Þjóðviljinn - 02.09.1964, Page 4

Þjóðviljinn - 02.09.1964, Page 4
4 SIÐA ÞlðÐVILTINN Miðvikudagur 2. september 1964 Otgetandi: Sameinmgarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn — Kitstjórar: tvar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði Hagsmunabaráttan ^ síðast liðnum vetri, þegar ríkisstjórnin ætlaði að knýja fram þvingunarlög um bindingu kaupgjalds,, færði einhuga samstaða launþegasam- takanna ríkisstjórninni heim sanninn um það, að launþegasamtökin í landinu eru afl, sem ekki verður gengið framhjá við lausn hinna mikilvæg- ustu vandamála. Þessi lexía var ríkisstjórninni vissulega þörf, því að ekki eru liðin nema örfá ár frá því að það var helzta stjórnmálakenning núverandi forsælisráðherra, að ekkert samráð mætti hafa við „öfl utan alþingis", þegar um stjórnarathafnir væri að ræða. En segja má að forsætisráðherra hafi endanlega innsiglað fánýti þessarar kenningar, þegar hann undirritaði sam- komulag ríkisstjómarinnar og verkalýðssamtak- anna um launamál á s.l. vori. Qrundvöllur griðasáttmálans milli ríkiss’tjórnar- innar og verkalýðssamtakanna var sá, að kaup- máttur launa yrði ekki skertur með nýjum verð- hækkunum eða á annan hátt, frá því sem var er samkomulagið var gert, enda engar frambærileg- ár ás'tæður af stjómarinnar hálfu fyrir slíku; framleiðsla landsmanna ört vaxandi og verðlag hækkandi á erlendum mörkuðum. Og almenning- ur leit þeim mun bjartari augum á þetta sam- komulag, þar sem áróður stjómarflokkanna og loforð um stórfelldar skattalækkanir á síðast liðn- um vetri var flestum enn í fersku minni. Þeim mun sárari urðu vonbrigðin og reiðin, þegar menn kynntust efndum þessara loforða við álagningu opinberra gjalda. Og ríkisstjórnin, sem í fyrstu svaraði kröfunni um endurmát skatta og útsvara af hroka og sjálfbirgingshæfti, hefur nú enn á ný séð sér þann kost vænstan að hörfa undan í skatta- málunum og taka upp samstarf við launþegasam- tökin um leiðir til úrbóta. Skattamálanefnd laun- þegasamtakanna og ríkisstjórnarinnar er að taka til starfa um þessar mundir. Með starfi hennar og því að henni íakist að finna leiðir til 'lækkunar hinum gífurlegu álögum á almenning, sfendur og fellur griðasáttmáli ríkisstjórnarinnar og verka- lýðssamtakanna frá því í vor. En að sjálfsögðu er þar jafnmikið komið undir því. að ríkisstjórnin hafi fullan vilja til þess að stuðla að því að svo geti orðið. porystumenn launþegasamtakanna, Alþýðusam- bandsins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, hafa unnið mikið og heilladrjúgt starf í þágu umbjóðenda sinna með því að koma í veg fyrir setningu þvingunarlaganna á s.l. vetri, knýja stiór-nina til samninga um stöðvun verðbólgunn- ar og endurskipulagningu húsnæðismála á s.l. vori og nú síðast í skattamálunum. Hér er um að ræða mikilvæs?a áfanga í baráttu launbegasam- takanna fvrir mannsæmandi kiörum. áfanga sem náðst hafa vegna bess. hve einhuga launbegar hafa staðið að baki forystumanna sinna. Það eru lærdómar. sem vísa veginn í áframhaldandi hags- munabaráttu launþegasamtakanna. — b. Myndin er af staersta radíókíki f heimi í Jodrell Bank á Bretlandi. Fjölmargir svipaðir radíókíkjar hlusta stöðugt dag og nótt eftir radioboðum úr geimnum. Náum vii sambandi við menningarheima 1 í 100 ijósára fjarlægð? Sovézkir vísindamenn eru þess fullvissir að skynsemigæddar verur búi víða í alheiminum og þegar eru hafnar tilraunir til þess að kom- ast í samband við aðra fjarlæga menningarheima. í þessari grein seg- ir nokkuð af þeim vandamálum sem við er að eiga í þessum til- raunum. Hugsið ykkur, að ungur vís- indamaður breyti hugsunum sínum í sjálfvirkum raf- magnsheila í útvarpsbylgjur. Setjum sem svo, að geysi- öflug sendistöð sendi þær síð- an til fjarlægrar stjörnu. Tíminn líður. Það er grá- hærður máður sem situr við máttökutækin og bíður svars við sendingu sinni . . . Tiltölulega langt er þangað til þetta mim gerast. Að lík- indum munu margar kynslóð- ir eðlisfræðinga, útvarpsverk- fræðinga og líffræðinga taka / hver við af annarri áður en mannkyni tekst, að koma á gagnkvæmu sambandi við aðrar menningarheildir. Við skulum huga að því, hve þetta viðfangsefni er flókið og stórbrotið. Eftir V.l. Siforv Nú efast enginn um, það lengur, að skynsemi búið líf er til víða í alheiminum. í einni saman vetrarbrautinni, sem við búum í eru að minnsta kosti nokkur hundr- uð þúsund plánetur við svip- aðar aðstæður og jörðin. Þær snúast um ámóta gamlar sól- ir og við, eru gerðar úr svip- uðum efnum og jörðin og hafa þar af leiðandi líka andrúmsloft. Samband við aðra heima Siðmenning sem leitar út í himingeiminn hlýtur að glíma við það vandamál, að koma á sambandi við aðra heima. En hvernig verður slíku sambandi komið á? Raf- magnsbylgjur gætu orðið einn tengiliðurinn. Og auð- vitað væri hægt að nota aðra miðla — margvísleg eðlis- fræðileg aflsvið og öreindir. En nú sem stendur er helzt gert ráð fyrir því, að það verði útvarpsbylgjur sem færi nábúum okkar fyrstu frétt- irnar. Allir vita þó, að yfirborð pláneta eins og sérhver hit- aður hlutur geislar frá sér útvarpsbylgjum. Stjörnur eru en kraftmeiri sendistöðvar þeirra. Hvað þá um heilar vetrarbrautir og vetrar- þrautaþyrpingar? Þetta eru voldugar sendi- stöðvar, sem eru alvarleg hindrun þess, að hægt verði að uppgötva veikar tilbúnar sendingar. Til þess að brjót-' ast gegnum truflanavegginn er nauðsyrilegt að hafa tröll- aukin senditæki. Bjartsýnustu útreikningar gera ráð fyrir því, að þeir menningarheim- ar sem næstir okkur eru, séu að minnsta kosti í 100 ljósára fjarlægð. En útvarpsbylgjur verða æ veikari eftir því sem lengra dregur. Því er ekki mögulegt að yf irgnæfa, uu ,/aðann í geimnum, jafnvel þó afl allra rafmagnsstöðva í víðri veröld væri notað. Gæti það þá ekki verið skynsamlegra að beita sér áð því, að sinni, að geta iekið við sendingum úr geimnum? 'Því það er einfaldara að skinule"eía Vorfi „hlustunar- stöðva" fyrir Samtöl milli stjarnanna. Beðið frétta úr himingeimnum Nú þegar sinnir heill her risavaxinna radíókíkja þessu mikilsverða starfi bæði nótt og dag. Það er vel hægt að gera ráð fyrir því, að á ein- hverri plánetu fylgist æðri skynsemisverur með ýmsum útvöldum jarðhnöttum og hver veit nema jörðin okkar sé í þeim hóp? Samfélag á háu þróunarstigi ætti „að hafa efni á því“ að halda uppi slíkum útvarpssending- um' um geiminn, jafnvel í mörg þúsund ár. Hér kemur upp vandamál: hvernig er hægt að þekkja þær úbvarpssendingar, sem viti bornar verur senda? Þetta er flókið vandamál. En líklegast verður það leyst með því að athuga hvaða form er á útvarpsbylgjum, sem berast. í mótsetningu við glundroðakenndan hávaða- flaum munu þær boma ein- hvern veginn í háttbundnu kerfi. Þegar tekið hefur verið á móti merkjum þarf að finna lykilinn að máli þeirra. Það er vandamál sem stærð- fræðingar glíma við. Vísindi okkar eru sem sagt betur undir það búin að taka við merkjum úr geimn- um, en senda þau. Fslefldir lögregluþjóssar bera kvikssaktar stúlkur á land Stórkostlegasta lögregluherferð í sögunni á Riviera- strönd.—23 kviknaktir baðgestir handteknir að þær séu ekki síðri fyrir- myndinni miklu. Annars gerir lögreglan ráð fyrir því, að ekki sé bægt að búast við neinum stórbreyting- um á ástandinú aðeins eftir eitt herhlaup, en gera verði margar skyndiherferðir áðuren hlutaðeigendur failist á nauð- syn þess. að klæða sig í þann lágmarksfatnað. sem krafizt er í St. Tropez — og er 1 raun og veru ekki svo ýkja margir fersentimetrar. Lögreglan í St. Tropez fram- kvæmdi nýlega víðtæka skyndi- herferð gegn eindregnum sól- dýrkendum á baðströndinni frægu þar í borg. Dagsaflinn varð 23 konur og karlar sem töldu að þau hef'ðu ekkert að feia. Herferðin var nákvæmlega undirbúin og áður en hún hófst höfðu borgaraklæddir iög- regluþjónar tekið sér stöðu !> hcrnaðarlega mikilvægum stöð- um á baðströndinni. Þessi „sundskýlusveit” var skipuð sólbrcnndustu mönnum lög- reglunnar, en samstarfsmenn þeirra < einkennisbúningum mynduðu bakvarðasveit. sem lá í leyni reiðubúin að sækja fram, er merk: yrði gefið Þegar lögreglublfátrumar kváðu við varð mikið uppþot á baðströndinni. sumir reyndu að skýla nekt sinni, en nokkrar stúlkur flúðu í evu- klæðum út í sjó. En þar sem hóptir vel syndra lögregluþjóns í sundskýlum var til alls búinn á ströndtnni varð stutt í þeim flótta. og ein mvmeyjan af annarri var borin spriklandi á land og hafa lögreglubjónamir líklega sjaldan lent í öðru eins verki. ÁhUgasamir áhorfendur 5 landi fögnuðu ýmíst ákaflega eða blístruðu hvað af tók, þeg- ar lögregluþjónamir skiluðu afia sínum á land. Þessi tuttugu og þrjú voru færð á lögreglustöðina, skrifuð upp og síðan var þeim sleppt. Þáu verða ákærð fyrir brot á aímennu velsæmi. Lögreglan skýrir frá því, að lögreglustjórinn á Cote d‘Azur hefði neyðst til að grípa tri bessara róttæku ráðstafana vegna fjölmargra kvartana sein honum höfðu borizt frá fólki sem er miður sín vegna nekt- ardýrkunar sem er sérstak- lega iðkuð á baðströndinni 1 St. Tropez. þar ’om smábrigitt- í ur leggja sig fram um að sýna' Kommúnist- ar í stjórn DJAKARTA 27/8 — í tilkynn- ingu sem Sukamo forseti Indó- nesíu heiiur gefið út er skýrt frá breytingum, sem hann hefur gert á ríkisstiórri landsins Nú er fulltrúi kommúnista ) fyrsta sinn tekinn í ríkisstjórn- iná og er það varaformaður Nioto Alls hetnr ^nkavno srert 12 breytingar á ríkisstjórninn?. )

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.