Þjóðviljinn - 28.08.1964, Síða 2

Þjóðviljinn - 28.08.1964, Síða 2
> 2 SlÐA HÓÐVILIINN FostudagOT 28. ágúst 1964 Spá kuldum frum í miðjun september Þetta veðurkort hefur birzt í sænskum blöðum, en það er byggt- á spám amerískra veðurfræðinga um væntan- legt veður í norðanverðri álfunni og Vestur-Evrópu næstu vikurnar. Samkvæmt þessari veðurspá Ameríkananna verður haustið þurrt og hlýtt í austurhluta Skandinavíu, en í meðallagi í vesturhlutanum og svipað veður á meginland- inu öllu. Kalda Ioftið færist vestur á bóginn og verður aðal- svæði þe» umhverfis ísland. Lægðirnar munu koma sunnan úr hafi og færast norð-austur upp að ströndum Norður-Noregs. Þessi spá á að gilda fram í miðjan septembermánuð. KODACHROMEII (15 dín) KODACHROME X (19 din) Vusuþjófurnir búu sig undir OL engu síður en íþróttumenn Það eru fleiri en íþrótta- streyma til höfuðborgar Japan mennimir, sem búa sig vand- lega undir olympíuleikana í Tokio í októbermánuði næst- komandi. Fingralangir vasa- þjófar em þegar farnir að frá öðrum löndum, fjarlægum héruðum .og borgum; þeir hyggja gott til glóðarinnar, kanna .,atvinnumöguleikana“ i olympíuborginni og búast víð ------------;---------------------------------------------------------------------------------® Telur ofnotkun tilbú- ins áburðar varasama Blaðamönnum gafst nýlega kostur á að ræða við Hans Krekel-Christensen sem hér er staddur 'í boði Náttúrulækninga- félags Islands. Hans Krekel- Christensen hefur um margra ára skeið rannsakað hvem þátt tilbúinn áburður eigi í hinum sivaxandi jurtasjúkdómum og hvort hin eitruðu varnarlyf sem notuð eru gegn sjúkdómum þess- um geti verið skaðleg mönnum og skepnum sem jurtanna neyta. Einnig hefur Hans Krekel- Christensen gert tilraunir með notkun -lífræns áburðar í stað þess tilbúna. Með notkun lífræns áburðar er talið að koma megi í veg fyrir jurtasjúkdóma og fá heilnæmara og kos.tameira fóður fyrir menn og skepnur. Hans Krekel-Christensen sagði að hin eitruðu vamarefni sem notuð eru gegn ýmsum* jurta- sjúkdómum gengju að einhverju leyti inn i jurtimar og gætu reynzt skaðleg mönnum og dýr- um. Sjúkdómar í dýrum virðast fara sívaxandi og fjölgandi hér á landi sem annarsstaðar t.d. beinveiki í kúm og doði í ám eftir burð Orsakir þessa eru að vísu óþekktar en sterkar líkur benda til þess að hin stóraukna notkun tilbúins áburðar eigi; ein- hverja sök á þessum plágum. Víða um heim, m.a. á Norður- löndum, hefur á síðustu áratug- urn verið tekin upp notkun líf- ræns áburðar, eða svonefnds safnhaugaáburðar. 1 safnhaug- unum er búfjáráburður. úrgang- ur frá heimilum, görðum og ökr- um þar á meðal illgresi. hálmur, trjálauf. þang o.fl. iátinn um- myndast f.yrir tilstilli gerla og orma og síðan notað tii áburðar. Þessar aðferðir eru að vfsu ekki nýjar. þær hafa verið notaðar víða um heim í aldaraðir. Reynslan hefur nú sýnt að með 'þessu tekst að útrýma jurtasjúk- dómum að' mestu án vamarlyfja. Hættan á sjúkdómum f búpen- ingi verður einnig hverfandi lít- il ef fóðrið er ræktað á þennan hátt. Hér á landi hafa þessar að- ferðir verið notaðar með góðum árangri í Heisluhælinu í Hvera- gerði og á barnaheimili Sess- elju Sigmundsdóttur í Sólheim- um í Grímsnesi. Aðalgallinn við notkun lífræns áburðar er sá að það er dýrara en að nota tilbúinn áburð. Kost- imir eru samt yfirgnæfandi; jarðvegurinn verður auðugri af gróðurmold og þolir betur lang- varandi þurrka en ella. Menn spara kaup á varnarlyfjum og yinpu yið að dreifa þeim. Rým- un á uppskéru vegna sjúkdóma verður lítil eða engin og upp- skeran þolir betur geymslu en ella og rneð þessu fæst heilnæmt og kostamikið fóður, laust við skaðleg eiturefni. Hans Krekel-Christensen mun flytja nokkra fyrirlestra um þetta efni bæði hér í Reykjavík og úti á landi. Hver ber sökina? Fyrir mánuði sagði mál- gagn fjármálaráðherrans., Visir, að skattarnir væru .,smálús“ og launþegar greiddu þá með sælubros á vör. Allt væri það ríkis- stjóminni að þakka og hinni mannúðarríku stefnu hennar í skattamálum. En- í gær segir þetta sama blað í forustugrein: .,Það er fáránlegur ' áróður að kenna ríkisstjórninni um, hve háir skattamir eru. Ekki hefur hún lagt á. Það gerðu menn sem til þess hafa verið kjörn- ir“. Þannig átti ríkisstjórnin að njóta þakklætisins. meðan ritstjóri Vísis hélt í fáfræði sinni að fjármálaráðherrann hefði sagt satt er hann boð- aði skattaiækkun; en þegar í Ijós kemur að ráðherrann talaði þvert um hug skulu niðurjöfnunamefndir og skattstjórar hreppa ádrepurn- ar. En er þetta ekki dálítið hæpin kenning hjá Vísi, þeg- ar þess er gætt að stjómar- liðar munu eiga obbann af hessum embættismönnum9 Væri ekki öruggast og hampaminnst að skella skuld- inni á skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar? „Rudda- legt háð“ Vísir segir í gær að Þjóð- viljinn hafi „undanfarið birt ýmsa ruddalega háðspistla um vesturför Bjama Benedikts- sonar forsætisráðherra", og sýni þessi blaðamennska „vel þjóðrækni kommúnista". Þetta er undarleg staðhæfing Þjóðviljinn hefur lítið annað gert í þessu efni en að birta orðréttar tilvitnanir i mjög nákvæmar lýsingar Morgun- blaðsins og Vísis á vestur- för ráðherrans, einkanlega komunni til Hvíta hússins. Sú lýsing var símsend af bandarískum þlaðamanni sem hélt til haga hverju orði sem fyrirmennirnir mæltu og öllu hátterni þeirra af tiltakan- legri nákvæmni. Þjóðviljinn hefur aðeins sýnt þá lofs- ýerðu þjóðrækni að endur- prenta þessa frásögn. enda taldi Morgunblaðið að Þjóð- viljinn hefði rækt skyldur sínar yið ráðherrann á virð- ingarverðasta háít í saman- burði við Tímann. Viðkvæmni Vísis nú getur ekki stafað af öðru en því að ritstjóra blaðsins finnist. eftir á að hyggja, að sjálfar móttökum- ar í garði Hvita hússins hafi .verið ,,ruddalegt háð“. — Austri. góðri vertið þegar þar að kem- ur. Og lögreglan í Tokio býr sig líka undir að svara athafna- semi vasaþjófanna. Búast lög- regluyfirvöldin í borginni við að vasaþjófamir þar verði að minnsta kosti 1500 talsins meðan á olympíuleikunum stendur. en að jafnaði eru þeir taldir á þriðja hundrað tals- ins. Lögreglan hefur tiltæka sveit 200 manna, sem hafa það sem > aðalverkefni að handtaka og koma upp um sem allra flesta vasaþjófa áður en olympíuleik- 1 amir hefjast og halda þeim sem mest utan Tokio-borgar. í þessari lögreglusveit eru bæði konur og karlar, sem fengið hafa sérstaka þjálfun um tveggja ára skeið. 1 — Það yrði stórfelld skömm fyxir Japani, ef útlendingarn- ir sem leggja leið sína til Jap- ans í sambandi við olympíu- leikana, minnast landsins helzt sem paradísar vasaþjófanna, sagði einn af foringjum Tokio- lögreglunnar fyrir sköfnmu í blaðaviðtali. En japanska vikublaðið sem birtir viðtalið telur víst að~ vasaþjófarnir láti viðbúnað lögreglunnar sig litlu skipta. Þekktur vasaþjófur á að hafa sagt fréttamanni blaðsins, að lögreglan mætti telja sig ná góðum árangri ef 150 þjófar verða handsamaðir. Og orð- rómur er reyndar uppi um það að konungur undirheima Tokio-borgar hafi þegar ákveð- ið hverjfr verði fómarlömb lögreglunnar í hópi vasaþjóf- KAIRO 27/8. Næstæðsti yfirboð- ari egypzka hersins, A. Hakim Amer marskálkur, hefur aðvaraö Englendinga við því, að hefja nýjar árásaraðgerðir gegn Je- men. Hann lýsti því yfir, að ef slíkt yrði gert, myndu Egyptar grípa til gagnaðgerða. Iftiriitsmenn með orkuvirkjum á fundi Félag eftirlitsmanna með raforkuvirkjum hélt aðalfund sinn dagana 22. og 23. þ. m., að Valhöll á Þingvöllum. Fundinn sátu eftirlitsmenn víðsvegar af landinu. Fráfarandi formaður félags- ins, Friðþjófur Hraundal. baðst eindregið undan endurkosningu og var Stefán V. Þorsteinsson, starfsmaður Rafveitu Hafnar- fjarðar kosinn formaður í hans stað. Aðrir í aðalstjóm félagsins eru: Guðmundur Jónsson. starfs- maður Rafmagnsveitna ríkis- ins, Haraldur Sæmundsson starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Hjörtþór Ágústs- son, starfsmaður Rafmagns- veitu Reykjavíkur og' Óskar Hallgrímsson starfsmaður Raf- magnseftirlits ríkisins. Á fundi þessum mætti Guð- mundur Marteinsson, forstöðu- maður Rafmagnseftirlits ríkis- ins og flutti skýrslu um slys og tjón af völdum rafmagns hér á landi síðastliðin 8 ár. Ennfremur lagði Rafmagns- ' eftirlitsstjóri fram drög að nýrri reglugerð um raforku- virki, sem send munu verða hlutaðeigandi aðilum til athug- unar og umsagnar áður en reglugerðin hlýtur endanlega staðfestingu, en þess mun væntanlega ekki langt að bíða að hún verði gefin út, enda þörfin orðin brýn fyrir nýja reglugerð um þessi efni. Meðal gesta fundarins var Benedikt Sigurjónsson. hrl.. sem flutti fróðlegt erindi um réttindi og skyldur eftirlits- manna og svaraði fyrirspum- um þessu að lúíandi. Þá mætti þjóðgarðsvörður, séra Eiríkur J. Eiríksson á fundinum og flutti yfirgrips- mikið og gott erindi um Þing- velli, hið foma vé Islendinga og fylgdi aðtþví loknu fundar- mönnum um þingstaðinn forna. Eitt aðalviðfangsefni félags- ins á starfsárinu var fræðslu- starfið og voru í því sambandi haldnir fræðslufundir og unn- ið að nánari tengslum við ná- grannalöndin í þessu skyni. Einnig var á árinu gefið út, eins og að undanfömu. fræðslu- rit félagsins sem hefur að geyma efni um öryggis og eft- irlitsmál. f framhaldi af ofangreindu má geta þess að fundurinn samþykkti svohljóðandi tilmæli til Rafmagriseftirlits rikisins: „Með tilliti til hinnar öru raftæknilegu þróunar, útkomu nýrra reglna um raforkuvirki svo og ákvæða í stefnuskrá Fé- lags eftirlitsmanna með raf- orkuvirkjum um að félagið leiti eftir samvinnu við við- >- komandi aðila um fræðslu til handa eftirlitsmönnum. beinir aðalfundur F.E.R., haldinn að Þingvöllum dagana 22. og 23. ágúst 1964, þeim tilmælum til Rafmagnseftirlits ríkisins að það í samvinnu við F.E.R. komi á fræðslufundum eða námskeiðum fyrir eftirlitsmenn öðru hverju eftir því sem við verður komið.” Ákveðið var að næsti aðal- fundur félagsins verði haldinn í Hafnarfirði, og bauð Gísli Jónsson. rafveitustjóri i Hafn- arfirði, sem var gestur fundar- ins, félagsmenn velkomna þangað til næsta fundar. NYI Sú tegund minni bifreiða, sem einna mest hefur selzt hér á landi á þessu ári er TRABANT. Hefur þessi aust- urþýzki bíll notið vinsælda þeirra sem hann hafa eign- azt og er ekki annað v>tað en bíllinn hafi reynzt vel á slæmu vegunum hér. Nú hafá austur-þýzku bifreiða- LITFILMUR KODAK litfilmur skila réttari litum og skarpari myndum en nokkrar aðrar litfilmu Þér getib treyst Kodak filmum mest seldu filmum í heimi — Bankastræti 4 Sími 20313 TRABANTINN verksmiðjurnar. sem fram- leiða TRABANT, sent frá sér nýja gerð af bílnum. Er hún í ýmsu frábrugðin eldri gerðinni og bíllinn þykir snotrari á að líta. Eitthvað mun verðið á nýja TRA- BANTINUM vera hærra en á eldri gerðinni, en þó svo lágt að enn er þessi austur- þýzki fjölskyldubíll ódýrasta bifreiðin á markaðnum á Norðurlöndum og öðrum löndum Vestur-Evrópu. Enn er þessi nýi TRABANT ekki kominn á markaðinn hér á Islandi, en væntanlega verð- ur þess ekki langt að bíða að hann sjáist einnig 'á göt- um Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.