Þjóðviljinn - 30.08.1964, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 30.08.1964, Qupperneq 5
 Sunnudagur 30. ág'jst 1064 í ÞlðÐVILJINN SlÐA g Þátttaka almennings í íþróttum á ekkert skylt við þrautþjálfaða afreksmenn Ingimar Jónsson frá Akureyri hefur nýlega lokið fjög- urra ára námi við íþróttaháskólann í Leipzig. Ingimar hyggur á framhaldsnám við skólann og býr sig undir að ljúka þaðan doktorsprófi eftir þrjú ár. Íþróttasíða Þjóð- viljans hafði fyrir skömmu tal af Ingimar um nám hans og ýmislegt er varðar íþróttir hér heima og erlendis. Það ér fróðlegt að heyra hvað þessi vel menntaði íþrótta- kennari hefur um þessi mál að segja og fara aðalatriði þess hér á eftir. Að loknu prófi við íþrótta- kennaraskólann að Laugarvatni fór ég til Leipz:g fyrir fjór- um árum. Ég valdi frjálsar fþróttir sem sérgrein, en knatt- spymu og judo sem aukagrem- ar. Meðal námsgreina við skól- ann er að sjálfsögðu íþrótta- saga og fékk ég strax mikinn áhuga fyrir henni og las hana mikið heima við. Það varð svo úr áð ég skrifaði prófritgerð um íslenzka íþróttasögu frá 1867—1912. en fyrsta íþrótta- félag á Islandi, Skotfélag Reykjavíkur var stofnað 1867. Mér var svo boðið að halda þessu verki áfram og skrfa doktorsritgerð um islenzka íþróttasögu. Ég verð við sögu- deild skólans og ætla þrjú ár til að ljúka þessu verki. Aust- ur-Þjóðverjar eru að gefa út heimsíþróttasögu og hefur komið til tals að ég skrifi kafl- ánn um fsland í því mikla rit- verki. íþróttaháskólinn í Leipzig Deutsche Hochschule fúr Körp- erkultur er stofnaður árið 1950. Þar eru stórar og miklar bygg- ingar, kennslustofur. fyrirlestr- arsalir og æfingasal'r og er skólinn alltaf að stækka, síð- an ég kom þangað fyrst hafa t.d. verið byggðar miklar rann- sóknarstofur fyrir íþróttalækn- isvísindi. Yf'r tvö þúsund nem- endur eru við skólann árlega og ljúka flestir fjögurra ára námi. Þeir útlendingar sem Stunda þar nám eru þó flest- ir i löngu námi. flestir og bá sérstaklega menn frá Afríku eru þar í 8 mánaða námskeiðum. Þó eru þar all- margir Arabar, sem lokið hafa háskólaprófi heima hjá sér f Kairo. og eru þeir að vinna að doktorsr'tgerðum. Leipzig og þá sérstaklega í- þróttaháskólinn er miðpunktur íþróttalífi Austur-Þýzkalands. Frá honum koma öll helztu rit sem gefin eru ' út um allt er varðar íþróttir og er geysi- m:kið um fræðilegur útgáfur. Austur-Þjóðverjar eru áreiðan- lega fremstir þjóða í Evrópu í íþróttavísindum næstir á eft- ir Rússum. Margir beztu íþróttamenn landsins stunda nám við skólann og síðar kennslu, má Ingimar Jónsson við skákborff- iff, en hann var einn sterkasti skákmaffur landsins, áffur en hann snéri sér alveg aff í- þróttanáminu. Rætt við Ingimar Jónsson þar fremstan telja stangar- stökkvarann Preussger. sem nú alveg nýlega setti Evrópumet í þessari grein. Allir nemend- ur eru á námskaupi og njóta annarra hlunninda, svo sem ó- dýrs ' fæðis og húsnæðis og ferða hvert sem er um land- ið. Skólinn útskrifar sérþjálf- ara í öllum greinum íþrótta, en flestir hljóta þó menntun td að starfa að alhliða íþrótta- þjálfun almennings á vegum iþróttaHreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar. Stjórnarvöld landsins viður- kenna nauðsyn og gildi lík- amsmenntngar bæði fyrir hvern einstakling og þjóðfé- lagið í heild og er mikið gert til að fá fólk á öllum aldri til að stunda íþróttir til að varðveita heilsu sína og skapa sér gleði og ánægju. Æðsta stjórn þessara mála er í hönd- um stjórnarnefndar sem sam- ræmir allar aðgerðir sem miða að þessu sama markmiði — að efla almenna líkamsrækt með- al allrar þjóðarinnar. f nefnd þessari eiga flest ráðuneytin fulltrúa og íþróttasamtökin sem 'staifa sem sjálfstæður aðili. Grunneiningarnar eru verk- smiðjur og skólar og svo f jölda- er gert til þess, enda vinna menn þar ekki eins langan vinnudag og hér og hafa þess vegna nægan tíma til að stunda íþróttir við sitt hæfi. Verk- sm'ðjurnar sjálfar bera allan kostnað af íþróttastarfseminni og ein meðalstór venksmiðja ver til þess álika miklu fé og ÍSf hefur til afnota, Aðaláherzla er þannig lögð á þátttöku alls almennings í íþrótfcum. en þar sem sérstak- lega efnilegir íþróttamenn I koma fram ér þeim veitt tæki- færi til sérstakrar þjálfunar og eru starfandi sérstakir klúbb- ar fyrir afreksmenn eingöngu, pg er þjálfun þar að sjálfsögðu allt önnur en í almenningsí- þróttum. Þessir menn fá þá sérstakar aðstæður í sambandi við sína vinnu til að stunda æfingar með keppni og afrek fyrir augum. Hér á landi er þessu tvennu almenningsíþróttum og af- reksíþróttum algerlega ruglað saman og þeir sem íþróttamál- um stjóma virðast engan skiln- ing hafa á þeim reginmismun sem er þar á. Raunar er vart hægt að tala um almennings- íþróttir hér og nauðsyn þeirra alls ekki viðurkennd af stjóm- arvöldum. Iþróttalög voru sett hér árið 1940 og iþróttir gerð- ar að skyldunámsgrein í skól- um. þar með var hver þjóð- félagsþegn skyldaður til að Framhald á 9. síðu. ÍBK oq ÍA á Akranesi í dag f dag kl. 4 hefst á Akranesi leikur sem margir líta á sem úrslitaleik í 1. deild íslands- mótsins. sénstaklega ef+ir hina lélegu frammistöðu KR gegn Fram nú 'á fímmtudaginn, og eigast þar við Akurneeingar og Kefflvfkingar. sem eru jafnir að stigum og efstir i mótinu með 10 stig. Keflvíkingar standa þó betur að vígi því að þeir hafa leikið einum leik feerra í mót- inu. Ef Keflvíkingar sigra í dag má telja mestar líkur á að þeir hafi þar með tryggt sér Islandsmeistaratitilinn í ár. En$— eins og er hafa þrjú félög möguleika til sigvrs í mótinu. ÍBK, lA og KR. Sérstakar ferðir verða héð- an úr Reykjavík í sambandi rið leikinn. Ferð verður með Akraborginni ki. 14 frá Rvík. og kl. 18.16 frá Akranesi. Einnig verða ferðir með áætl- unarbifreiðum Þórðar Þ. Þórðarsonar kl. 13 og eftir það frá afgreiðslu BSR í Lækjargötu og frá Akranesi strax að leiknum loknum. KR Fram í dag I dag fer fram úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins i knatt- spyrnu. Leika KR og Fram á Melavellinum og hefst laikur- inn kl. 17.00. Þetta er annar úrslitaleikurinn milli þessara félaga. fyrri leikurinn fór fram 29. júní og lyktaði með jafn- tefli eftir tvísýnan og skemmti- legan leik. Verði jafnt eftir 2x45 mín. leik verður framlengt í 2x15 mín. Fáist úrslit í leiknum, verða verðlaun afhent sigur- vegurunum af formanni l.B.R. Áttræðisafmæli Snorri Sigfússon, fyrrverandi skólastjóri og námsstjóri, verð- ur áttræður á morgun, 31. ág. Hann er fæddur að Brekku í Svarfaðardal 31. ágúst 1884 og hóf un^ur afskipti af skólamál- um. Var Snorri skólastjóri við barnaskólann í Flateyri við önundarfjörð og síðan um langt skeið við bamaskólann á Akureyri, en seinast námsstjóri á Norðurlandi. Hin síðustu árin hefur hann unnið ötullega fyr- ir sparifjársöfnun skólabama. Snorri Sigfússon og kona hans Bjamveig Bjaraadóttir dveljast erlendis um þessar mundir. Dallas Long, heimsmethafi í kúluvarpi — einn hinna vís- indalega þjálfuffu afreksmanna í íþróttum. samtök. Iþróttir eru að sjálf- sögðu skyldunámsgrein í þarna- og unglingaskólum yfir- leitt en vandamálið er að fá eldra fólkið til að skilja nauðsyn þess að stunda íþróttir sem nauðsyn- iega heilsuvernd. Iþróttanefnd er starfandi í hverri verk- smiðju og skipuleggur æfingar og mót og miðar við að sem flestir geti verið með og allt Sovézka meistaramótið í frjálsum íþróttum: Brumel varð að láta í minni Aðalútflytjandi pólskrar vefnaðarvöru til fatnaðar. C0NFEXIM' Sienkiewicza 3/5, Lódz, Pólland Sími: 285-33 — Simnéfni: CONFEXIM, Lódz hefur á boðstólum: Léttan sem þykkan fatnað fyrir konur, karla og börn. Prjónavörur úr ull, bómull, silki og gerfi- þráðum. Sokka, allar gerðir. ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ Bómullar- og ullarábreiður. Handklæði „frotte". Rúmfatnað Hatta fyrir konur og karla. Fiskinet af öllum gerðum. Gólfteppi. pokann fyrir Tsjavlakadse ☆ Gluggatjöld. Við verðum að viðurkenna ■ Þau urðu stærstu tíðindi á öðrum degi sovézka meist- aramótsins í frjálsum íþróttum í Kief á fimmtudaginn, að olympíumeistarinn í hástökki, Robert Tsjavlakadse, sigraði heimsmethafann Brumel, sem varð að láta sér lynda annað s^etið. Báðir stukku þeir jafn hátt, 2,17 metra, en Tsjavlakadse fór yfir í fyrsta stökki, en Bru- mel ekki fyrr en í öðru. Eins og margir munu minn- ast, háðu þessir tveir frábæru íþróttamenn keppni um gull- verðlaunin í hóstökki á olymp- nauðsyn líkamsmenningar íslandsmótið I. deild Robert Tsjavlakadsc yfir ránni. íuleikvanginum í Róm fyrir réttum fjórum árum. Báðir stukku þeir þá yfir 2,16 metra, en Tsjavlakadse sigraði, þareð tilraunir hans voru færri en Brumels. Af öðrum greinum er það helzt að frétta, að Jurí Bakar- inoff setti nýtt sovézkt met í sleggjukasti, kastaði 69,55 m. Olympíumeistarinn og fyrrver- andi sovétmethafi varð að láta sér nægja þriðja sætið, hann kastaði sleggjunni 64,69 metra. Eldra met hans var 68,95 m. Núverandi heimsmet í sleggju- kasti er 70,67 metrar, sett af Bandaríkjamanninum Harold Connolly. í 100 metra hlaupinu jafnaði Nikolaj Polit.cko sovétmetið, 10,2 sek. í kvennakeppninni bar það helzt til tíðinfla, að Irina Press jafnaði heimsmetið í 80 metra j grindahlaupi, hljóp á 10,5 sek. “ Gæði þessara vara byggist á lSngu starfi þúsunda þjálfaðra sérfrasðinga og a« sjálfsögðu fullkomnum nýtízku vélakosti. Vér bjóðum viðskiptavinum vomm hina hag- kvæmustu sölu- og afgreiðsluskilmála. Sundurliðaðar. greinilegar upplýsingar geta menn fengið hjá umboðsmönnum vorum: ÍSLENZK ERLENDA VERZLDNARPÉLAGINTJ H.F. Tjamargötu 18, Reykjavík eða á skrifstofu verzlunarfulltrúa Póllands, Grenimel 7, Rvík.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.