Þjóðviljinn - 23.08.1964, Side 3
Sunmidagur 23. ágúet 1964
ÞfðÐVILnNN
SlÐA ^
1944
23. ágúst
1964
Sum ártöl geymast betur en
önnur. Árið 1944 er ls-
lendingum minnisstætt, og
margar eru þær þjóðir aðrar
í Evrópu sem minnast þess
og láta það marka tímamót
í sögu sinni. Heimsstríðin tvö
höfðu þann eina kost að það
tók fyrir enda þeirra og í
lokin gerðust þau tíðindi í
mörgum löndum sem næstu
kynslóðir minnast með fögn-
uði og þakklæti.
Ein þeirra þjóða sem miðar
endurreisn sína við árið 1944
er Rúmenar. 24. ágúst það
ár var svo frá sagt í Þjóð-
viljanum:
— 1 gær var lesin upp til-
kynning frá Mikael konungi
í rúmenska útvarpinu. Kon-
ungurinn iýsii því yfir að
Rúmenía hefði gengið að
vopnahlésskilmálum Sovét-
ríkjanna, Bretlands og Banda-
ríkjanna. Frá þessari stundu
ætli þeir að hætta að berjast
gegn Sovétríkjunum og hern-
aðarástandinu gagnvart Bret-
landi og Bandaríkjunum væri
Eftirstríðshverfi í Búkarest, verkamannabústaðir í Floreasca.
aflétt. Hefðu Bandamenn á-
byrgzt sjálfstæði Rúmeníu.
Þessi þáttaskil ui’ðu sem
sagt 23. ágúst. fyrir réttum
tuttugu árum. Rauði herinn
hafði þá aðeins náð fótfestu
á rúmensku landi, en öHum
var ljóst hvert stefndi, Mikj-
áll konungur var þá látinn
segja upp stríðsbandalaginu
við Þjóðverja, ganga að þeim
skilmálum sem Stalín hafði
sett og Churchill kallaði ,,göf-
ugmannlega”. Hans ..skilmál-
ar” voru aðeins þeir að Rúm-
enar segðu skilið við hinn
þýzka bandamann og hættu
stríði á móti rauða hemum.
Þeir höfðu fyrir tilverknað
misviturra ráðamanna sinna
lent í því óláni að fara út í
stríð á móti Rússum, en það
verður sagt þeim til ævarandi
sóma að þeir þóttu heldur
lélegir stríðsmenn. Hin
skyndilega uppgjöf þeirra
kom því ekki neinum á óvart,
en hún átti þó sinn aðdrag-
anda. Gheorghe, Gheorghiu-
Dej, núverandi forseti Rúm-
eníu, var þá fangelsaður, en
úr tukthúsinu tókst honum
að semja við ráðamenn að
hætta stríðinu. Tveim dögum
eftir uppgjöfina lýstu Rúm-
enar svo stríði á hendur
bandamönnum sínum fyrri.
Þjóðverjum, og vik'u síðar
hafði rauði herinn losað land
þeirra við hina þýzku óværu.
úTævbgké
ir
Ipróttakaupsýsia heiríður
nú basebaEE-íþróttinni
1 Cooperstow. í New York
ríki í Bandaríkjunum er að
finna eina baseball-safn ver-
aldar. Safnið var stofnað árið
1939, þegar haldið var hátíð-
legt hundrað ára afmæli íþrótt-
arinnar. Safninu var valinn
staður í Cooperstown vegna
þess að Abner Doubleday,
höfundur íþróttarinnar. lét
heyja við herskólann þar i
borg fyrsta kappleikínn í base-
ball.
Doubleday lagði til grund-
vallar íþróttinni foman al-
þýðuleik sem nefndist „old
cat“. Hin nýja íþrótt féll
Bandaríkjamönnum vel í geð
og náði fljótlega mikilli út-
breiðslu. Á vorum dögum á
nær því sérhver borg, bær eða
skóli sitt eigið baseball-lið.
Hundruð þúsund manna fylgj-
ast með mikilvægustu kapp-
leikjunum og sjónvarpsstöðv-
ar greiða íþróttafélögum of
fjár fyrir að sjónvarpa þeim,
hátt í eina miljón dala á
stundum.
1 baseball-safninu íCoopers-
town getur að líta ýmsar
minjar frá hundrað ára ferli
íþróttkrinnar. En íþróttin á sér
einnig aðra sögu. miður
skemmfilega. Hún hefur fyrir
löngu lent í klóm gróðamanna,
og sú saga er samfelldur ann-
áll um fj ármálahneyksii, mút-
ur og fyrirfram ákveðin úrslit.
1 stuttu máli sagt er baseball
eins og annað í Bandaríkjun-
um orðið verzlunarvara.
Frá þessari hlið málsins
skýrir Bandaríkjamaðurinn
James Patrick Brosnan í maí-
hefti „Saturday Evning Post“.
Grein sína nefnir Brosnan
„Fjárplógsmenn eru að eyði-
leggja baseball-íþróttina”.
Brosnan ætti að vita hvað
hann segir, því hann hefur til
skamms tíma verið i baseball-
liðinu „Chicago White Sox”,
sem er eitt helzta atvinnulið
Bandaríkjanna. Brosnan var
einn fremsti leikmaöur liðsins.
en helgaði sig jafnframt bók-
menntum og komst í andstöðu
við „íþróttafrömuði” þá er
öllu réðu. 1959 gaf hann út
skáldsögu sína, „A Long
Season”, þar sem hann lýsir
sem bezt hann þekkir erfiðu
lífi atvinnumannsins í baseball.
Og skáldsagan hafði áhrif, en
ekki þó í þá átt að bæta kjör
leikmanna. Brosnan var fyrir-
skipað að hætta með öllu slík-
um skrifum. og fyrirliði félags-
ins sagði við hann stutt og
laggott:
„Skrifirðu áfram ertu rek-
inn”.
Brosnan lét sér ekki segjast,
hann var fyrir bragðið rekinn
úr liðinu og fær í ekkert lið
inngöngu síðan. „Iþróttafröm-
uðimir” sjá fyrir því.
Brosnan telur það, að base-
ball-íþróttin eigi sér reisn og
persónuleika, líkt og aðrar f-
þróttir. En svo sé íþróttakaup-
sýslunni um að kenna, að hún
sé nú eyðilögð með öllu. Fjöl-
margir unnendur íþróttarinnar
séu nú löngu hættir að telja
hana til íþrótta yfirleitt.
Brosnan lýsir því síðan.
hvernig með atvinnuleikmenn
sé farið. þeir séu meðhöndlaðir
Hkara dýrum en mönnum og
níðzt á þeim í launagreiðslum
sem mest má verða — og það
á sama tíma og íþróttin skili
gífurlegum gróða. Sérhver
leikmaður sé múlbundinn, enda
sé samningur hans endumýj-
aður á árs fresti og eitt atriðið
í þeim samningi sé það, að
honum sé bannað að láta til
sín heyra í blöðum, útvarpi eða
sjónvarpi nema með fullu sam-
þykki íþróttaleiðtoga liðsins,
sem hann keppir fyrir.
Sjálfur er Brosnan eitt bezta
dæmi þess, hver verða örlög
þeirra leikmanna, sem dirfast
að gagnrýna þá niðurlægingu,
sem orðið hefur hlutskipti
bassball-íþróttarinnar. En hann
er hvergi nærri eina dæmið.
Fjöldi þekktra leikmanna hef-'
ur mátt sæta sömu örlögum.
Hér á íslandi heyrast nú
æ oftar raddir um það,
að öll áhugamennska í íþrótt-
um sé löngu úrelt, árangur ná-
ist sem enginn með því mót-
inu og er gjaman knattspyrn-
an nefnd sem dæmi. Hér skal
ekki endanlegur dómur á slíkt
lagður. En dæmið af þjóðarí-
þrótt Bandaríkjamanna — base-
ball — ætti þó að geta orðið
víti til vamaðar og sýnt í-
þróttaunnendum, hvað ber að
varast í því þjóðfélagi,
s,em allt metur til fjár, líka í-
þróttir.
Skagfírðingar —
Húnvetningar
Fornbókaverzlunin á Sauðárkróki kaupir
ávallt gamlar og nýjar bækur og bókasöfn.
Einnig gömul tímarit. Útvega ýmsar upp-
seldar bækur. — Reynið viðskiptin.
BALDVIN SIGVALDASON.
Iðnskólinn í Reykjavík
Prentnám — Forskóli
\
Verklegt forskólanám í prentiðnum hefst í Iðnskól-
anum í Reykjavík hinn 1. september n.k. — Um-
sóknir um námsvist þurfa að berast fyrir 27. ágúst.
Umsóknareyðublöð fyrir námsvist og nánari upp-
lýsingar verða látnar í té í skrifstofu skólans til 27.
ágúst á venjulegum skrifstofutíma.
Iðnskólinn í Reykjavík.
Félag íslenzkra prentsmiðjueigenda.
Skrifstofustúlka
óskast á bæjarfógetaskrifstofuna í Kópavogi. Laun
samkvæmt 9. flokki. Upplýsingar daglega kl. 10
til 12 í bæjarfógetaskrifstofunni, Álfhólsvegi 32,,
sími 41206.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Kópavogur bkðhurður
Tvö útburðarhverfi laus í
Hringið í síma 40319.
ÞJÓÐVILJINN.
Vesturbænum.
Auglýsið í Þjóðviijanum
14. FLOKKSÞIM
Sameiningurflokks alþýðu Sósíaiistu-
fíokksins
verður haldið í Reykjavík í síðari hluta nóvembermánaðar 1964.
Nánar auglýst síðar.
Miðstjórn Sósíalistaflokksins
Knattspyrnusnillingurinn
ÞÓRÓLFUR BECK
leikur með íslenzka liðinu.
I. S. I.
í DAG KL. 4 LANDSLEiKURINN
K. S. I.
ISLAND - FSNNLAND
fer fram á Laugardalsvellinum í dag, sunnud. 23. ágúst og he'fst
klukkan 4. Dómari: P. J. Graham frá DUBLIN. Línuverðir: Bald-
ur Þórðarson og Grétar Norðfjörð. — Lúðrasveitin Svanur leikur
undir sfjórn Jóns G. Þórarinssonar frá kl. 3,15.
Komið og sjáið síðasta stórleik ársins
KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS.
☆ Forsala aðgöngumiða við
tJtvegsbankann frá kl.
9 til 13.
☆ Aðgöngumiðar seldir við
Laugardalsvöllinn frá kl.
13,00.
☆ ☆ ☆
KAUPIÐ MIÐA
TÍMANLEGA
FORÐIZT
BIÐRAÐIR