Þjóðviljinn - 30.08.1964, Blaðsíða 7
Sunnudagur 30. ágúst 1964
ÞIÓÐVILIINN
SlÐA 7
V
\
Johnson stafar mest hætta
af ástandinu í 5- Vietnam
Asninn prýðir skjaldarmerki Demókraiaflokksins og hann má
ekki vanta á flokksþingi. Humhrey varaforsetaefni sést hér gefa
asna í Atlantic City að éta úr lófa sínum.
að bar upp á sama daginn
að flokksþing Demókrata-
flokksins bandaríska staðfesti
framboð Lyndons Johnsons í
forsetakosningunum 3. nóvem-
ber og ráð herforingja í Sai-
gon valdi þrjá menn úr sín-
um hópi til að fara með aeðstu
völd í Suður-Víetnam. f bað-
strandarborginni Atlantic City
sannaðist að Johnson hefur á
þeim níu mánuðum sem > liðn-
ir eru frá morðinu á Kenne-
dy náð óskoruðum yfirráðum
yfir flokkskerfi demókrata ut-
an tveggja eða þriggja suður-
fylkja. Flokksþingið var hið
atburða- og eftirvæntingar-
snauðasta sem d'emókratar hafa
haldið í manna minnum. Aldrei
kom til þess að þingheimur
þyrfti að greiða atkvaeði um
eitt einasta ágreiningsefni.
hvorki stefnuskráratriði né
mannaval. Leiknir fingur hins
slungna stjómmálamanns í
Hvíta húsinu héldu um alla
þræði, flokksmenn hans léku
hlutverk sín eins og brúður.
verkefni flokksbingsins var
ekki að velja flokknum for-
ingja og merkisbera heldur að
hylla manninn sem lagt hef-
Ur flokkinn að fótum sér. En
meðan samkundan' í Átlantic
City vann sitt fyrirfrám á-
kveðna hlutverk af vélrænni
nákvæmni, ríkti upplausn og
ringulreið í þvi landi sem
Bandaríkjastjóm hefur valið
til að sýna veldi sitt og mátt
í framandi heimsálfu. Sigur-
ljóminn sem leikur um John-
son forseta eftir hyllinguna í
Atlantic City getur horfið i
skugga hrakfara i frumskóg-
um og á hrísgrjónaekrum smá-
ríkis í Suðaustur-Asíu.
Lyndon Johnson telur sér sig-
ur vísan yfir Barry Gold-
water í kosningunum 3. nóv-
ember. segja fréttamenn í
Washington. Hann hefur látið
fjölda stofnana gera skoðana-
kannanir fyrir sig, og sigur-
vissan eykst með hverri nið-
urstöðu sem berst. Gallup hef-
ur þau gleðitíðindi að færa að
eins og stendur hyggist 65%
kjósenda greiða Johnson at-
kvæði, 29% vilji Goldwater
en 6% séu enn óráðnir í
hvemig þeir verji atkvæði sínu.
Svipuð er niðurstaða Elmo
Ropers, hann gefur Johnson
56% atkvæða á móti 26% sem
Goldwater fái. Kannanir í ein-
stökum fylkjum eru enn glæsi-
legri fyrir Johnson. 1 Maine,
sem veitt hefur frambjóðanda
repúblikana kjörmannaatkvæði
sín í meira en öld, segjast
7% aðspurðra nú. ætla að
kjósa Johnson. Fylgi hans í
New York er 69%. í Kaliforniu
64% og Kansas 52%. Sé þess-
ar skoðanakannanir að marka
bíður Johnsons einhver glæ&i-
legsti sigur sem nokkru sinni
hefur verið unninn 'í forseta-
kosningunum í Bandaríkjunum.
Skoðanakannararnir gefa þá
skýringu á niðurstöðum
sínum að straumurinn frá
repúblikönum til frambjóðenda
demókrata sé margfait meiri
en sá sem rennur í gagnstæða
átt. Að visu hyggst tíundi hver
' kjósandi sem telur sig demó-
krata greiða Barry Goldwater
atkvæði, einkum vegna and-
stöðu hans við lögin um að
tryggja borgararéttindi svert-
ingja, en hvorki meira né
minna en þrír af hverjum tíu
repúblíkönum segjast nú muni
kjósa Johnson vegna þess að
þeir telja Goldwater háska-
lega ofstækisfullan og her-
skáan. Þetta er viðhorfið á
líðandi stund, en ekki þarf
mikla þekkingu á bandarisk-
um stjórnmálum til að gera
sér ljóst að það getur breytzt
á skömmum tíma. Kosninga-
baráttan hefst ekki fyrir al-
vöru fyrr en um næstu helgi.
Goldwater hefur gefið til
kynna að lið hans hafi í poka-
horninu ýmsar uppljóstranir
sem Johnson geti komið illa.
svo sem um gróðabrall for-
setans og ýmissa samstarfs-
manna hans fyrr og síðar.
Skæðasta vopn frambjóðanda
stjómarandstöðunnar væri þó
ef stríðið í Suður-Víetnam
tæki þá stefnu að Bandarfkja-
stjóm ætti um það að velja
\ að láta landið sigla smn sjó
eða senda fram bandarí&kan
her í stórum stíl.
Fréttatímaritið Nerwsweek hef-
ur látið fréttaritara sína
spyrja stjómmálamenn um öll
Bandaríkin, hvað þeir haldi
um úrslit forsetakosninganna.
Sú könnun bendir til að yfir-
burðir Johnsons séu hvergi
nærri aðrir eins og skoðana-
kannanimar segja. I hverju
fylki um sig ræður einfaldur
meirihluti atkvæða vali allra
kjörmanna. 1 kjördæmasam-
kundunni þarf 270 atkvæði til
sigurs. Að sögn Newsweek ber
forustumönnum beggja flokka
í fylkjunum saman um að eins
og stendur hafi Johnson tölu-
verða yfirburði. Sigur hans
er talinn vís í tólf fylkjum
sem kjósa 147 kjörmenn og
auk þess hefur hann yfir-
höndina í fjórtán fylkjum öðr-
um með 165 kjörmenn. Þetta
eru til samans 312 kjörmanna-
atkvæði eða 42 fleiri en þarf
til að ná kosningu. Goldwater
er talinn öruggur í fjórum
fylkjum með 33 kjörmenn og
að auki þykja sigurlíkur hans
meiri í 18 fylkjum sem kjósa
152 kjörmenn. í þrem fylkj-
um með 41 kjörmannsatkvæði
má ekki á milli sjá hvor sigra
muni. Samkvæmt útreikningi
Newswcek verður Goldwater
því aðeins sigurs auðið að
hann haldi öllum þeim fylkj-
um sem nú eru talin á hans
bandi og vinni að auki ein-
hver þrjú af stóru fylkjunum
Kaliforníu, Illinois, Michigan.
New York, Pennsylvaniu og
Texas. ,
Val Johnsons á varaforseta-
efni og manni í dómsmála-
ráðherraembættið í stað Ro-
berts Kennedy sýnir að hann
hyggst sigra með því að skír-
skota bæði til vinstri og hægri.
Hubert Humphrey öldungadeild-
armaður frá Minnesota hefur
lengi verið helzti forustumáð-
ur vinstra arms demókrata á
þingi. í innanlandsmálum hef-
ur hann barizt fyrir félagsleg-
um umbótum og kynþáttajafn-
rétti, í utanríkismálum aðhyll-
ist hann eindregið stefnu frið-
samlegrar sambúðar. Hann átti
manna mestan þátt í því af
hálfu Bandaríkjanna að sam-
komulag náðist í fyrra um
sáttmálann um stöðvun til-
rauna með kjarnorkuvopn í
andrúmsloftinu. Dómsmálaráð-
herrann sem tekur við af Ro-
bert Kennedy er einnig úr öld-
ungadeildinni en af allt öðru
pólitísku sauðahúsi. Thomas
Dodd frá Connecticut er úr
hægra armi flokksins og stend-
ur í mörgum málum mjög
nærri flokksbræðrum sínum
frá suðurfylkjunum. Til dæm-
is er hann mikill stuðnings-
maður Tsjombe hins kongóska
og Werwoerds í Suður-Afríku.
Leiðarljós Dodds í innanlands-
og utanríkismálum er einsýnn
og eitilharður andkommúnisti'.
Hafa þeir Goldwater oft stutt
málflutning hvors annars á
þingi, til dæmis í ádeilum á
þá afstöðu Fulbrights, for-
manns utanríkismálanefndar
öldungadeildarinnar, að timi sé
til kominn að láta af starfs-
háttum og uppræta hugmyndir
kalda stríðsins.
Skipun hægri mannsins Dodd
í ráðherraembætti hefur
bann tilgang að vega á móti
þv£ að vinstri maður eins og
Humphrey skuli boðinn fram til
varaforseta. Að auki er það
líklegt til að mælast vel íjt-
ir meðal hvítra manna í suð-
urfylkjunum að manni sem
stendur jafn nærri þeim í hugs-
unarhætti og Dodd skuli falið
að framfylgja lögunum um
kynþáttajafnrétti. Johnson
hyggst koma fram fyrir þjóð-
ina sem hinn mikli mannsætt-
ir, sem tekst að sameina ólík
sjónarmið undir sinni forustu.
/kkyrrðin í Suður-Víetnam
v" dagana sem demókratar
þinguðu í Atlantic City minnti
þá óþyrmilega á að atburðir
úti í heimi geta haft áhrif á
framvindu stjórnmálabaráttu í
Bandaríkjunum. Um langt
skeið hafa ráðamenn í Was-
hington ekki farið dult með
að þeir óttuðust fátt meira en
að Nguyen Khanh hershöfð-
ingja yrði steypt af stóli á svip-
aðan hátt og fyrirrennurum
hans tveimur. Nú hefur þetta
gerzt. Stúdentar og búddatrú-
armenn í borgunum risu • upp
gegn opinskárri einvaldsstjórn
Khanhs, neyddu hann til að
láta af völdum og afnema níu
daga gamla stjórnarskrá. Þeg-
ar útlit var fyrir að tveir skæð-
ustu keppinautar Khanhs inn-
an herforingjaklíkunnar fengju
völdin í hendur, skárust
Bandaríkjamenn í leikinn og
Framhald á 9. siðu.
TIl vinstri er Khanh hershöfðingi að ræða við f ulltrúa stúdenta í Saigon rótt áður en hann af-
salaði sér völrtum. Til hægri er Minh hershöfðin gi, scm Khanh steypti af stóli en er nú orðinn
einn af þrístjórunum ásamt sínum gamla keppinaut.
51. DAGUR.
segir jarl: „Er hún hér?“ „Hér er hún“, segir konungur.
Þá mælti Finnur jarl orðskræpi það er síðan er uppi haft,
hversu reiður hann var, er hann fékk eigi stillt orðum sín-
um: „Eigi er nú undarlegt að þú hafir vel bitizt er merin hefur
fylgt þér.“ Finni jarli voru gefin grið og hafði Haraldur kon-
ungur hann með sér um hríð. Var Finnur heldur ókátur og
ómjúkur í orðum.
Þá svarar jarl: „Margt verða Norðmenn illt að gera og
það verst er þú býður“ Þá mælti Haraldur konungur: „Viltu
nú grið,, þótt þú sért ómaklegur?" Þá svarar jarl; „Eigi af
hundinum þínurn". Konungur mælfi; „Viltu þá að Magnús
frændi þinn gefi þér, grið?“ Magnús, sonur Haralds konungs
btýrði þá skipi. Þá svarar jarl: „Hvað mun hvolpur sá ráða
griðum?“ Þá hló konungur og þótti skemmtan að erta hann
og mælti: „Viltu taka grið af Þóru frændkonu þinni?“ Þá
Þa mælti Haraldur konungur: „Sé eg það Finnur að þú
vilt nú ekki þýðast við mig og frændur þina. Vil ég nú gefa
þér orlof að fara til Sveins konungs þins.“ Jarl svarar: „Það
vil cg þiggja og því þakksamlegar er eg kemst fyrr i brott
héðan“. Síðan lét konungur flytja jarl og föruneyti hans upp
á land. Tóku Hallandsfarar vel við honum. Haraldur kon-
ungur hélt þá liði sínu norður í Noreg, fór fyrst inn til
Óslóar, gaf þá heimleyfi öllu liði sínu, því er fara vildi.
\
t
4