Þjóðviljinn - 26.08.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.08.1964, Blaðsíða 10
10 SlÐA HÖÐVIUINN Miðvikudagur 26. ágúst 1964 — Æ, fjandinn hafi það, Bresach, sagði Jack, — það er sunnudagur. Gefið þessari dýr- legu hreinskilni yðar frí. Farið heim. Hann var hörkulegur og óþolinmóður. Nú var Delaney varnarlaus og hann fann hjá sér hivöt til að verja hann fyrir hverri árás. — Ég vona að minnsta kosti að honum batni, sagði Bresach. — Því getið þér þó skilað til hans, er það ekki? — Ég skal skila því, ég skal skila því, sagði Jack. Bresach leit í síðasta sinn á hvítu hurð- ina, svo geikk hann hægt að lyftunni um leið og fyrsti frétta- maðurinn með ljósmyndara á hælunum kom æðandi inn gang- inn. Jack gekk af stað í áttina að símanum í skrifstofu nunnanna á miðri hæðinni og lét sem hon- um kæmi tilfellið Delaney ekk- ert við. Hann kærði sig ekki um að halda fréttariturunum uppi á snakki og hann hafði ekki á- huga á að fá mynd af sér í blöðin. Hann hringdi á Grand Hotel • og bað um samband við Clöru Delaney. Síminn hringdi lengi og hann var að þvi kominn að leggja tólið á, þegar hann heyrði rödd Clöru, lága og hljómlausa. — Clara, sagði Jack. — Ég er á Salvatore. Mundi spítalanum og ...... —Ég veit það, sagði Clara með sömu lágu, kúguðu röddinni. — Þeir eru búnir að hringja í mig. Ég veit þetta allt saman. — Hvenær ætlarðu að koma? spurði Jack. — Á ég að sækja þig á hótelið? — Vertu ekki að gera þér neitt ómak, ' Jack. sagði Clara. — Ég kem ekki. Hún lagði tólið á. Klukkan' ellefu um kvöldið höfðu aðeins læknirinn, prestur- inn og hjúkrunarkonurnar farið innum dymar að herbergi Del- aneys. Fogel hafði komið sér upp eins konar skrifstofu fyrir blaðamenn og myndasmiði niðri á neðstu hæð, en flestir þeirra höfðu farið burt aftur, þegar þeir voru búnir að taka myndir af lækninum,, af Jack (þrátt fyrir mótmæli hans) og af Tucino og Tasseti og Tolt HÁRGREIÐSLAN HárgreiðsJu og snjrrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegl 18. III. h. Oyfta) — SlMI 23 616. P E R M A Garðsenda 21. — SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyTtistofa. D ö M U R I Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN, — Tjarnar- götu 10 — Vonarstrætísmegin — SÍMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (Maria Guðmundsdóttir) Daugavegi 13. — SlMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. sem höfðu komið snemma dags og biðu ásamt Jack í ganginum fyrir framan herbergi Delaneys. Jack vissi ekki hvers vegna hinir héldu næturvörð í dimm- um ganginum og hefði einhver spurt hann sjálfan, hefði hann ekki getað svarað í samhengi. Hann gerði sér ekki grein fyrir ástæðum sínum sjálfur, en beið í kallfæri hjá dyrunum, vegna þess sem honum fannst sem hann héldi lífinu í vmi sínum með tryggð sinni. Meðan hann biði þarna, gæti Delaney ekki dáið. Hann var vissu um að strax og Delaney gæti, myndi hann gefa honum teikn, gefa honum fyrirmæli, leysa hann undan heiti. Hann vissi, að hann yrði að vera tilbúinn fyrir það samband, sem hann vissi að Del- aney barðist við að ná. Hann gat ekki farið fyrr en það sam- band var komið á. Hinum fannst þeir ef til vill ekki gera Delaney neitt gott með því að vera viðstaddir, en enginn stakk upp á því að fara. Og svo urðu þeir allir saman kyrrir af persónulegum ástæðum og sátu til skiþtis á tréstólunum tveimur sem hjúkrunarkonumar höfðu sett fyrir framan glugg- ann í enda gangsins. Dæknirinn ■ hafði aðeins-sagt, að Telaney liði eftir atvikium og þyldi ekki heimsóknir eins og stæði, læknirinn sagði allt þetta á ítölsku við Tucino og Tasseti og á ágætri ensku við Holt og Jack. Læknirinn hafði vanið sig á að tala hvíslandi, svo að það var eins og orð hans væru þrungin duldu innihaldi og á heyrendur neyddust til að beygja sig alveg að honum til að skilja það sem hann sagði Klukkan ellefu um kvöldið var Jack orðinn sárreiður læknin- um, án þess að hafa til þess nokkra frambærílega ástæðu. Tucino og Tasseti gengu eirð- arlausir fram og aftur, leður- hælar þeirra slógust í steingólf- ið og þeir töluðu saman lágt og hvíslandi. Öðru hverju hækk- uðu þeir róminn og Jack fannst sem þeir væru niðursokknir í langvarandi orðræður sem þeir hefðu átt oft og mörgum sinn um áður og náðu reglulegu há- marki með fimmtugustu hverri setningu. Holt stóð rólegur við glugg ann og dauft bros lék um varir hans. Hattur hans hékk snyrti lega á ofnventli, endurminning frá Oklahoma, andblær-frá slétt unni í sjúkri, rómverskri nótt- inni. ___ Ég er búinn að spyrja lækninn spjörunum úr, sagði Holt, — og ég hef hugboð um að Mauice lif þetta af. Auðvitað lofar læknirinn engu. Ef hann segir að sjúklingurinn lifi og það stendur ekki heima, þá kemur það sér iila fyrir hann sem lækni það er mér fullljóst. En margir af vinum mínum hafa orðið fyrir þessu sama. I olíunni. Fargið .... Það er ein af ástæðunum til þess að mamma heimtaði að ég ^tæki mér sex mánaða frí á ári í Ev- rópu. Ef maður hefur ánægju af lífinu, er ekkert vit í því að vinna sig í hel. eða hvað, JacfcV — Nei, sagði Jack. — En ég er samt hissa á þessu með Maurice, sagði Holt og hristi höfuðið og merfcin eft- ir hattfcm voru eins og fallegur hringur í hærunum. — Hann hefur svo mikla lífsorku. Auð- vttað leggur hann mflrið að sér, en ég held nú samt ekki að það sé ástæðan. Ég hef mínar kenningar, Jack . . . Hann hik- aði. — Þú hefur ekkert á móti því að ég tali eins og mér býr í brjósti, er það? — Auðvitað ekki. — Ég veit vel, að Maurice er gamall vinur þinn. Ég lít líka á hann sem vin minn. Ég er hreykinn af því að geta kallað hann vin mnn, sagði Holt með alvörusvip. — Og það sem ég nú segi, segi ég í allra beztu meiningu. Ég vil ekki. að þér ffinnist að ég sé að baktala veik- én mann eða ég sé að koma t.neð neina gagnrýni. Það sem eg hef orðið var við hjá Marae- ice, Jaek, er að hann e* geysi lega metnaðargjaro. E» öað rétt hjá mér? Er ég ósanngjarn? — Nei, sagði Jack. — Það er ekki ósanngjarnt. — Nú finnur harm. að hann stendur ekki fyrir metnaðar- girni sinni, sagði Holt. — ög það hlýtur að reyna á hjartað, er það ekki? — Jú, það skyldi maður ætla, sagði Jack. Holt horfði rólegur útum gluggann. Það var úðarigning og það glampaði á pálmana í dökk- um, kyrrum suddanum.,— Áður en ég kom hingað, sagði Holt, — hafði ég aldrei ímyndað mér að það gæti rignt í Róm. Hann ræskti sg. — Hitt sem gengur að Maurice, — og ég bið þig enn að muna að ég er alls ekki með neina gagnrýni — er það, að hann lifir ekki eðlilegu heim- ilislifi. í dimmum ganginum brosti Jack yfir hinni mildu varfærni í dómum olíumannsins yfir fé- laga sínum. — Ef maður verður fyrir von- brigðum í starfi sínu, hélt Holt áfram og starði enn út í regnið, — og gefst ekki upp en heldur áfram að berjast eins og Maur- ice — og mundu það að ég dá- ist að honum fyrir það — og ef hann lifir við vissa þvingun heima fyrir, ef hann á ekki heldur friðland þar, þá er ekki að undra þótt hann láti undan á vissu skeiði milii fimmtugs og sextugs. Ég er heppinn, bætti hann við, — því að eftir að ég hitti mömmu, vissi ég að ég myndi aldrei framar líta á ann- að kvenfólk á þann /látt á ég við. Maurice hefur ekki verið eins heppinn, er það, Jack? — Hann hefúr litið á annað kvenfólk, sagði Jack. — Ef þú kallar það að vera óheppinn. — Og samt sem áður deyr hann ekki, sagði Holt. —_ Ég er mjög næmur á slíkt. Ég hef komið inn í herbergi og talað við mann sem virtist vera fíl- hraustur og var nýlega búinn að gegnumgangast læknisrannsókn fyrir líftrygginguna, og á eftir hef ég sagt við mömmu þegar við vorum orðin ein: — Við fylgjum honum til grafar áður en árið er liðið. — Og mér hef- ur sjaldan skjátlazt. Líttu á mig, miljónamæring- ur, langaði Jack til að segja. Horfðu á mig með athygli. Hvað heldurðu um mig? Hvað ætlarðu að segja Mömmu um mig i kvöld þegar þið eruð orðin ein í svefnherþerginu? — Ég hef ekki þessa tilfinn- ingu gagnvart Maurice Delaney, sagði Holt. — Og þegar ég fæ leyfi til að fara inn til hans, ætla ég að segja það við hann. Og það sem meira er, ég ætla að segja honum að ég sé búinn að ákveða að taka þátt í þess- um félagsskap. Ég ætla að kosta þrjár kvikmyndir undir hans stjóm á næstu þrem árum. — Það er ákaflega fallega gert af þér, Sam, sagði Jack og hann var aftar snortinn af hjartahlýju rúannsins eins og fyrsta kvöldið. — Það er engin góðsemi, sagði Holt. — Það em viðskipti. Ég fæ býsnin öll í aðra hönd. Það er bara eitt skilyrði .... Hanri þagnaði. Jack beið mjög forvitinn. Eitt. skilyrði? Hvaða skilyrði? Að Delaney lifði eðiilcgu heimilis- lífi eins og Holt orðaði það? Það yrði dálítið nýstárleg klásúla í samningL Þess er enn- fremur krafizt að hinn aðilinn borði kvöldverð með eignkonu sinni á hverju bvöldi klukkan átta meðan samningur þessi er í gildi. — Skilyrðið er, að þú verðir framkvæmdastjóri, sagði Holt. Tueino og Tasseti voru komn- ir að fimmtugustu setningunni í samræðum sínum og þeir voru svo háværir í ganginum að mmna rak höfuðið útum gátt og sussaði á þá. Jack var feginn þessari truflun. Frá þessari stundu vildi harm ógjarnan segja neitt við Iíolt án þess að yfirvega það vandlega fyrst. — Þú ert að sjálfsögðu aijög vandrandi, sagði Holt. þegar raddir Tucinos og Tassetts vora orðoar; mS lágu reiðflegu umli Já, *agðí Jaek. — Ég verð að Íáiía það. Ég hef aldrej, fyrr fengizt vig þess háttar. 1 Það gerir cfckert tfc. sagði j Holt Þú hefur töhrverða reynslu, j 'pt ert mjög vei gefinfe raað- j ur. Ég er viss ,wa að ert j maður sem stendur við arð siui I og það sem meira rráii stesptir: j Þú skilur Maurice. Mt nokkur i getur haft taumbaid á honum. j þá ert það þú .... — Ef aofckar getur haft taum- : hald á homvni. Jack brosti beisklega. — Ef enginn getur haft taum- hald á honum, sagði Holt, — væri það kannski betra »ð hann kæmi ekki lifs útum þessar dyr. Betra fyrir hann, bætti Holt við með mildu, drafandi röddinnL Hann leit á Jack og hló ögn þegar hann sá svipinn á andliti Jacks. — Þú er ennþá undrandL er það ekki Jack? sagði hann. — Þú ert að velta því fyrir þér hvað svona gamall bóndadurgur geti vitað um þess háttar. Sjáðu til, Jack, það eru Kka ótal ná- ungar í olíunni sem vilja ólmir eyðileggja sjálfa sig. Það er ekki hægt að komast hjá þvá að þekkja einkennin. Auk þess er þetta ekki svo dularfullt .... Hann verfaði hendinni. — Ég hef gert ýmsar athuganir. Það er ekki vegna þess að Maurice hafi gert sér far um að leyna neinu um sína hagi, eða hvað? — NeL sagði Jack. — Ég hef líka gert ýmsar at- huganir varðandi þg, Jack. Rödd Holts var hás, næstum ótta- blandin. — Gerir það nokkuð til? — Það fer eftir því hverju þú komst að, sagði Jack. Holt hló aftur. — Einu komst ég að minnsta kosti að, sagði hann, — og það er, að ég hef efni á að borga þér töluvert hærra kaup en það opinbera. Ég vil ekki segja þér huvað ég uppgötvaði fleira, nema það var allt jákvætt og kom heim við þau hagstæðu áhrif sem þú hef- ur haft á mig og Mömmu. — Leyfðu mér að spyrja þig um eitt, Sam, sagði Jack. — Hvað um hann? Jack bandaði höfðinu í áttina til Tucino sem hallaði sér upp að vegg meðan Tasseti hvíslaði einhverju í eyra honum með ákafa. — Hver verður þáttur hans? — Hans þáttur verður ágætur, sagði Holt. — Félágið verður ítalskt-þandarískt fyrirtæki, og Tucino á að leggja fram fjórð- ung af fénu. — Ertu búinn að segja honum, að þú viljir hafa mig með í þessu? — Ég vil ekki hafa þig með í því, Jack, sagði Holt. — Ég vil að þú stjórnir því. Þegar vel stendur á, ætla ég að segja Tucino frá þvi. — Heldurðu að hann sam- þykki það? Holt hló. — Hann getur ekki annað, Jack, sagði hann. — Hann er alveg að verða gjald- þTota. Það ei' ekki svo að skilja að ég vilji að þú notir þér að- stæður hans. Jack, sagði Holt næstum afsakandi. — Ég dáist að mörgu í fari hans, það veiztu. Ég talaði um það við þig hér um kvöldið. Hann er ham- hleypa, hann er hugmyndarík- ur, hann veit hvað áhorfendum feúur í geð. En ítalir reka við- skipti á öðrum grundvelli en við, Jack. Hér gera menn hver öðrum ýmislegt í krafti laganna, sem myndi kosta þá fimm ára fangelsi heima. Ég verð formað- ur félagsins. Nafnið mitt verður SKOTTA ,Gt*nr hann VIRKILEGA sett mig á svartan ’ista hjá öflam hin- um strákunnm, ai þvi ég ncitaði að kyssa bann i gærkvökt?*’ FERDIZT MEÐ LANDSÝN • Seljum farseðla með fiugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleíða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR , • Skipuleggjum hópferðir og etn- staídingsferðir FERÐASKRIFSTOFAN LAN □ S V N nr TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — RETKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. ÚTBOD Tilboð óskast í að byggja 12 biðskýií fyrir Stræösvagna Reykjavíkur. Útboðsgagna skal vitja í skrifstofu vora Voíiarstræti 8, gegn 500 króna skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR. Tilkynning frá Háskóla íslands Skrósetning nýrrn stúdentn fer fram í skrifstofu Háskólans frá L — 30. september. Stúdentum ber að sýna stúdentsprófsskírteini og greiða skrásetningargjald, sem er 1000 kr. Þeir stúdentar, sem vilja leggja stund á verkfræði, tann- lækningar eða lyfjafræði lyfsala, eru beðnir að láta skrásetja sig fyrir 15. sept. í « 4 I I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.