð á vegum ÆFR og ÆFH um helginu Síðasta helgarferð ÆF á þessu sumri verður farin nú á laugardaginn kl. 2 eftir hádegi. Ekið verður sem leið liggur í Mörkina, með viðdvöl á Hvols- vglli. Farnar verða gönguferðir um Þórsmörk undir leiðsögn kunnugra. A heimleið verður komið í Stakkholtsgjá, að Jökullóni og Merkurkeri. Á laugardagskvöldið verður kvöldvaka að venju. Mikil þátttaka er fyrirsjáanleg, enda eru síðsumarferðir ÆF í Mörkina vin- sælar. Verður lokaferð sumarsins án efa góð. Farmiðasala á skrifstofu ÆFR á föstudagskvöld. — Pantanir mótteknar í símum 17513, 22890 og 50308. __ ÆFR — Ferðaklúbbur — ÆFH — Minnztu ekki á þann fjanda. En ég veit ekki hvort þetta er nokkursstaðar eins hábölvað og hér í höfuð- staðnum. Annars er ég því mótfallinn að ræða það atriði út áf fyrir sig. Það vandamál, sem krefst úrlausnar er hve- nær og hvemig við getum breytt þannig pólitíkinni i landinu að slík stjóm eða stjómarstefna sé óhugsandi. Ég hugsa að þingið muni ræða viðhorfin frá þessu sjónarmiði. — Þú minntist á almenn æskulýðsmál. — Jú, það er vintaíilega dá- lítið teygjanlegt. Undir þennan lið fellur svo margt að of langt yrði að telja. Ég nefni aðeins mál. sem snerta uppeldi æskunnar og aðstöðu hennar til heilbrigðs skemmtanalífs og íþrótta. Eða nægir henni kannski að horfa á dátasjón- varpið! Skólamál og málefni iðn- nema munu rædd undir þess- um lið og að lokum má geta Framhald á 9. stðu ■4 ,rr^y Fréttir frá ÆFG nj- stofnaðri ÆF-deití Æskulýðssíðu Þjóðviljans barst kærkomið bréf nýver- ið. Kristján Guðmundsson formaður Fylkingardeildarinn- ar í Grafamesi sendi okkur línu um starf deildarinnar þar og næstu verkefni Birtum við bréf Kristjáns í heild. Grafarnesi 5/8 1964. V Kæru félagar. Eins og ykkur mun kunnugt var Æskulýðsfylkingin i Grund- arfirði stofnuð 17. júni síðast- liðinn. Stofnendur félagsins voru reyndar aðeins níu en síöan hafa allmargir bætzt í hópinn og er von á enn fleir- um svo að búast má við að félagatalan verði komin í þrjá- tíu með haustinu. Nokkur deyfð hefur ríkt i félagsmálum hér í Grundar- firði að undanfömu og var ætl- un okkar sem að stofnun þess- ara samtaka stóðu. að hressa1 dálítið upp á félagslífið. Einnig, sem reyndar er eitt aðalat- riðið, að gefa ungmennum hér fræðslu um sósialismann og þær hugsjónir sem hann er byggöur úr. Það hefur hindrað töluvert fundarhöld hjá okkur í félag- inu að félagsmenn eru önnum kafnir við ýmiskonar störf og þvi erfitt að ná mönnum sam- an til furidar. Nokkrir félags- manna fóru líka norður á sild rétt eftir stofnfundinn. Það hefur háð starfsemi okkar tölu- vert, að við höfum ekki eigið i húsnæði til afnota, en hefðum við það. gætum við stfgið stórt skref fram á við í félagsmál- um og um leið eflt félagíð til mikilla muna. Grafames er ungur staður i örum vexti. Hér er mjög mikið um ný hús og byggingar en ákaflega lítið um gamalt húsnæði. Eina ráðið til lausnar húsnæðisvandamálum okkar er þvi að koma okkur upp nýju húsi. Slíkt hús mundi kosta töluvert fé og höfum við þvi stofnað byggingarsjóð. Þann sjóð hyggjumst við efla með Fylkingarfréttir Um verzlunarmannahelgina lögðu Fylkingardeildirnar í Reykjavík og Hafnarfirði leið sína austur að Kirkjubæjar- klaustri. Stór langferðabifreið full af glaðlyndu æskufólki, hélt af stað kl. 2 stundvíslega á laugardag frá Reykjavík og áður en komið var austur á Selfoss mátti heyra á röddum ferðalanga, að engin „dauði og djöfuls nauð” átti að ríkja í þessari ferð. Er komið var yfir Markar- fljótsbrú skildu leiðir við Bakkus og hélt vínguðinn í hófi inn í Þórsmörk, en vinlaus ferðahópur Æskulýðsfylkingar- innar fór úr skarkala borgar- búa i friðsæla fegurð Skafta- fellssýslu. ■ Siveitin skartaði sínu feg- ursta í ágústsól. Langt var á áfangastað og því lítil viðdvöl höfð. Um kvöldið var tjaldað á fögrum árbakka í nágrenni Systrastapa. Fram eftir nóttu var sungið og farið í leik, auk gönguferða. Var góðstemmning á þessari kvöldvöku þetta kyrr- láta kvöld i nágrenní Klaust- urs. Á sunudag var gengið á Systrastapa, . sagan um nunn- urnar sögð, síðan nágrenni Klausturs skoðað. Einnig var ekið austur yfrir Lómagnúp. Um kvöldið var farið á „sveita- ball”. Deyfð var yfir dans- leiknum er komið var, en fjör íerðahópsins kom „galsa í mannskapinn”. Að dansleiknum loknum mátti heyra óminn á hlaðinu af t.d. lögum eins og: Go, home, Ami, Ami go home. Troð ei Fjallkonunnar fald o.s.frv. Á mánudag var haldið heim á leið. Vík, Dyrhólaey, Skóga- foss, Paradísarhellir og Selja- landsfoss urðu helztir merkis- staðir á vegi okkar. Söngur- inn hélt áfram að óma, þótt á þriðja dag, væri liðið. Ferða- langar sneru heim eftir erfiða en skemmtilega ferð syngjandi allt frá baráttusöngvum til bítilslaga. Og þegar ekið var gegnum bæinn var enn sungið af krafti og mikilli sigurvissu: Heyr, stormurinn þýtur, stund- in er komin, stormur, sem boðar oss frelsis- ins vor, Æskunttar hetjur með hrynj- andi söngva, o.s.frv. Á kveðjustund kvað aðeins við: „Sjáumst í Þórsmörk um aðra helgi”. Og nú er sú helgi óðum að nálgast. B Að kvöldi sunnudagsins 9. ágúst hélt Æskulýðsfylk- ingin í Reykjavík félagsfund. Til .umræðu voru ýmis merki- leg mál. Skal þar fyrst nefnt „Goldwater, kynþáttavanda- málið og afstaða fslands”. Miklar umræður spunnust um þetta mál eftir framsögu Gísla Gunnarssonar, sem fjallaði um hið þjóðfélagslega baksvið Goldwaterframboðs- ins og siðan þaer afleiðingar sem kjörið gæti af .sér ieitt fvrir okkar hernumda land. Áiyktun um þetta mál var birt í Þjóðviljanum í gær. Næsta mal á dagskrá voru félagsmál almennt og hélt Hrafn Magnússon, varafor- maður ÆFR framsöguerindi um málið. Eftir erindi Hrafns hófust umræður, sem ein- kenndust af framsýni og baráttugleði í senn. Veitingar voru framreidd- ar milli framsöguerindanna og umræður undir borðum. Allmargir nýir féiagar s gengu í féiagið. Kristján Guðmundsson formaður ÆFG frjálsri framlagningu félags- manna og með því að halda skemmtanir til ágóða fyrir hann. Hefur komið til umræðu að Æskulýðsfylkingin og Al- þýðubandalagið á staðnum standi að byggingunni sam- eiginlega. Slíkt væri mjög æskilegt bæði upp á samstarf þessara tveggja félaga og möguleikana að þetta mætti takast. Eitt af því, sem nokkuð ber á- í fari íslenzkra ungmenna er þekkingarleysi þeirra á sögu- legum og pólitískum fræðum. Sumir eru gegnsýrðir af göml- um kennisetningum og upp- hrópunum sem íhaldið hefur í áratugi tuggið í foreldra þeirra og þeir af þekking- arleysi og einfeldni apað eftir. Þeir hafa ekki minnstu hug- mynd um, að mikið af. þessum kennisetningum eða upphróp- unum, sem þeir gaspra með fá alls ekki staðizt. Það er því eitt aðalatriðið i framtíðar- stefnuskrá okkar að auka fræðslu ungmenna hér í þess- um efnum. Æskulýðsfylkingin í Grund- arfirði er sú eina hér á Snæ- féllsnesi en það er ætlun okk- ar að stuðla að því að deild- um verði komið á fót í hin- um kauptúnunum hér á nes- inu innan skamms. Náið sam- starf slíkra deilda í sókn. væri mjög heppilegt og gæti stuðlað að heillaríkari árangri í starfi okkar. Við erum bjartsýn á fram- tíðina og um leið og við send- um félögum okkar baráttu- kveðjur. vonum við að þeir taki undir þær kveðjúr með vaxandi dug og þori. Frá ÆFR SIgur3veinn D. Kristinsson 1 kvöld klukkan 20.30 kemur góðúr gestur í heimsókn í Tjarn- argötu 20. Sigursveinn D. Krist- insson ætlar að athuga með fé- lögum Rauöu söngbókina, og eru ferðafélagar sérstaklega hvattir til að koma og taka lag- ið. Leikið undir á píanó. ÆFR > i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.