Þjóðviljinn - 18.08.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.08.1964, Blaðsíða 10
ÞJÓÐVILJINN bvo framarlega sem Bresach væri ekki bezti leikari í heimi, þá stædi hann ekki í neinu sam- bandi við hvarf Veronicu. Það var nokkur huggun. Það útilok- aði næstum möguleikann á of- beldi, en samt sem áður var Veronica horfin. Nú varð á- byrgðartilfinning Jacks gagnvart stúlkunhi blandin gremju. Ef hún var ekki dauð, hefði hún að minnsta kosti getað sent honum boð. Nema .... Nema hvað? Fyrrverandi elskhugar voru ekki eina hættan sem ung- ar stúlkur gátu orðið fyrir í Róm eða annars staðar. Það kom svo sem margt til greina. rán og boð og auk þess hversdagslegar hættur svo sem bílslys eða ó- vænt veikindi. Ef Veronica lægi nú meðvitundarlaus á spítala, ■væri engin ástæða til þess fyrir yfirvöidin að gera Jack eða Bresach aðvart. En hvað svo sem fyrir hafði komið, þá vissi Jack, að hann gat ekki farið burt úr borginni án þess að #iafá fúndið hana. — Ég bar upp spumingu við yður, hrópaði Bresach. Hvað ér það sem þér viljið mér? — Ég vil að þér hjálpið mér að finna hana. sagði Jack. Bresach horfði þungbúinn á hann. Svo fór hann að hlæja. Hláturinn lét næstum í eyrum eins og niðurbældur hósti. Drott- inn minn góður, sagði hann. Þetta er nú kvenmaður í lagi, ha? Hvemig dettur yður í hug að ég fari að hjálpa yður að leita að henni? — Ef við finnum hana ekki, sagði Jack, þá eru engar líkur til þess að þér fáið hana aftur. Viprur fóru um munnvik Bresachs. Augu hans voru köld og asðisleg þegar hann stóð kyrr og starði á Jack. Jaek minnt- ist þess hve litlu hafði munað að Brescah beitti hnífnum fyrsta kvöldið og hve lftið þyrfti til að hann beitti honum nú. — Gott og vel, sagði Bresach hásum rómi. Allt í iagi, vesæli og útsmogni glæpamaður. Ég skal hjálpa yður. — Ágætt, sagði Jack rólegri röddu. Hlustið nú á — þér HáRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18. III. h. (lyfta) — SlMI 23 6 16. P E R M A Garðsenda 21. — SlMI:- 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN. — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SlMI: 14 6 62. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — slMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. þekkið vini hennar. Við skulum byrja á að hringja til þeirra. Bresach settist þreytulega. Það var eins og orka hans kæmi í snöggum slitróttum gusum. Ég er búinn að hringja í þá alla, sagði Jack. Hvað um ættingja hennar? Þér sögðuð mér að þeir byggju í Flórens og hún færi bangað í heimsókn um hverja helgi. — Móðir hennar og systir eiga heima í Flórens, sagði Bresach. Hjá eiginmanni systurinnar. En nú er ekki helgi. — Hafið þér símanúmer móð- urinnar? — Það er enginn sími hjá móður hennar, sagði Bresaeh. Ég hef aldrei getað hringt til hennar. Þeir fóru í lítið hótel í ná- grenninu til að senda skeytið. Max fór með þeim. Nú var Jack orðinn feginn návist hans; hann var eins konar höggdeyfir milli hans og Bresach. Bresach hafði farið' í úlþTjiíá ' sína ufanyfir skyrtuna og Max, sem átti ekki neinn yfirfrakka, hafði bara vafið rauðum ullartrefli um hálsinn og sett upp loðinn', mosagrænan hatt. Maðurinn við afgreiðsluborðið var önnum kaf- inn við að afgreiða tvo sviss- neska ferðamenn í svörtum leð- urfrökkum og þeir höfðu nægan tíma til að semja skeytið. — Ef ég undirskrifa það, sagði Bresach. og Veronica er hjá beim éða þær hafa samband við hana, þá svara þær alls ekki. Þeim er að minnsta kosti lítið um mig gefið, þótt þær hafi aldrei hitt mig. vegna bess að ég er vesæll heiðingi eða ætla mér eitthvað með Veronicu eða ég veit ekki hvað, og þær verða himinlifandi ef þeim gefst tæki- færi til að ná sér niðri á mér . . Hann leit íhugandi áJack. Hald- ið þér að Veronica hafi talað um yður við fjölskyldu sína? — Það efast ég um. sagði Jack. ^ — Nei, stúlkur fara ekki heim til sín og segja mæðrum sínum að þær sofi hjá eiginmönnum annarra kvenna. Og ef þér und- irrituðuð það skýringalaust, þá vissu þær ekkert. hvað væri á seyði. Enda kærum við okkur naumast um að gera fjölskyld- una hrædda svo að hún hringi á lögregluna, eða hvað? Hann brosti illkvitnislega til Jacks. Og svo yrðuð þér spurður: Og hvert var samband yðar nákvæmTega við þessa ungu stúlku. herra Andrus? — Við förum til lögreglunnar ef þess gerist þörf, sagði Jack. Hann hugsaði sig um andartak. Svo tók hann eyðublað af borð- inu og skrifaði: — Vinur dóttur yðar Jean-Batiste Despiére, hefur sagt mér að hún hafi á- huga á vinnu hjá ferðaskrifstofu í París. Skrifstofan, sem ég hef samband við. hefur þörf fyrir unga stúlku sem getur talað ítöslsku, frönsku og ensku. Gæt- uð þér símsent mér heimilisfang og simanúmer dóttur yðar, svo að ég geti náð sambandi við hana? Svo sknfaði hann nafnið sitt undir og nafnið á gistihús- inu. — Þetta ætti að duga, sagði harm og réttl Bresach bjaðið. Þér verðið að þýða það. Bresach las það. Hún talar Hka spænsku, sagði hann. — Skrifið það þá Ifka. — Saknað á fjórum tungumál- um, sagði Bresach. Hann hristi höfuðið. Gorgeirinn og yfirlætið var horfið úr framkomunni og hann sýndist hryggur og hjálp- arvana. Hann þýddi skeytið og rétti manninum bakvið af- greiðsluborðið og neitaði að láta Jack borga. Ég hef meiri áhuga á því að finna hana en þér, sagði hann þrózkulega. — Hvað sem þér segið. Jack og ungverjinn stóðu við lítinn neonlýstan og krómaðan bar með stórri, gylltri espresso- vél. Síminn var innst í bamum og þeir sáu Róbert stinga hverri myntinni af annarri í raufina og velja hin ýmsu númer, bera upp erindið þolinmóður og leggja síðan tólið á og byrja upp á nýtt. Jack drakk konjak og ung- verjinn vermóð. Á móti bam- um var amerísk spilavél og hóp- ur ungra manna stóð umhverf- is hana. Vélin gaf frá sér ískur- hljóð og klukkur hringdu þegar boltinn hitti stólpana. — Hann er hjartahlýr piltur, sagði Max og benti á Róbert. Það er ekki oft sem maður rekst á þvílíka hjartahlýju hjá svona ungum manni. Ég hef þekkt hann í meira en ár og hann hefur fætt mig og klætt og nú hefur hann tekið mig inn á 47 heimili sitt. Þótt við verðum að sofa í sama rúmi. En hann vissi. að ég yar með fjórum öðr- um í herbergi og svaf á gólfinu. Ég verð að viðurkenna að hann gerbreytti áliti mínu á Banda- ríkjamönnum. — Varið yður. sagði Jack og drakk sætt konnjakið. Það em ekki allir Bandaríkjamenn þann- ir. Svo bætti hann við: Guði sé lof. — Hann er ungur og fæddur til aó þjást, sagði Max hljóðlega. Þess vegna er hann viðkvæm- ur fyrir þjáningum annarra. Þetta er afleitt með þessa stúlku. Hann elskar hana alltof heitt. Alltof heitt. Það var áreiðanlega þess végna sem hún fór frá hon- um. Þeir sem elska svona heitt verða að geta Teynt einhverju af því. Til að vemda sjálfan sig. Hann vildi eiga hvert and- artak lífs hennar. Og það er ekki hægt. Maður getur drukkið vin ástarinnar, en maður verður líka að skilja dálítið eftir í glas- inu. Jack leit með undrun og virð- ingu á manninn. Það sem Max hafði sagt virtist honum í svip- inn eitt hið skynsamlegasta sem hann hafði nokkum tíma heyrt sagt um efnið ást. Segið mér, sagði hann. hvemig stendur á því að þér talið ensku svona vel? Max brosti. Ég er fimmtíu ára, sagði hann. Þegar ég var lítill drengur var fjölskylda mín efn- uð. 1 þá daga hafði rika fólkið enskar barnfóstrur. Og auk þess gekk ég í skóla í Englandi í tvö ár. — Voruð þér í UngverjaTandi á stríðsárunum? spurði Jack forvitnislega. Hann bar þessa spumingu fram við aTla Evrópu- menn sem voru frá löndum sem barizt höfðu með Þjóðverjum í stríðinu. — Nei, sagði Max. Ég var ekki í Ungverjalandi öll stríðs- árin. Ég komst þaðan árið 1943, meðan enn var hægt að hreyfa sig dálítið um Evrópu. Ég fór til Austurríkis og eina nóttina fór ég með leynd yfir landa- mærin til Sviss. — Var það eins auðvelt og það hljóðar? spurði Jack tor- tryggiin*. — Ekki alveg. Ég mútaði jám- brautarstarfsmanni og hann læsti okkur inni í farangurs- vagni. — Okkur? sagði Jack. Hvað voruð þið mörg? — Sjö, sagði Max. Konan mín og systir mín og maðurinn hennar og þrjú böm. Ég gaf varðmannimrm flösku af konj- aki og hálfan pakka af sígar- ettum. Meira áttum við ekki. — Sjö mannslíf, hugoaði Jack, fyrtr flösku af konjaM og tíu sigaretbur. Verðið hefur hækkað síðan. — Svissiendíngamir voru að- dáunarverðir, sagði Max til að halda uppi vömum fyrir Evr- ópu. Hann brosti ögn. Að vísu átti fyrirtæki mitt dálitlar inn- eignrr í landinu og við gátum borgað fyrir okkur. Þeir leyfðu mér að velja mér dvalarstað. Ég valdi skfðahótel. Ég var býsna duglegur á skíðum að stríðinu loknu. — Og svo fóruð þér aftur heim til UngverjaTands? — Já, auðvitað, sagði Max. Við áttum tvær stórar verk- smiðjur — ullarverksmiðjur — og ég fékk þær aftur. Um tíma. Þegar kommúnistamir tóku þær, varð ég kyrr sem Verksmiðju- stjóri. En mér líkaði það ekki þegar frá leið og svo fór ég yf- ir landamærin í uppreisninni. Mér hefur alltaf þótt vænt um ítalíu. — Er konan yðar með yður í Róm? spurði hann. — Ned, sagði Max. Hún dó fyrrr fimm ámm. I Ungverja- landi. Ég er aleinh. Bresach kom aftur að bam- um úr símaklefanum. Enginn hefur séð hana sagði hann. Og hvað nú? — Fáið yður drykk. sagði Jack. Yður veitir vist ekki af. 1 þetta sinn fengu þeir konjak aTTir þrír. Jack horfði á hina mennina tvo — álúta. fræði- mannslega manninn með miTdu röddina og rauða trefilinn, og örvílnaða og örþreytta unga manninn. Honum fannst hann tengdur þeim. bera ábyrgð á þeim. ATlt í einu fannst honum bað lífsnauðsyn fyrir sig að sjá um að þeir þyrftu ekki að skiTj- ast að. Og auk þess vissi hann að hann yrði að fresta eftir mætti þeirri stund að hann væri aleinn með nóttinni. Mér dettur nokkuð í hug, sagði hann. Það er kominn tími til að fá sér eitt- hvað að borða. Leyfið mér að bjóða ykkur upp á kvöldverð. Max leit rannsakandi á Bres- ach. Því ekki það? sagði Bres- ach. Af hverju skylduð þér ekki gefa okkur að borða? Það er bað minnsta sem þér getið gert. Far- ið með okkur á góðan veitinga- stað. Þeir fengu meira konjak og fóru svo að borða kvöldverð. 17. KAFLl Bresach valdi veitingahúsið. Hann hafði aldrei komið þang- að, en hann hafði einu sinni heyrt Veronicu minnast á það. Veronica hafði sagt að sér þætti það leiðinlegt og myndi aldrei fara þangað aftur. Bres- ach ákvað að fara á þetta veit- ingahús sökum þess að ef Ver- onica væri ennþá í Róm og vildi forðast þá staði sem hún hafði farið á með Bresach eða Jack, þá myndi hún ef til vill velja þennan stað. Hún var þar ekki. Þetta var lítið og hversdags- Tegt veitingahús og maturinn var hvorki verri né betri en gerðist á hundrað öðrum álíka stöðum í borginni og Jack hlaut að vera sammála Bresaoh um það, að Veronica hlyti að hafa KRYDDRASPIÐ FÆST f NÆSTU BÚÐ Þriðjudagur 18. ágúst 1964 SKOTTA „Þetta er meira púlið . . . Ég vildi óska þess að þú segðir mér að Iaga til í herberginu mínu, áður en það verður svona útlítandi.* íbúBir óskast 2 íbúðir með húsgögnum 2—4 herb. óskast hið fyrsta til lengri tíma handa norskum og bandarískum flugstjórum Loftleiða. Uppl. í starfsmannadeild sími 20200. IBnskólinn i Reykjavík Innritun fyrir skólaárið 1964 — 1965 og námskeið í september, fer fram í skrifstofu skólans dagana 20. til 27. ágúst kl. 10 — 12 og 14 — 19, nema laug- ardaginn 22. ágúst. Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og öðrum haustprófum hefjast þriðjudaginn 1. sept- ember. Við innritun skal greiða skólagjald kr. 400,00 og námskeiðsgjöld kr. 200,00 fyrir hverja námsgrein. Nýir umsækjendur um skólavist skulu leggja fram prófvottorð frá fyrri skóla og námssamning. Skólastjóri. Flugsýn h.f. simi 18823 FLUGSKOLI Kennsla fyrlT einkaflugpróf — atvinnuflugpróí. Kennsla f NÆTURFLUGI VFIRLANDSFLUGI BLINDFLUGI. Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar i nóvember og er dagskóli — Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf, vor og haust FLUGSYN h.f. sími 18823. ------------------------------------ AugiýsiB i ÞjóBviljanum * 4 «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.