Þjóðviljinn - 19.08.1964, Page 12
hnettir
á loft
MOSKVU 18/8 — Sovézk-
ir vísindamenn skutu í dag
á loft þrem gervihnöttum
og hafa þeir hlotið nöfn-
in Kosmos 38., 39. og 40.
Það þykir tíðindum sæta,
að gervihnöttunum þrem
var öllum skotið á loft með
einni og sömu eldflaug.
Utanríkisráðherr-
snn kominn
til Finnlands
Islenzku utanríkisráðherra-
hjónin komu til Helsingfors um
hádegi í gær. Á flugvellinum
tóku á móti ráðherrahjónunum,
Ámi Tryggvason sendiherra Is-
lands í Finnlandi og frú. utan-
ríkisráðherra Finnlands. am-
bassador Finna á íslandi og
fleiri fyrirmenn. Utanríkisráð-
herrann átti tal við frétta-
menn útvarps og blaða og eftir
hádegi ræddi hann við finnska
ráðherra.
BÍLÞJÓFAR
TEKNIR
Um kl. 3 í fyrrinótt var hringt
r'ú lögreglunnar og henni til-
kynnt að þrír menn væru að
stela Volkswagenbíl frá Mána-
götu 15 og var númer bifreið-
arinnar gefið upp. Lögreglan
fór þégar á vettvang og tókst
henni eftir nokkum eltingaleik
að- króa bílinn af á mótum
Miklubrautar og Réttarhaltsveg-
ar. Voru þrír ungir menn í bíln-
um og ökumaðurinn mjög ölv-
aður. Tók lögreglan þá alla i
sína vörzlu.
Miðvikudagur 19. ágúst 1964 — 29. árgangur — 185. tölublað.
Ungur arkitekt fékk
75 þús. kr. verðlaun
■ í dag verður opnuð sýning á tillögum sem bárust í
samkeppni arkitekta um byggingu heimavistarskóla að
Reykjum við Reykjabraut 1 A-Húnavatnssýslu. Tíu til-
lögur bárust og 1. verðlaun hlaut Bjöm Ólafs., Ránargötu
29 Reykjavík.
Barnahópurinn með forstöðukonu, sunndkennara og öðru starfsfólki fyrir framan heimilið í Reykjadal.
Sumardvöl lamaðra og fatl-
aira barna í Mosfellssveit
Það er glatt á hjalla í Reykjadal í Mosfellssveit
um þessar mundir. Fjörutíu og fimm börn á aldr-
inum 5—12 ára bregða þar á leik í sólskininu,
veltast um grænar grundir og una sér þess í milli
við blokkflautuleik. -
Vorið 1963 keypti Styrktarfé-
lag lamaðra og fatlaðra Reykja-
dalseign í Mosfellssveit í því
skyni að reka þar sumardvöl
fyrir lömuð og fötluð böm.
Strax þá um sumarið hóf fé-
lagið starfsemi sína í þeim húsa-
kynnum sem fyrir voru á eign-
inni. Reyndist starfsemi þessi
m.iög vel og hefir verið hgldið
áfram nú í sumar, en við mun
betri aðstæður. Nýtt hús hefur
verið reist, sem tengt er hinu
gamla með sérstakri álmu, svo
er og komin þar útisundlaug.
Börnin hljóta þar alla þá að-
hlynningu, sem þau þarfnast.,,
Sérstakur sjákraþjálfari er
staðnum til þess að bæta úr lijlh-
unum og Friðrik Jónsson sýnd.
kennari kennir þeim sund j/ninni
nýju laug.
Auk þess . kennir forstoðukon-
an, Magnea Hjálmarsdóttir þeim
föndur og Sigursveinn D. Krist-
insson söngstjóri bauð frám í
ÍA - Valur í
úrslit í 5. fl.
tJrslitaleikur í 5. flokki Is-
] landsmótsins í knattspyrnu
; veröur á morgun kl. 8 á
Melavellinum og eigast þar
við Valur og Akurnesingar,
Sama kvöld kL 19.30 leika
KR og Valur á KR-vellinum
við Kaplaskjólsveg. Þetta er
leikur í Islandsmóti 2. flokks,
sem frestað var 17. jú'lí sl.
vegna utanfarar B-IandsJiðs-
ins til Færeyja.
Það er gaman að busla í Iauginnl, en þó er hægt haégt að gefa sér
tíma til þess að brosa framan í ljósmyndarann.
TVEGGJA MILJÓN KRÓNA
BRUNA TJÓN Á AKRANESI
sumar aðstoð ?ina við að kenna
bömunum lestur nótna og leik
á blokkflauju og hefur ko:mið á
hverjum cjégi upp eftir meðan á
dvölinni /hefur staðið og hafa
bömin ziáð ótrúlegum árangri í
þessupf greinum.
Blgðamönnum var í gær boð-
ið áð heimsækja bamaheimilið.
Þegar ekið var í hlað var glaða
ískin og börnin öll úti við,
áum léku sér í boltaleik, eða
tuskuðust hvert við annað, önn-
ur létu sér nægja að ligSja á
grasinu og sleikja sólskinið og
enn önnur busluðu í lauginni.
Var ánægjulegt að’ sjá lífsgleð-
ina og þróttinn sem lýsti út
úr litlu andlitunum, þrátt fyrir
að mörg hver ættu erfitt með að
hreyfa sig.
Gengið var um húsakynni og
er þar öllu mjög haganlega fyr-
ir komið, hvergi stigi né trappa,
stórir gluggar og allsstaðar bjart
og hlýlegt um að litast. En margt
vantar þó enn tilfinnanlega, og
Framhald á 9 síðu
Það er fræðsluráð Austur-
Húnavatnssýslu og Fræðslu-
málastjóm sem stóðu að sam-
keppni þessari. Sex hreppar í A-
Húnavatnssýslu ætla að sam-
einast ^um byggingu heimavist-
arskóla fyrir böm á skóla-
skyldualdri í þessum hreppum,
en þau munu nú vera um 160
talsins. Keypt hefur verið land
og hitaréttindi að Reykjum, sem
er um 15 km frá Blönduósi og
mjög miðsvæðis í sveitinni. Áætl-
að er að byggingin muni kosta
20—30 milj. kr.
Rétt til þátttöku í samkeppri-
inni höfðu allir meðlimir í
Arkitektafélagi Islands og náms-
menn í byggingarlist sem lokið
hafa fyrri hluta prófi við við-
urkenndan háskóla. Tíu tillög-
ur bárust í samkeppninni og
voru veitt þrenn verðlaun.
1. verðlaun kr. 75 þús h'laut
Bjöm Ölafs, Ránargötu 29 Rvk.
2. verðlaun kr. 50 þús. hlaut
tillaga eftir Jömnd Pálssoiþ
Háteigsvegi 12, Þorvald S. Þor-
valdsson, DunHaga, 19, og Jón
Haraldsson. Mímisveg 18. 3.
verðlaun hlutu þeir Helgi
Hjálmarsson, Bogahlíð Í3, og
Vilhjálmur Hjálmarsson. Kvist-
haga ’ 29. Auk þess ákvað dóm-
nefnd að kaupa rétt á ti'llög-
um eftir Jes Einar Þorsteins-
son og Kolbrúnu Ragnarsdóttur.
Bjöm Ólafs sem hlaut 1.
verðlaun hefur stundað nám i
París undanfarin ár og lauk
prófi þaðan í vor. Hann er
kvæntur júgóslavneskri konu og
dvelst nú í Júgóslavíu.
Dómnefnd skipuðu Jón ís-
berg sýslumaður, Ölafur Ing-
varsson skólastjóri, og arkitekt-
amir Gunnlaugur Pálsson, Bárð-
ur ísleifsson og Ormar Þór Guð-
mundsson.
Sýning á þeim tillögum sem
bárust verður opin almenningi
þessa viku og næstu daga dag-
lega löl. 1—6 í húsakynnum
Byggingaþjónustu Arkitektafé-
lags Islands að Laugavegi 26
3. hæð.
|Ódýr ferð til
Liverpool
I sambandi við leik KR og
í Liverpool 14. sept. hefur KR
ftekið á leigu flugvél sem fer
Ifrá Reykjavík föstudaginn 11.
I sept. og kemur aftur þriðju-
Jdaginn 15. sept. Flogið verð-
’ ur með 80 manna flugvél og
igeta stuðningsmenn félagsins
kfengið keypt far með vélinni.
>Eins og stendur eru nokkur
I pláss laus.
Allar nánari upplýsingar j
(eru gefnar í síma '13025 og(
133086.
Forustumenn Oslóborgar í
heimsókn í Reykjavík
■ í fyrrakvöld kom hingað til lands nefnd helztu for-
ustumanna Oslóborgar í boði Reyk'Javíkurborgar, og er
heimsókn þessi liður í sívaxandi samstarfi sem tekizt hef-
ur milli höfuðborga Norðurlanda eftir stríð. Munu Norð-
mennimir • dveljast hér fram að helgi, kynna sér helztu
atriði borgarmálefna, auk þess sem þeim verður boðið
í ferðalag austur fyrir fjall, til Þingvalla' og Borgarfjarðar.
H AKRANESI 18/8 — Um tveggja miljón króna tjón
mun hafa orðið í nótt er hús Vörubílastöðvar Akraness
brann til ösku, en það var aðeins ársgömul timburbygg-
ing um 270 fermetrar að stærð.
Það var um kl. 3 í nótt sem
maður er var að koma í bæinn
varð fyrst var við eldinn. Sam-
tímis varð lögreglan vör við
eldinn og kallaði út slökkvilið-
ið.
EUdurinn magnaðist mjög fljótt
og var húsið alelda þegar
s’ökkviliðið kom á vettvang.
Engu Varð bjargað út úr hús-
inu og þar brunnu inni öll
skjöl og reikningar stöðvarinn-
ar svo og vörulager verzlun-
ar sem rekin var í sambandi
við stöSiná. Hús þetta sem var
allt hið vandaðasta var aðeins
ársgamalt. Hús og vörulager
voru vátryggð en tæpast nógu
hátt að sögn Agnars Jónsson-
ar framkvæmdastjóra stöðvar-
innar.
Slökkviliðið var til kl. 6 í
morgun að berjast við eldinn
og tókst því að verja benzín-
og olíugeyma er stóðu nálægt
stöðvarhúsinu. Voru benzíndæl-
urnar farnar að loga.
Þetta er með meiri brunum
sem orðið hafa hér á Akranesi.
Eldsupptök eru ókunn en talið
er að kviknað hafi í útfrá raf-
magni í bakherbergi stöðvarinn-
AKUREYRI FRlKKAR
Á 100 ára afmæli Akureyrar
áskotnuðust bænum margar góð-
ar gjafir, þar á meðal tvær eir-
styttur: Systumar, eftir Ásmund
Sveinsson, er Reykjavík gaf. —
Hin er frá vinabænum Álasundi
í Noregi, afsteypa af „Litla
fiskimanninum/ Hvart tveggja
þessi verk hafa nú verið sett
upp.
Norsku fulltrúamir eru þessir:
Brynjulf Bull, forseti borgar-
stjórnarinnar. Hann er hæsta-
réttarlögmaður og hefur verið
borgarfulltrúi Verkamanna-
flokksins frá 1946 og forseti
borgarstjómar um allangþ skeið.
Ivar Mathisen varaforseti borg-
arstjómar. Hann hefur verið
borgarfulltrúi Verkamannaflokks-
ins síðan 1956. Disponent Rolf
Stranger; var forseti borgar-
stjómarinnar um nokkurt skeið.
Hann hefur verið borgarfulltrúi
hægri manna frá 1926. Sekretær
John Johansen. Hann hefur ver-
ið borgarfulltrúi Verkamanna-
flokksins síðan 1938. Banksjcf
Albert Nordengen.. Hann hefur
verið borgarfulltrúi hægri
flokksins síðan 1952. Finansrád-
mann Egil Storstein, Hann hefur
verið borgarstjóri fjármála í
Osló frá því árið 1948. Formann-
skapssekretær Gunnar Bech.
Hann hefur um langt skeið gegnt
störfum borgarritara í Oslo.
Eiginkonur fulltrúa nr. 2 — 7
eru með í ferðinni.
Skattar í Noregi
1 blaðaviðtali við Norðmenn-
ina í gær bar skattamál að sjálf-
sögðu þegar á'góma. Norðmenn-
imir skýrðu svo frá að Osló
tæki útsvör einkanlega af tekj-
um manna, væri útsvarsstiginn
ekki stighækkandi, heldur greiddu
allir 17% í borgarsjóð af skatt-
skyldum tekjum, þ. e. af tekj-
um eins og þær vææru eftir lög-
'leyfðan frádrátt. Heildarskattar
til ríkis og bæja væm sem
hér segir af skattskyldum tekj-
um sem næmu 20.000 kr. norsk-
um. en það væri nálægt árskaupi
ófaglærðra verkamanna:
Einhleypur ............kr. 4.728
Hjón ....................— 4.006
Hjón og 1 bam .........— 3.367
Hjón og 2 böm .......— 2.1 tl
Af skattskyldum tekjum sem
næmu 30.000 kr. norskum væm
heildarskattar sem hér segir:
Einhleypur ............ kr. 8.305
Hjón ..................... 7.535
Hjóin og 1 bam .......~ 6.845
Hjón og 2 böm ....vr —; 6.035
Skattar eru teknir af tekjum
jafnóðum og þeirra er aflað, en
ekki eftir á eins og hér.
Borgarstjórar
embættismenn
I viðtalinu kom það fram að
borgarstjómar í Osló eru ekki
kjömir til eins kjörtímabils i
senn, heldur eru þeir fastir
embættismenn borgarinnar og
halda áfram störfum þótt meiri-
hluti breytist. Kváðu Norðmenn-
imir þetta fyrirkomulag hafa
gefizt vel og vera til fyrirmynd-
ar. 1 Osló eru 11 embttismenn
sem gegna hliðstæðum störfum
og borgarstjórar annarsstaðar;
þegar embætti losnar er venju-
lega kosið í það pólitískri kosn-
ingu af þeim meirihluta sem er
í borgarstjóm, en þó verða
menn stundum sjálfkjömir, til
dæmis starfsmenn borgarinnar
sem njóta almenns trausts.
Borgarstjóm og nefndir hennar
hafa svo aðstöðu til að fýlgjast
mjög nákvæml. með því hvem-
ig embættismennimir vinna að
þeim verkefnum sem borgar-
stjóm tekur ákvörðun um.
Raforkuveriii eign
borgarinnar
Osló hefur sjálf staðið fyrir
Framhald á 9. síðu.
r