Þjóðviljinn - 19.08.1964, Side 10

Þjóðviljinn - 19.08.1964, Side 10
ÞJÖÐVILIINN haft sérstaka ástæðu til að halda Bresach þaðan. Þeir fengu tvær flöskur af rauðvíni og Bresach varð rauður í framan og talaði allan tímann. Jack tók eftir þvi að bæði hann og Max gleyptu í sig matinn. Þótt inni væri heitt. var Bresach ennþá í úlpunni, af þvi að hann átti engan jakka. — Þegar ég kom úr hemum, sagði Bresach, sagði ég við föður minn að hann gæti farið til fjandans. Ég hafði fimmtíu doll- ara á mánuði í eftirlaun og ég hitti mann sem var að reyna að gera heimildarkvikmynd í New York . . . — Af hverju fenguð þér eftir- laun? spurði Jack undrandi. Hvaða stríði tókuð þér þátt í? — Engu stríði, sagði Bresach. Ég er ekki gerður úr sama efni og hetjur. Ég sprakk í loft upp á æfingu. Það er fremur í mín- ium stíl. Fallbyssa sprakk og hnéð á mér fór næstum í sund- Ur. En þeir gerðu býsna vel við það. Ég er ekki haltur nema í rigningu. Pabbi var alveg óður. Hann skrifaði bréf um ahar jarðir. Honum fannst föðurland- ið ekki sýna honum tilhlýðilega virðingu þegar það sprengdi son hans i loft upp. Já. haUn var eiginlega hinn bezti við mig f hálfan mánuð. Hann gaf mér sjötíu og fimm dollara svo ég gæti hvílt mig á Þorskhöfða. En ég notaði megnið af peningun- um til að greiða mánaðarleigu fyrir herbergi í Fjórða stræti vestur og svo tilkynnti ég hon- ' um að ég ætlaði mér ekki að ganga inn í bannsett fyrirtækið hans. — Hvað gerir hann? spurði Jack. — Hann býr til pappakassa. Hann er pappakassakóngur, sagði Bresach. Hann horfir á pappakassa með trúarlegri hrifn- ingu i áugnaráðinu. Að hans áliti er það hæfileikinn til að búa til pappakassa sem skilur mennina frá dýrunum. Þegar ég sagði honum, að ég ætlaði mér ekki að vinna hjá honum. var það rétt eins og biskupssonur segði við föður sinn að hann tryði ekki á tilveru guðs. Við HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÖ Daugavegi 18. III. h. Oyfta) — SIMI 23 616. P E R M A Earðsenda 21. — SIMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M U R i Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN. — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (Maria Cuðmun dsdóttir) Laugavegi 13. — SlMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. rifumst heila nótt. Hann sagði að ég vildi dútla við kvikmynd- ir af því að ég væri of latur til að vinna og vildi aðeins hanga á búlum með léttúðardrósum og bullum. Hann sagðist aldrei framar gefa mér eyrisvirði og hann myndi strika mig út úr erfðaskránni sinni. Hugmyndir föður míns um föður eru eins og hjá ísraelsmönnum i gamla daga. Mamma sat og neri saman höndum og grét. Heimilislífið hjá okkur var eins og klippt út úr Stellu Dallas. I miðri ræðu hjá honum gat ég ekki að mér gert að skella uppúr. 1 hvert sinn sem ég gerði það. sneri hann sér að móður minni og öskraði: Þama sérðu hvað þú hefur gert. Og þá byrjaði mamma að vola upp á nýtt. Ég held að mamma eigi heimsmet í 48 táraflóði. Hvemig var það með föður yðar? spurði hann. Hvað sagði hann þegar þér sögðuzt ætla að verða leikari? — Hann sagði: Reyádu að verða góður leikari. sagði Jack. — Ég sagði þetta við yður þegar við sáumst síðast, sagði Bresach með beiskju. Þér eruð fæddur heppinn. Þér eigið jafn- vel skilningsríkan föður. — Átti, sagði Jack. Hann er dáinn núna. — Ennþá heppilegra. Bresach hellti víni í glasið sitt. Dúkur- inn fyrir framan hann var rauð- flekkóttur eftir vínið sem hann hafði hellt niður til þessa. — Hvernig komuzt þér tii Italíu? spurði Jack. Hann kærði sig ekki um að tala um föður sinn. — Jú. maðurinn sem gerði heimildarkvikmyndina, fór á haustin. Loks varð ég að gera allt saman — bera vélamar, út> vega lántraust hjá framköllun- arstofunni, klippa. Tuttugu tíma á dag — kauplaust. Á tímabili át ég fyrir tuttugu sent á dag. Og til einskis. Ég fékk lungna- bólgu. Móðir mín krafðist lík- ama míns hjá yfirvöldunum og fór með mig heim til að hjúkra mér. Faðir minn kom aldrei inn £ herbergið. Hann beið eftir því að ég kæmi til hans og félli á kné og bæði fyrirgefningar og segðist hafa séð ljós guð- dómsins og myndi héðan af helga líf mítt pappakössum. En meðan ég var að jafna mig eft- ír lungnabólguna, ákvað ég að reyna að komast til Italíu. Italir gerðu einu kvikmyndimar sem manni varð ekki óglatt af. Sá sem tók kvikmyndir alvarlega. gat ekki farið neitt annað en tii ítalíu. Vitið þér hvers vegna ítalir gera svona góðar kvik- myndir? Vegna þess að þeir skammast sín ekkert fyrir sjálfa sig og hver annan. Þeir hafa ánægju af ítalanum sjálfum — löstum hans og sérvizku ekki síður en dyggðunum. Þeir geta séð það spaugilega við jarðar- farir, spillingu jómfrúarinnar, heilagleikann og guðdóminn við sama altari. Þegar bandarískur listamaður horfir á bandarísk- an starfsbróður, byrjar hann á því að fyllast Viðbjóði. Það er ágætt útaf fyrir sig, en það er ekki góður grundvöllur fyrir heila listgrein. — Af hverju fenguð þér þessa löngun til að gera kvikmyndir? spurði Jack forvitnislega. — List tuttugustu aldarinnar. sagði Bresach þungbúinn, er kvikmyndalistin. Hún er rétt búin að stíga fyrstu, hikandi skrefin. Bresach baðaði út hönd- unum máli sínu til áréttingar. Fegurð þessarar aldar, hörm- ungar hennar og kraftur munu birtast á kvikmyndum og allar aðrar listgreinar verða hjóm við hliðina á henni. Shakespeare þessarar aldar verður kvik- myndastjóri. Og hann vinnur ekki aðeins fyrir nokkur þúsund mannverur sem tala sama tungumálið. Hann vinnur fyrir allan heiminn. Hann talar beint, án orða til miljóna og þær skilja hann. Indverjar. Kínverjar, Rússar í Síberíu, fellahr, peón- ar, kúlíar, verksmiðjuþrælar . . . Bresach talaði orðin næstum slitrótt. Ljósin verða slökkt í óþverralegri hlöðu hinum meg- in á hnettinum, og hann nær beint til hjartans í öllum og hann sýnir þeim hvað það er að vera maður, svartur. brúnn, gul- ur eða hvítur. Hann verður hinn ástkæri bróðir þeirra, kennari, skapari, ráðunautur, elskhugi. Lítið á Chaplin. Hver hefur nokkum tíma á okkar dögum átt konungsríki á borð við konungsríki Charles Chap- lins? Ég er metnaðargjam. Ég þrái hið konunglega. Bresach hló hásum hlátri. Og auðvitað spörkuðum við honum út. Auð- vitað vísuðum við honum úr landi. 1 augum alls heimsins var hann ímynd hins bezta sem komið hafði frá Bandaríkjunum á tutíugustu öld, það þoldum við ekki. Við gátum ekki þolað dá- lítið meinlegan, bróðurlegan og góðlátlegan hlátur hans. þess vegna losuðum við okkur við hann. Þekkið þér mann sem heitir McGranery? Jack hikaði og reyndi að muna. Já, sagði hann. Það var dómsmálaráðherrann sem undir- skrifaði skjalið sem meinaði Charlie Chaplin að dveljast í Bandarikjunum. — Einmitt! hrópaði Bresach sigrihrósandi og baðaði út hand- leggjunum og sullaði niður meira víni. McGranery er ódauð- legur. Ef hann hefði ekki gert þetta við Chaplin ,væri nafn hans horfið eins og hundsmiga af heitum steini. Nú er ódauð- leiki hans tryggður. Hann sýndi heiminum úr hverju Bandaríkja- menn eru gerðir. McGranery. söng hann hátt, Lifi McGranery, eilíf og sígræn minning Mc- Granery, í hvers minningu við erum skapaðir. Stillið yður, sagði Jack. Allir eru að horfa á yður. Bresach horfði illilega á hina matargestina í veitingastofunni. Þar var feitur og sköllóttur mað- ur með feitu konunni sinni og þau horfðu yfir diska sína og brostu til reynslu, og borð með ijórum miðaldra mönnum sem voru hættir að borða til að horfa á Bresach með vanþóknunar- svip. Bresach leyfti hendinni í fasistakveðju. II Duce! sagði Trieste. Fiume. Bella Nizza. Fólkið leit vandræðalega af honum og hélt áfram að borða. — Veronica kvartaði líka allt- af þegar ég talaði á veitinga- húsum, sagði Bresach. Hún sagði að ég væri svo hávær að ég hlyti að hafa ítalskt blóð í æð- um. — Jæja, en hvað gerðist svo þegar þér komuð hingað? spurði Jack. Hann vildi gjaman að Bresach talaði um eitthvað ann- að en Veronicu. En það var ekki aðeins það — hann var líka for- vitinn. Einhvemveginn fannst honum eftir vínið og konjakið og sameiginlega leit að horfinni stúlku, hann vera tengdari þess- um unga manni en áður og hann hafði áhuga á því sem gerzt hafði í lífi hans, næstum eins og Bresach væri yngri bróðir, sem hefði verið lengi fjarverandi. eða uppkominn son- ur. — Hvað gerzt hefur? Bresach hló beizklega. Ekki neitt. Niente. Ég hef skrifað kvikmyndahand- rit. Og ég hef unnið nokkra daga sem statisti í kvikmynd um Neró, þar sem ég gekk 1 blikk- brynju og með hjálm, og í hálf- an mánuð fékk ég að sendast eftir kaffi og brauði fyrir arm- ars flokks Hollywoodfélag, sem tók útimyndir í Feneyjum. — Lærðuð þér nokkuð? — Ég lærði að maður þarf að hafa heppnina með sér, sagði Bresach. — Hefur nokkur lesið það sem þér hafið skrifað? spurði Jack. — Já, ég hef fengið mikið hrós. Hann hló beizklega. Það er of gott til að hægt sé að nota það. svo að það borgar sig. — Leyfið mér að lesa það, sagði Jack. — Af hverju? spurði Bresach. — Ég gæti kannski hjálpað yður. — Ég tek ekki við peningum, sagði Bresach. Ég er heill þegar óvinir mínir eiga í hlut. — Æ, hættið þessu, sagði Jack. I fyrsta lagi er ég ekki ó~ vinur yðar. Og í öðru lagi hef ég ekki hugsað mér að gefa yður peninga. — Heldur hvað? — Ég get kannski fengið Del- aney til að lesa það. Ef honum lízt á það, ræður hann yður kannski sem aðstoðarmann, sagði Jack. Hann er næstum bú- inn með kvikmyndina sína, en þó er megnið af klippingunni og hljóðinu og tónlistinni eftir. Hann er jnjög fær í slíku. Þér gætuð lært ýmislegt af honum. Og það er næstum öruggt að hann gerir aðra kvikmynd hér mjög fljótlega. Meðan Jack sagði þetta, fann hann að Delaney myndi ef til vill hagnast meira á slíku sambandi en Bresach. Ofsi Bresach og bamsleg trú hans á gildi kvikmyndarinnar gæti kannski endurvakið eitt- hvað í Delaney, sem var löngu dáið. — Delaney. Bresach gretti sig. — Segið ekki orð í viðbót, sagði Jack aðvarandi. Viljið þér að ég tali við hann eða ekki? — Af hverju gerið þér það, Jack? spurði Bresach. Af sektar- kennd? — Fjandinn hafi það, sagði Jack. Hvað á ég oft að segja yður, að ég hef ekki minnstu sektarkennd gagnvart yður. — Ef ég þigg þetta tilboð yðar, sagði Bresach hörkulega, þá verðið þér að skilja, að ég tel mig ekki skuldbundinn yður fyrir það. — Ég er farinn að skilja, hvers vegna faðir yðar varsvona æstur, sagði Jack, og hvers vegna móðir yðar grét. Öldungis óvænt brosti Bres- ach allt í einu, drengjalega, stríðnislega og ánægjulega. Ég er farinn að fara í taugamar á yður, sagði hann. Ágætt. Það endar með því að þér farið að hata mig. Þetta er framför. Jack andvarpaði. Talið við hann, Max, sagði hann. — Róbert, sagði Max. Það er ekki bráðnauösynlegt að þú sért alltaf upp á kant við alla. — Ég vil bara að allt sé ljóst og klárt á milli okkar, sagði Bresach. Það er allt og sumt. Ég vil ekki að neitt sé grugg- ugt við sambandið. — Ágætt. sagði Jack. Ég skal KRYDDRASPIÐ FÆST f NÆSTU BTJÐ Miðvikudagur 19. ágúst 1964 SKOTTA „Þarna hleypur blaðsíða 21, 22, 23 og 24 í dagbókinni minnL“ Skrá yfír umboðsmenn Þjóðviljans útí á landi AKRANES: Ammundur Gíslason Háholti 12. Sími 1467 AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 — 2714 BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson. BORGARNES: Olgeir Friðfinnsson DALVÍK: Tryggvi Jónsson Karls rauða torgi 24. EYRARBAKKI: Pétur Gíslason GRINDAVÍK: Kjartan Kristófersson Tröð HAFNARF.TÖRÐUR: Sófus Bertelsen Hringbraut 70. Sími 51369. HNÍFSDALUR: Helgi Bjömsson. HÓLMAVÍK: Ámi E. Jónsson, Klukkufelli. HÚSAVÍK: Amór Kristjánsson. HVERAGERÐI: Verziunin Reykjafoss h/f. HÖFN, HORNAFTRÐI: Þorsteinn Þorsteinsson. tSAFJÖRÐUR: Bókhlaðan h/f. KEFLAVÍK: Magnea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34. KÓPAVOGUR: Helga Jóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40319 NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson. YTRI-NJARÐVÍK: Jóhann Guðmundsson. ÓLAFSFJÖRÐUR: Sæmundur Ólafsson. ÓLAFSVÍK: Gréta Jóhannsdóttir. RAUFAPHÖFN• Guðmundur Lúðvíksson. REYÐARFJÖRÐUR: Biörn Jónsson, Reyðarfirði. SANDGERÐI: Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16. SAUÐÁRKRÓKUR: Hulda Sigurbjömsdóttir, Skagfirðingabraut 37. Sími 189. • SELFOSS: Magnús Aðalbjamarson, Kirkjuvegi 26. SEYÐISFJÖRÐUR: Sigurður Gíslason. SIGLUFJÖRÐUR: Kolbeinn Friðbjamarson, Suðurgötu 10. Sími 194. SILFURTÚN, Garðahr:. Sigurlaug Gísladóttir, Hof- túni við Vífilsstaðaveg/ SKAGASTRÖND: Guðm. Kr. Guðnason, Ægissíðu. STOKKSEYRI: Frímann Sigurðsson, Jaðri. STYKKISHÓLMUR: Erl. Viggósson. VESTMANNAEYJAR- Jón Gunnarsson, Helga- fellsbraut 25. Sími 1567. VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson. ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson. ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson. Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér beint til þessara umboðsmanna blaðsins. Sími 17-500. Auglýsið í Þjóðviljanum Síminn er 17500

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.