Þjóðviljinn - 25.08.1964, Side 12
Þriðjudagur 25 ágúst 1964 — 29. árgangur — 190. tölublað*
%
Agætar ráðstefm/r
til undirhúnmgs
Mývatnsfundi
■ Eins og kunnugt er af fréttum verður Landsfundur
hernámsandstæðinga haldinn í Skjólbrekku við Mývatn
um aðra helgi. Undirbúningur er nú í fullum gangi og hafa
þegar verið haldnar þrjár héraðsráðstefnur til undirbún-
ings landsfundinum.
Þessi mynd af íslenzka skógræktarfólkinu var tekin daginn sem það dvaldist í Osló er það snæddi hádegisverð að Frognerset-
eren. Annar frá vinstri í fremstu röð við hlið Sigurðar Blöndal er Nils Ringset bóndi í Liabygda á Sunnmæri en hann er 78
ára gamall og hefur verið mikill forustumaður í félagsmálum. Á hann nianna mestan þátit í að þessar skiptiferðir hafa
haldizt og er formaður landsnefndarinnar er sá um móttökurnar í Noregi. Hefur hann komið tvívegis hingað til Islands.
(Ljósm. Mats Wib e-Lund junior).
Til selja I Jö
■ Eins og frá var sagt hér í blaðinu á sunnu-
daginn kom hópur íslenzks skógræktarfólks
heim frá Noregi sl. fimmtudag eftir hálfsmán-
aðar dvöl þar í landi við skógræktarstörf en á
sama tíma dvaldi flokkur norskra skógræktar-
manna hér á landi. Er þetta 6. skiptiheimsókn
þessara aðila sem efnf er til. Þjóðviljinn ræddi
við annan fararstjóra flokksins, Sigurð Blöndal
skógarvörð á Hallormsstað, um förina og fer
frásögn hans hér á eftir.
— Þátttakendur frá íslandi
í þessari ferð voru 71 að tölu
og voru þeir frá flestum
skógræktarfélögum landsins
valdir eftir félagafjölda
þeirra. Þetta var fólk á öll-
um aldri eða frá 16 til 75
ára en flest var þó af ungu
fólki um tvítugt. Karlmenn
voru 46 en konur 25.
— Um móttökurnar í Nor-
egi sáu Skógræktarfélag Nor-
egs, Samband norskra skóg-
areigenda, Skógræktarfélagið
frá 1950, Skógræktardeild
landbúnaðarráðuneytisins og
Ungmennafélag Noregs. Þess-
ir aðilar skiptust á um mót-
tökur, t.d. sáu ungmennafé-
lögin um að hafa ofan af fyr-
ir okkur í frístundum okkar
en héraðsskógameistararnir á
hverjum stað sáu um faglegu
hliðina og önnur samtök sem
að þessu stóðu sýndu okkur
ýmsan sóma.
Glæsilegar móttökur
— Við fórum út 5. ágúst
og flugum til Vigra við Ála-
sund þar sem við fengum
m'jög glæsilegar móttökur.
Sveitarstjðrnin bauð okkur
til kvöldverðar í félagsheim-
ilinu og ungmennafélögin
önnuðust skemmtidagskrá.
Þama gistum við um nóttina
en síðan skiptist flokkurinn
í tvo hópa. Ók annar norður
til Rissa í Suðpr-Þrændalög-
um en hinn suður til Vágá í
Guðbrandsdal. Liggur leiðin
þangað um einhver hrikaleg-
ustu og fegurstu héruð lands-
ins.
— Sumarið hafoi verið
mjög leiðinlegt og kalt í Nor-
egi en daginn sem við kom-
um birti upp og fenguri við
mum
sól allan tímann sem við
dvöldum þar. Við vomm
fjóra daga á hverjum stað
við plöntun en síðan skiptu
hóparnir um dvalarstað og
mættust þeir í Þrándheimi
12. ágúst. Þar vorum við
gestir borgarstjórnarinnar og
borðuðum m.a. á Princen
Hotel sem er bændahöll
þeirra í Þrándheimi, mjög
glæsilegt hótel sem ekkert
gefur eftir okkar bændahöll.
40 þúsund plöntur
— Hóparnir dvöldust nú
aftur 4 daga við plöntun og
plöntuðum við alls nær 40
þúsund plöntum. Er það
helmingi minna en Norð-
mennirnir plöntuðu hér á
landi en jarðvegurinn úti er
allt öðruvísi en hér heima og
notuð mikið seinlegri gróður-
setningaraðferð.
— Við unnum 6 tíma á dag
við plöntunina og að vinnu-
degi loknum sáu ungmenna-
félögin á hvomm stað um að
hafa ofan af fyrir okkur. Var
eitthvað haft til skemmtun-
ar á hverju kvöldi. Við vor-
um sinn sunnudaginn á hvo;r-
um stað og var þá farið í
ferðalög. Þrændur fóru með
okkur í ökuferð kringum
Þrándheimsfjörð og vom
skoðaðir sögustaðir sem þar
em fjölmargir, t.d. Stikla-
staðakirkja og dómkirk’jan í
Þrándheimi.
Ferð í Jötunheima
— Guðbrandsdalsmenn fóru
hins vegar með okkur í bíl-
ferð upp í Jötunheima og
komum við m.a. á þá staði
þar sem Pétur Guutur reið á
hreindýrinu sællar minning-
ar. Vágá liggur í um 400
metra háeð yfir sjó og fórum
við í ferðalaginu upp í 800
til 900 metra hæð. Þarna er
mikið af seljum. Eru enn um
200 sel í notkun í þessu
byggðarlagi. Við komum m.a.
í einn selkofa sem var um
400 ára gamall og verður það
sennilega flestum eftirminni-
legasti atburðurinn í ferðinni.
Er umgengnin þar frábær og
menningarbragurinn mjög
mikill. Norðmennirnir hafa
geitur þarna í seljunum og
aka mjólkinni daglega niður
til Vágá. Er geitarostur mjög
eftirsótt vara í Noregi. Geit-
unum fer þó heldur fækk-
andi.
— I Guðbrandsdal lifir
forn menning með miklum
blóma Qg halda menn þar í
forna þjóðbúninga og leggja
rækt við þjóðdansa. Við vor-
um á opinberum dansleikj-
um á báðum stöðunum. f
Þrændalögum voru dansaðir
nútímadansar eins og hér
heima en í Guðbrandsdalnum
langmest gamlir þjóðdans-
ar.
12 milj. félagsheimili
— Skemmtunin í Vágá var
haldin í nýju húsi sem reist
er á svipuðum grundvelli og
félagsheimilin hér. Er það eitt
fallegasta samkomuhús sem
ég hef séð, bæði hið ytra og
innra, og er sundhöll í öðrum
enda þess. Bygging þessi
kostaði um 2 miljónir norskra
króna eða um 12 miljónir
króna ísler.zkar og má af því
ráða hvílíkt geysilegt átak
þessi bygging hefur verið
fyrir lítið sveitarfélag enda
er til þess vitnað í Noregi.
—^ Vágá er sveitaþorp með
um 1000 íbúa en í sveitarfé-
laginu öllu eru um 4000
manns í Vágá er timbur-
kirkja er upphaflega var
réist árið 1130 og er ytra
byrðið enn frá þeim tíma
en kirkjan sjálf í núverandi
mynd er frá því um 1600.
Vorum við þar við messu og
var mjög gaman að skoða
þessa fornu byggingu. Úr-
koma er hvergi jafn lítil í
Noregi og þarna efst i Guð-
brandsdalnum og er það or-
sök þegs hve timburhús þar
endast lengi.
— Að gróðursetningunni
lokinni héldu báðir hóparnir
með járnbraut til Óslóar og
mættust þar. Dvöldumst við
þar um kyrrt einn dag og
voru okkur sýndir markverð-
ustu staðir borgarinnar svo
sem ráðhúsið, Wigelandsgarð-
urinn og víkingaskipin og
Kon Tiki-flekinn. Munu flest-
um hafa þótt mest til þess
koma að sjá víkingaskipin.
Heimleiðis héldum við svo
með flugvél 20. ágúst.
Góð landkynning
— Þessar skiptiferðir hafa
mjög mikla þýðingu fyrir
okkur í sambandi við skóg-
rækt hér heima enda erum
við algerir þyggjendur á því
sviði en Norðmenn veitendur.
Kynnast þátttakendurnir af
eigin raun þýðingu skógar-
ins og skógræktar. Þá hafa
þessar ferðir ekki síður mik-
ið gildi sem menningarskipti
þar eð móttökur allar voru
svo vel skipulagðar að hóp-
urinn fékk ekki aðeins að
kynnast landinu heldur og
fólkinu og hafði miklu nán-
ari viðskipti við það heldur
en venjulegir ferðamannahóp-
ar, t.d. bjó kvenfólkið allt á
einkaheimilum í Þrændalög-
um. Þess vegna kynntumst
við vel bæði lifnaðarháttum
og hugsunarhætti fólksins.
Og svo skemmtilega vill til
að á þessum tveim stöðum
er fólkið mjög ólíkt. Get ég
ekki hugsað mér betri land-
kynningu en þá sem slíkar
skiptiferði starfshópa veita.
Fyrsta ráðstefnan var haldin
á Siglufirði 17. ágúst síðast lið-
inn. Forseti ráðstefnunnar var
Benedikt Sigurðsson. kennari, og
ávörp fluttu Hlöðver SigurðSson
skólas.tjórí og Gunnar Rafn há-
skólastúdent. Ragnar Arnalds
ræddi um starfsemi hcrnáms-
andstæðinga og sagði frá fyrir-
huguðum landsfundi og Hjörtur
Guðmundsson, kennari sagði frá
Keflavíkurgöngunni 1964.
Mikill áhugi ríkti á fundinum
fyrir væntanlegum landsfundi
og var rætt um að fá langferða-
bíl með siglfirzka hernámsand-
stæðinga til Mývatns, því að
eins og kunnugt er mega allir
hemámsandstæðingar sækja
fundinn sem áheyrnarfulltrúar.
Siglufjörður hefur rétt til að
senda 3 fulltrúa (einn fyrir
hvert þúsund) og var á fundin-
um kjörin ný héraðsnefnd til að
annast val fulltrúa í nefndinni
eiga sæti Hlöðver Sigurðsson.
Guðmundur Jónasson, Anna
Magnúsdóttir, Gunnar Rafn og
Trausti Arason. Til vara: Guð-
rún Albertsdóttir og Kristján
Sigtryggsson.
Ráðstefna í Skagafirði
Fimmtudagskvöldið 20. ágúst
héldu hemámsandstæðingar i
Skagafirði héraðsráðstefnu á
Sauðárkróki. Magnús Gíslason
frá Frostastöðum setti ráðstefn-
una með ávarpi og skipaði fund-
arstjóra Jónas Hróbjartsson frá
Hamri. Gunnar Rafn frá Siglu-
firði flutti ávarp og Ragnar Arn-
alds ræddi um starfsemi her-
námsandstæðinga í Skagafirði.
en síðan tóku menn upp óform-
legar umræður og var gengið
frá lista trúnaðarmanna úr öll-
um hreppum sýslunnar. Mun
héraðsnefndin hafa samband við
þessa menn og leita hjá þeim
ráða um val fulltrúa á lands-
fundinn, en hver hreppur hefur
rétt til að senda einn fulltrúa
með öllum réttindum. Ráðstefn-
una sátu um 25 manns úr mörg-
um byggðum sýslunnar. 1 hér-
aðsnefnd eiga sæti:
Arnór Sigurðsson, skrifstofu-
maður á Sauðárkróki, Gunnar
Páll Ingólfsson. kjötvinnslumað-
ur á Sauðárkróki, Áslaug Sig-
urðardóttir, húsfrú í Vík, Har-
aldur Hróbjartsson. múrari og
Magnús Gíslason, bóndi á
Frostastöðum.
Ráðstefnan á Snæfellsnesi.
Hemámsandstæðingar á Snæ-
fellsnesi héldu héraðsráðstefnu
í Grafarnesi síðastliðinn föstu-
dag. Fundurinn var ágætlega
Framhald á 9. síðu.
Skrifstofan í
Mjóstrœti 3
Skrifstofa hemámsandstæð-
inga í Mjóstræti 3 er nú opin
alla daga frá kl. 10 til 19, sími
24701. Mikill fjárskortur er á
skrifstofunni vegna kostnaðar
við fundahöld og annan undir-
búning landsfundarins, og er
það því höfuðnauðsyn. að allir
hernámsandstæðingar styrki
samtökin með því að kaupa
miða í happdrættinu.
Þeir sem áhuga hafa fyrir að
koma á landsfundinn við Mý-
vatn 5.—6. september eru vin-
samlegast beðnir að hafa sanv*
band við skrifstofuna hið að«^»
fyrsta. Dagskrá fundarins vero-
ur tilkynnt eftir nokkra daga.
Bleiklax veiddur á
stöng í Kúðafíjóti
VeiSmálastofnuninni barst í
gær bleiklax (hnúðlax). sem
Guðbrandur Halldórsson, verk-
stjóri, Sólvallagötu 52, Reykja-
vík veiddi í Kúðafljóti í fyrrad.
(23. ágúst). Bleiklaxinn, sem var
hængur, var 49 sm á lengd og
vó 1225 grömm. Hann hafði ver-
ið einn vetur í sjó.
Sumarið 1960 varð vart við
20 bleiklaxa á 16 stöðum hér á
landi, frá Hítará á Mýrum norð-
ur og austur fyrir land allt suð-
ur í Hverfisfljót. 1961 veiddust
2 bleiklaxar og 1 1962. Bleik-
laxinn, sem veiddist nú í Kúða-
fljóti, fékkst á stöng við Leið-
völl um 20 km frá sjó.
Á undanförnum árum hafa
Rússar flutt bleiklaxahrogn frá
Asíu og klakið þeim út í Niorð-
ur-Rússlandi. Seiðin hafa síðan
verið alin upp í 5 cm að lengd
og þeim sleppt í ár þar. Ágæt-
ur árangur fékkst af þessum
sleppingum árið 1960 og varð
bleiklaxa vart það ár í Nor'egi,
á íslandi og í Skotlandi auk
Norður-Rússlands. Sumarið 1960
varð vart við rúmlega 66 þús-
und bleiklaxa í 23 ám í Norður-
Rússlandi, og hrygndi laxinn í
ánum. Síðan þá hefur verið lít-
ið um bleiklax, en vitað er þó
um töluverða bleiklaxahrygn-
ingu í ám þar haustið 1961. Ekki
er vitáð hvort lax hafi komizt
upp af þeim hrognum, sem got-
ið var nefnd haust.
‘ Ævi bleiklaxins er stutt, þar
sem hann er rúmlega eitt ár í
sjó áður en hann gengur í'ár
til að hrygna. Hann er 45—60
cm að lengd og 2—5 pd að
þyngd. Bleiklaxinn líkist mjög
bleikju. Hann er þó auðgreind-
ur frá bleikju á svörtum ílöng-
um blettum á sporðinum. Hæng-
arnir fá sérkennilegan hnúð á
bakið, skömmu fyrir hrygningu
og eru þeir auðþekktir á hon-
um.
Veiðimálastofnuin hefur safn-
að upplýsingum um bleiklaxa,
sem veiðzt hafa hér á landi, og
er æskilegt, að þeir, sem veiða
bleiklaxa, geri henni aðvart um
það. ,
(Frá Veiðmálastofnuninni).
i.