Þjóðviljinn - 29.08.1964, Síða 10

Þjóðviljinn - 29.08.1964, Síða 10
2Q SfÐA ÞJðÐVILIINN Laugardagur 29. ágúst 1964 — Ég vil aldrei skilja við hann, sagði hún. Hún leit á glasið sitt á náttborðinu eins og hún heíði allt í einu munað eftir því, og dreypti piparkerl- ingarlega á því. — Ekki meðan hann lifir. —- Af hverju ekki? — Af því að ég elska hann, sagði hún blátt áfram. — Elska .... Jack hristi höf- uðið. Hugmyndir Clöru- Delan- eys um ástina virtust standa nær reglugerð fyrir fangelsaða afbrotamenn en undirstöðu hjónabands. — Ég sé, að þú hristir höfuð- ið. Þú skalt ekki halda að ég elski hann ekki. Hvað veizt þú um ást? sagði Clara hæðnislega. — í hvert skipti sem kvenmað- ur fer í taugarnar á þér í tíu mínútur, flytur þú til þeirrar næstu. — Heyrðu mig nú, Clara, and- mælti Jack rólega. — Þetta er nú ekki alveg rétt. — Ég veit hvernig þú ert, ég þekki þig, sagði hún og ásakaði hann fyrir allt sem var létt og ánægjulegt og sjálfbjarga í ást- inni. — Þú veizt ekki neitt vegna þess að þú flýrð bara af hólmi í hvert skipti sem þú finnur eitthvað til. Ég veit það, hrópaði hún næstum. — Og ég er eina manneskjan sem veit það. Veizt þú hvað ást er? spurði hún. — Ást er að þrauka. — Ég vil ekki fara að pexa við þig, sagði Jack. Ég veit bara að Delaney vildi sjá eina mann- eskju — þig. — Já, er það ekki indælt og hrífandi? sagði hún. — Er það ekki stórfurðulegt eftir allt það sem ég hef gert fyrir hann? — Hvað viltu að hann geri? spurði Jack. — Hvað viltu að ég segi honum? — Segðu honum, að þegar ég sé handviss um að hann sé hættur við Barzelli — og allar aðrar Barzellur — þá taki ég við honum aftur. Afbrýðisemi er eins konar trú, hugsaði Jack. Hinn sanntrúaði er sannfærður um að það sé réttlætanlegt og heiðarlegt að valda öðrum sársauka fyrir trú sína. 'Hann feis á fætur. — Á- gætt, sagði hann. — Á ég að segja hdnum nokkuð fleira? — Segðu honum það sem þér HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDO Laugavegi 18. III. h. flyfta) — SIMI 23 6 16 P E R M A Garðsenda 21 — SlMI: 33 9 68 • Hárgreiðslu og snyrtistofa. . D O M p R I Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN - Tjamar götu 10 — Vonarstrætismegin - SIMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆ.IAR - fMaru, GuðmunHsdAttir' Laugavegt 13 — StMl 14 6 56 — Nuddstola =) sama stað sýnist, sagði Clara. — Segðu það sem ég hef sagt við þig. — Ég held þú gerir þér ekki ljóst hversu veikur hann er, Clara, sagði Jack. — Læknirinn segir að hann verði að fá sem allra mesta ró og megi alls ekki komast í geðshræringu. — Þú hatar mig, sagði Clara og fölar, ómáiaðar varir hennar skulfu. — Allir hata mig. — Láttunú ekki eins og kjáni, Clara. Jack rétti út höndina og reyndi að klappa henni hug- hreystandi á handarbakið. ,— Snertu mig ekki. Hún dró að sér höndina með ýktum við- bjóði. — Og vertu ekki að ljúga að mér. Þú hatar mig. Þú held- ur að ég sé harðbrjósta og eig- ingjörn. Þú heldur að ég vilji að hann, deyi. Þá skal ég segja þér hversu harðbrjósta ég er. Ef hann deyr, þá frem ég sjálfs- morð. Mundu eftir orðum mín- um. Mesti hamingjudagur í lífi mínu var þegar hann bað mig að giftast sér. Veiztu hvenær hann bað mig um það? Ég sat í fremri skrifstofunni hans og var að skrifa á ritvél og hann kom inn og það var eins og einhver hefði verið að enda við að berja hann--í höfuðið með kylfu, náfölur og undarlegur á svipinn, eins og hann væri að reyna að brosa, eins og hann héldi að hann væri að brosa, en hann var bara ekki að brosa .. Hann kom beint af stjórnar- fundi, og þeir höfðu sagt að þeir hefðu ekki þörf fyrir hann lengur. Hann hafði enn samning til tveggja ára og þeir höfðu boðizt til að borga hann út. Að borga honum tímabilið sem eft- ir var. Hundruð þúsunda. En það var þess virði til þess að hann hætti að gera kvikmyndir. Geturðu gert þér ljóst hvað þetta þýddi fyrir mann eins og Maurice Delaney? Hann sat á skrifborðsbrúninni hjá mér og sagði mér frá öllu saman og hélt ?jálfur að hann væri að brosa, lét eins og þetta skipti hann engu máli, og svo allt í einu og fyrirvaralaust spurði hann hyort ég vildi giftast sér. Einmitt þann dag. Ég' kallaði hann ennþá herra Delaney. En hann vissi hvar hann átti að leita hjálp- ar. Þegar hann var raunverulega hjálparþurfi. Herra Delaney. Við flugum til Mexico og vorum gefin saman þá um kvöidið. Hann á ekkert eftir af pening- unum en mig hefur hann enn- þá. Og hann hefur mig þangað til hann deyr. Ég myndi stökkva fram af hengiflugi ef hann bæði mig um það, og hann veit það. Ég hef ekkert annað að lifa fyr- ir. Engin böm, engin vinna, engir aðrir karlme.nn. Guð minn góður, ég nenni ekki einu sinni að fara í bíó án hans. En ég fer ekki að heimsækja hann. Hans vegna engu síður en sjálfrar mín. Einhvem tíma veröum við að koma lagi á líf okkar. Hann verður að hætta að skipta sér og kasta slr á glæ og gera sig að athlægi með því að smjaðra fyrir dragmellum og kaupa handa þeim demantsarmbönd — eins og ég viti svo sem ekki um það eins og allt annað — þótt það kosti hann hans síð- asta eyri. : . Ef nokkum tíma er hægt að bjarga honum, þá er það nú... Eftir þetta verður það um seinan, ég fæ aldrei tækifæri framar ... Hún var farin að gráta með Ijótum, ofsalegum ekkasogum og mjóar axlir hennar undir stelpu- legu, rauðu teppinu skulfu; hún laut höfði og kreisti saman hendurnar í kjöltunni, berir fæt- urnir með glannalegum máluð- um nöglum héngu fram af rúm- stokknum og hreyfðust til í eins konar tilgangslausum dansi. — Ef þú vilt endilega hata mig, hvíslaði hún, — þá gerðu það bara. Hataðu mig. Láttu allan heiminn hata mig. — Það hatar þig enginn, Clara, sagði Jack vingjarnlega, snortinn og miður sín yfir þessu gosi hennar. Hann kom við öxl- ina á henni. f þetta sinn hörf- aði hún ekki. — Bara ég gæti hjálpað þér. sagði hann. — Enginn getur hjálpað mér, sagði hún. — Enginn , nema hann. Og gerðu nú svo vel að fara. Jack hikaði andartak, svo gekk hann í áttina til dyranna. — Hafðu engar áhyggjur, sagði Clara hljómlausri röddu og greip glasið sitt með báðum höndum, — hann er alltof and- styggilegur til að geta dáið. Jack fór út. Hann var viss um, að strax og hann væri bú- 57 inn að loka á eftir sér, myndi Clara fara fram í baðherbergið og hélla úr glasinu sínu í vask- inn og leggja whiskyflöskuna aftur í skúffuna in.nanum nátt- kjólana og geyma hana þar þangað til næsti gestur kæmi. Barzelli átti heima á Via Ant- ica. Það var lítil umferð og Guido ók hratt framhjá dimm- um gröfunum og ónýtu vatns- veitunni, sem vottaði öðru hverj.u jýpir í rökum geislanum frá bílljósunum. f sólskini báru hrynjandi múrarnir vitni um iðni og snilld forfeðra Guidos. En ag nóttu til og í rigningu minntu þeir aðeins á hrun og upplausn og fánýti mannlegs hégóma. Bogarnir höfðu flutt vatn til borgar sem átti það skilið að falla; grafhýsin voru minnismerki konunga, sem ekki áttu skilið að þeirra væri minnzt. Guido ók inn á malarinn- keyrslu fyrir framan teygt tveggja hæða hús með flötu þaki, sem stóð í hallandi garðú Hann virtist oft hafa komið þangað áður. Öll gluggatjöld voru dregin fyrir, en það log- aði ljós við hliðina á útidyrun- um. — Ég verð ekki lengi, sagði Jack vongóður. Hann hafði dá- lítið samvizkubit yfir að halda Guido burtu frá rúmi sínu og fjölskyldu. Hve annt lætur Del- aney sér um Guido, . hugsaði Jack, að sunnudagur Guidos með konu og þrem bömum, skuli fara forgörðum fyrir þetta? Hann hringdi dyrabjöllunhi. Langt innanúr húsinu heyrðist ómur af jassi. Þjónn í stífum, hvítum jakka opnaði dyrnar. — Gæti ég fengið að tala við ungfrú Barzelli? sagði Jack. Þjónninn kinkaði kolli, tók frakka Jacks og lagði hann í stóran, gylltan stól, klæddan brókaði, annan af tveimur sem stóðu í stóra marmaraanddyr- inu. Nú heyrðist tónlistin skýr- ar. Það var verið að leika Cole Porter á grammófón og kven- rödd söng: „Ifs too damned hot. . Þjónninn fylgdi honum að há- um, lokuðum tvöföldum dyrum, og hurðin var útskorin og hvít- máluð og með dálítilli gyllingu. Barzelli vill horfa á gull, hugs- aði Jack; hún vill að allir sjá hve langt hún getur komizt frá þorpinu í Cataníu, þar sem hún fæddist Þjónninn spurði Jack ekki að nafni. Hann opnaði dymar formálalaust og benti Jack að ganga inn. Hann virtist- vanur því að ókunnugir msnn kæmu að næturlagi og spyrðu á annarlegum tungum eftir frúnni í húsinu. Barzelli var að dansa í miðri stofunni við hávaxinn ungan mann með liðað hár og snögg- klæddan., Hún var í aðskornum, grænum síðbuxum og svartri, fleginni blússu og hún dansaði berfætt á marmaragólfinu. Tveir aðrir dökkklæddir ungir menn sátu makindalega í stofunni. Annar þeirra hafði teygt úr sér á löngum. hvítum sófa og kross- lagt ' fæturna í támjóum, svört- um skóm á mjúkum púðunum. Whiskýglas stóð á bringunni á honum. Mennirnir litu varla á Jack þegar hann kom inn — gutu sem snöggvast til hans á- hugalausum augum undan þung- um augnalokum og löngum, dökkum bráhárum, svo sneru þeir höfðunum frá og héldu á- fram að horfa á Barzelli og dansherra hennar. Það voru ekki sömu ungu mennirnir og Jack hafði tekið eftir í bamum á hóteli sínu, en þeir voru sama manngerð. Það var ekki annað kvenfólk í stofunni. Áður en nokkurt orð hafði verið sagt hafði .Tack á tilfinningunnj að allir viðstaddir að Barzelli und- anskiiinni, hefðu drukkið allan sunnudaginn. Barzelli sá Jack yfir öxlina á dansfélgganum. Hún brosti til hans og hreyfði til langa fing- urna i kveðiuskyni, en hún hætti ekki að dansa. — Það eru drykkjarföng í hominu, sagði hún. Jack stóð í dyrunum og horfði á hana. Honum leið ekki vel. eins og óviðkomandi sem hafði af misskilningi glæpzt á að horfa á leikrit sem hann hafði engan áhuga á að sjá. Ef fleiri kvenmenn'en Barzelli hefðu ver- ið inni, hefði honum liðið bet- ur. En nú fannst honum næst- um sem hann hefði gerzt boð- flenna á stað, þar sem verið var aðvframkvæma leynilega helgiat- höfn sem oft áður hafði átt sér stað, sunnudaga-, rigningar-, rómverska, Via Appia-helgiat- höfn, ónáttúrlega og ógnvekj- andi, sem lofsöng leiðindi, við- bjóð, losta, slæpingshátt, munað. Hofgyðjan dansaði berfætt í hátíðlegum grænum og svört- um búningi sínum og vaggaði fagurlöguðum mjöðmunum eftir tónlistinni. Hár hennar var slegið og slóst um naktar axl- irnar. Fjarrænt, dreymandi bros lék um holdugar varirnar meðan hún vaggaði í faðmi dansfélag- ans, sem var í svitaflekkaðri hvítri silkiskyrtu. Jack fannst sem þau hefðu dansað þannig eins og í leiðslu, vélrænt, áhuga- laust, tímunum saman. Dökk- hærðu, ungu mennirnir í dökku fötunum, aðstoðarprestar, trúað- ir, fyrrverandi og tilvonandi þátttakendur í helgiathöfninni horfðu sljólega á og fóru í snöggar ferðir að bamum til að færa viðeigandi drykkjufórnir. Ljósið var sterkt og skerandi. Ræma af neonljósi lá alveg um- hverfis stofuna uppiundir loft.i bakvið útskorinn lista. Alls stað- ar voru rósir í háum glervösum, margar þeirra voru hálfvisnar og felldu blöðin. Þrjú risastór málverk af frúnni i húsinu, máluð ’ af þremur listamönnum, voru hið eina sem braut upp dökkblá veggina. Ein nektar- mynd — Barzelli liggjandi á rauðu teppi með armana upp- rétta. Musterið var ruslaralegt, eins og þjónar þess væru illa laun- aðir eða þeim illa stjórnað, en þar var allt sem við þurfti. Blótstallurinn var án efa langi, hvíti sófinn, en ungi maðurinn sem lá þar með sjúásglasið á bringunni var naumast hið út- valda fórnardýr. Eins og sá sem er alvanur helgidóminum, not- aði hann hina helgu muni á venjulega veraldarlega vísu. Jack fannst sem hið raunveru- lega fórnarlamb lægi bakvið gljáandi, hvítar dyr í hálfdimmu herbergi og andaði að sér súr- efni gegnum slöngu sem fest var við kinnina. Tónlistin þagnaði Siálfvirkur armur plötuspilarans lyftist með hægð og seig aftur niður og platan stanzaði með hvískri. SKOTTA ,,Er þetta á Mánudagsblaðinu, ég get sagt ykkur eina ansi góða . . . FERÐIZT MED LANDSÝN # Selfum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: # FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR # Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN L/A N O S V N Tr TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. Bæjarráð Haharfjarðár Ákveðið hefur verið að fjölga gjalddögum á eftirstöðv- um útsvara 1964, úr 4 til 6 hjá þeim gjaldendum sem greiða reglulega af kaupi, og þess óska. Verði gjalddag- arnir hinn 1. hvers mánaðar mánuðina september 196ý til febrúar 1965. Skriflegar umsóknir þurfa að berast til bæjarskrifstof- unnar í síðasta lagi hinn 5. sept. 1964, skal getið þar um nafn vinnuveitanda. Bæjarritarinn í Hafnarfirði. Umsjónarmaður | Starf umsjónarmanns við Mýrarhúsaskóla er laust til umsóknar. — Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 5. september n.k. Sveitarstjóri Seltjarnarneshrepps. ___________________________ I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.