Þjóðviljinn - 30.08.1964, Qupperneq 6
SlÐA
HðÐVILIlNN
Sunnudagur 30. ágúst 1964
Xony Richardson er sá enskur leikstjóri, sem cinna bczit hefur
tekizt aO vinna úr bókmenntaverkum þannig 3ð úr verði full-
gild kvikmyndaverk. Hér sést hann stjórna ,,Einmana sigri“,
sem gerð var eftir sögu Sillitoes og Háskólabió sýndi hér
fyrir skömmu.
Heiðarkg mynd um
kynþáttafordóma
Ungur bandarískur kvik-
myndastjóri, Larry Peerce.
hefur bætzt i hóp þeirra, sem
glíma við kynþáttavandamál á
tjaldinu. Og þó myndin sé sögð
hafa ýmsa listræna og tækni-
lega galla. sem rekja má til
reynsluskorts, þá sé hún svo
heiðarleg og einlæg, að áhorf-
andinn eigi næsta auðvelt með
að gieyma göllunum.
Peerce er sagður búa yfir
þekkingu og heiðarleik sem
tryggir, að hann reynir hvergi
að einfalda sér hlutina. Hann
eýnir til að mynda fordóma
i.hjá báðum aðilum". Myndin
lýsir blönduðu hjónabandi —
hún hvít, hann þeldökkur, og
átökin skapast af andstöðu
hinnar eldri kynslóðar negra
gegn slíkri sambúð — og ekki
bætir það úr skák, að fyrri
maður konunnar. hvítur, birt-
ist eftir fjögurra ára fjarveru
og krefst réttar til „síns“
bams, er hann hefur allt í einu
komizt að raun um að móðir
bamsins hefur gifzt „niggara" •
eftir skilnaðinn við hann.
Myndin er hlutlæg í jákvæð-
um skilningi — og ekki þann-
ig að afstaðan „annarsvegar
og hinsvegar" verði afsökun,
fyrir því að engin afstaða er
tekin. Hún varpar ljósi á
harmleik sem gerist dag hvern
þar sem kynþáitamisrétti er
til, og gerir þaö á þann hátt.
að hún dýpkar þekkingu
manna á málinu og skýrir
þannig þá baráttu sem nauð-
synleg er til að kynþátta-
vandamál verði leyst.
Soraya leikur / s&g*
um Karenar Blixen
Slúðurdálkar hafa um langa
hríð oftlega birt tiðindi af á-
formum Sorayu. fyrrum keis-
aradrottningar. um að leika í
kvikmyndum. Er hún komst í
samband við hinn þekkta fram-
leiðanda di Laurentiis, héldu
menn að málið væri leyst.
Þessi fagra frú átti að koma
fyrst fram i mynd. sem gerð
væri eftir sögu Henry James
„Ameríkaninn", sem skyldi
látin gerast nú á dögunum. En
sífellt komu upp nýjar og nýj-
ar hindranir. Það reyndist tii
dæmis erfitt að fá sæmilegan
mann til að leika á móti
Soraya. því Cary Grant, Ro-_
bert Mitchum. Burt Lancaster
Kirk Douglas og Paul New-
man, afþökkuðu hver af öðr-
um tilboð um að leika á móti
uppgjafadrotningunni.
En nú eru uppi ný áform
hjá di Laurentiis um hagnýt-
ingu frægðar Sorgya og feg-
urðar. Sagt er að hún eigi að
leika i kvikmyndum nokkurra
smásagna dönsku skáldkonun-
#r Karen Blixen. og eigi mynd-
in að heita „Þrjú andlit kon-
unnar“.
Soraya á að leika þrjár ólík-
ar kvengerðir í myndinni. Og
leikstjórarnir verða einnig þrír
— hver stjórnar einní sögu.
Það fylgir þessum orðrómi. að
Antonioni og Alberto Lattuada
hafi samþykkt að taka að sér
sinn hlutann hvor, og reynt
sé að fá Orson Welles til að
Karen Blixen.
glíma við þann þriðja. Reynd-
ar gengur mönnum erfiðlega
að trúa þvf. að Antonioni hafi
gefið samþykki sitt, en hann
er ákaflega kröfuharður leik-
stjóri, og undirbýr ákaflega
vandlega allt sem hann ræðst í.
— Sem þessar línur eru skrif-
aðar berast ný blöð inn úr|
dyrunum, og segir þar frá því.
að taka myndarinnar sé hafin
j Feneyjum og Bolognini sé
leikstjóri. Þar - kom það slys
fyrir. að þungur ljóskastari
féll ofan á meðleikara Sorayu.
Richard Harris, og hlaut hann
slæman áverka af. Leið drottn-
ingarinnar fyrrverandi inn í
kvikmyndirnar virðist ekfíi
beinlínis rósum stráð.
Eru bókmenntaverk kvik-
myndamönnum fjöturum fót?
John Arfagh gerir í nýlegum
pistli grein fyrir sérstæðn
þróun í enskri kvikmyndagerð.
Hann bendir á það, að ólikt
þvf sem gerzt hefur á megin-
landinu (Fellini. Antonioni á
Ifalíu, Bergmann í Sviþjóð.
nýja bylgjan franska) — þá
séu allar þær enskar kvik-
myndir, sem að hefur kveðið
á síðustu árum. byggðar á
skáldsögum eða leikritum. En
þessi hlutföll séu nú að breyt-
ast fyrir tilverknað þeirra
mörgu nýju hæfileikamanna
sem nú eru að koma fram f
enskrf kvikmyndagerð. Þannig
er til að mynda John Schles-
inger (þekktur m.a. fyrir ,.Lyg-
arann Billy”), tekinn til við
mynd sem nefnist ,.Darling“ og
er byggð á handriti sem bein-
línis er fyrir hann samið af
Frederic Raphael. Myndin er
byggð upp sem mjög raunsæ
lýsing á siðferðilegri og and-
legri kreppu yfirstéltarstúlku.
Schlesinger og Raphael álíta
mjög eindregið, að nú sé
mikil þörf fyrir eiginleg kvik-
myndahandrit. samin að öUu
leyti beint fyrir kvikmynda-
iðnaðinn — því annars geti
kvikmyndin ekki verið sjálf-
stæður miðlari persónulegrar
listrænnar tjáningar — á svip-*
aðan hátt og t.d. skáldsagan
er.
Þeir álíta, að slík handrit
séu enn svo fá vegna þess.
að þeir. sem yfir fjármagn-
inu ráða, háfa helzt kosið að
styðja verk sem þegar hafa
sýnt að þaU 'eiga sér aðdrátt-
arafl í öðrum formum. Og
einnig stafi þetta af því, að
mjög fáir enskir rithöfundar
hafi freistazt til að vinna beint
fyrir kvikmyndir.
Einn hinna nýju kvikmynda-
stjóra, Clice Donner, tekur
mjög í sama streng. Hann seg-
ir meðal annars: ..Mér finnst
ég miklu frjálsari er ég vinn
að eiginlegum kvikmyndahand-
ritum. Þá þarf ég ekki að hafa
áhyggjur af ýmsum þeim eig-
leikum skáldsögu eða leikrits,
sem eru kvikmyndinni óvið-
komandi. Það að auki bjóða
frumsamin kvikmyndaverk upp
á meiri möguleika fyrir nýja
hæfileikamenn, því það er svo
dýrt að kaupa yétt til að kvik-
mynda metsölubók, að ungir
og upprennandi menn hafa
ekki ráð á því“.
Ekki eru samt allir kvik-
myndastjórar á sömu skoð-
um og Schlesinger og Donner.
Karle Reisz. sem gerði ,.Laug-
ardagskvöld — Sunnudags-
morgun“ eftir sögu Sillitoes,
kemst svo að orði um þetta
mál: Ég fæ ekki skilið að hér
sé um neitt höfuðvandamál að
ræða. Mörg hinna beztu verka
hafa upphaflegá ekki verið
samin fyrir k ’ myndaiðnað-
inn — „Jules og Jim“ var til
dæmis gerð eftir skáldsögu. Ef
að leikstjórinn vinnur rækilega
að verkefninu. þá tekst hon-
um að fá það til að lifa nýju
lífi á tjaldinu.
Lindsey Anderson er á svip-
aðri skoðun og Reisz. (Hann
lagði skáldsögu Storeys ,.Þetta
íþróttalíf" til grundvallar
fyrstu mynd sinni, og er nú
að kvikmynda sígilda skáld-
sögu Emiliy Bronte, „Fýkur yf-
ir hæðir“) — ..Gagnrýnendur,
segir hann. láta oft frá sér
fara athugasemdir um þessa
hluti, — en án beinna tilvís-
ana. Og ég fæ ekki séð, hvers
vegna mynd, sem byggð er á
ákveðnum bókmenntalegum
texta, þarf að vera árangur lé-
legra sköpunarstarfs en önnur
kvikmyndaverk. Og Tony Ric-
hardson er auðvitað á sömu
Iínu. enda hefur hann með
frábærum árangri glímt við
bókmenntaverk forn og ný.
Hann álítur það geti ekki vér-
ið neitt athugavert við að nota
gamalt efni. þótt leikhúsverk
geti stundum orðið nokkuð
þvingaridi kvikmyndamanni.
Demy syngur enn
Það er ákaflega algeng saga,
að hafi kvikmynd tekizt vel.
þá Iíður ekki á löngu áður en
höfundar hennar köma með
aðra mynd. skylda hinni fyrri,
og reyna þannig að þurrausa
þennan brunn sinnar vel-
gengni. Jacques Demy. sem
fékk fyrstu verðlaun í Cann-
es fyrir ..Regnhlífarnar í Cher-
bourg“, glaðlega mynd sem öU
er sungin, — Demy þessi er
engin undantekning. Hann er
að undirbúa nýja „syngjandi
mynd“, og Michel Legrand á
að semja tónlistina. eins og
í hínni fyrri. Heiti hennar
verður „Syngjum og dðnsum’’
og Demy segir að hún eigi að
fjalla um gleðina.
Visconti kvikmyndar
leikrit Miliers?
Sovézk mynd
um
Hemingway
Það hlýtur að vera Banda-
ríkjamönnum nokkur þymir í
augum, að heimili HemingT (’
ways — og nú eftir dauða hans *
— safnið sem við hann er
kennt, er einmitt á því erfiða
og óþæga Iandi, Kúbu. Ekki
bætir það heldur úr skák, að
nú er sovézkur leikstjóri. Semj-
on Skolnikof, að vinna að
heimildarkvikmynd um Hem-
ingway. Skölnikof fékk hug-
mynd að þessari mynd einmitt
á Kúbu, sem harin heimsótti
fyrir skömmu — af grein í
blaðinu Revolucion sem segir
frá hirini árlegu keppni um
Hemingway-verðlaunin.
I myndinni verða m.a.
nokkriar fróðlegar senur, sem
Skolnikof hefur fengið lánaðar
hjá kúbönskum starfsbræðr-
um sínum: þær sýna Heming-
way er hann afhendir verð-
launin sigurvegaranum í
keppninni árið 1960 — Fid-
el Castro.
Rith. Konstantín Símonof
skrifar textann að myndinni.
En hann og Hemingway voru
bomir saman stundum hér áð-
ur fyrr, og reyndar hafði Hem-
ingway boðið kollega sínum
til Bandaríkjanna árið 1946, en
af því gat því miður ekki orð-
ið. En frá þeim tíma er til
langt bréf frá Hemingway til
Símonofs, sem margir kannast
við nú orðið.
Nú mun hafinn undirbún-
ingur að því, að kvikmynda
síðasta leikrit Arthurs Millers
.,Eftir syndafallið". En eins og
menn rekur minni til, var
verk þetta frumsýnt síðastlið-
inn vetur í New York og
vakti ákafar deilur, eirikum
vegna þess. að mönnum þótti
höfundurinn hafa með vafa-
sömum rétti dregið fram í leik-
ritinu ýmis atriði úr einkalífi
hans og Marilyn Monroe.
Myndin skal gerð á ítalíu,
og það er Annie Girardot, sem
á að fara með þetta umdeilda
kvenhlutverk en hún er eink-
um þekkt fýrir leik sinn í
..Rocco og bræður hans“. En
undirbúningur að þessari mynd
vekur ekki hvað sízt forvitni
vegna þess hver er. leikstjórinn
— Það er Visconti sjálfur sem
tekur verkið að sér, höfundur
meistaraverka eins og „Rocco"
og ,.Hlébarðinn“.
Miller ætlar að verða einn
þeirra höfunda sem geta ver-
ið ánægðir yfir samskiptum
sínum við kvikmyndirnar —
þannig voru bæði í Bandaríkj-
unum og Sovétríkjunum gerð-
ar mjög þokkalegar myndir
eftir leikritinu ..Sölumaður
deyr“.
Áður hafa að vísu borizt
fregnir af því, að réttur til
að kvikmynda leikritið hafi
■Á! -‘=*íy
Miller og Monroe.
verið seldur til Hollywood.
Máske eru fréttir af áformum
Visconti orðum auknar, en svo
mikið er víst. að hann mun
fljótlega stjórna Parísarfrum-
sýningu á leikritinu.
Oönsk ástarsaga frá 1864
Danir hafa nýlokið við kvikmynd, sem gcrð er eftir skáldsögu ílcrmans Bang og lýsir ýms-
um átakanlegum atburðum sem gerast í striðinu við Prússa og Austurríkismenn árið 1864.
Hér er greint frá ógæfusamrí ástarsögu kornungrar stúlku er Tine nefnist og Bergs skógar-
varðar, en Ifona hans hefur flúið til Kaupmannahafnar vegna styrjaldarinnar. Myndin sýn-
ir Jörgen Reenberg og Lone Hertz í hlutverkum skógarvarðarins og Tine;
I
I