Þjóðviljinn - 18.08.1964, Síða 12

Þjóðviljinn - 18.08.1964, Síða 12
>,< V ^ " ••• #. y, / r -r r •/•■J A /•</• •>•>. <-V * MftJÍ •■■•< W“yi-• 'Ss Hér voru KR-ingar aðþrengdir og Hörður Felixson bjargar naum lega með því að skalla yfir markið. — (Ljósmynd Bjamleifur). UVERPOOL LÉK SÉR AD KR OG VANN 5:0 DMUINN Þriðjudagur 18. ágúst 1964 — 29. árgangur — 184. töl/ublaö. __N___________________ Heilbrigðisyfir- völdin rannsaka ,maðkamálið' á ný ■ Þjóðviljinn sendi tíðindámann á stúfana í gær til eft- irgrenslana um „Brúarfossmálið" svonefnda. Fátt reyndist unnt að fá nýtt um málið nema fréttatilkynningu frá borg- arlækni um að ný sýnishorn hefðu verið tekin af korn- inu. Ennfremur segir í tilkynningunni að ákvörðunar sé að vænta að athugun lokinni og þá muni vérða haft sam- band við hlutaðeigandi ráðuneyti um ráðstafanir. Það fór eins og almennt var spáð að meistar- amir frá Bretlandi mundu vinna auðveldan sigur yfir KR. Þrátt fyrir mikinn baráttuvilja KR-inga og tilraunir til að „þétta“ svo vamarleikinn sem hægt var, tókst þeim ekki að hindra að Liver- pool skoraði 5 mörk og gefur það ekki rétta mynd af gangi leiksins. Um 10 þós. manns á Laugar- dalsvellinum í gærkvöld Um 10 þúsund manns komu að horfa á leik Liv- erpool og KR á Laugardalsvellinum í gærkvöld, og er langt síðan annar eins mannfjöldi hefur verið þar saman kominn. Menn ræddu um það þegar þeir gengu út af vell- ingum að ekki væru KR-ingar alveg slyppir eftir kvöldið, þótt þeir hefðu tapað fyrir Liverpool — segja mætti að þeir hefðu tapað í leiknum en grætt á leiknum. Ekki er f jarri lagi að gizka á að brúttó- tekjur hafi numið nær 1 miljón króna. Fyrri hálfleikur endaði með aðeins -1:0 fyrir gestina, og gat það ekki minna verið eftir gangi leiksins. Það var eins og maður hefði það á tilfinningunni að þeir lékju ekki með fullum t hraða, og eins og þeir kysu að leika með knöttinn alla leið i inn í mark KR. Langskot voru : sárafá og var sem maður efaðist1 um það að liðið setti þser stór „kanonur” sem svo. oft hefur verið um talað. Þetta breyttist í síðari hálfleik, þá tóku þeir fram stórskytturnar og skor- uðu nokkur glaesileg mörk af löngu færi úr hörkuskotum. Yfirburðir á öllum sviðum Þetta brezka meistaralið var á öllum sviðum knattspymunn- ar betra en KR, og má segja að það sé ekki þakkarvert þar sem um atvinnumenn þrautþjálf- aða er að ræða. Var leikur þeirra mjög skemmtilegur, knatt- meðferð þeirra öll ákaflega skemmtileg, og samleikur léttur og leikandi. Hraði þeirra yfir- leitt mun meiri en KR-inga, og nákvæmni í sendingum var mikil, enda gekk það oft þannig til að KR-ingar komu ekki við knöttinn langtímum saman, og hlupu milli manna, sem mest þeir máttu og fengu lítið að gert. Af hálfu Liverpool var þetta sannarlega kennslustund í knatt- spyrnu á margan hátt, og þar var engu fagi gleymt. Hvort yngri og eldri knattspyrnumönn- um tekst að tileinka sér eitt- hvað af því sem þeir sýndu, er svo annað mál. Á voru landi eru ýmsar aðstæður sem gera þetta erfitt, ástæður sem sumpart eru viðráðanlegar og aðrar þannig að lítið verður við þær ráðið eins og er. f þesum leik var aldrei nein spenna, til þess var leikurinn of ójafn, og þótt Liverpqol sýndi góða knattspyrnu í fyrri hálf- leik var leikurinn ekki skemmti- legur, það vantaði mörkin sem settu svip sinn á leikinn, mörk, sem samsvöruðu þeim leik sem þeir sýndu úti á vellinum, þ.e. a.s. á vallarhelmingi KR, en þar fór leikurinn fram að mestu leyti. Síðari hálfleikur var mun skemmtilegri. Þá voru skoruð 4 mörk og flest þeirra góð. Gangur lciksins Þegar á annarri mínútu skora Bretarnir fyrsta mark sitt, og var sem mönnum fyndist þeir ætla að byrja nokkuð tímanlega að „stafla” mörkunum. Var það Hunt sem komst upp að enda- mörkum og sendi knöttinn fyrir mjög laglega en á markteig stóð Wallage frír og hafði ekki mikið fyrir að senda knöttinn Framhald á 9. síðu. Bjariii Felixson sést hér bcrjast um knöttinn við Callaghan h. útherja Liverpool. (Lm. Bjaml.). Leikurinn í tölum Hér á eftir fer yfirlit um nokkur atriði Iciksins í keppni Liverpool og KR. Þess skal getið, að 8 af skotum Liverpool-manna á mark KR geiguðu og fór knötturinn fram hjá marki og þannig fór einnig með eitt af markskotum KR- inga. 1 svigum eru tölur í fyrri hálfleik: Skot á mark 21 (8) 3 (0) Hornspyrpa 9 (5) 4 (0) Innkast 20 (11) 19 (11) Aukaspyma 4 (1) 3 1) Rangstaða 1 (0) 3 (1) Óbein aukasp. 1 (0) 0 Enn berast tíðindi af ,3rúar- fossmöðkunum". Þjóðviljitm birti á laugardaginn frásögn af skordýrum þessum þar sem þau voru stödd inn í Herskálahverfi í hænsnabúi Bakarameistarafé- lags Reykjavíkur. Blaðið reyndi að fá fleiri upplýsingar um þetta „maðkamál“ í gær en gekk heldur stirt. Mjólkurfélag Reykjavíkur var fyrsti aðilinn, sem við leituðum til og áttum þar tal við Odd Jónsson. Oddur sagði að fleiri aðilar en Mjólkurfélagið hefðu fengið af þessari vötfusendingu og áleit hann að frásögn Þjóð- viljans af pöddunum í hænsna- búinu gæti komið þeim mis- skilningi af stað að Mjólkurfé- lagið eitt sæi um dreifingu á þessum vamingi. Innflytjandi fyrirfinnst enginn! Eimskipafélag Islands er, eins og öllum mun kunnugt eigandi m.s. Brúarfoss. Þess vegna rædd- um við þetta mál við forráða- mann þar og inntum hann eftir því hver væri eigandi tiltekins kornfarms. Ekki voru á reiðum höndum svör við þeirri spurn- ingu en aðspurður sagði hann, að hann áliti mál þetta með öllu komið úr höndum forráða- manna Eimskipafélagsins. Blaðið sneri sér þessu næst til Innflytjendasambands Islands en þaðan fengust þær upplýsinga’- einar að Innflytjendasambandið hefði haft óvenjulitinn hluta sendingarinnar á sínum snærum og gæti verið að SlS hefði át1 einhvem hluta sendingarinnar. Enn reyndi Þjóðviljinn að fá fréttir af málinu og hafði tal af Sambandinu en þar var upplýst að SlS væri hætt að flytja með skipum Eimskipafélagsins og ætti þv£ ekkert í komfarmin- um. Nú var úr vöndu að ráða og leituðum við næst hófanna hjá Framhald á 9. síðu, DRENGUR SLASAST Það slys varð um fimmleyt- ið í gærdag að 6 ára drengur, Þórir Sigurðsson. féll ofan af skúr við Skarphéðinsgötu hér í borg og slasaðist nokkuð. Þórir var fluttur á Slysavarðstofuna og síðan á sjúkrahús. Utanríkisráðherra heimsækir Finnland ■ I gaer barst Þjóðviljanum fréttatilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu þar sem segir að Guðmundur í. Guð- mundsson utanríkisráðherra og frú fari í dag í fjögurra daga opinbera heimsókn til Finnlands en utanríkisráð- herrahjónin hafa sem kunnugt er nýlokið opinberri heim- sókn til Noregs- Fréttatilkynningin er svohljóðandi: Utanríkisráðherra Guðmund- ur 1. Guðmundsson og kona hans Rósa Ingólfsdóttir fara á morgun í opinbera heimsókn til Finnlands. Heimsóknin mun standa yfir í 4 daga, og hefur dagskrá heimsóknarinnar verið ákveðin á þessa leið: Utanríkisráðherrahjónin munu koma til Helsingfors laust eftir kfl. 11 á morgun 18. þ.m., og munu þar taka á móti þeim finnskir ráðamenn. Eftir hádeg- ið mun utanríkisráðherra svo heimsækja finnska utanríkisráð- herrann, Hallama, fc-rsætisráð- herrann, Letho og verzlunar- og iðnaðarmálaráðheiTann, Mattila. Þvi næst verða skoðaðir merk- ir staðir í Helsingsfors. Ki. 19 um kvöldið hefur svo finnski utanríkisráðherrann kvöldverð- arboð. Miðvikudaginn 19. ágúst fara utanríkisráðherrahjónin í hádeg- isverðarboð, sem Kekkonen Finnlandsforseti heldur þeim á sveitasetri sínu. Gullranda, en það er um 2 klukkustunda bíl- ferð frá Helsingfors. Um kvöld- ið býður Norræna félagið til kvöldverðar. Fimmiudaginn 20. ágúst verð- ur flogið tíl Kuopis og komið þangað um kl. 10 f.h. Bær þessi, sem er um 300 km. horöaustur frá Helsingfors, er nýtízku iðn- aðarborg og jafnframt eru þar einhver mestu vatnasvæði Finn- lands. Verður bærinn skoðaðaur, þar á meðal verkamannabústað- ir, en bví næst býður bæjar- stjórnin til hádegisverðar. Að honum loknum verður farið í um 2 klukkustunda vatnaferð. Ráðgerð er mótttaka hjá ,,lands- höfðingja", en að henni lokinni verður flogið aftur til Helsing- fors. Föstudaginn 21. ágúst verður fyrrihluta dagsins varið í heim- sókn sveitabæ í nágrenni Helsingfors, en eftir það býður Helsingfors-borg til hádegis- verðar. Um kvöldið halda utan- ríkisráðheiTasjónin kvöldverð- arboð og lýkur þar með hinni opinberu heimsókn í Finnlandi. I fylgd með utanríkisráðherra- hjónunum verða Árni Tryggva- son, ambassador Islands í Finn- landi, og kona hans Sigrún ög- mundsdóttir, U tanríkisráðuneytið, Reykjavík, 17. ágúst. •1 >

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.