Þjóðviljinn - 03.09.1964, Blaðsíða 8
ÞIOÐVILIINN
sjálfan sig. Það var engin leið
til þess að ramba að eilífu á
jaðri grimmdarinnar, án þess að
verða fyrir henni sjálfur . . .
Einn góðan veðurdeg lítur rit-
stjórinn á skrifborð sitt og sér
að sagan sem liggur þar, er hans
eigin saga.
Nú var hann hræddur við að
sofa. Blóðið hamraði fyrir eyrum
hans og vöðvarnir í hnakkanum
voru þandir og hnykklaðir eins
og þeir væru á eigin spýtur að
reyna að draga höfuðið á hon-
un upp af koddanum. Hann
settist upp og kveikti ljósið og
svo fór hann fram úr rúminu og
í stofuna aftur.
Gluggi hafði fokið upp og
vindgustur hafði feykt örkunum
af handriti niður af skrifborð-
inu. Blöðin lágu útum allt gólf
og allt sýndist vera á öðrum
endanum í stofunni. Þreyttur og
uppgefinn rölti hann yfir teppið,
rak sig í húsgögnin, laut niður
og tíndi saman hverja örk. Þær
voru ekki númeraðar og nú voru
fsær í einni ringulreið, ein
benda af sundurlausum setn-
ingum skrifuSum á gamla ritvél
með slitnu litabandi, og línurnar
voru hlykkjóttar og/ óvæntir
dökkir blettir á sumum stöfun-
um. Handritið var skrifað á
frönsku, og Despiére hafði strik-
að töluvert út og skrifað heil-
mikið með bleki í staðinn til að
fullkomna ringulreiðina. Jack
las af tilviljun:
— Bandaríkjamenn, las hann,
einnig listamenn, eru ólíkir Evr-
ópumönnum að þvi leyti að þeir
trúa á hina eilífu hækkun
fremur en jafna, rykkjótta full-
nægingu . . .
Drottinn minn. hugsaði Jack,
hvort sem hann var lifandi eða
61
dauður, þá þyrfti að umskrifa
þessa setningu til þess að hún
yrði prentuð.
— í því felst, las Jack. að
Bandaríkjamaður sem leggur
upp frá gefnum púnkti, heldur
að leið hans liggi frá sigri til
sigurs. Hjá bandarískum lista-
manni samsvarar það trú hins
bjartsýna kaupsýslumanns á
fjárhag sem fer sífellt batnandi.
Óstöðugleikinn, velgengni og
mistök á víxl í sköpunarferli
manns, sem evrópskur listaniað-
ur skilur og sættir sig við. er
ekki tekið gilt sem eðlilegur
sköpunarferill. Mistök eru ekki
mistök hjá bandarískum- lista-
manni, það er hrun niður i hyl-
dýpi, móðgun við þjóðarhefð
hans og andleg verðmæti landa
hans. í Bandarikjunum er litið
á hið eðlilega fyrirbæri sem
kallast mistök, hvort sem það er
raunverulegt eða ímyndað,
einkamál eða opinbert. sem
sönnun sektar eða svik við sjálf-
an sig. Óhamingjusvipurinn í
augnaráði bandarískra lista-
manna, er ekki þar af tilvilj-
un. Þeir geta ekki fótað sig á
hinni hækkandi línu landa sinna
og því grípa jpeir til örþrifaráða,
leita til flöskunnar eða selja sig.
I sumum tilfellum hafa þeir
framið sjálfsmorð Aðrir lista-
menn sem erg úr sterkara efni-
viði, telja sér trú um það í
blindni að þeir hafi aldrei svik-
ið sjálfir. Þeir listamenn halda
því fram að það séu áhorfendur
og gagnrýnendur sem hafa svik-
ið — aldrei þeir sjálfir. Maurice
Delaney, sem fyrir tuttugu árum
gerði tvær eða þrjár af beztu
kvikmyndum þeirra .tíma. er
einn þeirra manna ....
Jack lagði blöðin á borðið og
setti öskubakka ofaná þau, svo
að þau fykju ekki niður. Hinn
dauði ræðst á hinn dauðvona
í Rómaborg í nótt, hugsaði hann.
Ég ætla að lésa þetta einhvem
tíma seinna, hugsaði hann. þeg-
ar sár okkar eru gróin.
Hann fór inn í svefnherbergið.
I þetta sinn háttaði hann. Hann
lagðist varlega útaf og gerði sér
vonir um að losna þannig við
niðinn fyrir eyrunum. Það hreif.
Hann lokaði augunum og sofn-
aði.
Honum fannst hann heyra
síma hringja í svefninum, en
þegar hann vaknaði var allt
hljótt. Hann var með blóðnasir,
ekki mjög miklar en stöðugar.
og hann fór inn í baðherbergið
að sækja sér handklæði og lagð-
ist síðan aftur til svefns með
handklæðið samanbrotið undir
nefinu, og í órólegu mókinu
fannst honum sem hann væri
að drukkna. Það var aðeins einn
draumur sem hann mundi næsta
morgun og það var stuttur og
slitróttur draumur. I draumn-
um hringdi síminn aftur og rödd
sagði: Ziirich kallar, Ziirich kall-
ar. Það var tónlist í símanum
og svo sagði björt og skær rödd:
Jamáis deux sftns trois.
22. KAFLI.
— Segðu mér nú frá öllu sam-
an, sagði Delaney. Hvernig gekk
það? Klukkan var hálfníu að
kvöldi. Delaney var enn með
súrefnisslönguna festa við kinn-
ina og hann lá í sömu stelling-
um og kvöldið áður og enn sat
hjúkrunarkonan i skugganum í
hominu. En rödd Delaney var
styrkari og litarháttur hans var
nær eðlilegur. að því er Jack
bezt gat séð í lampaljósinu.
Delaney sagði að sér liði prýði-
lega, hann fyndi hvergi til og ef
ekki væri læknirinn, myndi
hann fara á fætur og fara heim.
Það var hugsanlegt að hann væri
að segja ósatt, en það var þó
enginn minnsti efi á því, að
þessa stundina leið honum miklu
betur. Fyrsta spuming hans var
ekki um eiginkonu hans eða
Barzelli. heldur um kvikmynd-
ina.
— Hvernig gekk við upptök-
urnar í dag? spurði hann.
Slepptu engu smáatriði.
— Það gekk vel. sagði Jack.
Betur en nokkur .þorði að vona.
Jack hafði í rauninni verið ’feg-
inn spennunni og ringulreiðinni
í sambandi við upptökumar' og
nauðsyn þess að sinna vanda-
málum leikara og hljóð-manna
og rafvirkja. Fyrir bragðið hafði
hann ekki mátt vera að þvi að
hugsa um Despiére allan daginn.
Nú, þegar dagurinn var að
kvöldi kominn, komst hann að
raun um að hann var í þann
veginn að sætta sig við þá stað-
reynd að Despére væri dáinn.
Hann hafði ákveðið að minnast
ekki á neitt við Delaney. Það
var ómögulegt að vita hvemig
Delaney brygðist við í þessu á-
standi. Ég komst að því að ég
hafði miklu meira vit á leik-
stjóm en ég hélt, sagði hann.
— Þetta var ég búinn að segja
þér, sagði Delaney. Níu af hverj-
um tíu leikstjórum vita ekki
neitt. Hvemig er með strákinn
— Bresach — er nokkurt gagn í
honum?
— Hann er mjög þarfur sagði
Jack.
— Ég vissi það, sagði Delaney
ánægður. Ég sá að það var efni
í piltinum.
Sannleikurinn var sá að Bres-
ach hafði verið töluvert meira
en þarfur. Meðan Jack hafði
unnið með myndatökumanninum
að Ijósatilhögun og uppstilling-
um, hafði Bresach haldið æfingu
með leikurunum, einkum Barz-
elli og Stilles. Þegar kominn
var tími til að taka upp atrið-
ið. hafði starf hans lyft undir
allt. Barzelli, sem hafði byrjað
daginn í v.ersta ham, hafði leik-
ið hlutverk sitt af meiri tilfinn-
ingu en nokkru sinni fyrr í
kvikmyndinni. En það var Stil-
es sem hafðd komið öllum á ó-
vart. Einhvem veginn hafði
Bresach tekizt með því að hvísla
einhverju að leikaranum úti í
homi, að fá hann til að leggja
sig fram, og Stiles hafði 'leikið
af sannfæringu og innileik sem
hafði vakið furðu allra við-
staddra. Og þetta hafði bara ver-
ið happatilviljun. Jack hafði
látið Bresach fást við leikarana
allan daginn og viljandi hafði
hann tafið tímann yfir tækni-
atriðunum og að loknu dagsverki
sögðu leikaramir og jafnvel
Tucino. að Bresach væri miklu
betri en Delaney hefði nokkum-
tíma verið. En það var ástæðu-
laust að segja sjúklingnum frá
því. Það var ef til vill ekki al-
veg rétt heldur. Bresach var
ekki betri en Delaney hafði
nokkurn tima verið — hann var
betri en Delaney gæti nokkum
tíma orðið framar. En þetta var
ekki hægt að tala um í sjúkra-
stofu. Allur æsingurinn, óhefluð
framkoman og mislyndið, sem
Jack hafði lært að setja í sam-
band við Bresach, virtist horf-
ið um leið og hann stóð frammi
fyrir leikumnum. Þess í stað
var komið þolinmæðl og leit-
andi, næstum innilegur áhugi
sem leikaramir höfðu samstund-
is svarað. Hvar Bresach hafði
lært þetta hafði Jack enga hug-
mynd um. Kannski var hann
fæddur með þennan hæfileika.
Kannski var hann nýtt fyrir-
HÁRGREIÐSLAN
|
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STEINU og DÓDÓ
Laugavegi 18, III. h. (lyfta) —
SÍMI 2 46 16.
P E R M A Garðsenda 21. —
SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og
snvrtistofa.
D O M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN, —Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SlMI: 14 6 62.
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR — (Maria
iluðmundsdóttir) Laugavegi 13.
- SlMI: 14 6 56. — Nuddstofa á
sama stað.
Fimmtudagur 3. september 1964
Landsfundur
Framhald af 1. síðu.
mun einnig alltaf unnt að fá
heitar máltíðir. Hins vegar
verður alltaf til reiðu í Skjól-
brekku smurt brauð, heitar súp-
ur, kaffi, mjólk, gosdrykkir og
fleira við afar vægu verði.
Undanfarið hafa ráðstefnur
verið haldnar víða um land til
undirbúnings fundinum og hafa
undirtektir hvarvetna verið góð-
ar svo að full ástæða er til
að búast við ágætri fundarsókn.
Kjarnorka tí/
friðsemdar
GENF 1/9 — Afvopnunarráð-
stefnan í Genf, sem mun ljúka
núverandi fundum sínum 17.
september kemur varla aftur
saman fyrr en í marz. Á þess-
um tima munu afvopnunarmálin
tekin til umræðu á allsherjar-
þingi SÞ.
Á fundinum í Genf í dag
sagði fulltrúi Indverja, R. K.
Nehru, að stjóm hans styddi
hugmyndina um mikla fækkun
eldflauga með kjarnorkuvopnum
á fyrsta stigi afvopnunaraðgerð-
anna. ,
Keppni millum
borgarhlutanna
Upp úr miðjum næsta mán-
uði leggja margir leið sína til
Berlínar, þeir sem njóta vilja
góðra leiksýninga eða tónlist-
arflutnings. Þá keppa tíáðir
borgarhlutar, Austur- og Vest-
ur-Berlín, við að bjóða gestum
sínum upp á það bezta finn-
anlega beggja vegna múrsins
á sviði leikhúsverka og tón-
listar. f Vestur-Berlín miðast
hátíðarvikur þessar við tíma-
bilið frá 13. september til 4.
október og um svipað leyti
mun hátíðin standa í Austur-
Berlín.
Æskulýðssíða
Framhald af 2. síðu.
ALSÍR — 1954—1962 1500
þúsund léty lífið og eftir voru
500.000 ekkjur og 300.000 miun-
aðarlaus böm.
ANGÓLA — 5 mánuði árið
1961 voru 50.000 drepnir af
portúgölsku nýlenduherrunum.
SUÐUR-VlETNAM — 1954—
1963 — 800.000 örkumla og 3
miljónir lokaðar inni í hinum
svokölluðu „víggirtu þorpum”.
Það verður að binda endi á
blóðsúthellingamar. Við Is-
lendingar getum mætavel lagt
okkar af mörkum í baráttuimi
fyrir friði í heiminum. Islend-
ingar eiga að skipa sér á bekk
með hlutlausum þjóðum, segja
sig úr hemaðarbandalögum og
alltaf að fiýtja boðskap friðar
og sátta á alþjóðaráðstefnum.
Á þennan hátt einan getum
við með réttu kallazt Islending-
ar, sem aldrei hafa borið aðra
vopnum í 700 ára sjálfstæðis-
baráttu.
Okkur ber skylda til að
standa á verði gegn styrjöld-
um, því brjótist út annað
heimsstríð mun heimurinn tor-
tímast, ekki standa steinn yfir
steini, allt líf þurrkast út á
jörðunni.
Hvers veqna kaupa bíl fyrir 130-40 þúsund krónur þegar hœgt er að
fó nýjan Trabant 'G5 módel fyrir 80 þúsund kr.
TRABANT ’65 módel er nú fyrirliggjandi með FJÖLMÖRGUM endurbótum og GERBREYTTU útliti.
Bíllinn er til sölu og sýnis hjá Bílavali, Laugavegi 90. Sími 19092.
— Leitið upplýsinga.
Einkaumboð: Ingvaí* Helgason, Tryggvagötu 4 — Reykjavík.
Umboðsmenn úti á landi eru:
Bifreiðaþjónustan Akranesi, — unnar Ámason Akureyri — EIís
Gunnar Ámason Akureyri — Elís Guðmundsson Vestmannaeyjum.
í.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
Meðal helztu endurbóta má telja:
26% stærri rúður.
50% betri hitagjöf frá miðstöð.
Rúðusprautur.
Hljóðeinangrun með trefjamottum.
Gerbreytt útlit, þak lárétt með skyggni að aftan.
Nýir glæsilegir litir.
Stuðari að aftan.
Tvö sólskyggni.
Fatasnagar óg þrír öskubakkar.
2 útispeglar og einn tvöfaldur innispegill.
Afturhluti bílsins lengdur, afturljós innibyggð.
Upphalarar á stórum hliðarrúðum.
Þægilegri sæti, og rúmbetra aftursæti.
Kistulok læst með lykli.
Húnar á hurðum gerbreyttir.
Stærri rafgeymir.
Miklu þýðari á voodum vegi.
Auk óteljandi annarra breytinga og endurbóta.
Hefur einnig alla kosti Trabant 600, á vél, brems-
um og gírkassa, sem reynzt hefur afburða vel hér.
Sjóstakkar
ÞRÆLSTERKIR
POTTÞÉTTIR
HUNDÓDVRIR
fást í
Aðalstræti 16
(Við hliðina á bílasölunni).
VOPNI
4