Þjóðviljinn - 28.08.1964, Qupperneq 3
Föstudagur 28. ágúst 1964
ÞlðÐVnjINN
sln.4
Tyrkir gera margvíslegar
kröfur til Kýpurstjórnar
stjómin að fallast á samnings-
slit og lýsti því yfir að árás á
tyrkneska hermenn á eynni
jafngilti árás á Tyrkland. sjálft.
Síðastliðna átta mánuði hafa
tyrknesku hermennimir verið
staðsettir við þjóðveginn milli
Nicosíu og Kyreniu.
Miklar viðsjár eru stöðugt á Kýpur. Tyrkir halda því
fram að Kýpurstjórn hafi gengið á bak orða sinna um
matvælaflutninga til tyrkneskumælandi manna, sem
svelti víða á eynni. Þá vilja Tyrkir hafa mannaskipti í
herstöð sinni á eynni, en Kýpurstjórn segir það ekki
koma til mála. Kýpurstjórn er hætt við að senda utan-
ríkisráðherrann til Moskvu, en hann fer í dag ásamt
Makariosi forseta til Kairo.
NICOSIA 27/8 — í Nicosíu var
skýrt frá því seint í gærkvöld.
að utanríkisráðherra Kýpur
Spyros Kyprianou og Makaríos
forseti fari á morgún til Kairo
til stjórnmálaviðræðna við Nass-
er forseta Egyptalands.
Þeir munu dveljast í Kairó
i tvo þrjá daga og ræða öll at-
riði Kýpurvandamálsins. Áður
hefur Kýpurstjórn beðið Sam-
einaða arabalýðveldið, Sovétrík-
in og Sýrland um aðstoð.
I dag var ákveðið að Kypri-
anou utanríkisráðherra skyldi
hætta við fyrirhugaða ferð sína
til Moskvu.
Tyrknesklr hermenn til Kýpur
Ríkisstjórn Kýpur hefur til-
kynnt Tyrklandi, að hún . leyfi
ekki mannaskipti 250 hermanna
af 650, sem eru í tyrkneska
hemum á Kýpur. Samkvæmt á-
ætlun hefðu mannaskiptin átt
að fara fram á mánudaginn
kemur.
Vestrænir sendimenn segja
þetta skapa hættulegt ástand.
Sérlegur sendimaður U Þants
aðalritara Sameinuðu þjóðanna-
Galo Plaza frá Ecuador mun
seinna í dag eiga viðræður við
Makarios um málið.
Makarios forseti sleit einhliða
í apríl sambandssáttmálanum.
en eftir honum hafði Tyrkland
rétt til þess að halda 650 manna
her á eynni og Grikkland 900
manns.
Þá þegar neitaði tyrkneska
fara fram á það, að Öryggisráð-
ið verði kallað saman með stutt-
um fyrirvara, til þess að ræða
ólöglega herkví sem tyrknesku-
mælandi menn á eynni verða
að þola.
Eralp sagði að uppreisnarstjórn
Makaríosar sýndi enga miskunn,
héldi Tyrkjum í herkví og stöð-
ugt kæmi það oftar fyrir að
þeim væri neitað um vatn, mat
og brenni, þrátt fyrir hátíðleg
loforð Makaríosar.
Eralp sagði að íbúar bæjanna
Pahos og Lefka á vesturhluta
Kýpur syltu, en matvæli sem
ætti að senda þeim rotnuðu í
Famagusta. Skoraði hann á með-
limi öryggisráðsins að gera allt
sem í þeirra valdi stæði, til þess
herkví
Suður-Víetnam
Framhald af 1. síðu.
voru farnar til stuðnings Khanh,
hefðu þeir Kiem og Minh fallizt
á þrístjóraveldi til þess að
tryggja stuðning Bandaríkja-
manna.
Auk óeirðanna fyrir utan höf-
uðstöðvar hersins urðu miklir
götubardagar fyrir framan út-
varpsstöðina og voru þar stúd-
entar fremstir í flokki. Á fjöl-
mörgum öðrum stöðum í Saigon
safnaðist 'mannfjöldi saman og
víða kom til átaka.
Síðustu fréttir
Seint í dag bárust þær fréttir
frá Saigon, að þegar sé búið að
leysa herforingjaklíkuna upp.
Nguyen Xuan Oanh fyrrverandi
efnahagsmálaráðherra hefur ver-
ið skipaður forsætisráðherra í
bráðabirgðastjórninni.
f Saigon er sagt að hershöfð-
ingjarnir þrír sem nú hafa
æðstu völd í landinu séu allir
af andstæðum hagsmunum inn-
an hersins. Fréttamenn telja að
myndun þrístjóraveldis hafi ver-
ið eina hugsanlega lausn á raun-
verulegu ástandi í landinu, sém
verður stöðugt viðsjárverðara.
Stjórnarstarfsmaður í Nicósía
sagði, að ekki væri mögulegt að
fallast á að tyrkneskt herlið I aa hiniii glæpsamlegu
kæmi til eyjarinnar eftir loft- yrgj ajjétt.
árásir Tyrkja fyrir þrem vikum. 1
Einnig sagði hann að ' Kýpur-
stjóm væri reiðubúin að skjóta
þessu máli til alþjóðlegs dóm-
stóls.
Bandarískir og brezkir sendi-
menn á Kýpur hafa snúið sér til
stjómarinnar vegna þessa máls.
Sagt er að forsætisráðherra
Tyrkja Ismet Inönu sé í slæmri
kreppu vegna baráttuhugar í
tyrkneska hernum og einnig
vegna þess, að hermennimir 250
sem leysa átti af á Kýpur hafa
lokið herskyldu sinni.
Þess vegna er nauðsynlegt að
samþykkja sérstök lög á þinginu
til að halda þeim lengur á Kýp-
ur, eftir að þeir hafa lokið her-
skyldu sinni.
Tyrkjastjóm er sögð ákveðin
í þvi að koma fram þessum
mannaskiptum í næstu viku með
stuðningj., flughers .og flota ef
nauðsynlegt verður.
Hugleiðingar um
kjarnorkuvopn
CLEVELAND OHIO 27/8. Vam-
armálaráðherra Bandaríkjanna,
Cyrus Vance, lýsti því yfir í gær
að það væri hættulegt og vill-
andi að skilgreina smærri kjarn-
orkuvopn sem „venjuleg” vopn.
Þótt ráðherrann nefndi aðvísu
ekki forsetaefni repúblikana,
Barry Goldwater á nafn, mátti
skilja, að hann hafði með þess-
um ummælum í ’ huga ræðu sem
Goldwater hélt á þriðjudag í
Cleveland fyrir uppgjafaher-
menn, er nú halda þing i borg-
inni.
Vance, sem í gær hélt ræðu
á sama þingi, setti meðal annars
fram eftirfarandi spurningu:
Hversu „venjulegt vopn” var
hin litla kjamorkusprengja, sem
notuð var í árásinni á Hirosíma?
Og hve „venjuleg” er sú geisl-
unareitrun sem öll kjarnorku-
vopn — stór eða smá — hafa
í för með sér.
Hugtökin „smá” og „venjuleg”
eru hættulega villandi, og full-
komulega óviðeigandi þegar rætt
er um kjarnorkuvopn sagði ráð-
herrann að lokum.
Demokratar slitu
flokksþingi í gær
Tyrkir í herkví
Fulltrúi Tyrkja hjá SÞ, Ohr-
am Eralp sagði í bréfi til for-
manns öryggisráðsins í dag, að
Tyrkland áskildi sér rétt til að
Fellibylurinn Cleo
við Kennedyhöfða
KENNEDYHÖFÐA 27/8 — Allt j Margir starfsmenn voru sendir
var á fleygiferð í kvöld í banda- j heim og fleiri þúsundum var
ATLANTIC CITY 27/8 — Eftir
að Johnson forseti hafði veipc
útnefndur forsetaefni Demokral.
á flokksþingi þeirra í dag stóðu
fagnaðarlætin í fundarsalnum
samfleytt í 25 mínútur. Silfur-
skínandi stjörnum rigndi yfir
salinn neðan úr þakinu; oe
hljómsveitin spilaði lag sem heit-
ir: „Augu Texas hvíla á þér.”
og tveir texasfánar blöktu fyrir
framan ræðustólinn
Johnson hefur látið semja
flokksstefnuskrá eftir sínu höfð)
og á gmndvelli hennar mun
'hann ganga á hólm við forseta-
efni Republikana Barry Gold
water í forsetakcsningunum ”
nóvember í haust.
Hann ætlar að reka kosninf
baráttu sína með skírskotun 1
þess árángurs sem náðst hefu
síðastliðin 4 ár.
Stefnuskráin kveður á um
það, að Demókratar muni fylgja
sömu utanríkisstefnu og Kenne-
dy gerði. Munu þeir varðveita
styrk þjóðarinnar. en jafnframt
leita nýrra leiða til að lifa í
friði við kommúnista.
Þá mun flokkurinn halda á-
fram að styðja velferðarmál eins
og t.d. ókeypis læknisþjónustu
fyrir gamalmenni. og aukna
menntunarmöguleika fyrir fjöl-
marga bandaríkjamenn.
Johnson hefur valið Hubert
Humphrey sem varaforsetaefni
rísku geimrannsóknastöðinni
NASA á Kennedyhöfða til að
búa eldflaugastöðina undir komu
bvirfilvindsins Cleo. sem var
væntanlegur þangað seint í
kvöld með allt að 185 km vind-
hraða á klukkustund.
Fimm eldflaugar þar af tvær
risavaxnar af gerðirini Satum
og Titan 3 voru vandlega bundn-
ar niður og þakktar málm-
skermum. Ein Atlas eldflaug var
tekin í sundur og flutt í flug-
vélaskýli strax í fyrrakvöld og
degi seinna lét starfsliðið hend-
ur standa fram úr ermum við
það að koma Titan eldflaug í
hús.
sagt að koma ekki til vinnu á
morgun. Það er gert ráð fyrir
að vegna Cleo verði að fresta
fjölmörgum geimskotum, sem á-
formuð voru á næstunni.
Óveðrið, sem skyldi eftir sig
eyðileggingarslóð um eyjamar
Guadeloupe, Jamaica og Kúbu
kom til* Miami
fimmtudags.
öllum flugferðum til og frá
Miami var hætt.
NÝJA DELHI 27/8 — Talsmað-
ur indverska kommúnistaflokks-
ins skýrði frá því í dag að rúm-
lega 10.000 kommúnistar hefðu
verið handteknir síðan flokkur-
inn hóf á mánudag fimm daga
mótmælaaðgerðir vegna hækk-
GENF 27/7 — Indland skoraði i j andi verðs á matvöru.
aðfaramótt: dag á afvopnunarráðstefnuna í j Flestar hafa handtökumar
j Genf, að semja svo fljótt sem ; orðið í Andhra-fylki, þar hafa
Gegn dreifingu
kjarnorkuvopna
ilubert liumphrey
varáforsetaefni.
flokksins og sagði í því sam-
bandi, að Humphrey hefði ekki
verið valinn til að skapa póli-
tískt jafnvægi: „Humphrey er
einfaldlega bezti maður Banda-
ríkjanna í þessa stöðu.”
Handtökur á
Indlandi
Krústjoff kominn
til Tékkóslóvakíu
Pilot 57 er
skolapenni,
í, y
traustur,
fallegur,
odýr.
PILOT
_____57
8ilitir
3 breiddir
Fæst vi6a um land
PRAG 27/8 — Mörg þúsund
manns buðu Krústjoff forsætis-
ráðherra velkominn með fagn-
aðarhrópum, .þegar hann ók um
götur Prag í dag.
Forsætisráðherra Sovétríkj-
anna er kominn til Tékkóslóvak-
íu í tilefni hátíðahalda vegna
20 ára afmælis uppreisnar Slóv-
aka gegn nazistum.
Antoni Novonty forseti og
Jozef Lenart forsætisráðherra
voru meðal anarra sem tóku
á móti Krústjoff, konu hans og
öðrum sendinefndarmönnum frá
ríkisstjórn Sovétríkjanna og
flokki M.a, í föruneyti Krústj-
offs er Andrei Gromiko utan-
ríkisráðherra.
Novotny bauð sendinefndina
velkomna í ræðu og sagði, að
heimsóknin væri sönnun órjúf-
anlegrar vináttu landanna
tveggja. Án hjálpar Sovétríkj-
anna i frelsisbaráttunni gegn
nazistum væri engin sjálfstæð
Tékkóslóvakía til í dag. sagði
hann
Búizt er við að Krústjoff
muni ræða við tékkneska leið-
toga um hugsjónaágreininginn
við Kína og efnahagsþróun al-
hvðuivðveldanna.
Kommúnistaflokkur Tékkósló-
vakíu hefur lýst stuðningi " sín-
'im við sovézku tillöguna um að
-nðqfefria fulltrúa allra komm-
.'.„•■„♦„rinVka i ho’mi ræði him
nOTPl
rv'iii? qnv^i*íVir'tir,r' Kína
f dag hlýddu um 100.000
manns j Prag á ræðu Krústj-
offs, þar sem hann réðist gegn
kínverskum þjóðrembumönnum
og bandarískum heimsvaldasinn-
um.
Hann sagði að húsbændurnir
í Peking reyndu nú að notfæra
sér öll erfið vandamál til þess
að kljúfa alþjóðahreyfingu
kommúnista og sá vantrausti
milli þeirra. Kínverskir leiðtog-
ar leggja sig alla fram til að
eyðileggja efnahagslega sam-
vinnu okkar jafnframt því sem
þeir hafa ekkert á móti sam-
vinnu við heimsvaldasinna ef
það er í þágu eigin hagsmuna
þeirra.
Krústjoff sagði að Banda-
ríkin héldu áfram ögrunarað-
gerðum sínum gegn Kúbu og
brytu stanzlaust lofthelgi eyj-
arinnar með njósnaflugi sínu.
Hann sagði að bandaríska
heimsvaldastefnan bæri ábyrgð
á vandræðaástandinu í Kongó.
Um Kýpur sagði hann, að sov-
ézka þjóðin gæti ekki látið sér
á sama standa að hemaðar-
átök yrðu rétt hjá suðurlanda-
mærum hennar.
Um ástandið i Vietnam sagði
Krústjoff, 1 að öfl heimsvalda-
sinna, sem ekki kærðu sig um
frið á þessu svæði sæktu stöðugt
í sig veðrið i. visum löndum. sér-
staklega i Bandarikjunum. Hann
saeði að árásir Bandaríkjanna
á Norður-Víetnam bryti gjör-
samlega i bága við sáttmála
Sameinuðu þjóðanna.
1 dag leit Miami út eins og
þar hefði geisað styrjöld. Tré,
sem röfðu rifnað upp með rót-
um lokuðu hundruðum gatna.
Glerbrot úr brotnum rúðum og
vörur úr verzlunum lágu eins
og hráviðri um allt. Brunaliðið
réð ekki við fjölmarga elds-
voða sem komu upp er raf-
magnsstöðvar eyðilögðust.
1 dag voru rúmlega 50.000
manns á heimleið á Kúbu, en
þeir höfðu flúið heimkynni sín
í strandbæjum og dölum, þeg-
ar Cleo var yfirvofandi fyrr í
vikunni.
Samkvæmt fréttum frá Kúbu
hefur enginn látið lífið og efna-
hagstjón er miklu minna en
varð vegna hvirfilbylsins Flóru
í fyrra.
Flóra varð rúmlega þúsund
Kúbúbúum að bana.
verða má alþjóðlegan sáttmála,
sem öll lönd ættu að geta skrif-
að undir um bann við dreifingu
k j a i'norkuvopna.
Indverski fulltrúinn R. K.
Nehru lagði áherzlu á hve mikla
þýðingu slíkur sáttmáli mundi
hafa fyrir tilraunir til þess að
stanza vígbúnaðarkapphlaupið og
stöðva framleiðslu kjarnavopna.
rúmlega 3000 menn verið settir
í fangelsi. I Madras hafa 1400
kommúnistar verið handteknirog
í Uttar Pradesh 1200.
Flestir hinna handteknu hafa
verið dæmdir í fangelsi. Dóm-
arnir eru mismunandi frá ein-
um degi til þriggja mánaða.
Margir hafa einnig verið dæmd-
ir til að greiða sektr.
Nemar í járniðnaði
Þeir sem fengið hafa loforð fyrir iðnnámi hjá oss nú
í haust, og aðrir sem hafa hug á járniðnaðarnámi, komi
til viðtals n.k. laugardag f.h.
Vélsmiðjan
HÉÐINN
Kópavogsbúar
Kjörbúðarbíll vor verður staðsettur í dag og á morgun og næstu viku
sem hér segir:
Mánud., þriðjud., miðvikud., fimmtud. og föstud.
Kl. 9,30 — 10,45 við Þinghólsbraut
— 11,00 — 12,00 við Holtagerði
— 14,15 — 15,30 við Lyngbrekku
— 15,45 — 17,00 við Þverbrekku
— 17,15 — 18,00 við Þinghólsbraut
— 18,15 — 19,00 (aðeins á föstud.) við Holtagerði
Laugardaga:
Kl. 9,00 — 9,45 við Þverbrekku
— 10,00 — 10,45 við Lyngbrekku
— 11,00 — 12,00 við Þinghólsbraut.
IRro
Ath. afbrigðilegan tíma á föstudögum
og laugardögum. Geymið auglýsinguna.