Þjóðviljinn - 26.08.1964, Page 12

Þjóðviljinn - 26.08.1964, Page 12
niHÖCUN FUNDARINS VID M ÝVA TN Hemámsandstæðingar um land allt vinna nú að undirbún- ingi landsfundarins, sem haldinn verður í Skjólbrekku við Mývatn helgina 5.—6. september. Víða hafa héraðsnefndir komið saman og í Skagafirði og Snæfellsnessýslu hafa verið haldnar héraðsráðstefnur, sem skipulagt hafa þátttökuna á landsfundinn. Á fimmtudagskvöld verður héraðsráðstefna á Selfossi, á föstudagskvöld í Borgarnesi fyrir Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu og eftir helgina á Egilsstöðum fyrir Múlasýsl- tur. I Reykjavík verður haldinn stuðningsmannafundur í næstu viku og gengið frá vali fulltrúa. Nauðsynlegt er, að allir sem vilja koma á landsfundinn hafi tafarlaust samband við skrif- stofu hemámsandstæðinga í Mjóstræti 3, sími 24701. Þeir sem ekki eru kjömir fulltrúar mega sitja landsfundinn sem á- Frá Myvatni. heymarfulltrúar. Hópferðir verða á vegum samtakanna til Mývatns, og er fyrri ferðin eftir hádegi á föstudag og komið til Mý- vatns nokkru eftir miðnætti. Síðari ferðin verður seint á föstudagskvöld frá Reykjavík (næturferð) og verður það hentug ferð fyrir fulltrúa af norðurlandi á laugardags- morgni. Tímaáætlun og far- gjald verður auglýst síðar, en gera má ráð fyrir, að farið Rvík-Mývatn-Rvík kosti inn- an við 700 krónur. Flugfélag- ið hefur áætlunarflug til Ak- ureyrar á laugardagsmorgni og til baka á sunnudagskvöld (samtals 1146 kr.). en séð verður um ferðir milli Akur- eyrar og Mývatns. Matur og gisting . Landsfundurinn hefst kl. tvö á laugardag og lýkur uiii kvöldmatarleytið á sunnudag með sameiginlegu borðhaldi. Ferðir verða til Reykjavíkur strax um kvöldið og einnig snemma á mánudagsmorgun. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar. I Skjólbrekku verður fram- reitt kaffi, smurt brauð, heit- ar súpur, mjólk og gosdrykk- ir við vægu verði allan tím- ann meðan fundurinn stend- ur. Hótelið í Rejmihlíð (25 mín bílferð frá Skjólbrekku) mun selja heitan mat, og þar er einnig að fá gistingu fyrír um 20 manns. Langflestir verða þó að láta sér nægja svefnpokapláss í Skjólbrekku og bamaskólanum. Héraðsnefnd hernámsand- stæðinga í S-Þingeyjarsýslu kom nýlega saman undir forsæti Inga Tryggvasonar á Kárhóli. Gengið var frá vali fulltrúa á Iandsfundinn og einnig var skipuð þriggja manna undirbúningsnefnd til að skipuleggja móttökur af hálfu Mývetninga og eiga þar sæti: Böðvar Jónsson á Gaut- löndum, Þorgrimur Starri Björgvinsson í Garði og Ey- steinn Sigurðsson á Amar- vatni. \ \ \ \ ([ r Isbrjótur í heimsókn / Reykjavík A Reykjavíkurhöfn getur nú að Iíta heldur sjaldgæfa *jón. Er það ísbrjótur frá bandaríska flotanum og nefnist hann Ed- isto, mikið skip og veglegt og fylgja tveir koptar. Skipstjóri á Edisto er Noval E Nickerson og sýndi hann fréttamönnum skipið í gær. Hon- um sagðist svo frá, að Banda- ríkjamenn eigi nú sjö ísbrjóta af svipaðri stærð og eru fjórir undir stjóm flótans en þeim ræður strandgæzlan. Skipið er um þessar mundir að störfum í norðuríshafinu, en annan hvem vetur er skipið að störfum í Suðurhöfum. Héðan heldur skip- ið norður í höf og munu halda sig á svæðinu milli Islands, Jan FriSrik fékk jafn- tefli í 3. nmferð 1 þriðju umferð í skákmótinu i Kaupmannahöfn gerði Friðrik Ólafsson jafntefli við Kaup- mannahafnarmeistarann Börge Andersen en Larsen tapaði fyrir landa sínum Svend Hamann. Friðrik er þá með 2 vinninga eftir 3 umferðir en blaðinu er ekki kunnugt um hvar hann er í röðinni. Skrifstofan í Mjóstræti 3 Skrifstofa hemámsandstæð- inga í Mjóstræti 3 er nú opin alla daga frá klukkan 10 til 19, sími 2-47-01. Mikill fjárskortur er á skrifstofunni vegna kostnaðar við fundarhöld og annan und- irbúning landsfuridarins og er því höfuðnauðsyn að allir hernáms- andstæðingar styrki samtökin með því að kaupa miða í happ- drættinu. Þeir sem áhuga hafa fyrir því að koma á landsfundinn við Mý- vatn 5.—6. september eru vin- samlega beðnir að hafa samband við skrifstofuna hið allra fyrsta. Dagskrá fundarins verður til- kynnt eftir nokkra daga. Mayen og austurstrandar Græn- lands. Jafnframt þessu er skipið bú- ið tækjum til veðurathugana og hafrannsókna og hefur unnið mikilvægt starf, einkum í sam- bandi við alþjóðasamvinnu þá. sem átti sér stað 1958—59 og nefnd var Alþjóðlega jarðeðlis- fræðiárið. Edisto heldur nú i 19. leiðangur sinn um norðurhöf, en hefur áður farið í fimm til Suðurheimskautslandsins. Lektorsstaða isýklafræði auglýst laus Starf lektors í sýklafræði við Iæknadeild Háskóla Islands hefur verið auglýst til um- sóknar. Verður starfið veitt frá 15. scptember n.k. að tel'ja. I síðasta Lögbirtingablaði. þar sem þessi staða er aug- lýst, er sagt ennfremur að nán- ari upplýsingar um starfið séu veittar af forstöðumanni rann- sóknarstofu Háskólans við Barónsstig, en umsóknarfrest- ur er til 1. september. I sama blaði er auglýst laus staða mælingaverkfræðings hjá teiknistofu skipulagsstjóra. Umsóknarfrestur um það starf er til 20. september n.k. Þá eru í blaðinu auglýstar embættaveitingar lækna. Svan- ur Sveinsson héraðslæknir á Reykhólum var hinn 10. þ.m. settur til þess frá 1. ágúst 1964 fyrst um sinn þar til öðru- vísi vei'ður ákveðið, að gegna héraðslæknisembættinu í Búð- ardalshéraði ásamt sínu eigin héraði. Guðmundur Guðjóns- son stud. med. & chir. var sama dag settur til þess að vera staðgöngumaður héraðs- læknisins í Hvammstangahér- aði frá og með 1.—15. ágúst. Ennfremur var setning Magn- úsar Karls Péturssonar, setts héraðslæknis í Flateyrarhéraði, framlengd til 1. nóvember 1964. Fagnaðarfundir Þcssi mynd er tekhx í gær er börn sem dvalizt hafa í sumar að Laugarási í Biskupstungum á vegum Rauða Kross Islands voru að koma í bæinn aftur. Og eins og myndin sýnir urðu það fagnað- arfundir er foreldrarnir komu til þess að taka á móti börnunum eftir sumardvölina í sveitinni. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). 1800 árekstrar og 7 hana- slys af völdum umferðar Samkvæmt upplýsingum um- ferðardeildar rannsóknarlögregl- unnar hafa það sem af er þessu ári orðið um 1800 árekstr.yr sem henni hafa borizt skýrslur um og er það 220 fleiri en á sama tíma í fyrra. í sambandi við þessar tölur ber þess þó að gæta að mjög mikil aukning hefur orðið á bíla- fjöldanum frá því 1 fyrra og er því ekki víst að árekstrafjöld- inn sé hlutfallslega meiri nú en þá miðað við tölu farartækja í umferð. Banaslys af völdum umferðar hafa orðið 7 hér í Reykjavík og nágrenni það sem af er þessu ári og er það meira en var á sama tíma í fyrra. Auk þess hafa orðið nokkur banaslys af völdum umferðar úti á landi og eru þau ekki með í þessari tölu. Árekstrar- og slysafjöldinn af Framhald á 9. síðu NÁTTÚRUFRÆÐINGAR UNDIRBÚA Námsferðir norrænna stúdenta til Islands ■ Undanfarin hálfan mánuð hafa verið hér á landi 12 háskólamenn frá Norðurlöndum til að kynna sér íslenzka náttúru og til að undirbúa væntanlegar námsferðir stúd- enta frá Norðurlöndum til að fræðast um hina sérkenni- legu íslenzku náttúru. Blaðamönnum var í gær boð- ið að sitja fund með háskóla- mönnum þessum og rómuðu þeir allir þá óþrjótandi mögu- leika. sem íslenzk náttúra hef- ur upp á að bjóða fyrir erlenda stúdenta til rannsókna. Ætlunin er að stúdentarnir komi hingað til að kynnast ís- lenzkri náttúru af eigin raun og verði slíkar ferðir jafnvel farnar á hverju ári. Þeir Islendingar, sem leiðbeint hafa gestunum um landið eru Sigurður Þórarinsson, Guð- mundur Sigvaldason, Guðmund- ur Kjartansson, Tómas Tryggva- son og Jón Jónsson. Það eru ríkisstjórnir Norður- landanna, sem eiga að standa straum af kostnaði við Islands- ferðimar og mun verða sett á stofn sameiginleg nefnd Norð- urlandanna fjögurra til þess að úthluta styrkjum af fjárveitingu þessari. Þeir sem dvalizt hafa hér á landi í þessu skyni eru Tom Barth pröfessor og dr. Björa Andersen frá Noregi, Veikko Okko og Neuvonen prófessor frá Finnlandi, prófessoramir Gunn- ar Hoppe, Filip Hjulström og Franz Wickmann, Walter Sch- ytt og Tomas Lundquist frá Sví- þjóð, Asger Bertelsen, Börge Fristrup og Arne Noe-Nygaard frá Danmörk. Tíu þessara náttúrufræðinga voru staddir í Reykjavik í gær en þeir Asger Bertelsen og Walter Schytt fóru héðan í fyrra- dag. Einn fulltrúi frá hverju landi ræddi við fréttamenn í gær og létu þeir allir í ljósi ánægju sína með þessar væntanlegu námsferðir norrænna stúdenta tii Islands. Prófessor Tom Barth tók meira að segja svo djúpt í árinni að Island gæti orðið fremst í veröldinni á sviði j arðfræðivísinda. Fellibylurínn Cleo stefnir nú á Kúbu Folk flutt burt af hættuslóðum í Oriente- og Camagueyfylkjum; mikið tjón á Guadeloupe HAVANA 25/8 — Fellibylurinn Cleo sem þegar hefur valdið miklu tjóni á eyjum við Karíba- haf stefndi þegar síða.st fróttist á Kúbu og var þar mikill við- búnaður að flytja burt .fólk frá þeim héruðum þar sem mest hætta er á ferðum. Þetta er einkum í fylkjunum Oriente og Oamaguey sem verst urðu fyrir barðinu á féllibylnum Flora í fyrra, en hann varð um þúsund manns að bana og olli geysilegu tjóni. Þegar síðast fréttist voru vind- sveipir frá Gleo famir að gera vart við sig á suðurströnd Ori- ente. Einnig var farið að hvessa Danskur lista- maður á Mokka 1 gær var opnuð í Mokka- kaffi við Skólavörðustíg sýning á 12 olíumálverkum eftir danska listamanninn Elvin Erud. Erud hefur haldið fjöldamarg- ar sýningar í heimalandi sínu, Danmörku, og auk þess hefur hann unnið að innanhússskreyt- ingum, hefur hann meðal ann- ars málað altaristöflur og mynd- skreytt skóla. Listamaðurinn hefur um margra ára skeið annazt kennslu í keramik og málaralist. Kvæntur er Erud konu af íslenzkum ættum og dvelst hún um þessar mundir hérlendis og annast sýninguna fyrir me.nn sinn. Eins og áður segir eru á sýn- ingunni 12 olrumálverk og eru þau öll til sölu. Sýningin stend- ur yfir til 4. september. I haust mun Erud opna sýningu í Kaup- mannahöfn. á Haiti og Jamaica. Þar hefur verið varað við flóðbylgjum. Cleo gekk yfir eyna Guadel- oupe á sunnudag og olli þar gíf- urlegu tjóni. varð a.m.k. 13 mönnum að bana, en 40 særð- ust og þúsundir misstu heimill sín. Nær öll bananauppskeran eyðilagðist og mikið tjón varð á sykurekrum. Samkvæmt AFP-frétt reif fellibylurinn þökin af um 10.000 húsum. Eignatjón er til bráða- birgða áætlað um 3 miljarðar króna og er það mesta sem orð- ið hefur af völdum fellibyls í 30 ár. Víða hafa orðið skriðuföll og margir vegir hafa lokazt, en símasamband slitnað. Margir bktar munu hafa farizt. Vindhraði Cleo hefur mælzt mestur 63 metrar á sekúndu. Höfrungur III. fékk 700-800 tunnur af síld Akranesi 25/8. — Höfr- ungur III. kom hingað í dag með 700—800 tunnur af síld er hann veiddi út af Jökli um hálfs fjórða tíma siglingu frá Akranesi. Síldin var frekar smá en fer þó í frystingu. Skipið landaði 400 tunnum af síldinni hér á Akranesi en fór með hitt til Reykja- víkur. Höfrungur fékk þessa veiði í þrem kösfcum, þar af 400 tunnur í einu kasji.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.