Þjóðviljinn - 29.08.1964, Side 12

Þjóðviljinn - 29.08.1964, Side 12
 SKÁLD SEM TEIKNAR W Stutt spjall við Alfreð Flóka Margar stundir úr lífi At- frcðs Flóka hafa fest sig við pappír og flogið upp á veggi í Bogasal — hann var að opna sýningu þar á laug- ardaginn. Og Fióki veitir við- tal af þessu tilefni, eins og vonlegt er. Situr í stól i her- bergi sínu. og biður komu- mann þó blessaðan að demba ekki á sig nærgöngulum spumingum, heilsulausan manninn. Við könnumst við myndir Alfreðs Flóka — flestir setja þær í samband við margvís- lega.r skelfingar og stórglæpi og martröð. Einmitt þess vegna verður fyrst slegið fram þessari athugasemd: Þú heldur áfram að hrella fólk og skelfa. — — Nei, finnst þér það. Mér finnst þessar teikningar ó- sköp elskulegar. Mynd af um- hverfi mínu. af þessum vifc- lausraspítala sem búið er að pota manni inn í. Og finnst þér vitleys- ingamir ekki skemmtileg- ir? — Nei, það versta er að vitleysan er svo einhæf. Það gæti verið gaman að henni ef hún væri fjölbreyttari. Og ég lít á þessar teikning- ar sem einskonar dagbókar- blöð, sem sýna sálarástand mitt frá degi til dags. Og ég teikna vegna þess að það er betra að halda dagbók með penna en pensli Þú mátt líka bóka það, að mér finnst ég ekki vera ,,bara” teiknari, heldur skáld sem teiknar. Ég myndi verða kallaður — og það er víst hroðalegt orð f dag — bókmenntalegur mynd- listarmaður. Fyrir mér eru allar listgreinar eitt og hið sama. Og ,myndirnar eru oft sprotnar út frá bókmennta- verkum. f mörgum tilvikum má kalla þær mjög frjálslegar myndskreytingar á verkum manna sem ég hef mætur á. Og þar fara fyrstir í flokki menn eins og Hofmann og Edgar Allan Poe og svo ýms- ir aldamótarússar eins og Sologúb og Andrééf. Og í framhaldi af þessu: það er harmleikur islenzkrar listar í dag, að yngri menn hafa flestir ekki neitt að segja, enga sögn. Ég gæti vitnað í ágætan vin minn. Dag Sigurðarson, sem sagði að listamaður verði að vera haldinn af einhverjum púka. Þú varst áðan að kvarta undan einhæfni vitleysunnar — gæti ekki verið að þessi einhæfni læð- ist að myndum þínum, laum- ist frá mynd til myndar? —Ja, ég skal ekki segja. Ég hef alltaf haft mætur á því óhugnanlega og furðulega, og það fer mikið fyrir þess- um hlutum í myndunum. Annars verð ég að taka það fram, að ég er gamall aftur- úrrómantíker. Og þegar ég ,,Næturfugl” ein myndanna á sýningunni í Bogasal. lít í kringum mig, þá sé ég að þetta er langt frá því að vera mitt rétta umhverfi. Hvað ég eigi við, segirðu. Er ekki óþarfi að útskýra það? — Rússneski dansarinn Nízj- ínskí orðaði þetta annars á- gætlegg í dagbók sinni, hann segir, að líf nútímamannsins sé hreinn dauði. — Teikningar þínar eru þannig unnar. smásmugulega unnar mætti kannski segja að það virðist benda til þöl- inmóðra og hægra vinnu- bragða, — eða hvað? — Nei, ég er tiltölulega fljótur að teikna. Og ég stend ekki upp frá teikniborðinu fyrr en myndin er búin — annars myndi allt renna út í sandinn. Hinsvegar tekur myndin á sig fiorm löngu á.ð- ur. , — Þú hefúr engan áhuga á litum? — Ég málaði töluvei’t fram undir fermingu. En ég komst fljótt að því að ég get sagt méira með penna en margir aðrir með heilum litakassa. Og ég hef ekki haft neina þörf fyrir liti síðan. Forsætisráðherra kominn úr ferð til Vesturheims ■ B'jarni Benediktsson, forsætisráðherra, kom heim úr vesturför sinni með m/s Brúarfossi í gærmorgun. Ráðherr- ann fór fyrst og fremst vestur til að vera viðstáddur hátíða- höld í tilefni 75 ára afmælis íslendingadagsins í byggð- um Vestur-íslendinga í Gimli- Ennfremur fór forsætis- ráðherra til Bandaríkjanna þar sem hann hitti m.a. að máli Lyndon B. Johnson og Dean Rusk. Blaðamönnum var í gær boð- ið að sitja fund forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu. Skýrði hann þar frá ferð sinni til Ameríku í stórum dráttum. Sagði hann að aðalatriðið með Síldveiðin er að glæðast suð vestanlands AKRANESI 28/8 — Fjörkippur virðist nú vera að færast í síld- veiðarnar suðvestanlands. Éjögur skip voru að veiðum 12—14 sjómílur suðvestur af Jökli síðastliðna nótt og fengu þau öll síld. Það voru Sólfari 600, Skirnir 400, Höfrungur III. 300 öll frá Akranesi og Hrafn Sveinþjarn- arson frá Grindavík með 800 tunnur. Sigurður frá Akranesi fékk 250 tunnur á Selvogsbanka. Síldin er nú betri en undan- fama daga á þessum slóðum, og kom í Ijós við fitumælingu í morgun að hún var 15—19% feit. Nú 'eru allir bátamir komnir að norðan og austan nema Skipaskagi. heimsókn sinni til Vesturheims hefði veri að taka þátt í há- tíðahöldum í tilefni afmælis Is- lendingadagsins í Vesturheimi í boði Þjóðræknisfélagsins. Þá sagði Bjami, að greinilegt væri að íslendingarnir í Vesturheimi hefðu verið bæði sjálfum sér og ættlandi sínu til sóma, sem marka mætti af' því, að rnenn af íslenzku bergi brotnir væru víð- ast hvar í trúnaðarstöðum þar vestra. Sem dæmi um þá virð- ingu er Islendingar njóta nefndi hann m.a. að nú er einn Islend- ingur í ríkisstjórn í Manitoba og gegnir þar embætti menntamála- ráðherra, sem er mjög erfitt vegna hinna fjölmörgu þjóðar- brota, sem yfirleitt byggja kana- diskt land. Sagði Bjami, að Is- lendingarnir sköruðu fram úr i ótal greinum í Kanada, sem of langt yrði upp að telja. Forsætisráðherra sagði, að ís- lenzkumælandi mönnum færi stöðugt fækkandi. en engu að síður væri áhugi íslenzkættaðra manna stöðugt sá sami fyrir velferðarmálum íslenzku þjóðar- innar og máli hennar. sem allt- af áður bæði meðal ungra og gamalla. Bjarni Benediktsson sagði að fínna mætti menn af íslenzkum ættum svo að segja alls staðar. Til dæmis var í smábæ einum í Klettafjöllum, þar sem systur- sonur Kjarvals býr, haldin sam- koma 50—60 manna af íslenzk- um ættum í sambandi við Is- lendingadaginn, og hefðu sum- ir lagt á sig að ferðast 200 km. til að koma saman með löndum sínum. Forsætisráffherra. Hann sagði, að flestir Islend- ingarnir væru komnir frá fólki, Framhald á 9 síðu. Sjómenmrnir vilja ekki framlengja Allmargir sjómenn á humar- bátum í Reykjavík hafa mót- mælt því að leyfi til humarveið- anna verði framlengt er það rennur út 1. september. Skipstjórar humarbátanna munu hafa farið fram á fram- lengingu leyfisins. Sjómennirn- ir telja hins vegar ekki ástæðu til að halda þessum veiðum lengur áfram vegna aflatregðu og hættu á að gengið verði of nærri humarstofninum. Humaraflinn í sumar hefur verið minni en undanfarin sum- ur og nú síðustu vikuna sáralít- ill. Sjómennimir hafa skrifað undir svohljóðandi orðsendingu til sjávarútvegsráðuneytisins. „Við undirritaðir skipverjar á skipum, sem stunda humarveið- ar frá Rvík, mótmælum ein- dregið að leyfi til humarveiða verði framlengd, þar sem við tel’jum ekki lengur vera eðlileg- ar forsendur fyrir veiðunum vegna mjög lítils afla“. Laugardagur 29. ágúst 1964 — 29. árgangur — 194. tölublað. Von á frægum tón- listarmönnum hing- að næstu mánuði ■ Tónlistarfélagið á von á ýmsum góðum erlendum lista- mönnum til hljómleikahalds 1 haust og nægir að nefna þrjú heimsfræg nöfn: Rúdolf Serkin píanóleikara, Renato de Barbieri fiðluleikara og Caspar Cassado sellóleikara. Eins og undanfarin ár hefur verið hlé á tónleikahaldi hjá Tónlistarfélaginu yfir sumar- mánuðina, en nú er haust- og vetrarstarfsemin að byrja og hafa verið ákveðnir þeir tónleik- ar, sem fyrirhugaðir eru fyrir áramót. Fyrstu tónleikarnir verða 5. og 6. september, en þá heldur píanóleikarinn Rudolf Serkin tónleika í Austurbæjarbíói. Serkin er öllum tónlistarunn- endum að góðu kunnur eftir fyrri tónleika sína hér, enda er hann talinn einn allra bezti píanóleikari sem nú er uppi. Hann mun leika verk eftir Schubert, Beethoven og Brahms. ítalski fiðluleikarinn Renato de Barbieri hefdur hér tónleika 14. og 15. september. Barbieri er talinn í hópi færustu fiðluleikara ítala. Hann þykir í leik sínum minna á Milstein og Menuhin. Honum veitist oft sá sjaldgæfi heiður, að leika á fiðlu Pagan- inis og nú fyrir nokkru lék hann á þessa fiðlu í sovézkt sjónvarp. Guðrún Kristinsdóttir annast undirleik á þessum tónleikum. Spánski sellósnillingurinn Caspar Cassado heldur tónleika 20. og 21. október. Cassado er fæddur í Barcelona og er nem- andi Pablo Casals. Hann hefur í áratugi verið í hópi fremstu og þekktustu sellóleikara, hefur haldið tónleika um allan heim og auk þess leikið mikið inn á hljómplötur. M.a. hefur hann haldið tónleika i Japan. I fyrstu ferð sinni þangað kynntist hann japanskri stúlku, Chieko Hara að nafni, mjög góðum píanó- leikara. sem varð undirleikari hans og „geisha“ og nokkru síð- ar fór hapn aftur til Japan og giftist þá Chieko Hara. Nú halda hjónin sameiginlega tónleika, einnig hér, auk þess sem þau koma fram sem einleikarar með hljómsveitum. I janúar síðastl. rættist draumur Cassados, en hann var sá, að eignast sellóið sem Boccherini átti á sínum tíma. Þetta er Strpdivarius-selló sem talið er mjög gott. A það ætlar hann að leika í Reykja- vík. Rögnvaldur Sigurjónsson, okk- ar vinsæli píanóleikari, heldur tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins í nóvember. Tom Kraus er finnskur bary- tonsöngvari. Hann stundaði söngnám bæði í Helsinki og Vin- arborg. Að námi loknu var hann Rudolf Serkin. Renato de Barbieri fastráðinn til Berlínar, auk þess sem hann hélt tónleika í ýmsum löndum. Síðustu árin hefur hann verið fastráðinn söngvari við Hamborgaróperuna. Hann mun halda hér tónleika í nóvember- lok eða í byrjun deriember. Allir þessir tónleikar verða haldnir fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins. I ráði er að bæta við nokkrum nýjum styrktarfé- lögum fyrir þessa tónleika. Opið í Mfóstræti 3 um helgina Skrifstofa hernámsandstæð- inga er opin í dag frá kl. 10—17, en kl. 17 hefst miðnefndarfund- ur. Á morgun er skrifstofan op- in frá kí! 14—19. Orðsending frá Þjóðviljanum Þar sem skólarnir hefjast í næsía mánuði og fyrirsjáanlegar eru miklar breytingar á útburðarliði blaðsins eru þeir sem gætu tekið að sér útburð á blaðinu í september vinsamlega beðnir að hafa sam- band við afgreiðsluna hið fyrsta. Þjóðviljinn. Sími 17.500. LAUS HVERFI UM MÁNAÐAMÓTIN: f ( Blönduhlíð — Höfðahverfi — Seltjarnarnes (ytra) — Skiól — Kleppsvegur — Safamýri — Ásgarður — Grunnar. Þjóðviljinn. Sími 17.500. 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.