Þjóðviljinn - 25.08.1964, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 25. ágúst 1964
árgangur — 190. tölublað.
FriBrik tefíirí Kaupmannahöfn
Friðrlk Ólafsson stórmeist-
ari fór til Kaupmannahafnar
í sfðustu viku þar sem hon-
um var boðin þátttaka í hinu
opna mcistara-móti Kaup-
mannahafnar í. skák ásamt
fleiri erlendum skákmönnum.
. Þátttakendur eru alls 158 en
ekki er blaðinu kunnugt um
hve margir þátttakendur eru
í efsta flokknum. Tefldar
verða 8 umferðir.
Eftir tvær umferðir á mót-
inu hefur Friðrik IV2 vinn-
ing og er í 4.—5. sæti. Gerði
hann jafntefli í 1. umferð
við Hollendinginn Wejn-
gaarden en í 2. umferð vann
hann danskan skákmann.
Þrír Danir eru efstir með 2
vinninga og síðan koma Frið-
rik og Wejngaarden með l1/^
vinning. Hins vegar hefur
Bent Larsen 1 vinning eftir
þessar tvær umferðir, nmn
har*n hafa gert tvö jafntefli.
Ótíð á Ól-
afsfirði,
óla^firðl ?-' 8 — Tíðar-
far hefur verið upp á það
bágbomasta. Snjókoma
niður í miðjar hlíðar en
svo rigning er neðar dreg-
ur. Hefur þetta haft í för
með sér nokkra eyðilegg-
ingu á mannvirkjum eink-
um þó er Kleifarvegurinn
lenti Á kafla undir skriðu
úr fjallinu vegna rigning-
anna.
Sjósókn hefur mikið
dregizrt saman í þessari ó-
tíð, síldarskipin hafa sum
komið heim en þau fara nú
reyndar aftur strax og birt-
ir.
Reytingsafli hefur verið
hjá handfærabátum í sum-
ar en það hefur náttúru-
lega líka dregið úr því eft-
ir að þessi veðrátta byrj-
aði.
Þrátt fyrir þetta má
segja að sæmileg atvinna
hafi verið hér á staðnum,
eitthvað um byggingar og
þess háttar.
Þetta veðurfar hefur þeg-
ar gert usla í kartöflurækt-
inni og verður tjónið þó
meira ef ekki bregður til
hins betra hið skjótasta.
— S. J.
Stjórn Khanhs í Suður- Víetnum riður
nú til fufís, stöðug uppþot í Suigon
Stúdentar gera áhlaup á útvarpsstöðina og stjórnarskrifstofur þar
og víðar í landinu, en her og lögregla Khanhs fœr við lítt ráðið
SAIGON 24/8 — Mikil uppþot urðu um helgina í Saigon, höfuðborg Suður-®*
Vietnams og ýmsum öðrum borgum landsins. Stúdentar stóðu fyrir upp-
þotunum sem beint var gegn Khanh hershöfðingja og stjórn hans sem
fréttamenn segja að riði nú til falls. Beint tilefni óeirðanna er óánægja
með ritskoðun stjórnarvaldanna, en undirrótin er andúð alls almennings á
hinum bandarísku leppum. Lögregla Khanhs hefur fengið við lítið ráðið,
en búizt er við að fjölmennu herliði verði stefnt til Saigon, ef óeirðirnar
halda áfram. Hersveitum Bandaríkjamanna í Suður-Vietnam hefur verið
fyrirskipað að vera við öllu búnar.
Uppþotin hófust þegar fyrir
helgi. hlé varð á þeim um stund-
arsakir á laugardag, en þau
blossuðu aftur upp í gær. Þá
tóku mörg hundruð stúdentar
útvarpsstöðina í Saigon með á-
hlaupi og brutu þar allt og
brömluðu. Lögreglumenn sem
héldu vörð um bygginguna réðu
Vikuaflinn aðeins
8939 mál og t.
■ I síldarskýrslu Fiskifélags íslands segir að síðustu
viku hafi veiði verið sáralítil vegna stöðugra ógæfta. Nam
vikuaflinn aðeins 8939 málum og tunnum en var í sömu
viku í fyrra 116.743 mál og tunnur.
Khanh hershöfðingi.
ekki við neitt og munaði
minnstu að stúdentar handsöm-
uðu' útvarpsstjórann, en hann
komst nauðuglega undan.
Umbóta krafizt
Daginn áður höfðu leiðtogar
stúdenta setið á fundi með
Khanh í margar klukkustundir,
en frásögn útvarpsins af þeim
fundi hafði reitt þá til reiði.
Stúdentar höfðu borið fram
kröfur um ýmsar umbætur, en
Khanh verið ófús til að lofa
nokkru um þær.
Tveir féllu
í dag héldu óeirðirnar áfram
og voru öllu meiri en í gær.
Vitað er með vissu að tveir
menn biðu bana í þeim. en
mannfallið kann þó að vera
meira.
1 Saigon réðust stúdentar ídag
inn í byggingu upplýsinga-
ráðuneytisins og aðrar stjómar-
skrifstofur. Þeir réðust einnig
inn í skrifstofur stúdentasam-
takanna og kveiktu í húsinu.
Fréttir af svipuðum uppþotum
Framhald á 3. síðu.
Heildaraflinn á miðnætti síð-^
asta laugardag var orðinn
1.834.772 mál og tunnur, en var
á sama tima i fyrra 1.047.528.
Aflinn hefur verið hagnýttur
þannig:
í salt 228.254 uppsaltaðar
tunnur, í fyrra 411.001.
f frystingu 24.695 uppmældar
tunnur, í fyrra 28.029.
f bræðslu 1.581.823 mál, í
fyrra 608.498.
Helztu löndunarhafnir eru nú
þessar:
Siglufjörður 239.101
Hjalteyri 39.135
Krossanes 83.114
Húsavík 30.070
Raufarhöfn 366.057
Vopnafjörður 171.143
Seyðisfjörður 289.619
Neskaupstaður 245.552
Eskíf jörður 122.637
Reyðarfjörður 93.791
Fáskrúðsfjörður 63.565
Breiðdalsvík 18.416
Bakkafjörður 18.744
M/ög alvarlegar horfur i afvinnumálum á SiglufirZi
Verkalýðsfélögin þar ætla að boða til
almenns borgarafundar um atvinnumál
Rigning og slydda
á Siglufirði
SIGLUFIRÐI, 24'/8 — Enn er
svipuð veðrátta hér og fyrir
helgina nema heldur hlýrra og
hefur rignt í gær og dag. Ann-
að slagið er. þó hálfgerð slydda
en það festir þó ekki á götun
um. Búið er nú að ryðja Skárð
ið en bað er þó ekki Eært neni.
með keðjum K. F.
SIGLUFIRÐI 24/8 — Atvinnuhorfur hafa ekki á síðari
áratugum verið jafnslæmar og nú hér á Siglufirði og þarf
að fara allt aftur til kreppuáranna til þess að finna sam-
jöfnuð. Eru ekki horfur á öðru en mikill fjöldi fólks verði
að leita burt, ef ekki verða gerðar einhverjar ráðstafan-
ir af hálfu helztu atvinnufyrirtækja hér eða ríkisvaldsins
til þess að skapa hér atvinnu. Hafa verkalýðsfélögin nú
ákveðið að boða til almenns borgarafundar til þess að
ræða þessi mál.
Atvinnuhorfur hér á Siglufirði
hafa grundvallazt á síldarsöltun
og síldarbræðslu og þó að lang-
mestu leyti á söltuninni. Nú í
sumar hefur meira en helming-
ur söltunarstöðvanna í fyrsta
sinn í sögunni ekki fengið eina
einustu síld til söltunar og heild-
arsöltunin hér í ár mun svara
til lélegs sumars hjá einni sölt-
unarstöð.
Atvinnuleysi
Af þessum sökum er fyrir-
Úáanlegt að nú um mánaðamót-
io er tryggingatíminn rennur
<t hjá söltunarstöðvunum og
síldarbræðslunum þá er engin
atvinna fyrir hendi handa því
fólki sem hjá þeim hafa starf-
að í sumar. Verður þá mikill
fjöldi fólks að leita sér að at-
vinnu annars staðar ef ekki
verður neitt gert til þess að
skapa hér atvinnu en það ætti
að vera tiltölulega hægur vandi
ef vilji er fyrir hendi hjá þeim
aðilum sem hlut eiga að máli og
skilningur á ástandinu hér.
Hér á Siglufirði eru tvö
frystihús. Annað er eign Síldar
verksmiðju ríkisins en hitt, ísa-
fold, er í einkaeign. En skilyrði
fyrir starfrækslu þeirra í vetur
er að þeim berist eitthvert hrá-
efni.
Tvísýnt um útgerð
Enn er tvísýnt um það hvað
gert verður út héðan af bátum
í vetur. Eigi einhver atvinna að
verða hér í vetur þá þarf að
fá báta til þess að leggja upp
í frystihúsin. Ekki er ólíklegt
að Síldaryierksmiðjur ríkisins
reki héðan einhverja útgerð í
vetur en þær hafa haldið úti
2-3 bátum undanfama vetur.
Hins vegar veit ég ekki til þess
að nein ákvörðun hafi verið
tekin um útgerð héðan í vetur
á vegum Síldarverksmiðjanna.
Hér er einnig útgerðarfélag
sem bærinn er aðili að og Síld-
arverksmiðjurnar eiga líka í. Á
það m. a. togarann Hafliða. Eru
menn að vona að þetta fyrir-
tæki geri út einhverja báta í
vetur en það er enn alls óvíst.
Togarinn Hafliði er nýfarinn
suður til Reykjavíkur og á hann
að fara í slypp í svonefnda 16
ára klössun. Líkur eru þó til að
hann fái undanþágu til þess að
fresta klössuninni og stunda
veiðar í haust og framan af í
vetur en fyrirtækið mun ekki
ráða við kostnaðinn sem af
klössuninni leiðir og verður því
að leggja togaranum ef undan-
þága fæst ekki.
Hægt gengur með
tunnuverksmiðjuna
Tunnuverksmiðjan sem brann
Framhald á 9. síðu.
Táknrœn
mynd úr
landsleiknum
t/H Táknræn mynd frá landsleik
ifi Finna og íslendinga. Bjarni
IJelixson bakvörSur sparkar
+1 boltanum himinhátt í burtu
■i-! frá íslenzka markinu —- þá
•Jfi stóðu þeir sig bezt íslenzku
-fcl landsliðsmennirnir þegar það
ifl tókst svona snilldarlega eins
og myndin sýnir. (Ljósrn.
★ Bjaml.)
SJÁ FRÁSÖGN AF
LEIKNUM Á
ÍÞRÓTT ASÍÐU
Tugþúsundir gungu fram hjú
börum Togfíattis, útför i dag
RÓM 24/8 — Tugþúsundir
manna hafa gengiö fram hjá líki
Togliattio, hins Iátna .formanns
ítalskra kommúnista, en þaö
Iiggur á viðhafnarbörum í að-
alstöövum flokksins í Róm.
Togliatti lézt á sjúkrahúsi í
Jalta í Sovétríkjunum á föstu-
daginn, en lík hans var flutt
heim til Rómar daginn eftir.
Þær Nilde Jotti og stjúpdóttir
hans, Marisa Malagoli, fylgdu
líkinu heim.
Minnirigarathöfn um Togliatti
fer fram á morgun, en síðan
verður lík hans brennt. Mið-
stjórn flokksins kemur saman á
fund á miðvikudag til að kjósa
eftirmann hans og þykir nær
víst að Luigi Longo. nánasti
samstarfsmaður ha-ns vtrr fjölda
ára, verði fyrir valinu.
1