Þjóðviljinn - 02.09.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.09.1964, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. september 1964 ÞJÖÐVIIJINN iStÐA Arásar Nazista inní Pólland víða minnzt VARSJÁ 1/9 — Gcisifjölmenn- iir fundur var haldinn I Var- sjá í dag í minningu þess, að 25 ár eru Hðin frá því að Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Josef Cyrankiewicz forsætis- ráðherra, varaði við möguleik- um þess, að upp kæmi ný fas- istísk hreyfing. Dagsins var einnig minnst í Berlín beggja vegna landamær- anna. Cyrankiewicz sagði í ræðu sinni, að ekki mætti draga hulu gleymskunnar yfir fasismann, einsog sumir vildu á vestur- löndum. Gott getur verið að gleyma hörmulegum atburðum, þegar einstaklingar eiga í hlut. en að gleyma allsherjar harmleik er ábyrgðarleysi. Heimurinn er allur annar nú á dögum, en hann var fyrir 25 árum, sagði hann. Nú eru Sov- étríkin eitt af stórveldunum. og Pólland er sterkt ríki og býr með velviljuðum nágrönnum. En kjamorkuvopn hafa sett fyrir okkur spuminguna: „að vera eða vera ekki“ ef við vilj- um bjarga mannkyni og öllu sem lifir, verðum við að lifa í friðsamlegri sambúð. Við rengjum ekki landamæri Vestur-Þýzkalands. en Vestur- Þýzkaland viðurkennir ekki landamæri okkar. Vestur-Þýzka- land eyðileggur allar tilraunir til afvopnunar og hvert frum- kvæði sem stefnir í friðarátt. Við viljum minna vestræna bandamenn vora á þetta, og biðjum þá að gera sér ljóst að þýzka heimsvaldastefnan hef- ur tvisvar sinnum á þessari öld hafið stórstyrjöld. Vestur-Þýzkaland er fráburgð- ið þriðja ríkinu, en það er nú sterkasti aðilinn í VesturEvr- ópu og fái það aðstöðu til þess að ráða yfir kjarnorkuvopnum, getur þar dregið. bandamenn sína þróunarbraut sem ekki verður séð fyrir. Cyrankiewicz minntist einnig á forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum og sagði, að þróun innanlandsmála í Bandaríkjun- um væri málefni Bandaríkja- manna sjálfra en ekki væri annað hægt en fyllast ugg, þeg- ar stjómmálamaður sem héldi fram stefnu, sem væri mörkuð fáránlegu kommúnistahatri Hitl- ers væri valinn í framboð til æðstu stöðu þjóðarinnar. Hann minntist ástandsins í Póllandi á stríðsárunum, er 6 miljónir eða fimmti hver Pól- verji lét lífið. I sögunni höfum um við aldrei lifað svipaðar skelfingar. Við minnumst þeirra landa okkar með virðingu, sem létu Khanh lætur Bandarík- in ganga á eftir sér lífið og við vonum — og við erum þess fullvissir. að stríðið sem þeir féllu í var hið síð- asta. Þýzkaland Á sérstökum fundi i austur- þýzka þinginu lýsti Wa-lter Ul- bricht því yfir, að þegar í stað verði að gera ráðstafanir til að draga úr viðsjám og koma afvopnun á. Hann gangnrýndi einnig á- ætlunina um þátttöku Vestur- Þjóðverjá í kjarnorkuvopnuð- um flota NATO. Borgarstjóri Vestur-Berlínar Willy Brandt lagði kransa í brezkum stríðskirkjugarði, þar sem 3700 hermenn eru grafnir. Seinna var hann viðstaddur minningarathafnir í höfuðstöðv- um franska og bandaríska her- liðsins. Sovétríkin Dagblöð f Sovétríkjunum minnast öll 25 ára afmælisins. í Prövdu var birt grein sem hét- ,.Þetta má ekkl gerast aftur“. 1 greininnj leggur J. Boltin yfirhershöfðingi áherzlu á sam- starf Sovétríkjanna, Bretlapds og Bandaríkjanna ! heimstyrj- öldinni síðari og telur það gott dæmi þess hvernig lönd með mismunandi þjóðfélagskerfi geti unnið sarnan. Það eru aðeins kínverskir ævintýramenn sem koma ekki auga á önnur úrræði, en stríð í þaráttunni við heimsvalda- sinna. Málgagn sovéthersins Rauða stjaman gagnrýndi stjómar- stefnu Vestur-Þj óðver.j a og kveð- ur Vestur-Þýzkaland áleitnasta og ævintýragirugasta land í vest- rænu samfélagi. ,.Vestur-þýzkir hershöfðingjar bíða með mikilli óþreyju fyrsta tækifæris til að sitja við stjórn- arborð kjamorkueldfiauga". Ástandið í Suður-Víetnam verður æ ruglingslegra með hverjum degi. Bandaríkin virðast vera að missa alla stjórn á leppum sínum, en áfram skal haldið að verja „frelsið“. Bandaríska vikuritið Newsweek varpar nokkru ljósi á það ástfóstur sem Bandaríkin hafa tekið við Khanh hers- höfðingjh; j þar segir: „En nú sem stendur mun aðstaða Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu standa eða falla með honum“. SAIGON 1/9 — Varaforsæt- isráðherra Suður-Víetnam Ngu- en Ton Hoan Iagði í dag fram Iausnarbeiðni sína og sagði fréttamönnum, að honum væri ógerlegt að halda áfram sam- starfi við forsætiráðherrann Ngueyen Kþanh hershöfðingja, sem heimtaði öll völd í landinu í sinar hendur. Franska fréttastofan AFP skýrir frá þvi. að talið sé að lausnarbeiðni varaforsætisráð- herrans geri Khanh þershöfð- ingja auðveldara að snúa' aft- ur til Saigon frá dvalarstað sín- um í Dalat í 300 km. fjarlægð norðaustur af höfuðborginni. Khanh hershöfðingi hefur áð- ur ákært stjómmálaflokk vara- forsætisráðherrans Dai-Víet, sem er íhaldssamur þjóðemissinna flokkur, fyrir að bera ábyrgð á stjómmálakreppu þeirri sem ríkir nú í SuíTur-Víetnam. , Fréttamenn skýra frá því, að svo líti út sem Kanh hafi lít- inn áhuga á því að snúa aftur til Saigon þrátt fyrir tilmæli Bandaríkjastjórnar. Hann sagði blaðmönnum í dag, að það væri undir mörgu kom- ið hvórt hann ákvæði að snúa aftur á næstunni. Bandaríkin Ieggja , fast að Kanh Fréttamaður Reuter í Dalat segir að Khanh líti út fyrir að vera þreyttur og uppgefinn og vart verði búizt við því að hann fari aftur til Saigon næstu daga einsog bandaríski sendi- herrann Maxwell Taylor hers- höfðingi sagði á mánudag um leið og hann lofaði hressilegt yfirbragð og hreystilegt útlit Khanh. .Khanh hershöfðingi sagði frá því, að Maxwell Taylor hefði skorað á hann að snúa aftur til Saigon og aðrir aðilar hafa skýrt frá því, að yftrmaður bandarísku hemaðamðstoðarinn- ar í Swður-Víetnam Winiam Westmoreland hershöfðingi hefði í samtali við Khanh lagt mikla áherzlu á nauðsyn þess. að hann kæmi til höfuðborgarinnar. Á blaðamannafundi sagði Khanh frá því, að hann þjáð- ist af hjartabilun og hefði of háan blóðþrýsting. Öruggar heimildir eru fyrir því, að Khanh vilji ekki fara til Saigon nema honum verði fyrirfram tryggð 611 völd. Hafi hann ákveðið að bíða þar til fulltrúar Bandaríkjanna í Suð- ur-Víetnam og mismunandi stjómmálasamtök sameinizt í óskum um að hann komi til baka. , Sömu heimildir skýra frá því, að Bandaríkjamenn hafi látið í það skína, að bandarísk aö- stoð verði skorin niður ef hann komi ekki aftur og taki við styrkri landsstjórn. Á blaðamannafundinum var það augljóst að Khanh er enn bitur í garð hernaðar- og stjórn- málaaðila, sem stóðu að kröfu- göngunum sem leiddu til vand- ræðaástandsins. , ,,Nú hafa þeir sem þyrstir i völd fengið það sem þeir vildu‘‘, sagði hann. Búddistar Thich Tam Chau einn af leið- togum Búddatrúarmanna lýsti því yfir í Saigon í dag, að Búddist- ar hefðu ákveðið að styðja Khanh. En með þeim skilyrðum að gagngerðar breytingar verði framkvæmdar og raunverulegu lýðræði komið á. , Búddistar hafa gefið út yfir- lýsingu með fjölmörgum kröfum til ríkisstjómarinnar. sem hún verður strax að ganga að. 1 yfirlýsingunni segir að sam- starfi við ríkisstjómina verði slitið 27. október ef ljósum og leyndum ofsóknum gegn Búdda- trúarmönnum verði haldið á- fram. , HvaB fór þeim á milli? Uppboðið Framhald af 10. síðu. gegn uppboðinu og krefjast úr- skurðar um það, en ef mótmæl- unum yrði neitað, hefðum við á- kveðið, að ég byði í íbúðina fyr- ir Ágúst, en á mína persónn- legu ábyrgð, svo að hann yrði ékki fyrir meira tjóni af hálfu Jóhannesar en orðið var. Þetta veit ég að Ágúst og blaðamenn- irnir kannast við. Ég vil svo loks taka það fram, að ekki hefur samúð mín með Ágústi minnkað við þetta nýja innlegg Jóhannesar Lámssonar í málinu. Águst Samningar óhugsandi GENF 1/9 — Affalrítari SÞ 0 Þant lýsti því yfir í dag, að hann væri kominn að þeirri nið- urstöðu. aff nú sem stendur væri ógjörlcgt að leysa Kýpurdeil- una með samningum. Hann kvaðst telja að friðar- sveitir SÞ ættu að vera á Kýp- ur enn um þriggja mánaða skeið eftir 26. september, en þá er umboð þeirra til aðgerð- anna á Kýpur útrunnið. , U Þant lagði áherzlu á það. að SÞ yrðu að finna sáttasemj- ara í stað Tuomioja, sem fékk slag í fyrri mánuði. „Ég vona að okkur takizt á nokkrum vikum að finna mann. sem all- ir aðilar geti sætt sig við, og geti hann haldið áfram sáttatilraun- um á grundvelli starfs Tuomioja og lagt fram skýrslu um ástand- ið í októberlok“. U Þant ræddi við blaðamenn áður en hann sneri aftur til New York eftir að hafa tekið þátt í setningarathöfn þriðju ráðstefnu SÞ um kjamorku til friðarþarfa. , Hvað segir svo Ágúst Sigurðs- son verkamaður sjálfur? Við gerðum tilraun til að ná sam- bandi við hann á heimili hans skömmu eftir hádegi í gær. Kona hans varð fyrir svörum Qg var Ágúst þá úti í bæ við vinnu sína. Hann er rukkari hjá Reykjavíkurbæ og ber víða að dyrum hjá Reykvíkingum. Við hringdum aftur kl. 5 um eftirmiðdaginn og ennþá var Ágúst að rukka. Kannsfti vænt- anlegur í kvöldmatinn, sagði frúin. Við hringdum aftur um kvöld matarleytið. Jú, — Ágúst hafði komið í kvöldmatinn og þetta tók svo sem engan tima að hest- húsa kvöldverðinn. Nú er hann kominn suður i Fossvog að sprauta tré Klukkan 10 í gærkvöld var Ámist loks til viðtals við press- una. — Hvernig gengur að rukka samborgarana? — O, — það eru víða blank- heitin nú til dags, sagði Ágúst. — Er þetta lokaskýrsla frá binni hendi í málinu. Þessi sem birtist í Morgunblaðinu í dag? — Jú, ætli það ekki, sagði Ágúst. Ég er dauðfeginn að vera laus úr þessari klípu. Maður var alltaf að sökkva dýpra og dýpra í bessu málaþrasi. Ég skuldaði orðið 20 þús. í málskostnað hjá borgarfógeta. Þetta var orðin endalaus vitleysa. Maður er líka orðinn gamall og þreyttur. — Hvað ertu orðin gamall. Ágúst? — Ég átti 65 ára afmæli í gær. — Þetta hefur þá verið nokk- urs konar afmæliskveðja í Morgunblaðinu? — Já. — það er mörg afmæl- iskveðjan, sagði Ágúst að lok- um. Landsfundur Framhald af 1. síðu. mikil og happdrættið var em- mitt sett á fót til að standa und- ir þeim kostnaði! Aðspúrður sagði Ragnar, að helztu verkefni landsfundarins væru að ræða um starf samtak- anna að undanförnu og í náinni framtíð, þá um endurskipulagn- ingu samtakanna miðaða við þá reynslu, sem þegar er fengin, nýjar baráttuaðferðir í sambandi við breytt viðhorf og fleira. ) „Útlit er fyrir mjög góða þátt- töku alls staðar að af landinu en þó sérstaklega af Austur- og Norðurlandi“ sagði Ragnar að lokum. Ráðstefna ' Framhald af 10. síðu. norrænum löndum. Síðast en ekki sízt vilf fram- kvæmastjómin kynnast vís- indalegum rannsóknum á Is— landi. séi’staklega kanna á hvaða sviðum vísinda norrænt samstarf getur helzt komið til greina hér á landi. Reykjavík, 31. ágúst 1964. (Frá Rannsóknaráði ríkisins). Dress-on Ullarfrakkar " Og Regnfrakkar eru nýkomnir í fallegu úrvali. GEYSIR H.F Fatadeildin. Myndin er frá viðræðum Makaríosar Kýpurforseta og Nassers for- seta Egyptalands i Alexandríu um síðustu helgi. Frá Aþenu berast þær fregnir, að í dag hafi utanríkisráðherra Grikklands kw.iið I óvænta lieimsón til Nikósíu og talið er að hann vænti þess, að Makarios gefi honum skýrslu um viðræður sínar við Nasser. Mak- aríos hefur verið fáorður um samninga sina við Sameinaða áraba^ lýðveldið, r--, ríkiestjórn Grikklands telnr, aii hún verði að fylgjast með þeim, sérstoklega vegna loforða sinna um hernaðaraðstoð við Kýpuibúa e£ Ti'ri ir ráðist á eyjuna. u T SAI LAN B Y RJ A R 1 DAG ■ V E T R A R K A P U R ■ H E I L 5 iÁRSK Á P U R ■ s u M A ■ RKÁP U R TELPUKÁPUR SÍMI 2 1 7 5 5 TÍZKUVERZLUNIN HÉLA Skólavörðustíg 15. rtmrupmr.VfB h

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.