Þjóðviljinn - 19.08.1964, Blaðsíða 4
I
q síoa
ÞIÓÐVILIINN
Miðvikudagur 19. ágúst 1964
Ctgefandi: Sameinmgarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjðrí Sunnudags: Jón Bjarnason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiöja, Skólavörðust 19,
Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði.
Taíarlausar ráðstafanir
j^|orgunblaðið hefur nú tekið að sér að svara
málaleitun Alþýðusambandsins um skattamál-
in fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, enda þótt ríkis-
stjórnin hafi enn ekki tekið opinbera afstöðu til
bréfs Alþýðusambandsins um viðræður um þessi
mál. C)g kveðjurnar sem launþegar fá hjá Morg-
unblaðinu eru heldur snubbót'tar; þar er sagt stutt
og laggott, að tekjurnar séu orðnar svo háar, að
launþegum sé engin vorkunn að bera þau gjöld,
sem á þá hafi verið lögð. Hins vegar segir Morg-
unblaðið í leiðara sínum í gær, að „forstjórar og
athafnamenn" séu oftlega svo illa haldnir í laun-
um, að þeir jafnist engan veginn á við ýmsa iðn-
aðarmenn og sjómenn. Er greinilegt, að blaðið tel-
ur tekjur þessara stétta alltof háar miðað við „for-
stjóra og athafnamenn", enda sýnir skattskráin
það svart á hvítu, að fjöldinn allur af útgerðar-
mönnum ber ekki helrpings útgjöld á við sjómenn-
ina, og forstjórar fyrirtækja eru iðulega skatt-
frjálsir að kalla borið saman við undirmenn sína.
En þær raddir hafa raunar heyrzt, ekki aðeins frá
stjórnarandstæðingum heldur einnig fá, málsvör-
uni stjórnarflokkanna, að aðrar orsakir en raun-
verulega lágar tekjur kunni að valda því, hve
,',fðrstjórar og athafnamenn“ bera lág opinber
gjöld,
Jjað er líka hin herfilegasta blekking, þegar Morg-
unblaðið heldur því fram, að hin háu útsvör
og skattar sýni að launajöfnuður sé orðinn mikill
, hér á landi og menn lendi af þeim sökum í hærri
skattstigum. Það er fyrst og fremst óðaverðbólga
viðréisnarinnar, sem hér er að verki. Tekjuaukn-
ingin er „verðbólguaukning“, eins og Gylfi Þ.
Gíslason viðskiptamálaráðherra komst að orði í
umræðunum um skattamál í útvarpinu í fyrra-
kvöld. Bæði kauphækkanir launþega og síaukin
yfirvinna hafa verið nauðvörn gegn dýrtíðarflóð-
inu. Breytingarnar, sem gerðar hafa veið á skatt-
stiganum hafa hins vegar ekki verið í neinu sam-
ræmi við verðbólguþróunina. Fleiri en verðminni
viðreisnarkrónur, sem launþegar hafa fengið í
sinn hlut, eru ekki dæmi um launajöfnuð í þjóðfé-
laginu. Verðbólgan hefur einmitt verið nýtt til
hins ýtrasta til að gera alls kyns „athafnamönn-
um“ hægara um vik að komast yfir síaukinn hluta
þjóðarteknanna.
| umræðunum um skattamálin í útvarpinu á
mánudagskvöld viðurkenndu Gunnar Thor-
oddsen og Gylfi Þ. Gíslason báðir, að opinber gjöld
alls þorra landsmanna væru nú til muna hærri
en gert hefði verið ráð fyrir við breytingarnar á
skatta- og útsvarslögunum í vetur. Ríkisstjórninni
er að sjálfsögðu í lófa lagið að endurskoða slíka
skattheimtustefnu, og gera ráðstafanir til að létta
umframálögum af skattþegnunum. Það er ekki
nóg að viðurkenna ranglætið og lofa upp í ermina
sína endurbótum einhverntíma í framtíðinni,
heldur verður að sýna viljann í verki með tafar-
lausum ráðstöfunum til að létta ok skattabyrð-
Emst Busch
syngur
Þetta bréf er skrífað til
þess að vekja athygli unn-
' enda alþjóðlegra baráttu-
söngva verkalýðsins á út-
gáfu ,,Annála fyrri hluta
tuttugustu aldar í ljóðum.
ballöðum og kantötum” á
plötum með hinum heims-
fræga Ernst Busch.
Sú saga er sögð, að Brecht,
Eisler og Busch hafi átt það
til á sínum yngri dögum að
skreppa á krár. Þá er þeir
höfðu drukkið úr fyrstu koll-
unum, segir sagan, hafi and-
inn stundum komið yfir þá —
oftast baráttuandinn. Þá hafi
Brecht í skyndingu samið
kvæði og Eisler lag við kvæð-
ið og að sjálfsögðu hafi Busch
ekki látið sitt eftir liggja held-
ur sungið þama á knæpunni
nýja kvæðið við hið nýja lag
á sinn meistaralega hátt. Hermi
sagan ef til vill ekki rétt
frá atburðum, þá er gaman að
sjá hvað alþýðán á til með að
•flétta sögum um séníin sín.
Afstaða þeirra til listarinnar
kauf þá ekki í menn og lista-
menn. Þeir lögðu fram sinn
skerf í baráttu dagsins og
fundu það alls enga niður-
lægingu við listgrein sína.
Raddbrigði þessa ómetanlega
söngvara koma fram, hvort
sem hann syngur byltingar-
söngva. ljóðræn kvæði eða fer
með háð. Sumir segja að rödd
hans sé málmkennd og jafnvel
eilítið hrjúf. Vanþekking mín á
þessu sviði leyfir mér ekki að
rita langt mál um það í hverju
töfrar Busch liggja. Ég get
aðeins sagt: Þegar Ernst Busch
syngur . . .
Á ævisögu Busch kann ,ég
einnig lítil skil. Hann mun þó
á yngri árum hafa sungið mik-
ið á búllum, kabarettum og
fundum alþýðustétta, Einnig
ferðaðist hann um Sovétríkin
og söng baráttusöngva. Hann
tók þátt í Spánarstyrjöldinni
og var í útlegð á nazistatíma
Þýzkalands. Hann lék einnig
fyrir og eftir þann tíma ýmis
hlutverk í leikritum róttækra
Tilgangur þessára skrifa var
að vekja athygli manna á Is-
landi sem kunna að meta vel
með farin baráttuljóð, á þeim
plötum sem nú eru að koma út
í Þýzka alþýðulýðveldinu með
ljóðum sungnum af Busch
Útgáfa þessara platna er al-
veg einstök og vildi ég skýra
nokkuð frá sögu hennar. Á út-
legðarárum sínum samdi Busch
þá áætlun, að gefa út ,.Annála
þýzkrar verkalýðshreyfingar í
ljóðum” með aðstoð Egon Erw-
in Kisch. En áætlunin fór meira
og minna út um þúfur, þegar
nazistarnir réðust á Belgíu. Þó
komu nokkrar plötur út eins
og ,,Canciones de las Brigadas
Internacionales” með inngangs-
orðum eftir Heinrich Mann.
Eftir stríðið hófst framkvæmd
áætlunarinnar á enn hærra
stigi. þegar Eisler lagði til við
listaakademíuna að taka alla
söngva Busch upp á segulband.
Nú er hafin umfangsmikil út-
gáfa á söngvum Busch í sér-
stakri plötuútgáfu,, sem kennd
er við ;,Aurora” (en titill henn-
ar var gefinn af Brecht) og
mun hún aðeins hafa að geyma
söngva sungna af Busch. Ernst
Busch æfir nú alla daga með
hljómsveitum, kórum. hörpu-
slögurum, segulböndum og yf-
irleitt öllum þeim tækjum,
sem fullkomna megi verk hans,
sem er engin smásmíði: ,,Ann-
áll fyrri hluta tuttugustu ald-
ar í Ijóðum, ballöðum og kant-
’ðíiíijn”'*'íessl aiinalf!r'mun án
efa verða einstakur í sinni röð'
og hafa að geyma yfir 200
söngva.
Þegar hafa birzt 5 plötur —
og keppast erlend fyrirtæki um
að fá útgáfuleyfi fyxir þeim.
Þar ber fyrst að geta tveggja
áðumefndra platna með söngv-
um frá Spánarstríðinu. nú í út-
víkkaðri útgáfu með uþptökum
frá 1938, 1940 og 1946. Útgáfan
er sem stór og falleg leikskrá,
yfir 30 blaðsíður og eru plöt-
umar hluti af henni. Hún hef-
Framhald á 9. siðu.
anna.
b.
Otifundur sem haldinn var í Aþcnu á vegum E.F.E.E. (Gríska st údentasambandsins) þar sem rektor háskólans og prófessorar kröfft-
ust þess að endurskoðuð væri afstaða Grikklands gagnvart bandamönnum sínum og að Grikkir segðu sig úr Altanzbandalaginu.
„Við eigum aðra volduga vini“, sag ði háskólarektor og átti þar við Sovétríkin. |
Kýpur—Nató — SÞ
'mlíih
Skaðbrennit Iík ungs Kýpurbúa sem varð fyrir napalmsprengju i
loftárás Tyrkja.
Það er enn ólga á Kýpur.
Blöðin þar krefjast þess af
Makariosi að hann fari til
Moskvu. En í Aþenu leggja
Bretar og Bandaríkjamenn fast
að Papandreú að fallast á tillög-
ur Achesons. (Frá því hefur
verið skýrt að þessar tillögur
geri ráð fyrir sameiningu
Kýpur og Grikklands, gegn því
að Grikkir látl af hendi við
Tyrki eina eða tvær eyjar og
Tyrkir fái herstöð á Kýpur á
vegum Atlanzhafsbandalags-
ins. — Aths. Þjóðviljans) Þess-
ar tillögur ætlaði Tuomioja að
leggja fyrir grísku stjómina i
Aþenu í dag sem sínar eigin.
Jafnframt hóta Tyrkir brott-
rekstri allra Grikkja úr Tyrk-
landi ef grískir Kýpurbúar
hverfa ekki á brott úr Mass-
úrahéraði. En þessi vélráð Atl-
anzsbandalagsins munu mis-
takast. 1 Grikklandi eru dag-
lega haldnir fjöldafundir til
að krefjast þess; af stjóm
Papandreú að húp standi við
hlið Kýpurbúa og fallist ekki
á neingr tillögur,' heldur bíði
þess að allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna komi saman.
Napalmsprengjur þær sem
merktar eru eign bandaríska
flughersins og brennt og myrt
hafa hundmð saklgusra kvenna
og barna geta ekki knúð fram
ncina lausn Kýpurdeilunnar.
Það liggur í augum uppi að
það er aðeins næsta allsherj-
arþing SÞ sem -.getur gefið
gefið Kýpurbúum færi á að
neyta sjálfsákvörðunarréttar
síns. 17. ágúst. — T.E.
i