Þjóðviljinn - 03.09.1964, Page 1
DUMNN
Fimmtudagur 3. september Í1964 — 29. árgangur — Í198. tölublað.
Hvað líður
gangi dóms-
mólanna?
Þjóðviljinn snéri sér í gær
til fulltrúa sakadómara rík-
isins, Hallvarðar Einvarðs-
sonar, og leitaði upplýsinga
hjá honum um gang nokk-
urra mála sem að undan-
fömu hafa verið til athug-
unar hjá emhsettinu og fara
upplýsingar hans um það efni
hér á eftir.
Fríhafnarmálið
Nýlega er lokið athugun á
málgögnum varðandi Frí-
hafnarmálið svonefnda og
hefur saksóknari fyrirskipað
málshöfðun á hendur fyrr-
verandi gjaldkera Fríhafnar-
innar og er hann ákærður
um fjárdrátt að upphæð kr.
995.4.66. Hefur lögreglustjór-
inn á Keflavíkurflugvelli nú
fengið málið til meðferðar og
verður ákæran þingfest X.
október n.k.
Kjúklingamálið
Þá hefur saksóknari heim-
ilað að ljúka kjúklingamál-
inu svokallaða með dómssátt.
Viðurkenndu þrír menn að
þeir væru eigendur að köss-
unum 56 sem fundust í verzl-
uninni Síld og fiski á Berg-
staðastræti. Eru tveir mann-
anna farmenn og einn verzl-
unarmaður. Voru þeir taldir
hafa gerzt brotlegir við tolla-
ag innflutningslögin og verða
kjúklingarnir gerðir upptæk-
ir og eigendunum gert að
greiða sektir. Reyndi blaðið
að ná tali af Jóni A. Ólafs-
syni sakadómara sem hefur
mál þetta til meðferðar til
þess að 'fá upplýsingar um
það hvort því væri lokið -en
hann var í sumarfríi.
Pósthúsmálið og
Jósafatsmálið
Loks sagði fulltrúinn að
könnun á málgögnum varð-
andi Pósthúsmálið á Kefla-
víkurflugvelli væri nú langt
komið hjá embættinu og inn-
an skamms myndi væntanleg
skýrsla rannsóknardómara
um Jósafatsmálið og myndu
þessi tvö mál væntan'ega
verða látin fylgjast að. Blaðið
snéri sér einnig til Ólafs Þor-
lákssonar sakadómara sem
haft hefur með höndum rann-
sókn beggja þessara mála og
sagði hann að lokið væri vél-
ritun á gögnum í Jósafats-
málinu og yrði það innan tíð-
ar sent saksóknara til fyrir-
sagnar.
Ágæt síldveiði út
af Langanesi í gær
■ Samkvæmt upplýsingum síldarleitarinnar á Raufar-
höfn fengu 25 skip samtals 24.530 mál og tunnur á tíma-
bilinu frá því 1 fyrramorgun þar til í gærmorgun og í gær
höfðu 16 skip með samtals 16.750 mál og tunnur tilkynnt
um afla sinn til síldarleitarinnar á Raufarhöfn er blaðið
átti viðtal við hana í gærkvöld. Skipin voru þá að veið-
um 80.—90 sjómílur í austur frá Raufarhöfn og virtist
vera þar um talsverða síld að ræða.
■ Þessi skip* höfðu tilkynnt síldarleitinni á Raufarhöfn um
afla sinn í gærdag: Akurey SF 90® mál, Sæfaxi 1060, Smári
700, Þorvaldur Rögnvaldsson 600, Kristján Valgeir 900, Guð-
bjartur Kristján 1200 tunnur, Pétur Jónsson 650 mál, Gunnhild-
ur 750, Bjarmi II. 1800, Súlan 1700, Helga 1800, Gylfi II. 800
tunnur, Æskan 950 mál, Svanur ÍS 1000, Engey 1300 og Reykja-
nes 1400 mál.
■ Skipin dreifa sér á hafnirnar með aflann og er nú unnið á
ný af fullum krafti á síldarstöðunum norðanlands og austan.
Skipin halda sig flest á svæðinu norðaustur af Langanesi og var
ekki kunnpgt um neina veiði fyrir Austurlandi í gær.
Jörundur III. búinn uð slá
met Sigurpáls í síldveiði
■ Samkv. síldarskýrslu Landssambands íslenzkra útvegsmanna
var Jörundur III. frá Reykjavík aflahæsta síldarskipið á ihið-
nætti sl. laugardag og var skipið þá búið að fá 30.792 mál og
tunnur. Frá því á laugardag og þangað til í gærmorgun var Jör-
undur búinn að bæta við sig a.m.k. 2583 málum Qg tunnum og
var hann því í gærmor.gun búinn að fá samtals 33.375 mál og
tunnur og er það nýtt íslandsmet í síldveiðum en gamla metið
átti Sigurpáll sem fékk um 32 þúsund mál og tunnur bæði í
hittifyrra og í fyrrasumar.
B Eigandi Jörundar III. er Jörundur h.f. og ér Guðmundur Jör-
undsson útgerðarmaður einn aðaleigandinn ásamt Magnúsi Guð-
mundssyni sem er skipstjóri á Jörundi III. Átti blaðið tal við
Guðmund í gærdag og sagði hann þá að sér væri ekki alveg
fullkunnugt um afla skipsins, hélt jafnvel að það væri búið að
fá 800 mál í viðbót við þessi 33.375 en vissi það ekki fyrir víst,
en sagði að allavega væri Jörundur búinn að slá metið.
Prenturur og bókbindurur
með luusu sumningu 1. okt.
B Um síðustu helgi var hald-
inn fundur í Hinu íslenzka
prentarafélagi og var þar sam-
þykkt að segja upp samningum
félagsins, en þeir eru útrunn-
ir hinn 1. október n.k. og er
uppsagnarfrestur einn mánuður.
B Samkvæmt upplýsingum,
sem Þjóðviljimn fékk í gær hjá
skrifstofu Prentarafélagsins, hef-
ur ekkert ennþá gerzt i samn-
ingamálum prentara og hefur fé-
lagið ekki enn sett fram kröf-
ur sínar við atvinnurekendur.
B Bókbindarafélag íslands hef-
Borgorsiiórnarfundur í dag
★ Að loknu tveggja mánaða hléi á fundarhöldum kemur borgar-
stjórn Reykjavíkur aftur saman til fundar í dag, fimmtudag, á
venjulegum fundartíma, kl. 5 síðdegis, og venjulegum stað, fund-
arsalnum i Skúlatúni 2.
★ Á dagskrá borgarstjórnarfundarins eru hvorki meira né minna
en 21 mál, aðallega fundargerðir borgarráðs og fræðsluráðs, þær
sem ekki hafa hlotið staðfestingu borgarstjórnarinnar síðan hún
kom síðast saman í sumar. Einnig koma til umræðu nokkrar fyrir-
spurnir, sem Björn Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Framsókn-
arflokksins hefur borið fram um greiðslu útsvara og aðstöðugjalda.
ur cinnig sagt upp samningum
sínum, en uppsögn samninga
beggja þcssara félaga er miðuð
við 1. október, og hafa þau
að þessu leyti sérstöðu, þar sem
samningar flestra annarra fé-
laga renna út fyrri hluta ársins
eða um áramót.
Skipstjórinn hlaut
260 þús. kr. sekt
I gær kvað bæjarfógetinn á
Seyðisfirði upp dóm í máli
skipstjórans á brezka togaran-
um sem varðskipið Þór tók að
ólöglegum veiðum sl. mánudag.
Var skipstjórinn dæmdur í 260
þúsund króna sekt og afli og
veiðarfæri gerð upptæk.
Nýtf heimsmet í
spjótkasti, 91,72m
ÓSLÓ 2/9 — Norðmaðurinn
Terje Petersen setti j dag nýtt
heimsmet í spjótkasti og var
kast hans 91,72 m. Fyrra metið
sem var 87,12, átti Petersen
sjálfur.
Hallandastapi í Norðfirði
Þessi sérkennilegi stapi sem sést fremst á myndinni heitir Hall-
andastapi en í baksýn er Norðfjarðarnýpa. í stapanum vex mikið
skarfakál og fer vel um fýlana innan um það. Uti á firðinum sjást
2 síldarbátar liggja í vari. Myndin er tekin í sumar. (Ljósm. H.G.)
Síðbáin /óðu’
áthlutun hjá
Rvíkurborg
A fundi borgarráðs í fyrradag
var samþykkt úthlutun á lóð-
um undir 40 raðhús og 80
einbýlishús í Árbæjarbletti
og er þetta síðasta lóðaút-
hlutunin á þessu ári, en fyrr
í sumar var úthlutað lóðum
tvívegis.
Gert er ráð fyrir að hámarks-
stærð einbýlishúsanna verði
150 fermetrar og eiga þau
að vera á einni hæð. Há-
marksstærð raðhúsanna verð-
ur hins vegar 120—140 fer-
metrar. Hverfi þetta sem nú
er verið að úthluta lóðum í
er skammt ofan við Árbæ
og verða raðhúsin norðan-
megin en einbýlishúsin sunn-
anmegin við Suðurlandsbraut-
ina.
Eins og áður segir er þetta síð-
asta- lóðaúthlutunin á þessu
ári og er hún sannarlega
nokkuð siðbúin. Er vissulega
ekki hægt að reikna með því
að mikið verði um bygg-
ingaframkvæmdir þama á
þessu ári þegar lóðimar eru
ekki tilbúnar til úthlutunar
fyrr en komið er fram í sept-
ember og allur bezti tími
sumarins búinn. En þetta er
svo sem ekki ný bóla. Þann-
ig hefur lengi verið staðið að
lóðaúthlutuninni af hálfu
borgaryfirvaldanna: lóðunum
er ekki úthlutað fyrri en
komið er lan.gt fram á sum-
ar og jafnvél fram á haust
eins og nú í stað þess að
úthluta þeim á vorin.
Búizt vi& ágætri þátttöku í
landsfundinum við Mývatn
B Um næstu helgi efna Samtök hernámsandstæðinga
til landsfundar við Mývatn. Þar verða saman komnir her-
námsandstæðingar úr öllum landshornum og eru þeir
þessa daga sem óðast að búa sig til Mývatnsferðar. Hér fer
á eftir fréttatilkynning frá samtökunum um landsfundinn.
Landsfundur Samtaka her-
námsandstæðinga verður haldinn
í Skjólbrekku við Mývatn dag-
ana 5.—6. septemþer 1964.
Dagskrá fundarins verður sem
hér segir: Klukkan 14 á laug-
ardag: fundurinn settur af Stein-
grími Baldur&syni, Nesi, Aðal-
dal. Þá verða kosnar nefndir og
starfsmenn landsfundarins,
Ragnar Aroalds alþingismað-
ur flytur skýrslu miðnefndar
um störf samtakanna og ræðir
næstu verkefni.
Síðan flytja ávörp þeir Magn-
ús Torfi Ólafsson, Guðmundur
Ingi Kristjánsson frá Kirkju-
bóli. Þórarinn Haraldsson Lauf-
ási og Þorsteinn frá Hamri. Síð-
an verður fundinum framhald-
ið fram eftir kvöldi.
Á sunnudag munu nefndir
skila áliti til fundarins og kjör-
in verður landsnefnd samtak-
anna þá verður fundi slitið síð-
degis klukkan 17 með borðhaldi
í Reynihlíð af Þóroddi Guð-
mundssyni frá Sandi.
— Ferðir á vegum samtak-
anna verða frá BSl í Reykjavík
klukkan 14 á föstudag. Bíll sá
mun verða í Borgamesi um kl.
17 en á Blönduósi um kl. 20.
önnur ferð verður svo farin frá
sama stað í Reykjavík, kl. 23.
(næturferð)^á föstudagskvöld.
Bilferðir á vegum samtak-
anna kosta 680 krónur báðar
leiðir.
Ennfremur eru flugferðir
norður til Akureyrar kl. 9 á
laugardagsmorgun og munu
samtökin sjá um ferðir frá Ak-
ureyri að Mývatni.
Samtökin útvega mönnum
næturstað en fólk verður al-
mennt að gera sér að góðu að
sofa í svefnpokum, sem það
verður að leggja til sjálft. Þó
eru nokkur rúm laus enn í
hótelunum við Mývatn og þar
Framhald á 8. síðu.
Bruni á Hólmavík
Hólmavík, 2/9 — Um kl. 3
í dag kom upp eldur í gömlu
verkstæðisplássi sem Kaupfélag-
ið á en nú er notað fyrir
geymslu. Átti Beinamjölsverk-
smiðjan þar geymda á annað
þúsund poka og Guðmundur
Valdimarsson útgerðarmaður
geymdi þar smásíldamót og um
150 lóðir. Húsið og það sem 1
því var eyðilagðist í eldinum.
Voini nótin og lóðimar óvá-
tryggðar.
Mikil eftirsjá væri uð
kjörbáðurvugninum
Hér er mynd af Sigríði
Indriðadóttur með syni sín-
um og auðvitað heitir hann
Indriði. Sigríður hefur þetta
að segja um kjörbúðarvagn-
inn í Kópavogi.
Þetta er fyrst og fremst
tímaspamaður fyrir okkur
húsmæður að fá svona verzl-
unarþjónustu og tíminn er
oft dýrmætur fyrir margar
húsmæður. Koma þessa kjör-
búðarvagns héma í hverfið
sýnir einmitt skilning á þess-
um efnum.
Það er líka erfitt að fara
langar leiðir frá komabami
til þess að kaupa nauðsynjar
til hejmilisins. Engin önnur
lausn en taka það með sér
og er það oft annasöm at-
höfn.
Það væri mikil eftirsjá að
þessum kjörbúðarvagni.
Sjá fleiri viðtöl á 12. síðu
*