Þjóðviljinn - 02.09.1964, Blaðsíða 1
DIOfMUINN
Miðvikudagur 2. september Í1964 — 29. árgangur — 197. tölublað.
Húsmæður ræða um kjörbúðarbila
■ Afdrif kjörbúðarbíls
þess, sem KRON hefur
gert út til þjónustu við 1-
búa Kópavogs, eru nú
mjög til umræðu þar í bæ.
Enda er töluverð hætta á
því, að bæjarfógetinn á
staðnum láti loka þeesu
fyrirtæki.
■ Eins og kunnugt er,
hefur Kaupfélag Hafn-
firðinga starfrækt kjör-
búðarbíla í rúmlega eitt
ár í Hafnarfirði og Garða-
hreppi. Á morgun munu
því birtast í blaðinu við-
töl við nokkrar húsmæður
í Kópavogi og Garða-
hreppi, þar sem þær láta
í Ijós álit sitt á kjörbúðar-
bílum og þjónustu þeirra-
Skjétt skipast veður í lofti
Mál Ágústs Sigurðssonar verkanianns, Drápuhlíð 48, gegn Jó-
hannesi Lárussyni hrl. hefur nú tekið nýja og allóvænta stefnu
vegna yfirlýsingar sem Ágúst birti í Morgunblaðinu í gær um skipti
sín við Berg Sigurbjörnsson og fleiri í samandi við þetta mál og
sætt sem þoir Ágúst og Jóhannes hafa gert í málinu. Er hið nýja
viðhorf í þessu máli rakið i frétt og viðtölum á 10. síðu. Myndin er
tekin áður en veður skipaðisit í Iofti og þeir voru samherjar Ágúst
og Bergur, en Ágúst og Jóhannes litlir vinir, nánar tiltekið er fyrsta
uppboðið á íbúð Ágústs fór fram og sjást þessir á myndinni talið
frá vinstri: Bergur Sigurbjörnsson, þáverandi aðstoðarmaður Ágústs,
Jón B. Jönsson skrifari fógeta, Kristján Kristjánsson yfirborgarfó-
geti og Ágúst Sigurðsson. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
<
Viðurkenndi að hafa
veríð / landheigi
Á niunda tímanum á mánu-
dagsmorguninn kom varðskipið
Þór að brezka togaranum Ross
Khartoum frá Grimsby að ólög-
legum veiðum um 2.5 sjómílur
innan fiskveiðitakmarkananna
suðaustur af Eanganesi. Þegar
skipstjórinn á togaranum sá til
ferða varðskipsins lét hann
höggva pokann frá og tók stefnu
til hafs en Þór dti hann og
skaut að honum þrem aðvörun-
Saltað ú
Siglufirði
Siglufirði í gær. — Loks er
farið að salta síld hér aftur
eftir nokkurra vikna hlé. I nótt
var saltað á einni stöð og í dag
er verið að salta á tveim stöðv-
um. Síldin er öll af austursvæð-
Sigurður SI kom í nótt með
7—800 tunnur til Hafliða, síldin
var nokkuð mögur, en hún var
flokkuð og öll söltuð. Eftir há-
degi í dag kom Grundfirðingur
II. með um 1100 tunnur og var
það saltað hjá Ó. Hendriksen.
Hjá Pólstjömunni er verið að
salta úr Áma Magnússyni KE.
og mun hann vera með um
1700—2000 tunnur.
DMlffll
■ Vegna óviðráðanlegra
orsaka, m.a. af þvi að enn
er umrót mikið í húsi
blaðsins við Skólavörðu-
stíg vegna breytinga og
endurbóta k efri hæðunum,
verður Þjóðviljinn aðeins
10 blaðsíður nokkra næstu
daga. Eru lesendur beðnir
velvirðingar á þessu.
arskotum. Er togarínn lét sér
ekki segjast við það skaut Þór
að honum þrem föstum skotum
og lét þá skipstjórinn stöðva
ferð skipsins. Viðurkenndi hann
brot sitt og fór með Þór inn
til Seyðisfjarðar og komu skip-
in þangað um kl. 5 síðdcgis á
mánudaginn.
Réttarhöld í máli skipstjórans
hófust á Seyðisfirði kl. 16.15 í
gær og lauk þeim kl. 17.45. Við-
urkenndi skipstjórinn brot sitt
greiðlega. Heitir hann Dennis
Speck. Bæjarfógetinn á Seyðis-
firði sem réttaði í málinu sagði
Þjóðviljanum í gær að hann
myndi senda saksóknara rikisins
niðurstöður rannsóknarinnar í
gærkvöld og yrði dómur félld-
ur í málinu strax og fyrirmæli
hefðu borizt frá saksóknara um
meðferð þess. Yrði það vænt-
anlega á morgun.
NIÐURGREIÐSLA Á MJÓLK
KR. 442
£
47 A LITRA
□ Frá og með degin-
um í gær, 1. september,
að telja hækka niður-
greiðslur ríkissjóðs á
mjólk um kr. 1.30 á
hvern lítra og lækkar
útsöluverð mjólkur að
sama skapi en verð ftil
bænda helzt óbreytt.
Munu þessar ráðstafanir
vera gerðar til þess að
halda niðri vísitölunni.
Er þetta önnur hækkun-
in á niðurgreiðslum á
mjólk á tveim mánuð-
um en 1. júlí voru þær
hækkaðar um 40 aura á
lítrann.
□ Eftir þessa síðustu
hækkun á niðurgreiðsl-
unni verður mjólkur-
verðið sem hér segir:
Mjólk í lausu máli kr.
4,85, mjólk í heilflöskum
kr. 5.10 og mjólk í hyrn-
um kr. 5.50.
□ Heildamiðurgreiðsl-
an á mjólkinni nemur
nú kr. 4.42 á mjólk í
lausu máli og kr. 4.47 á
mjólk í flöskum og hym-
um. Er niðurgreiðslau
því farin að nálgast
helming verðsins.
Borgarafundurinn á Siglufirði:
Verkalýðsfélögin hafi
forgöngu um úrbætur
Hinn almenni borgara-
fundur sem verkalýðsfélögin
á Siglufirði boðuðu til í
fyrrakvöld vegna hins alvar-
lega atvinnuástands í bæn-
um var'mjög fjölsóttur. Auk
frummælenda tóku til Vnáls
m- a. flestir bæ'jarstjórnar-
wmmmmmmmm
§11
-<$>
Oddný Guðmundsdóttir að störfum á skrifstofu Samtaka
námsandstæðinga. — XLjósm. Þjóðv. A.K.).
Her-
fulltrúar, Einar Ingimundar-
son alþm. og Gunnar ffó-
hannsson fyrrv. alþm. Álykt-
un sú sem fundarboðendur
báru upp á fundinum og
birt var hér í Þjóðviljanum
í gær var samþykkt einróma.
Sérstaka athygli vakti að
bæjarstjómarfulltrúar meiri-
hlutans, ihalds og krata, sam-
þykktu þessa ályktun, þar
sem þess er m.a. krafízt að
bæjarstjórn segi af sér ef
hún ekki gerir tafarlaust
stórt átak til úrbóta í at-
vinnumálum bæjarins.
Fundurinn samþ. einnig
aðra ályktun um að skora á
fundarboðendur að kalla
saman ráðstefnu um atvinnu-
mál bæjarins og verði boðið
til hennar m.a. fulltrúum
frá ríkisstjórn, bæjarstjórn,
vinnuveitendum og ASÍ. —
Þessi tillaga var einnig sam-
þykkt með öllum greiddum
atkvæðum.
Það er vert að benda á að
' verkalýðsfélögin á Siglufirði
hafa haft alla forystu um að
eitthvað verði aðhafzt til að
b^egja frá voða atvinnuleys-
is sem vofir yfir bæjarfélag-
inu, en þeir aðilar sem til
þess eru kosnir að fjalla um
málefni bæjarins hafa mætt
aðsteðjandi vanda af algeru
sinnuleysi.
«>-
Undirbúningur landsfundar hernáms
andstæoinga gengur ágætlega
Á skrifstofu Samtaka Her-
námsandstæðinga í Mjóstræti 3
er allt á fleygiferð. Verið er að
taka á móti happdrættisskilum,
ræða við fólk vegna Iandsfund-
arins o.fl.
Einar Laxncss og Oddný Guð-
mundsdóttir vinna á skrifstofu
samtakanna, Oddný frá 10 til
2 en Einar frá 2 til 7. Auk
þess koma sjálfboðaliðar og
leggja sitt af mörkum því nú
ríður á að állir leggist á eitt um
að gera landsfundinn sem bezt
úr garði.
Tíðindamaður Þjóðviljans brá
sér niður í Mjóstræti 3 í gær
og átti tal við starfsfólkið.
Oddný Guðmamdsdóttir er
farkennari á Skógarströnd og
fer á landsfundinn sem fulltrúi
Skógstrendinga. Hún hefur unn-
ið á skrifstofu Samtakanna u.
þ.b. tvær vikur og sagði í gær,
að starfið hefði gengið 'gætlega.
Menn koma að gera skil fyrir
happdrætti í hópum, sumir
koma gagngert til að kaupa
miða, aðrir til að forvitnast um
gang mála. „Það er alltaf nóg
að gera. Fólk hefur sýnt starfi
samtakanna velvild bæði úti á
landi og hér í bænum og hefur
bjartsýni mín aukizt og ég
hlakka sannarlegr. til að fara
norður og hitta allt þetta bar-
áttuglaða fólk.“
Einar Laxssess, kennari, sem
uinnið hefur á skrifstofunni frá
í júlí, sagði að starfið hefði veru-
lega aukizt upp á síðkastið.
,Aóur í sumar vann ég aðallegg
við dreifingu Dagfara Qg happ-
drættisins en nú hefur kraft-
urinn beinzt á önnur mið, er-
indrekstur, fundahöld úti um
lan'dið, skipulagningu ferða á
landsfundinn og fleira.
Einar sagði það mikilvægast
nú að allir hernámsandstæðing-
ar, sem hafa í huga að koma á
landsfundinn hafi tafarlaust
samband við skrifstofuna i Mjó-
stræti 3, sem er opin daglega
frá 10—19, sími 24701.
Þjóðviljinn ræ<jdi og í gær við
Ragnar Amalds alþingismann,
og sagði hann m.a.:
„Það er ástæða til að leggja
enn einu sinni áherzlu á að
menn láti vita hvermig þeir vilja
haga ferðum sínum á landsfund-
inn. Þar er um fjóra möguleika
að ræða: 1) í bíl á eigin vegum;
2) með langferðabíl á vegum
samtakanna um hádegi á föstu-
dag; 3) með langferðabíl á veg-
um samtakanna síðla á föstu-
dagskvöld (næturferð); 4) með
flugvél til Akureyrar á laugar-
dagsinorgun.
Þá er og afar áríðandi að
hernámsandstæðingar geri hið
fyrsta skil fyrir happdrættið. Út-
gjöld vegna fundarins eru mjög
Framhald á 3. síðu.
Héraðsrúð-
stefna ú
Akureyri
I fyrrakvöld var haldia hér-
aðsráðstefna Samtaka Hemáros-
andstæðinga í Eyjafirði og Ak-
ureyri. Ávörp á fundinum fluttu
þeir Jón frá Pálmholti skáld.
Rósberg Snædal rithöfundur og
Rögrrvaldur Hannesson stud. jur.
Eiður Guðmundsson hreppstjóri
á Þúfnavöllum setti ráðstefnuna
en Bjöm Halldórsson lögfræðing-
ur á Akureyri stjórnaði henni.
Meginverkefni ráðstefntmnar
var að skipuleggja þátttöfcu full-
trúa úr Eyjafirðinum á lands-
fundinn við Mývatn og munu
löglegur fjöldi fulltrúa mæta til
fundarins af þessu svæði.
Mikill einhugur rikti á fund-
inum og var augljóst að ftrnd-
grrnerm hugðu gott til lands-
fundarins um hélgina.
Hlaða brann
á Djúpavogi
Djúpavogi, 1/9 — í nótt kam
upp eldur í heyhlöðu að bæn-
um Hofi í Álftafirði og brann
hlaðan alveg og talsvert mik-
ið rpun hafa eyðilagzt af heyi.
Einnig kviknaði í verkfæra-
geymslu og rafstöðvarbyggingu
og urðu þar talsverðar skemmd-
ir bæði á húsi og vélum. Hlað-
an og húsið voru vátryggð en
heyið tkki. Hefur bóndinn orð-
ið fyrir miklu tjóni völd-
um brunans. — a.B.