Þjóðviljinn - 28.08.1964, Blaðsíða 4
SIÐA
MðÐVILIINN
Föstudagur 28. ágúst 1964
Otgefandi: Saroeiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Ritstjðrar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guömundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði.
0SVIFNI
C<tjórnarblöðin gerðu utanríkisráðherranum Guð-
^ mundi í. Guðmundssyni þann óleik að prenta
með stórum fyfirsögnum að ráðherrann hefði not-
að tækifærið þegar honum var boðið til Noregs
og Finnlands og sagt þarlendu fólki þau tíðindi
helzt af íslandi að nú væri andstaða gegn þátttöku
íslands í Atlanzhafsbandalaginu varla lengur til,
og eins væru menn ekki framar því mótsnúnir á
íslandi að hafa í landi sínu bandaríska herstöð
og bandarískan her, Segja má að vísu að íslend-
ingár hafi vitað fyrir afstöðu þessa ráðherra til
vandamálsins hvort segja beri satt eða ekki, en sú
afstaða er m.a. skjalfest í þingtíðindum varðandi
makkið við brezka ráðamenn um landhelgismálið.
r
Tslendingar vita líka, að ummæli utanríkisráð-
herrans um afstöðuna til Atlanzhafsbandalags-
ins og bandarískrar hersetu á íslandi, sé rétt með
þau farið í blöðum, eru tilhæfulaus ósannindi
stjórnmálamanns, sem er að reyna að afsaka ára-
tuga leppmennsku sína við bandarísk stjórnarvöld
og reynir að gera alla íslenzku þjóðina samseka.
'um undirlægjuháttinn við hið ágenga hernaðat-
stórveldi, er ruðzt hefur með herstöðvar og her |til
‘friðsamrar og vopnlausrar þjóðar; Ráðherrarín
virðist heldur ekki hafa haft fyrir því að nefna
nokkurt atriði máli sínu til stuðnings, enda ekki
hægt um vik. Engin breyting hefur t.d. orðið á
einbeittri og hiklausri andstöðu Sósíalistaflokksins
og Alþýðubandalagsins og Þjóðvarnarflokksins
við þátttöku íslands í hernaðarbandalögum og
við herstöðvar á íslandi. Og allir íslendingar
vita að fjölmargir flokksmenn annarra flokka og
fylgjendur eru eindregnir hernámsandstæðingar,
og fara ekki dult með það. Sjálfur mætti ráðherr-
ann minnast þess, hvern fögnuð það vakti í Al-
þýðuflokknum vorið 1956 þegar þingmenn hans
fluttu ályktuninæ á Alþingi, þar sem krafizt var
brottflutnings hers af íslandi. Og þeir menn eru
enn til í Alþýðuflokknum og meðal fylgjenda hans
sem eru ekki stoltir af því hvernig einmitt Guð-
mundur í. Guðmundsson hefur gengið fram fyrir
skjöldu til þess að rígbinda flokkinn við undir-
lægjuhátt gegn erlendu stórveldi og herstöðva-
ræfilmennsku.
Andstaðan gegn herstöðvastefnunni er sízt minni
en áður. En annað hefur breytzt. Formælend-
ur hinna erlendu herstöðva telja að þeim sé að
verða óhætt að varpa frá sér hræsnisgrímunni,
sem höfð var meðan verið var að smeygja her-
stöðvafjötrinum á þjóðina. Þeir eru nú farnir að
lauma því í blöð sín og ræður að erlendar her-
stöðvar á íslandi sé eðlilegur og sjálfsagður veru-
leiki, þeir eru farnir að hrósa sér af skömminni.
Sú ósvífni ætti að vera öllum hernámsandstæð-
ingum hvöt til þess að efla barátfuna fyrir ís-
lenzka málstaðinn, efla þau stjórnmálasamtök sem
vilja herstöðvarnar burt, og efla Samtök hernáms-
andstæðinga úr öllum flokkum og utan flokka, sem
einmict nú stefna til landsfundar til samráðs og
öflugr'"- ’-'irátþi gegn smán erlendra herstöðva á
íslenzki grund. — s.
Valdimar S. Long kaupmaður
Minningarorð
Valdimar S. Long, frum-
kvöðullinn að starfsemi fé-
lags vors, er horfinn úr
hópi vorum. Anda þeirra
hugsjóna, sem honum voru
kærastar, viljum vér leit-
ast við að varðveita og hlúa
að þeim, svo að þær megni
að þroska hvern þann, er
auðga vill anda sinn og
þjálfa hönd sína til hvers
kyns nytsemdarverka.
Fyrirbænir vorar fylgja
honum. Þakkir vorar skulu
honum færðar, og kveðjur
vor allra felast í eftirfar-
andi orðum eins hinna eldri
Magnamanna, Ólafs Þ.
Kristjánssonar, skólastjóra
í Flensborg.
Málfundafélagið Magni.
í dag kveðja Hafnfirðingar
og fjölmargir aðrir vinir, góðan
dreng og genginn, Valdimar
Sigmundsson Long, kaupmann
í Hafnarfirði.
Útför hans fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag.
Valdimar andaðist laugar-
daginn 21. þ.m. eftir stutta
sjúkrahúsvist að Vífilsstöðum,
rúmlega áttræður að aldri.
Hann fæddist 9, jan. 1884 á
Seyðisfirði. Foreldrar hans
voru Ingibjörg Jóhannesdóttir
frá Vallakoti í Reykjadal og
Sigmundur Long íMatthiasson
gestgjafi á Seyðisfirði og s ð-
ar í Winnipeg, ættaður frá
Stakkahlíð í Loðmundarfirði. .
Foreldrar Valdimars fluttu,
sem fyrr segir, til Ameríku og
bjúggú' þar til æviloka, en
"Vátöímar ólst upp hjá afa sín-
um, Jóhannesi Magnússyni í
Vallakoti og konu hans Ás-
dísi Ólafsdóttur.
Fyrsti skólaferill Valdimars
Long var í unglingaskóla Sig-
urðar Jónssonar, Yztafelli,
nokkrar vikur 1896—97.
Að austan kom hann til
náms í Kennaraskólann í
Reykjavík og lauk þaðan prófi
1909, <*>
Aftur leggur hann leið sína
austur á land og verður skóla-
stjóri barnaskólans í Neskaúp-
stað í Norðfirði 1909—1914.
Eftir það kveður hann heim-
kynnin á Austurlandi og flyzt
vestur á land til Hnífsdals og
er þar kennari ^1915—1916.
Dvöl Valdimars vestra varð
ekki langvinn og þaðan heldur
hann til Hafnarfjarðar og þar
hefur hann dvalið og starfað
til æviloka.
Þegar til Hafnarfjarðar kom
hóf Valdimar verzlunarstörf
hjá Einari Þorgilssyni kaup-
manni og útgerðarmanni. Eink-
um starfaði hann við bóksölu-
deild verzlunarinnar, en þeim
málum var hann gjörkunnug-
ur, bókfróður og ávallt fús og
velviljaður leiðbeinandi þelm,
er bókmenntum unnu.
Sjálfur stofnaði Valdimar
eigin verzlun 1927 og voru
bækur jafnan í öndvegi í verzl-
un hans, allt til þess að hann
seldi þann hluta verzlunarinn-
ar Oliver Steini fyrir nokkrum
árum.
Hann var um áratugi um-
boðsmaður Ríkisútvarpsins í
Hafnarfirði, Happdrættis Há-
skóla íslands, Sjóvátrjrgginga-
félags íslands; óg margir fleiri
aðilar fólu honum trúnaðav-
störf.
Valdimar var formáður skóla-
nefndar bamaskólans í Hafn-
arfirði 1933—1942. Komu þar
að góðu haldi meðfæddir kenn-
arahæfileikar. þekking og
starfsrevnsla í Neskaupstað og |
Hnífsdal, enda naut skólinn j
öruggrar forystu í formanns-
starfi Vaídimars.
Auk alls sem hér hefur ver-
ið minnzt á, og fjölmargs ann-
ars, sem Valdimar hefur unnið
sér til ágætis, sem of langt
yrði upp að telja, hygg ég áð
í Hafnarfirði lifi lengst orð-
stír Valdimars í sambandi við
stofnun Málfundafélagsins
Magna.
Hann átti frumkvæði að
stofnun félagsins ásamt Þor-
leifi Jónssyni. Leituðúst þeir
félagar við að sameina hin ó-
líkustu flokkaöfl til samstöðu
og samtaka um málefni, er
mættu verða bæjarfélaginu í
heild til heilla.
Máífundafélagið Magni átti
frumkvæði og forystu um
varðveizlu og ræktun Hellis-
gerðis í Hafnarfirði, eins sér-
stæðasta og fegursta skrúð-
garðar hér á landi.
Enn í dag annast Magna-
menn umsjón og rekstur Hell-
isgerðis. <
Vaidimar Long var formað- ’
ur Magna 1920—1925 og 1931.
Árið 1928—1929 var hann
ritstjóri vikublaðsins Brúar-
innar í Hafnarfirði. Það var
gefið út og ri'tað í sama anda
og Magnamenn unnu að vel-
ferðarmálum bæjarfélagsins
Valdimar var ritfær og hag-
mæltur vel en lét fátt frá sér
fara fyrir 'almenningssjónir
annað en lausavisur í Stuðla-
málum II., 1927.
Árið 1912 kvæntist Valdimar
Arnfríði Sigurrósu Einarsdótt-
ur, kennara, en hún er látin
fyrir nokkru. Þau eignuðust
þrjú böm, Einar verzlunar-
stjóra, Ásdísi er þau misstu
sex ára gamla og Ásgeir, vél-
stjóra, nú verkstjóra í Reykja-
lundi.
Valdimar Long var bjartur
yfirlitum, skemmtinn í við-
ræðum, prúðmenni mikið og
laus við alla yfirborðsmennsku.
Hann var mannkostamaður,
velviljaður og vildi hvers
manns vanda leysa, er til hans
leituðu.
Hans sakna margir, en fagna
um leið að hafa átt þess kost
að kynnast á lífsleiðinni svo
heilsteyptum og góðum dreng
og vér kveðjum [ dag.
Sonum hans og öllum ástvin-
um sendum vér innilega hlut-
tekningu og samúðarkveðjur.
A.B.
Himinn skær við heiðarbrún
heilsar tæru sundi.
Utar blær við árdags-rún
unn í værum blundi.
Valdimar S. Long, höfundur
þessarar stílhreinu morgunvísu,
var fæddur á Seyðisfirði 9.
janúar 1884, og var því rúm-
lega áttræður er hann lézt eft-
ir langa vanheilsu 19. ágúst
sl. Foreldrar hans voru hjónin
Sigmundur Matthíasson Long
og Ingibjörg Jóhannesdóttir.
Var Sigmundur þá gestgjafi á
Seyðisfirði, en fór ekki löngu
seinna til Vesturheims og átti
þar heima til dauðadags, á-
gætlegaogreindur: maður? .fróð-
ur um marga hluti og prýði-
lega ritfær. En Valdimar flutt-
ist á öðru ári norður í Fnjóska-
dal með móðurforeldrum sínum,
Jóhannesi Magnússyni og Ás-
dísi Ólafsdóttur. Ólst hann upp
hjá þeim og þó einkum hjá
ömmu sinni á Illugastöðum og
víðar. Er Ásdísj ömmu hans
þann veg lýst, að hún hafi ver-
ið góð kona og vitur.
Snemma bar á því, að Valdi-
mar var greindur og bók-
hneigður, og var honum komið
í' unglingaskóla til Sigurðar
Jónssonar í Yztafelli veturna
1896 og 1897, þótt ungur væri,
nokkrar vikur eftir hátíðar
hvorn vetur. Anharrar skóla-
göngu átti Valdimar ekki kost
á unglingsárum sínum, en bæk-
ur las hann eftir föngum.
Árið 1901 fluttist1 Valdímar
til Norðfjarðar °S vann þar
við verzlun í nokkur ár. Vorið
1908 sótti hann um skólavist í
kennaradeild Flensborgarskól-
ans í Hafnarfirði, þá 24 ára
gamall. En það sumar var
kennaradeildin lögð niður, en
Kennaraskóli íslands tók hins
vegar til starfa í Reykjavík um
haustið. Var ákveðið, að þeir
menn, sem sótt höfðu um skóla-
vist í kennaradeildinni í Flens-
borg, skyldu fá vist í Kennara-
skólanum og ljúka kennara-
prófi eftir einn vetur, eins og
var í kennaradeild Flensborg-
arskólans, en Kennaraskólinn
var hins vegar þriggja vetra
skóli. Voru 32 nemendur í
þessum bekk um veturinn, og
má segja, að það hafi verið
valin sveit; þar voru meðal
annarra svo þjóðkupnir menn
sem Helgi Hjörvar rithöfundur,
Jörundur Brynjólfsson alþing-
ismaður. Magnú's Stefánsson
skáld (Örn Arnarson) og Þor-
steinn M. Jónsson skólastjóri. í
þessum hóp var Valdimar S.
Long og útskrifaðist hann með
ágætri einkunn vorið 1909.
Þegar að loknu kennara-
prófi tók Valdimar að sér
stjórn barnaskólans á Norð-
firði (síðar Neskaupstað). ýar
hann þar skólastjóri í 5 ár,
en síðan var hann skólastjóri í
Hnífsdal í einn vetur. Ætia ég,
að honum hafi farnazt vel í
þessu starfi, því að hann var
maður athugull og stilltur í
framkomu, laginn stjómandi
og snemma glöggur, á menn.
Til Hafnarfjarðar fluttist
Valdimar árið 1916 og ’átti þar
heima síðan. Vann hann jafn-
an við skrifstofustörf eða
Framhald á 9. síðu.
Norrænt hótelskólamót haldið / Reykjavík
Eins og skýrt hefur verið frá
í fréttum blaðsins, var nor-
rænt hótelskólamót haldið hér
í Reykjavík sl. mánudag og
briðjudag, 24. og 25, ágúst, en
þessi mót eru' haldin til skipt-
is á Norðurlöndunum annað
hvert ár, síðast í Málmey i
Svíþjóð árið 1962. Á móturr
bessum er rætt um málefn-'
hótelskólanna, greint frá o°
rætt um ýmsar nýjungar é
sviði kennslu og kennslufyrir-
komulags, framhaldsmenntun
og fleira.
Á ihótinu í Reykjavík
mættu 14 erlendir fulltrúar,
6 frá Svíþjóð, 5 frá Danmörku.
“2 frá Noregi og einn frá Finn-
landi, auk 8 íslenzkra fulltrúa
Myndin var tekin síðari mótr-
■ daginn á Hótel Sögu og sjás'
Ibar m.a. nokkrir íslenzku fr'
s<trúanna: Lengst til vinstrj -
^Nalldór , S. Gröndal. annar '
vinstri Haraldur Tómasson .
við borðsendanrt1 vinstra meg-
in Pétur Daníelsson. Lengst til
hægri eru þeir Janus Halldórs-
son og Sigurður B. Gröndal, en
aðrir fulltrúar íslands á fund-
num voru þeir, Tryggvi Þor-
'innSson, skólástjóri Mat-
veina- og veitingaþjónaskól-
"■s, Böðvar Steiíiþórsson, Lúð-
Úiálmtýsson og Magni
-■’ndsson.
(Ljósm. Þjóðv. A.K.).