Þjóðviljinn - 30.08.1964, Page 1

Þjóðviljinn - 30.08.1964, Page 1
SUNNUDAGUR fylgir Þjóðviljanum i dag og flytur meðal annars þetta efni: Fóöurrannsóknir, að fóðra með sem beztu fóðri á ó- dýrastan hátt og fá sem mestar afurðir — viðtal við Pétur Gunnarsson for- stöðumann landbúnaðar- deildar atvinnude'ldar Há- skóla Islands. Byggðin að baki, er II. hluti frásagnar Halldórs Péturssonar iim sumar- daga á Kili. Glímt við ódauðleikann er fyrirsögn á þýddri grein — frásögn af heimsókn í rannsóknarstofu í Moskvu þar sem leitað er að að- ferðum til að lengja líf mannsins og annarra líf- vera. Hvar finnum við mestan hita? er heiti á annarri fróðlegri þýddri grein. I Sunnudagspistli sínum skrifar Árni Bergmann um Pennaleti íslendinga. Enn er annað efni ótal- ið. svo sem te kningar Bid- strups um pípuna. bridge- þátturinn og fleira. Enskur heimshornaflakkari að nafni David Cockcroft frá Blackburn hafði ráðið sig sem háseta á bv. Neptúnus í þessa fyrstu sjóferð skipsins. Þessi mynd er tekin af honum úti á reginhafi í fyrraltvöld meðan Neptúnusarmenn biðu I björgunarbátnum áður en varð- skipið Albert og varðskipið Þór komu samtímis á vettvang. Gott var í sjó og lognaldan hjalaði við súð, og reyndist biðtíminn tveir klukkutímar i björgunarbátunum. ( Ljósm. David Cockcroft). Sprengí rhætta Á fimmta tímanum í fyrri- nótt lagðist varðskipið Albevt að bryggju við Ingólfsgarð mef' tuttugu og fimm skipverja af Neptúnus var dreginn í höfn ■ Á síðustu stundu tókst að yfirbuga eldinn í togaranum Neptúnusi. Mátti ekki tæpara standa vegna sprengingar- hættu í vélarúmi, þegar dráttarbáturinn Magni kom á vett- vang í gærmorgun að hinu brennandi skipi við Kjalarnes- tanga með fimm slökkviliðsmenn og kraftmikla dælu- Náði eldurinn aldrei að breiðast út fyrir vélarúmið. Ríkti^ mikil spenna um afdrif togarans þangað til hann var endanlega úr hættu. Tveir skipstjórar voru í þessari fyrstu veiðiferði togarans. Það var gamla aflaklóin Bjarni Ingimarsson, sem lengi var með togarann og Angantýr Guðmundsson, sem verður með hann í framtíðinni. Þessí mynd er tekin út á hafi í fyrrakvöld norðvestur af Garð- skaga og höfðu þá Ncptúnusarmenn yfirgefið slupið vegna spreng- ingarhættu og horfa spenntir á mannlausa fleytuna. Springur tog- arinn í Ioft upp á næsta andartaki eða hvað? (Ljósm D. Cockcroft) Á sjöunda tímanum í gær- morgun renndi drátarbáturinn Magni upp að hinum brennandi togara Neptúnusi við Kjalarnes- tanga og hóf þegar slökkvistarf með kraftmikilli dælu. Fimm slökkviliðsmenn frá slökkviliði Reykjavíkur var liðskosturinn á Magna og gekk slökkvistarf greiðlega. Ekki mátti þó tæpara standa með tvö gashylki í véla- rúminu og voru þau orðin glóð- heit að sögn eins slökkviliðs- mannsins. Á ellefta tímanum lagði tog- arinn að bryggju við Ægisgarð, og var þá ennþá glóð i ein- angrunarkorki utan um ketil stjómborðsmegin og var endan- anlega búið að slökkva í kork- inum um hádegi með aðstoð slökkviliðsbíls á bryggjunm. stjóra á Neptúnusi og spurðum hann um upptök eldsins. Eldurinn kom upp 'í einangr- unarkorki utan um ketil stjórn- Framhald á 12. síðu. togaranum innanborðs og stóðu ^ fimmta tímanum í fyrrinótt lagðist varðskipið Albert að bryggju við Ingólfsgarð með tuttugu þeir á þilfárinu rólegir ogæðru og fimm skipVerja af bv. Neptúnusi innanborðs. Þeir voru rólegir og æðrulausir eftir volkið og biðu ■Við hittum meðal annars að l)í,ar a bryggjunnl sem óku þeim til síns heima. Þessi mynd er tekin tveim minútum eftir að varð- máli Bjarna Olsen annan vél- skipið Iagðist að bryggu. (Ljósm. Þjiðv. G.M.) Nýr forsætisráð- herra settur í Su&ur-Vietnam! SAIGON 29/8 — I tilkynningu yfirvalda í Suður-Víetnam, sem birt var í morgun, segir, að Khanh hershöfðingi sé veikur og nýr forsætisráðherra hafi verið skipaður. Er það Oanh, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra, og er hann óbreyttur borgari. Á hann að fara með Völd í landinu til bráðabirgða næstu tvo mánuði. í tilkynningunni segir enn- fremur, að Khanh hershöfðingi þjáist af ofþreytu og sé hann á hvíldarheimili 1 um 80 km suður af Saigon. Mörg hundruð manns voru handteknir í Saigon í gær í á- tökum milli Búddatrúarmanna og kaþólskra. Hermenn og lög- regluþjónar gerðu áhlaup á götuvígi víðsvegar um borgina og dreifðu mannf jöldanum og beittu vatnsslöngum og skotið var viðvörunarskotum. Hörðust voru átökin á aðaltorginu í Sai- gon, þar sem mannfjöldinn var vopnaður hnífum, öxum og grjóti. Aldarafmæli Einars Benediktssonar: Minnlsmerki reist, ný heildarútgáfa ■ Unnið hefur verið að því um alllangt skeið að aldaraf- mælis Einars Benediktssonar skálds yrði minnzt veglega nú í haust, að því er Magnús Víglundsson, formaður fé- lagsins Braga h.f., skýrði Þjóðviljanum frá í gær, en það félag er stofnað til þess „að halda á lofti nafni skáldsins og hugsjónum með útgáfu á ritum þess og á hvern hátt annan.“ Hefur félagið undirbúið heildarútgáfu og viðhafnarútgáfu ljóða Einars og þýðingar hans á Pétri Gaut, í einu bindi, og verður sérstaklega vandað til alls frágangs. Dr. Sigurður Nordal mun skrifa formála að útgáfunni. Önnur stórframkvæmd í tilefni af aldarafmælinu er minnismerki Einars, sem félagið Bragi hefur ákveðið að reisa, og borgarstjórn hefur valið stað í hinum fvrirhugaða skemmtigarði Reykjavíkurborgar á Klambratúni. Fara hér á eftir upplýsingar frá stjóm félagsins Braga um undirbúning bess að aldaraf- mælinu. Aldarafmælið 31. október 1964 Hinn 31. október 1964 eru lið- in 100 ár frá fæðingu þjóðskálds- ins Einars Benediktssonar. Svo sem að líkum lætur, verSur ald- arafmælisins minnzt á margvís- legan hátt. og mun útgáfufélag- ið BRAGI, félag Einars Bene- diktssonar, hafa þar forystu. Félag þetta var stofnað í jan- úarmánuði árið 1938 fyrir for- göngu nokkurra trúnaðarvina skáldsins. og skyldi það „kaupa af Einari Benediktssyni eignar- rétt á öllum verkum hans, og annast útgáfu þeirra“, svo sein segir orðrétt í stofnfundargerð- inni. Með breyttngu á lögum Braga h/f, er gerð var á öndverðu ári 1957, er svo starfssvið fé- lagsins fært út. og félaginu fengið það verkefni að „halda á lofti nafni skáldsins og hug- sjónum með útgáfu á ritum þess, og á hvem hátt annan lögum félagsins samkvæmt. Skal öllu því sem félagið hefur eign- azt eða kann að eignast, var- ið sam’rvæmt því. Hluthafar skuldbinda sig til að annast stjómarstörf í félaginu og end- urskoðun án nokkurs endur- gjalds, og tíl að taka aldrei arð af hlutafé sínu. Á þessum á- kvæðum má aldrei gera efnis- breytingar nema með samþykki allra hluthafa”. Þannig eru lagabreytingamar 1957 bókfestar, og eru félags- menn einhuga um. að breyting- ar á þessum ákvæðum komi und- ir engum kringumstæðum til greina. 1 eigin sjóð félagsmanna í BRAGA h/f mun þvi ekki renna neinn hagnaður af útgáfu- starfsemi á verkum Einars Bene- d;ktssonar. Heíldarútgáfa kvæða Einars — Viðhafnarútgáfa Af tilefni aldarafmælis Ein- ars Benediktssonar hefur stjóm útgáfufélagsins BRAGA fyrir all löngu ákveðið að gefa út heildarsafn af kvæðum skáílds- ins, ásamt þýðingu hans á Pétri Gaut. Kvæðasafnið verður gef- ið út í einu bindi. samtals í 5000 eintökum. Verða 500 ein- tök gefin út í sérstakri við- hafnarútgáfu, or verður tölu- sett og bundið í alskinn (geitar- skinn), og til vandað á allan hátt. Þá hefur verið bund'ð fast- mælum, að prófessor Sigurður Nordal riti formála að kvæða- safni Einars Benediktssonar. auk þess sem prófessorinn er stjóm Braga til ráðuneytis í Framhald á 3. síðu. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.