Þjóðviljinn - 23.08.1964, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 23.08.1964, Qupperneq 4
I 4 SIÐA urlnn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnus Kjartansáon (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. - Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðbjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kl- 90,00 á mánuði. Málstaður íslenzkrar a/þýðu jyýtt er það ekki eða nýstárlegt að Morgunblað- ið og Alþýðublaðið birti leiðarastúfa þess efnis að nú sé róttæk verkalýðshreyfing á íslandi í and- arslitrunum, nú eigi Sósíalistaflokkurinn sér ekki viðreisnar von, nú sé Alþýðubandalagið búið að vera. En slíkar spár hafa svo oft verið fram born- ar að ekki væri ólíklegt að mönnum kæmi í hug að þeir lifi lengst sem með orðum eru vegnir. Róttæk verkalýðshreyfing á íslandi hefur um ára- tuga skeið haft djúptæk áhrif á verkalýðsmál og stjórnmálalíf á íslandi, og hvað sem líður ósk- hyggju Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins munu þau áhrif ekki fara minnkandi heldur vaxa næstu áratugi, ef að líkum lætur. JJin róttæka verkalýðshreyfing stendur djúpum og traustum rótum 1 íslenzkum jarðvegi, ís- lenzkum menningararfi og íslenzku þjóðlífi. Beztu menn hennar hafa á undanförnum áratugum lagt fram stærri skerf en mörgum er enn ljóst fil al- þýðumálstaðarins, til almennra framfara og reisn- ar þjóðarinnar, og unnið með því það brautryðj- endastarf sem sósíalistahreyfing hvers lands hlýt- ur að vinna eigi hún að verða líf af lífi alþýðunnar og loks þjóðarinnar allrar. Það er með öllu von- laust verk fyrir hvern sem er, hvort-sem skrifað er í Morgunblaðið, Albýðublaðið eða önnur blöð, að halda því fram að helztu leiðtogar hinnar rót- tæku verkalýðshreyfingar íslands undanfarna ára- tugi hafi aldrei haft fyrir því að hugsa sjálfir, hugsa og rita sem íslendingar, heldur fengið ein- hvers staðar að hugsunina í s'törf sín og skrif. Eng- inn íslendingur, sem verið hefur samtíða þessum mönnum, mönnum eins og Einari Olgeirssyni og Siefúsi Sigurhjartarsyni, Brynjólfi Bjarnasyni og Lúðvík Jósepssyni, Eðvarð Sigurðssyni og Birni Jónssyni og fiölmörgum félögum þeirra, gæti tek- ið mark á slíku fleipri. Og það hefur vakið sér- staka athygli víða um heim að hin róttæka verka- lýðshreyfing hefur náð meira fylgi og haft meiri áhrif á stjórnmálasviðinu á íslandi en víðast ann- ars staðar í Vestur-Evrópu. j^óttæk verkalýðshreyfing á íslandi, í verkalýðs- félögunum og á stjórnmálasviðinu, verður ekki vegin með orðum né afmáð vegna óskhyggju and- s'tæðinganna. Hún á sfóru hlutverki að gegna í íslenzkum verkalýðsmálum og íslenzku þjóðlífi. Hver maður sem þar stendur 1 flokki eða félagi verður að gera sér ljóst hve rík er ábyrgð hans að halda áfram því starfi sem íslenzkir alþýðu- menn þúsundum saman hafa unnið til þess að skapa öfluga og markvissa verkalýðshreyfingu á íslandi, hve rík er skylda hans áð halda því starfi áfram og gera betur en frumherjarnir, byggja á dýrmætri reynslu og starfi fyrstu áratuganna, læra af mistökum og víxlsporum. Og ástæða er. til að biðja fólkið, sem fylgir Alþýðuflokknum, að hug- leiða, hvort framtíð verkalýðshreyfingarinnar á íslandi muni farsælli með harðnandi tökum aftur- halds og íhalds á verkalýðssamfökunum — eða ef málin snerust þannig að alþýðuflokkarnir sem mótað hafa íslenzka verkalýðshreyfinOT um hálfr- ar aldar skeið, fyndu leiðir til samstöðu. — s. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. ágúst 1964 SKÁKÞÁTTURINN 'k ic 1 Ritstjóri: ÖLAFUR BJÖRNSSON Landskeppnin Sovétríkin - Júgóslavía Landskeppni Sovétríkjanna og Júgóslavíu. sem fram fór í Leningrad um miðjan síðasta mánuð lauk með sigri Sovét- ríkjanna, sem hlutu 38V2 vinn- ing gegn 2U/2. 1 kvennakeppni hlutu Sovétmenn 7‘/2 en Júgó- sLavar 4V2 v. 1 unglingaflokki skildu þeir jafnir hlutu 6 vinn- inga hvor og karlaflokkinn unnu Sovétmenn með 25 gegn 11. Af Sovétmönnum stóðu sig bezt þeir Taimanof er hlaut 5V2 vinning úr 6 skákum, Kortsjn- oj 4 af 5, Polugajewski 4 af 6 og Geller 3V2 af 5. Spasskí tefldi aðeins,. tvær skákir og urðu þær báðar jafntefli. Af Júgóslövunum stóðu sig bezt þeir Ivkof er hlaut 3 vinninga úr 6 skákum eða 50%> Parma með 2 úr 6 og Matanovic með IV2 úr 6. Úrslit einstakra um- ferða urðu þessi Sovétríkin talin á undan: 1. I^li'^li, 2. 7:3, 3. 5:5 4. 6%:3V2. 5. 7:3, 6. 5V2:4V2. Enn hafa þættinum ekki borizt neinar skákir frá keppninni en væntanlega munu þær berast innan tíðar. Clair-Benedict-mótið Ellefta Clair-Benedict-mótið fór að þessu sinni fram í Sviss. 6 þjóðir tóku þátt í mótinu og urðu úrslit þau að V.-Þýzka- Taimanof stóð sig bezt. land sigraði eftir jafna og spennandi keppni. Röðin varð annars þessi: V.-Þýzkaland 12 v., Holland 11V2. Austurríki 11, Spánn 10Vj> Sviss 10 og Italía 5. Hér kemur svo ein skák frá mótfnu. Hvítt: Unzicker, V.-Þýzkai. Svart: Donner, HoIIand. FRÖNSK VÖRN. 1 1. ©4 — e6 2. d4 — d5 3. Rc3 — Rf6 4. Bg5 —- Be7 5. eS — Rfd7 6 h4 — Bxg5 (Skákfræðin hefur litið þenn- an leik fremur óhýru auga og vsrt verður þessi skák ti! að auka hróður hans.). 7. hxg5 — Dxg5 8. Rh3 — De7 9. Rf4 — Rc6! 10. Dd2! — Sb6 (Einnig kom fnjög tii gi-eina að leika 10. — b6, 11. Bb5 — Bb7, og nú gengur ekki að fóma á d5, 12. Rxd5? — exd5, 13. Rxd5 — Dd8, 14. Dc3 — Rdxe5). 11. Rh5 — Hg8(!) 12. Bd3 — Bd7 13. Bxh7 — Hh8 14. Rxg7 — Kd8 (Þótt svartur hafi að vísu misst hrókunarréttinn hefur hann talsverða möguleika í sambandi við hina fram- hleypnu menn hvíts á kóngs- væng sem ekki eiga svo auð- velt með afturkomu og eins í sambandi við Rc4-Ieikinn). 15. Re2! — (Hér gat hvítur ekki leikið 15. b3 vegna f6 og ef hann leikur 15. Hh6 þá má svartur ekki leika 15. — Rc4 vegna 16. Bd3 en hann getur þá leikið 15. — Db4). 15. — f6? (í jafn tvísýnum stöðum er mjög auðvelt að leika af sér, mun betra var 15. — Rc4, 16. Df4 — Rxb2 með tvísýnni stöðu.) 16. cxf« — Ðxffi 17. Dh6 — Dxh6 18. Hxh6 — Ke7 (Með hótuninni Hag8). 19. Rf4! — Hag8 (Hér átti svartur að reyna 19. — Rxd4, 20. 0—0—0 — e5. Hér kemur hugsanlegt framhald 21, Rg6t — Kt7. 22. Rxh8t — Kxg7, 23. Hg6t — Kxþ8, 24. Hhl — fte2t, 25. Kdl — Rf4, 26. Hg5 og vinnur. 20. R7xe6 — (Slæmt væri 20. Rg6ý — Kf7. 21. Rxh8 — Kxg7. 22, Bxg3 — Kxh6 og hvítur glatar manni þar eð biskupinn sleppur ekki út.) 20. — Hg4 21. f3 — Bxe6 22. Hxc6f — Kd7 23. fxg4 — Hxh7 24. O—O—O — Hf7 25. g3 _ Hxfl 26. Hxc6 — Hxg4 27. Hc3 — Rc4 28. Hhl. Og svartur gafst upp. Sextugur EyjóHur Krístjánsson Brúarósi Þegar ég stend andspænis þeirri staðreynd, að Eyjólfur Kristjánsson bóndi og verk- stjóri. að Brúarósi er orðinn sextugur, eða verður það á morgun, mánudag. 24 ágúst og samtímis að áratugur er síðan kynni okkar og samstarf hófst fyrir alvöru á félagsmálasvið- inu. gerast minningamar frá þessum árum svo áleitnar, að ég get ekki á mér setið að stinga niður penna. minnast afmælisbamsins með örfáum fátæklegum orðum. Þakka bvi samstarfið og viðkynninguna. Eyjólfur á Brúarósi er í hópi þeirra, sem fyrstir tóku búsetu í Kópavogi, Hann stendur einn- ig framarlega í flokki þeirra, sem frá öndverðu hafað mótað þróun þessa unga bæjarfélags og sett svip á bæinn. Eyjólfur er að vísu hlédræg- ur m'aður. en mannkostir hans, drengskapur, hófsemi og traust- ir vitsmunir, ásamt mikilli festu og sjálfstæði í skoðunum, hafa reynzt svo happasælir við úrlausnir vandamála að ékki gat fram hjá samborgurunum farið hver maður hann er, þótt enginn væri hávaðinn. Hann hefur því verið kvadd- ur til margra starfa í þjónustu bæjarfélagsins, var t.d. kjör- inn f fyrstu bæjarstjórn Kópa- vogs og forseti hennar og gengdi því starfi tvö kjörtlma- bil, eða þar til hann, að eigin ósk hvarf úr bæjarstjóm sem aðalmaður. en varabæjarfull- trúi er hann enn. Hann hefir átt sæti í fræðsluráði frá upp- hafi og á þar að baki mikið starf og farsælt. Æskulýðsstarfsemi öll f bæn- um, unglingavinna og skóla- garðar hafa og notið starfs- krafta Eyjólfs og umhyggju, enda er hann jafnt ræktunar- maður lýðs og Lands og merkur fulltrúi þeirra 'dyggða, sem dug- að hafa þjóðinni bezt frá fomu fari til farsældar og sóma. Eyjólfur er ekki í flokki póli- tískra vígamanna, vinnubrögð hans eru friðsöm og láta lítið yfir sér, en íj, slóð hans fer jafnan gróður og grózka. Það er því von mín að við Kópavogsbúar eigum enn eftir að njóta starfskrafta hans um langa tíð. Ég færi Eyjólfi og fjölskyldu Börn úr sumardvöl Böm sem dvöldu á vegum Sjómannadagsráðs að Laugalandi í Holtum, koma til bæjarins að Hrafn- istu, þriðjudaginn 25. ágúst kl. 11,30 til 12. Tekið verður við greiðslu dvalarkostnaðar á skrif- stofu ráðsins sama dag kl. 10 til 12- Sjómannadagsráð. Járríðnaðarmenn— Aðstoðarmenn Okkur vantar nú þegar nokkra járniðnað- armenn og aðstoðarmenn. VÉLSMIÐJA MJARÐVÍKUR H.F. Mjarðvík, sími 1750, Keflavík. hans einlægar heillaóskir á þessum tímamótum með alúðar- þökk fyrir viðkynninguna og ég veit að undir þau orð mín taka margir í dag. Þ.P. FERÐIZT MED , LANDSYN # Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: # FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR # Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAND SVN 1- TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. 4 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.