Þjóðviljinn - 19.08.1964, Page 3
. Ihudagur 19. ágúsl 1964
MÚÐVILJINN
SIÐA 3
Lagt fast að Grikkjum að
draga ekki lið frá Nató
Aðflufningsbanni aflétt á Kýpur
PARÍS, NICOSIA 18/8 — Eins og kunnugt er af
fréttum hefur gríska stjórnin tilkynnt það, að hún
muni kalla heim mikinn hluta hersveita sinna í
Atlanzhafsbandalaginu, og gildir þetta jafnt um
landher, flugher og flota. Lemnitzer, yfirmaður
herliðs bandalagsins, hefur nú sent grísku stjóm-
inni orðsendingu og lagt fast að henni að hætta
við þessar fyrirætlanir.
Fréttir af þessum tilmælum
Lemnitzers bárust frá París í
dag, en ekki er enn kunnugt um
Kaninn vilj'ugur
að borga brúsann
LEOPOLDVILLE 18/8 — G.
Hennen Williams, varautanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, gaf
það í skyn í dag, að Bandarík-
in gætu hugsað sér að greiða
kostnaðinn af setu afríkansks
herliðs í Kongó. Áður hefur ver-
ið tilkynnt, að Moise Tsjombe,
forsætisráðherra í Kongó, hafi
beðið Líberíu, Eþíópíu, Senegal
og Madagaskar um herlið til
þess að vinna bug á uppreisn-
armönnum í landinu.
NÝR FORSETI
í LÍBANON
BEIRUT 18/8 — Menntamála-
ráðherrann í Libanon, Charles
Helou, verður að öllum líkind-
um 'fjórði forseti landsins. Það
er þjóðþingið, sem forsetann kýs
og er talið fullvíst, að Helou
hljóti meira en tilskilda tvo
þriðju hluta atkvæða.
undirtektir grísku stjómarinnar.
Á Kýpur hefur það helzt borið
til tíðinda, að Makarios, forseti,
og Galo Plaza, sérlegur sendi-
maður Ú Þants, hafa komizt að
samkomulagi. sem í raun aflétt-
ir aðflutningsbanni því, er grísk-
ir eyjarskeggjar hafa sett á
tyrkneska.
Lá við hungursneyð
Um það bil mánuður er nú
frá því Grikkir á Kýpur lokuðu
flutningaleiðum tyrkneskra
manna og hefur legið við hung-
ursneyð meðal þeirra af þeim
sökum. Þótt flutningabanninu
Arás á birgða-
stöð Víetkong
SAIGON 18/8 — Tíu flugvélar
stjómarinnar í Suður-Vietnam,
en nokkrum þeirra var flogið
af bandarískum flugmönnum,
gerðu í dag mikla árás á birgða-
stöð Víetkong við Ba Dong í
óshólmum Mekongfljótsins, um
það bil 115 km suður af Saigon.
í tilkynningu Saigonstjórnar
segir, að mikið tjón hafi orðið
af árásinni, flugvélarnar hafi
flogið mjög lágt með stórskota-
hríð og sprengjuvarpi.
Sýknudómur í
Suður-Afríku
JÓHANNESARBORG 18/8 —
Dómstóll í Jóhannesarborg sýkn-
aði j dag félagsfræðinginn frú
Helenu Joseph, en hún var á-
kærð fyrir að vera meðlimur
óleyfilegra samtaka og fyrir að
hafa í fórum sínum bannaðar
bókmenntir.
Frú Joseph er 58 ára að aldri
Og af enskum ættum. Var hún
dæmd eftir hinum andkommún-
E-
Gamla fólkið
Framhald af 1. siðu.
ingu í bezta máta.
En dr. Schubert benti réttilega
á að kostnaðarhliðin við bygg-
ingu slíkra heimila skipti miklu
máli og unnt væri að komast
af með minna fé til fram-
kvæmda með því að hafa allt1
sem mest á sama staðnum.
Yfirlæknirinn ræddi einnig
það vandamál, sem skapazt hef-
ur við ráðningu starfsfólks á
elliheimilin og benti hann á þá
lausn að með þvf að beint sam-
band væri á milli elliheimila
annarsvegar sg sjúkrahúsa hins
vegar þá mætti skipta starfslið-
inu um ákvéðinn tíma á sinn
hvom staðinn.
Hann skýrði frá þvi að höf-
uðatriðið væri að unga fólkið
vaknaði til skyldunnar gagn-
vart hinum öldruðu og væri þá
stórt spor stigið í rétta átt.
istísku lögum frá 1962 og hélt
ákærandinn því fram, að hún
hefði, auk áðurgreindra ákæru-
atriða, tekið við fé af fyrrver-
andi aðalritara samtakanna ANC,
Afríkanska þjóðþingsins, en þau
samtök eru bönnuð í landinu.
Dómstóllinn komst þó að
þeirri niðurstöðu, að ekki hefðu
verið færðar nægilegar sannan-
ir fyrir sekt frúarinnar, og var
hún því sýknuð. Walter Sisulu,
aðalritari áðurgreindra samtaka,
situr nú í fangelsi og hefur ver-
ið dæmdur til fangelsisvistar
ævilangt.
verði nú að mestu aflétt munu
Grikkir enn banna að flytja til
tyrkneskra svæða á eynni ýmsar
þær vörutegundir, sem þeir telja
að gagni mega koma í hemaði.
Opnað fyrir vatn
Þá verða opnaðar á ný vatns-
leiðslur til tyrkneskra manua í
Ktima á suðvesturhluta eyjar-
innar. Þeir Makarios og Plaza
hafa náð um það samkomulagi.
að ekki verði hindraðir matvæla-
aðdrætt'ir Tyrkja, í Nicosia mun-
Rauði krossinn sjá úm matvæla-
dreifingu til tyrknesku hverf-
anna, og er þeirri stofnun sam-
kvæmt samkomulaginu ætlað
mikilvægt hlutverk við fram-
kvæmd þess.
Fagna Sovéthjálp
1 gær kom sérlegur sendimað-
ur Makaríosar erkibiskups.
Vassos Lyssarides, frá Moskvu.
Hann lýsti því yfir við heim-
komuna, að aðstoð Sovétríkj-
anna við Kýpur myndi hafa úr-
slitaþýðingu ef Tyrkir reyndu
aftur að ráðast á eyna. Tilboð
Sovétríkjanna um hjálp ef á
Kýpur verður ráðizt. hefur vakið
almennan fögnuð á eynni. Hafa
jafnvel hægrisinnuð blöð í Nico-
sia haft orð á því, að tímabært
væri fyrir Makaríos að taka
nokkra kommúnista í stjórn
sína, en Kommúnistaflokkurinn
er fjölmennur á eynni.
Tuomioja
Frá Genf herma fréttir, að
Sakari Tuomioja. sáttasemjari
Sameinuðu þjóðanna á Kýpur,
sé enn alvarlega veikur. Ekkert
er enn vitað hver verða muni
eftirmaður hans í starfi. og eru
enn sem fyrr aðallega tilnefndir
þeir Dean Acheson, fyrrum ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna.
og dr. Galo Plaza.
Mannfall með
skæruliðum
KUALA LUMPUR 18/ 8 — í
opinberri tilkynningu Malasíu-
stjórnar í dag segir, að herlið
Malasíu hafi fellt tvo indó-
nesíska skæruliða og tekið all-
marga aðra til fanga. Skærulið-
ar þessir gengu á land í gær
í Suður-Malaya og hefur Mala-
síustjóm kært landgönguna fyr-
ir öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna.
Fró hardögunum í Ktima á Kýpur
Þessi mynd er tekin í Ktima á Kýpur í miklum átökum milli þjóðarbrotanna ekki alls fyrir löngu.
Grískir Kýpurbúar sjást hér sækja fram yfir rúst ir byggingar, sem sprengd var í loft upp í átökun-
um. Áður höfðu Tyrkir í bænu m gert árás á grískt markaðstorg.
Samsæri enskra
lestarræningja
LONDO'N 18/8 — Innanríkis-
ráðuneytið í Englanfdi tilkynnti
það í gær, að komizt hefði upp
um samsæri þess efnis að leysa
úr haldi nokkra af mönnum
þeim, er dæmdir voru til lang-
varandi fangelsisvistar fyrir
þátttöku i lestarráninu mikla
norður af London í ágústmán-
uði í fyrra.
, Fyrir , fimm dögum flúði einn
af höfuðpaurum lestarránsins,
Charles Frederick Wilson, úr
vel vörðu fangelsi hjá Birming-
ham. Voru það að öllum líkind-
um menn úr hópi lestarræningj-
anna sem hann aðstoðuðu við
flóttann. Lögreglan í Birming-
ham hefur enn ekki haft uppi á
Wilson, og er talið nær fullvíst,
að hann hafi sloppið úr landi.
í tilkjmningunni var aðeins
frá því skýrt, að samsæri hefð:
verið gert til að ná úr fangelsi
nokkrum lestarræningjum, en
ekki sagt nánar frá tildrögum.
Ógrynni fjár varð ræningjunum
að bráð við lestarránið í fyrra,
og hefur aðeins lítill hluti þess
komið í leitimar.
ATHUGIÐ
Auglýsendur eru vinsamlaga beðnir að athuga
að auglýsingar, sem eiga að birtast í blaðinu.
á sunnudögum, þurfa að hafa borizt auglýsinga-
skrifstofunni fyrir klukkan 6 sd. á föstudögum
ÞJÖÐVILJINN
Framboð í blóra
við Goldwater
NEW YORK 18/8 — Kenneth
Keating. öldungadeildarmaður
Repúblikanaflokksins fyrir New
York, tilkynnti það á þriðjudag,
að hann muni bjóða sig fram á
ný við kosningamar í nóvem-
ber. Lét Keating þessu ennfrem-
ur getið, að hann myndi heyja
kosningabaráttu sína án nokkurs
tillits til stefnu Goldwaters, en
vitað er. að öldungadeildarþing-
maðurinn er ósammála honum í
ýmsum atriðum. Robert Kenne-
dy, dómsmálaráðherra Banda-
ríjanna, hyggur sem kunnugt er
á framboð til öldungadeildar í
þessu kjördæmi.
Auglýsið i Þjóðviljanum
Snittmaster
„SNITTMASTER" er handhægt tæki við allan raatvæla-
iðnað - sérstaklega í matvöruverzlunum. Tekur lítið pláss, er
einfalt í notkun — og ódýrt. Þar sem efnið til pökkunar er í
rúllum, en ekki örkum, fæst betri nýting á efninu, sem er
CRYOVAC-filma.
Pökkunum er lokað við lágan hita méð. TEFLON-klæddri
hitaplötu.
Við höfum alltaf ó lager í rúllum, hinar velþekktu
CRYOVAC-filmur í ýmsum gerðum og breiddum. Sérstak-
lega viljúm við benda á XL-filmuna, sem framleidd er fyrir
alls konar grænmeti, ávexti og ferskt kjöt.
Einnig S-fiImuna, ^
sem aðallega er ætluð fyrir ost, ýmsar unnar og ðunnár kjöt-
vörur og fitumikil matvæli svo sem. reykta síld, reyktan
lax og hákarl. S-fiIman er einnig tilvalin utan um hvers
konar bökunarvörur. LEÍTIÐ UPPLÝSINGA' -
GiSLI JÓNSSONfiGfl.HF.
SKÚLAGÖTU 26 S'lMI 11740
'