Þjóðviljinn - 25.08.1964, Síða 7

Þjóðviljinn - 25.08.1964, Síða 7
Þríðjudagur 25. ágást. 1964 HðÐVILIIMM A2-A göldrum í Það eru gamalkunn sannindi. að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. Alice Lenshina, spákona í Norður-Rhódesíu. ætlaði þó að komast lengra á brautinni en flestir aðrir. Um tíma var talið , að tala þeirra. er henni fylgdu, næmi hátt í hundrað þúsund manns, og jafnvel nú. eftir að gengið hef- ur verið milli bols og höfuðs á hreyfingunni, skipta þeir'tug- um þúsunda. Mestri útbreiðslu náði Lumpa-trúarflokkurinn í hinu svonefnda Lundazi-héraði i Norður-Rhódesíu Litlar sögur höfðu áður farið af þessum landshluta, og gildir hér sem jafnan áður, að þessu var aldrei um Alftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist þar. En um miðjan sjötta tug aldar- innar kom spákonan og trú- arþragðahöfundurinn Alice Lenshina fram á sjónarsviðið. Og nú tók að færast líf í tusk- umar. ,>Ober alles“ Inntak þeirra trúarbragða, er Lísa boðaði. var einfalt og SACT nr. SKRIFAÐ Hagfræðin á að halda sig á mottunni. (Johan Vogt, norskur __ hagfræðiprófessor). Prestar eru líka menn.. (Henry Fielding). Starf leikaranna er eink- um fólgið í leik í leikhús- um, en auk þess lesa leik- arar upp á mannamótum og í útvarp. Sönghæfir leikarar syngja auk þess við ýms tækifæri. (Starfsval, höf. Olafur Gunnarsson). hverju barni áuðskilið. Afr- íkubúar voru ,.uber alles“ og guðs útvalda þjóð, en Evrópu- manna, með auð sinn og yfir- læti. beið ekkert nema helvíti. Lísa skýrði ^vo frá, að hún hefði andazt árið 1953, en að velþekktri fyri.rmynd risið upp 4 þriðja degi. Kristur hefði síðan birzt sér og mælt svo um og iagt svo á, að hún skyldi stofna ný trúarbrögð og útrýma göldrum og forneskju í Norður-Rhódesíu. Og þessi nýju trúarbrögð fóru um héraðið eins og logi yfir akur. Fyrir var á þess- um slóðum kaþólskur trúboði. Með súrum svita hafði hann byggt upp kaþólskan söfnuð, sem nú þurrkaðist út og hvarf^ eins og dögg fyrir sólu. Að sumu leyti er þessi furðulegi framgangur nýrra trúarbragða auðskýrður. Meðlimir safnað- arins fylltust guðmóði yfir því að vera útvalið fólk, trúar- brögðin voru sprottin úr inn- íæddum jax-ðvegi og rótgróið hatur á hinn evrópsku yfirstétt kom einnig sterklega til greina Þar við bættist, að Lísa bland- aði saman á auðskilinn hátt afríkanskri hjátrú og kristinm. Leiðir skilja Sjálf hlaut Lísa Lenshina tnxanjppeldi sitt í skoskum trúboðsskóla. og hefur launað hugsanlegt ofeldi eins og henni þótti vert vera. Hún ólst upp í sama þorpi óg er, af sama ættflokki og Kenneth Kaunda. sem nú er forsætis- ráðherra Norður-Rhódesíu. Leiðir þeii'ra skólasystkinanna skildu þó fljótlega. Kenneth Kaunda gerðist stjórnmála- maður og flokksforingi, Lísa sat um kyrrt í sveitaþorpinu, var manni gefin og átti börn og buru. Lengi framan af fór s.æmi- lega á með Lumpa-trúflokkn- um og stjórninni í Norður- Rhódesíu. Fyrst skai-st í odda í desember sl. er Kaunda tók að afla flokki sinum, UNIP, fylgismanna á ,,yfirráðasvæði“ Lísu. Til nokkurra átaka kom, en þó var sáhzt á málin, og var nú allt kyrrt um hríð. Seint í síðastliðnum mánuði, drápu svo Lumpa-menn ensk- an lögreglumann á eftirlitsferð í þorpi einu í Chinsali-hér- aðinu. Innan fárra klukku- stunda Icgaði, land allt í óeirð- um, og hundruð ,,vantrúaðra“ létu lífið. Lísa lýsti ,,heilögu striði" gegn stjóminnf, sem sendi herlið á vettvang „Heilagt stríð“ Að sjálfsögðu gat það stríð ekki farið nema á einn veg. Spjót og axir Lumpa-manna máttu sín einskis gegn skot- vopnum stjórnárliðsins. Það er til marks um fáfræði og trú- arofs.a þessa vesalings fólks, sem á þennan hátt fékk vitrás óljósra frelsishugmynda sinna, að það hélt, að töfraorðið „Jeríkó" myndi breyta kúlum óvinanna í vatn. Skyldi slikt þó bregðast. báru Lumpa- menn pappírsmiða, sem á vv letrað: „Alice Lenshina sendir þig til himna“. Þegar endanlega hafði verið barin niður ti'úai'hreyfingin, höfðu hátt í þúsund manns iátið lífið í átökunum. Lísa slapp sjálf undan að sinni, en náðist fljótlegá og situr nú í fangelsi hins forna skólabróður síns. Hver afdrif hennar verða veit enginn, enn sem komið er. Lísa JLenshina, hinn nýi trúarbragöahöfundur Noröur-Rhódesíu, var alin upp í guðsótta og góðum siðuni i skozkri trúboösstöð. En margt fer öðru visi en ætiað er. í stað þcss að verða síolt og prýði kristinnar kirkju, gerðist liún höfundur nýrrar trúar, sem á fáum árum fór eins og logi yfir akur og hefur nú verið barin niður. — Hér er Lísa I(enshina í hópi fylgismanna sinna. Henni er lýst sem heillandi foringja, gæddum spámannlegum eklmoði. Sonapsonur Gandhis hyggst nú leggja Indland undir Siðvæiingarhreyfínguna Það á ekki af Indlandi að ganga. Sonarsonur Gandhis. leiðtogans mikla, hefur nú . lent í klóm siðvæðingarhreyf- ingarinnar, og þá er ekki að sökum að spyrja. Með fríðu föruncyti, norskar þjóðbúnings- stelpur í eftirdragi og Siðvæð- ingarfánann blaktandi við hún, ætlar þessi ungi maður, Rajmohaii að nafni, að leggja upp í siðvæðingarki'ossferð um Indland. Á siðvæddum fjöldafundi í Lundúnum hefur hinn ungi Gandhi skýrt fi'á fyrirhugaðri krossferð sinni meðal sveltandi íbúa_ Indlands. en tala þeirra er sem kunnugt er legíó. Eins og vera ber er hinn væntan- legi kx'ossfari hógvær og af hjarta lítillátur. Hann kveðst munu „leggja landið undir sig” svo og mikinn hluta þess, sem þá sé eftir af Asíulönd- um. Og hér er ekki til setun- ar boðið: Meginlandið á nauð- ugt viljugt að vakna af dá- svefninum og útrýma skal and- varaleysi og spillingu. ‘Aætlun hins unga manns er eins og öll snilldarverk manns- andans einföld og snjöll. Hann ætlar sem sé að stjórna Ind- landi. ,,Ég skal fórna mér fyrir indversku þjóðina — ef hún vill mig” segir í yfirlýsingu siðvæðingarpostulans. Hann lof- ar.því hótíðlega að vinna eins niikið og afi gamli — jafnvel enn meira og með stærra tak- mark fyrir augum. Hann hefur við orð að koma í stað þeirra stjói-nmálamanna, sem fyrir eru í landinu og lætur þess getið. að fjármálaspilling eyði- leggi 40—60% a£ þjóðartekjum Indlands. Verði þessari spili- ingu ekki útrýmt, sé engin von til þess að rétta við fjárhag landsins, sem löngu sé kominn á heljarþröm, segir Rajmchan og býðst til þess að bjarga þessu öllu við líkt og fram- bjóðandinn , ífelenzki, sem lof- aði því fyrir kosningar að „gei'ast bæði gagnlegur og gáf- aður um leið” — þ.e.a.s. væri hann kosinn. Þessi verðandi þjóðarleiðtogi Indverja hefur áður hlotið nokkra í'eynslu í Siðvæðingax- hreyfingunni. Áður 'hefur hann stjórnað mikilli siðvæðingar- göngu fimm hundruð mílur yf- ir Indialönd. Allt var það í velþekktum stíl. hljómsýeit var með í förinni, fílar settu svip á hópinn og vestur-indíska crikket-stjarnan Conrad Hunte vitnaði ura ágæti hreyfingar- innar og mannvonsku komm- únista. I þetta skipti ætlar Gan- dhi jr. að rölta ásamt með- gönguxnönnum sínum yfir sex fylki Indlands og gefa út sið- væðingarblað á leiðinni. Á umræddum siðvæðingar- fundi í Lundúnum talaði Gan- dhi til hins ólíklegasta fólks. Hér gat að líta skrautklædda Afi'íkubúa. virðulega verzlun- armenn með trúarglóð hins sanna kauphéðins bi'ennandi í augum, gjörkalkaðar hefðar- frúr — og norskar þjóðbúnings- dúkkur. Áhorfendum ber þó saman um það, að í andanum hafi fundurinn einna helzt minnt £ hallelújasamkomu hjá Ihaldsflokknum. Þess skal að lokum getið, að Rajmohan Gandhi hefur lesið hagfræði við háskólann i New Delhi og skortir væntanlega ekki fé eftir að Siðvæðingar- hreyfingunni tókst að snúa honum til guðsótta og. góðra sið.'x. Undanfarið hefur hann unnið sem blaðamaður í ,Lond- on. en hefur nú sagt því staríi lausu til þess að leggja Ind- land undir Siðvæðingarhreyf- inguna. Hvers föðurland hanr. á að gjalda, hermir ekki sagan Þrjú siöfn féllu niður Þau mistök urðu við birtingu mynda af íslandsmeisturum Vals í kvenpaflokki hér á í- þróttasíðu á sunnudag, að nið- ur féllu nöfn þriggja stúlkna í meistarafl. Þær heita Ingi- björg Kristjánsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir og Anría B. Jóns- dóttir. Þjóðviljinn biður stúlk- urnar velvirðingar á þessum mistökum. 1 46. dagur Haraldur konungur lét blása herblástur, þegar er hann hafði búin skip sín, og lét þá greiða atróður sína menn. Síðan tókst 1 orusta og var in snarpasta. Eggjar hvrtveggji sitt lið. Það var síðla dags, er orusta seig saman, og hélzt svo alla nóttina. Haraldur konungur skaut af boga langa hríð. Hákon jarl og það lið, er lxonum fylgdi, tengdi ekki* sín skip og réri að Danaskipum þeirn, er laus fórv, en hvert skip, er hann tengdist við, þá hrauð\hann. En er þaö fundu Danir, þá dró hver þeirra frá sitt skip, þar er jarl fór. Sótti hann eftir Dönum, svo sem þeir hömluðu undan, og var þeim þá að komið flótta. Þá réri skúta að skipi jarls, og var kallað á hann, sagt að fyrir léti annar fylkingai'armurinn og þar var fallið margt lið þeirra. Síöan reri jarl þangað til og veitti þar harða atgöngu, svo að Danir létu þá enn undan síga, Fór jarl svo alla nóttina, lagði þar fram, sem mést var þÖrf, en iivar sem hann kom fram, þá hélt ekki við honum. Hákon reri ið ytra um bardag- inn. Inn efi'a hluta nætur brast meginflóttinn á Dönum, því að þá hafði Haraldur konungur upp gengið með síná sveit á skip Sveins konungs. Var það svo vendilega hroðið, að allir menn féllu í skipinu nema þeir, er á kaf hlupu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.